Vísir - 26.02.1948, Síða 1

Vísir - 26.02.1948, Síða 1
 38. ár. Fimmtudaginn 26. febrúar 1948 47. tbl. i Myndin er úr atriði í Menntaskólaleiknum. Þessir tveir leikendur eru: Katnín Thors, sem Júdít Bliss og Einar Jóhannsson sem Sandy hnefaleikamaður. (Sjá leikdóm á 2. síðu). Kprnorkusprengjiitilrðun, er Rússar priu í fyrra, mistókst með öllu. Cpmngfait sprakk aldreL Rússar gerðu tilraun með kjarnorkusprengju 17. ágúst í fyrra, en sú tilraun mis- lókst algerlega. Kj arnorkutilraun þessi var gerð í Ural og sá vísinda- maðurinn Stanislaus Kozi- elski um liana. Hann var áð- ur framkvæmdarstjóri kjarnorkurannsóknastöðvar Sovétrikjanna i Sterlitamak. Þegar kjarnorkutilraunin mistókst var honum vikið úr stöðu sinni. Flýði land. Kozielski tók það ráð að flýja land, vegna þess að hann yrði látinn sæta frek- ari ábyrgð fyrir að tilraunin mistókst. Honum tókst að komast um Pólland og Ték- kóslóvakíu til Parísár, en þar skýrði hann blaðinu Fig- aro frá kjarnorkutilraunum Rússa. Þegar komið var í ljós, að tilraunin liafði mis- tekizt, var þegar í stað skip- uð nefnd til þess að rann- saka hver bæri ábyrgð á mis- tökunum. Nefndin komst ekki að neinni niðurstöðu um málið, en taldi likur á, að skemmdarverkum í ein- hverri verksmiðjunni væri um að kenna. Mikil leynd. Mikil leynd hvíldi yfir öll- um rannsóknunum og voru allskonar varúðarráðstafan- ir gerðar til þess að ekkert yrði vitað um tilraunina. — Sprengjan, sem gerð liafði verið i tilefni þessa, var þannig, að hún álti að springa eftir vissan tima eða 2 stundir og 45 minútur, frá því að gengið var frá henni. Fjöldi vísindamanna beið í hæfilegri fjarlægð með alls konar mælitæki en ekkert skeði. Yfirskoðunarmenn rikisreikninganna í liúsnæðishraki. Rákisreikningar fyrir árin 1944, 1945 og 1946 eru ekki enn komnir fram á þingi og Iiafa því ekki öðlazt sam- þykkt. Hefir Skúli Guðmundsson borið fram fyrirspurn um það, hvað reikningum þess- um líði og óskaði eftir því, að þeim yrði lokið svo skjótt, að þeir yrði lagðir fram á næsta þingi eða e. t. v.-þessu. Jóh. Þ. • Jósefsson, fjár- málaráðherra, kvað unnið hafa verið að ríkisreikn- ingnum 1944 frá því á s.l. sumri, en erfitt er að fá svör ríkisstofnana við athuga- semdum yfirskoðunarmanna. Hafa sum ráðuneytin verið svifasein í þessum efnum. Búið er að prenta reikn- inginn í'yrir 1945 og sá fyrir 1946 er í prentún. Jörundur Brynjólfsson upplýsti, að yfirskoðunar- menn reikningsins frá 1944 hefðu átt við húsnæðisleysi að stríða og væri það ein orsökin fyrir drætti þeim, sem orðið hefir á reiknings- lokum. Frám eru komnar á AI- þingi fýrirsþurnir um kostn- að við smíði sílaarverk- smiðjanna nyrðra o. fl. í því sambandi. Ræ£t á ASþingi: Fyrirspurnirnar eru svo- hljóðandi: „1. Hve mikill er stofn- kostnaður síldarverksmiðj- unnar á Skagaströnd? 2. Hve mikill er stofn- kostnaður yngstu sildarverk- simðjunnar ríkisins á Siglu- firði? 3. Ilve mikill var bygging- arkostnaóur tveggja síðast reistu lýsisgeyma rikisins á Siglufirði, og hve miklu hef- ir nú þegar verið varið til viðgerðar á þeim? 4. Hver var byggingar- kostnaður mjölhúss ríkis- sjóðs, sem hrundi á Siglu- firði? Hve miklu fé hefir nú þegar verið varið til við- gerðar, og hve miklu fé mun enn þurfa að verja til umbóta á mjölhúsi þessu, þar til það verður fyllilega nothæft? Óskað er eftir, að lögð vcrði fram nákvæm, sundur- liðuð skýrsla um allar greiðslur ríkissjóðs til þess- ara framkvæmda frá upp- hafi, svo og hve mikið fé verksmiðjurnar hafa getað lagt fram sjálfar í þessi fyr- irtæki, hve mikið er tekið að láni, hve miklar skuldir eru á hverjum stað, hverjir eru skilmálar um vexti og af- borgunartíma.