Vísir - 27.07.1948, Blaðsíða 7

Vísir - 27.07.1948, Blaðsíða 7
Þriðjudaglnn 27. júlí 1948 - „ ; - • ;. <fz.rjz. rtc~> o • '*• • \ •.•*. v;-. -$r. * • - •• •-' KXXXXXXXXXXXXaOQOQQQQOQOQOQOOOQOQCXXXXXXXXXXXXXXr 1 SAMUEL SHELLABARGER Hann hefði aðeins getað komizt hjá bardaganum með þvi að láta hengja Belli. Hann hafði ósjálfrátt gengið inn , fyrír þröskijldinn og síðan hafði allt annað gérzt af sjálfu sér. .„ f. . Andrea starði ut um opinn gluggann. Borgin var í fasta svefni og andvarinn að utan kældi hann smáms saman. Andardrátturinn varð liægari og jafnframt varð hugur hans rólegri. Hann fór allt í einu að dötta. Skyndilega hrökk hann upp og tók þá eftir þvi, að hann starði á mann, sem hafði birzt í glugganum. Maðurinn sveiflaði samstundis fæti yfir gluggasylluna og renndi sér inn i herbergið, án þess að nokkurt hljóð heyrðist. Andrea spratt á fætur, en þegar maðurinn rétti úr sér, kannaðist hann við Maríó Bellí. ,jHver djöfuliinn! Þú?“ „Já, húsbóndinn hélt vonandi ekki, að eg múndi láta það dragast að þakka honum lifgjöfina.“ „Gættu þess, að Frakkar eru enn niðri og geta hand- samað þig.“ „Þeir munu ekki leita mín hér,“ mælti Bellí. „Það er alltaf öruggast að leita hælis undir hvílu lögregluþjónsins. Eg viðurkenni þó að réttast er fyrir mig að forða mér héð- an i nótt. Eg koni bara til að kveðja og þakka hjálpina." Nú var Andrea nóg boðið. „Þú hefir komið mér i dá- laglega klípu. Eg verð áreiðanlega drepinn i dýflizu kast- alans eða að minnsta kosti rekinn héðan með skömm. Það á eg þér að þakka/‘ , „Þú gleymir einu — að Frakkar munu ekki kvarta yfir þér, þar sem þú lékst hinn váskasta þeirra svo grátt. Þeir munu hrósa þér á livert reípi og hertoginn muntli móðga þá, ef hann hegndi þér fyrir þetta. Þér mun gefast kpstur á að Ijúka ætlunarverkinu.“ Andrea hugleiddi þetta og þótti ekki ósennilegt, að Bellí hefði á rétlu að standa. Hann þekkti landa sina mætavel- Bellí bætti við: „Þú munt annars hafa mælt þér mót við Don Alfonso á morgun. Notaðu tækifærið vel, því að ó- vist er, hversu langur timi þér gefst til að hafa áhrif á liann.“ o -J. „Veiztu nokkuð með vissu ?“ spurði Andrea. „Nei, en það leggst 1 mig. Annárs ætti eg nú að halda leiðar minnar.“ ' a „Hvert ér föriiini heitið?“ „Þangað sem þú skipar mér að fara, vitanlega.“ „Mér kemur það ekki við, hvert þú ferð. Þú mátt fara hvert sem þú vilt.“ „Ha? Á eg að skilja þetta svo,“ mælti Bellí og þóttist sármóðgaður, „sem þú viljir ekki njóta starfskrafta miima framar? Ertu svo mikill vinur Frakka að þú ætlir að reka mig úr vistinni, af þvi að eg ber kala til þeirra? Þú hlýtur að viðurkenna, að störf min og hæfileikar-------------—“ „Hvaða vitleysa er þetta? Hvernig getur þú verið í þjón- uslu minni, þegar þú verður að fara frá Ferröru?“ „í Pompósu. Þú átt enn talsvert ógert þar.“ „Humm. Já, en-------—“ „Gg er vilurlegt að reka mig úr vistinní, einmitt þegar þú vilt, að lístaverkinu sé haldið leyndu?“ mælti Béllí, eins og hann væri, þtös albúinn að svíkja Andrea, en hann minntist sögunnar um djöfulinn og litla fingurinn. „Auk þess,“ bætti Belli við eftir stundarþögn, „er eg sannfærður um, að þú munt áður en varir fara i ferðalag, þótt eg viti ekki af hvaða sökum. Jæja eg get orðið þér betur að liði hyarvetna annars staðar en hér: I Yíterhó, ef þú telur rétt áð ræna dýrlingnum, sem liertoginn hefir svo mikinn hug á að ná í eða í Fjallaborg, ef þú óskar----“ „Biddu við,“ greip Andrea fram í fyrir honum og þreif jafnframt til rýtings sins, án jæss að BelU sæi „Hvað veizt þú um Fjallaborg og óskir minar?