“ Fyrirspyrjandi er Jónas Jónsson. ABþjóðadómsféli fekur iíorfu- malio fyrar. i 1 dag verður tekið fyrir alþjóðadómstólinn í Haag kærumál Breta á hendur AI- bönum. Mál þetta hefir lengi ver- ið í undirbúningi, en upp- haf þess er, að Albanir lögðu lundurduflum í Korfu-sundi og fórst brezkur tundurspill- ■ir, er hann rakst á eitt þeirra. Þeir lögðu á ráðin um morð Gandhis. Allir mennirnir, sem lögðu á ráðin um morð Gar.dhis, verðlaun, sem heitið var fyr- hafa nú verið handteknir. Fimm menn áttu sök á morðinu og náðust tveir þeir síðustu í íyrradag. Hétu þeir Apte og Karkare og var það sameiginleg hjákona þcirra félaga, sem kom upp um þá, tii að krækja í 750 stpda ir upplýsingar um samsæris- mennina. (Exp. News Serv.). aður hverfur af Fjallfossi. út af VestfjörÓ&iiHc Sá atburður gerðist í fyrri- nótt, að farþegi hvdrf af e. s. Fjallf ossi, er skipið var statt undan Vestfjörðum. Fjallfoss var á leið til Siglufjarðar með síldarfarm og var einn farþegi með skipinu héðan, Anton Páls- son, búsettur í Ólafsfirði en ættaður frá Brúarlandi í Skagafirði. Hafði hann ver- ið syðra um tveggj’a mánaða skeið, til Iækninga, að því er Vísir hefir fregnað. Skipverjar á Fjallfossi vissu ekki annað en að Ant- on tæki á sig náðir i fyrra- kvöld, en um hádegi í gær hafði liann ekki látið sjá sig, svo að farið var að svipast um hann í Idefa hans. Var Anton þá ekki þar og fannst Iivergi á skipinu þótt leitað væri að honum. Er því talið scnnilegt, að hann hafi fall- ið fyrir borð einhvern tíma nætur. Veður mun hafa ver- ið gott um nóttina, að því er Vísi hefir verið skýrt frá og ekki illt í sjóinn. Búið er að verja nærri hálfri milljón króna til breyt- inga á Bessastaðakirkju. Breytingar hafa verið gerð- ar á kirkjunni, sem er eitt elzta guðshús á landinu, að nær er um nýja kirkju að ræða. Gamlir munur hafa verið fluttir til í kjrkjunni, eða alveg úr henni og seldir í hendur þjóðminjavarðar. Gylfi Gíslason spurðiOum það á þiugi í gær, hvernig á þessum breytingum standi, hvort þær sé að undirlagi Qg með lieimild ríkisstjórn- arinnar, þar sem dýrmætar fornminjar væru eyðjlagðir. Var hann mjög andvígur; þessari breytingu. Eysteinn Jónsson skýrðí frá því, að liið fyrsta, sem hann gæti fundið um málið í Stjórnarráðinu, væri minn- isblað — dagsett i júní 1945 — um að þáverandi forsætis- ráðherra liafði lofað, að gera skyldi endurbætur á kirkj- unni fyrir kr. 150.000.00. Húsameistari gerði síðait 3 áætlanir um endurbætur og snemma á árinu 1946 var áætlun nr. 3 samþykkt, en hún gerði ráð fyrir 210.- 000.00 kr. útgjöldum. Á siðasta sumri var hins- vegar búið að greiða 240.000' kr., en um áramót var kostn- aðurinn kominn upp í 470.000 kr. og líklegt að 50—00.000 kr. kostnaður sé enn cftir. Ýmsir þingmenn tóku til máis og voru nær einróma á þéirri skoðun, að ekki hefði átt að breyta kirkjunni svo sem gert liefir verið. Brofizf inn hjá HreyfBi. Brotizt var inn á bifreiða- stöð Hreyfils í nótt, en ekki var neinu stolið. Farið var inn með þeint hætti að brotinn hafði verið partur úr bakdyrahurðiniii.. Brotnir höfðu verið upp skápar bæði þar á ganginum og eins á skrifstofunni og: leitað í þeim. Engu var stol- ið.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.