“ „Ekkert, alls ekkert,“ svaraði Bellí, er hann heyrði ógn- unarhreiminn í rödd Andreas. „Eg átti aðeins við það, að virðing þín fyrir Madonnu Millu gerir það mjög sennilegt, að þú heimsækir hána og að eg------ —“ „Láttu hana afskiptalausa í hugsunum þinum,“ mælti Andrea. „Sjálfsagt. .... Þá er það Róm. Leyfist niér að álykta, að þú munir halda þangað, áður en langt um líður, Róm er slikt kviksyndi, að komið gæti að góðu haldi að hafa sér við hlið mann með mína kosti, sem er þér mjög fylgi- V IS IH spakur vegna þess, sem þú hefir fyrir hann gert.“ Nú varð þögn mn hrið og Andrea hugleiddi, hvað gera skyldi. Um siðir sagði hann: „Gott og vel — það er rétt að þú biðir eftir ihér í Pompósu.“ „Eg fer þá þangað,“ svaraðí Belli hinn ánægðasti. „Ég þakka þér auðmjúklega fyrir;að vilja hafa mig áfram 1 þjónustu þinni!“ Augnabliki siðar var hann búinn að sveifla sér út um gluggann og liorfimi sjónum Andreas. Pyngja sú, sem Ippólító d’Este liafði gefið honum, iþyngdi meira vasa hans en samvizku. Seytjándi kafli. Það bætti ekki skap Andreas, er hann var vakinn næsta morgunn af skutilsveini i þjónsbúningi Varanóættarinnar og afhént kveðjubréf frá Kamillu. Hún tilkynnti honmn, að við nánari atliugun sæi.hún sér ekki annað fært en að fara til fundar við eigimnann sinn i Úrbínó og liarmaði að hafa ekki getað farið á veiðar með Andrea. Hún von- aðist til þess, að fundum þeirra bæri saman mjög bráð- lega og Andiea kynntist þá maimi hennar. Þetta var allt og sumt. Sveinninn skýrði honum ennfremur frá þvi, að liús- móðir sin hefði lagt upp í dögun og farið eftir veginum til Ravennu. Mundi liún haída um Rimini og Pesaró og stefna til fjalla eftir Foglía-dalnum. Andrea stökk fram á gólfið. Færi hann táfarlaust gæti gæti hann riðið hana uppi, áður en langt liði. Hann gæti ef til vill fengið hana til að snúa aftur eða kvatt hana að minnsta kosti sómasamlega. En við nánari tliugun gerði liann sér ljóst, að fundur sinn við Don Alfonsó væri of mikilvægur til þess, að honum mætti fresta. „Eg geri ráð fyrir þvi, að þú hraðir þér á eftir húsmóður þinni,“ sagði hann við sveininn. „Eg á að ná henni i Argentu, ef Guð lofar.“ „Segðu henni, að eg þori ekki að skýra liirðinni frá brottför hennar og sé óhuggandi.....Biddu andai-tak — eg ætla að skrifa henni bréf.“ Hann barðist lengi við fjöðurstafinn en loksins lauk liann þó bréfinu. Hann bar sand á það, innsiglaði síðan og afhenti sveininum. Þegar ámdi'ea var aftur eittn i herberginu, starði hann lengi út um gluggann. Hann sá ekki húsaþökin — aðeins ferðafólkið, sem var á leið til strandai'. Honum fannst hann jafnvel heyra í bjöllunum á beizli múlasna Kam- illu. Hann fygdist með henni i suðurátt. Hvers vegna liafði hún skyndiega hætt við að vera viku um kyrrt í Ferröru? Hann tók fram liringinn góða og afréð að það skyldi verða fyrsta verk sitt að láta stækka hann. Hann hugsaði tkki lengur um það, að demantinn jyki yirðingu marma á houum. Gripurinn var orðinn tákn um miklu meira en hégómleika hans. Fram til þessa liafði Andrea haldið þvi fram, að hann vissi ekki minna um ástir og konur en hver annar. Síðasta vinkona hans hafði verið Angela Borgía, frænka Sesárs og Lúkrezíu. Þar hafði hann komizt hæst í þessum efnum og vinfengi hans við hana hafði verið byggt á framgirni lians. En nú var lionum skyndilega ljóst orðið, að metorða- girnd og ást eiga ekki ævinlega samleið, að liann kynni að verða að velja og hafna. Jæja, menn höfðu gáfurnar til að beita þeim, er svona stæði á. En hann var ástfanginn og varð æ ástfangnari með hverju augnabliki. Hann hugsaði í sifellu um Kamillu, meðan hann bjóst til fundarjns við Don Alfonsó. : Alfonsó d’Este liafði útbúið fallbyssusmiðjú neðarlega í Ljónaturninum. Þar starfaði hann löngum og stritaði, eins og óbreyttur járnsmiður, við að steypa fallbyssur og eiidurbæta þær á allan hátt. Hann var ófeiminn við að gripa sleggju eða hamar og stóð á sama, þótt hann væri sótugur upp fyrir haus. Það kom að þvi síðar, að Este- fallbyssurnar réðu úrslitum orustunnar við Ravennu og sýndu, að þar var vopn framtíðarinnar. Við Marignano lirundu þær árás fótgönguliða, sem höfðu verið osigrandi fram að því og þær stökktu Feneyingum á flótta, er þeir ætluðu að taka Ferröru. Ercóle hertogi skapaði nýtizku borg, Alfonsó fallbyssur til að verja hana. Hann vissi ekki, að hann var i rauninni að kynna heiminum nýja öld. „Það er púðrið, sem allt veltur á,“ hrópaði Alfonsó i eyra Andrea i smiðjunni. „Þyldu falibyssurnar hæfilegan skammt af smábyssupúðri þá mundi mikil breyting á vei’ða. Til dæmis mundu þær verða emi langdrægaii en nú. Eg er ekki í vafa um, að sá dagur rennur upp, þegar fallbyssa dregur þúsund metra —- ------jafnvel tvö þús- und.“ . ... : . . , Andréa lézt trúa þessu, en gerði það þó ekki. t —Smælki— Þeir gátu ekki veitt þann gamla. Jóhann gamli var góöur í kaupiun og þótti vænt um skiid- inginn, en hirti minna umr hvernig hann var til fara. Hanm vár í frakkanum sínum gamla,. ’ gulnuöum og gljáandi, þangaö til sýnir hans skömmuöust sín. fyrir karlinn og reyndu að sansa karl á því að kaupa sér nú nýjan írakka. „Eg vildi heldur eiga þær 4<y krónur sem hann myndi kosta," sagöi karl (því að þetta var i þá gömlu, góöu og ódýru daga),. og annaÖ fékkst ekki úr honum. Eiim dag höföu synir hans fastráöiö aö nú skyldi karliun. fá. nýjan frakka. Þeir vissu aö hann sat sig sjaldan úr færí, ef hann gæti fengið góö kaup og sömdu unv það við skraJdara, aö selja 40 krónu frakka á ij, krónur; þeir ætluöu svo að, borga hitt. Þeir fóru svo heirn og sögöu karli aö þeir heföu séö svona ódýran frakka, og þetta væri ekki hálfviröi. Kayí af staö til skraddarans og tók þá loks frakkann eftir þó að þafa þokað honum niöur í 11 og i5°- ! En þegar karl kom heini var hann frakkaTaus. i „Hvaö, keyptiröu þá ekki ! frakkann, pabbi?" spurðu þá I sýnir'nir. .( „Ójú, og fékk hann fyrir i!i,50,“ segir karl. ». ; ; „En hvar er hann þá?“ ■ i . „Eg hitti kunningja minn- á j leiöinni," svaraöi karl og • varð- | léttbrýnn, „og hann bauö mér ■ 20 kr. í hann, og mér þótti ekkt ; svo iíla borgaö ömakiö 8 kr. og’- : 50 aura. Þaö eru þó lagleg d.ig- laun.“ Sagan getur ekki um hve-. n- ig synirnir urðu i andlitinu. ; HrcAtyáta Ht. 619 Lái’étt: 1 Lind, 6 hljóð,. 7 í hálsi, 8 versna, 10 fónn,. 11 sjór, 12 uppdráttur, 14 fangamark, 15 skógarguð,^.7 tjónið. Lóðrétt: 1 Lof 2 gat, 3 blund, 4 skyldmenni, 5 klettá- stólpi, 8 hljóðfæri, 9 græit- meti, 10 orðflokkur, 12 bók- stafur, 13 missir, 16 frunk- efní. Lausn á krossgátu nr. 618: Lárétt: 1 Handafl, 6 ið, 7 A.M., 8 klefi, 10 há, 11 háð, 12 Tóta, 14 au, 15 uns, 17 / Þrasi. Lóðrétt: 1 Hik, 2 að, ífc dal, 4 amen, 5 leiður, 8 kátm’, 9 fáa, 10 hó, 12 tá, 13 ana» 16 S.S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.