Vísir - 07.10.1948, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 7. október 1948
V I S I R
IOOOOOQQOOOÐOOOOOOOOQOOQQOOOOOQOQOOOOOOOOOOOOQOC
En ekkert benti til þess og en var barizt í mánuð, án þess
að verjendurnir létu bilbug á sér finna.
Aðdáun manna á Andrea Orsíni fór dagvaxandi. Hann
var æ þar, sem bardaginn var harðastur, hvort sem verja
þurfti skarð i veggjunum eða gera árás. Hann bar enn
skjaldarmerkið, sem hann hafði tekið traustataki.
„Það veit trúa min,“ sagði hertoginn af Gravínu, „að
liann má nota það min vegna. Hann hefir unnið til þess
með hreysti sinni.‘‘
I ágústlok voru gerðar ægilegar árásir á borgina frá
tveim liliðum i senn. Andrea tókst að hrinda báðum, en
til þess aíwsvo mætti verða, neyddist liann til að eyða sið-
asla púðurkorninu og tefla fram síðustu leifum varaliðs
sins. Þegar fjandmennirnir hörfuðu, sá hann, að borgin
var í rauninni fallin — ekki yrði iiægt að verjast fleiri
áhlaupum og lögmál hernaðarins mælti svo fyrir, að borg,
sem hefði varizt svo lirausllega, skyldi lögð í rústir, öllu
félmætu rænt og ibúarair drepnir.
„Nú er aðeins eftir að gera ráðstafanir til þess að þér
getið verið óhult,“ sagði Andrea við Kamillu. Þau stóðu
á sama stað og endur fyrir löngu, þegar Belh hélt leiðar
sinnar og dalurinn v.ar enn friðsæll og búsældarlegur. Nú
var hann auðn ein og frá herbúðum fjandmanna barst
kurr og kliður. , „ JZSH
„Hvaða ráðstafanir ?“ spurði Kamilla.
„Eg legg til, að þér farið á brott á laun um göngin, sem
við notuðum við fj7rstu útrásina. Þér bíðið í þeim, unz
fjandmennirnir hafa yfirgefið herbúðirnar til að láta
greipar sópa í borginni og þá verður leikur einn að kom-
ast undan i skjóli náttmyrkursins.“
„Ágæt hugmynd — og þér faríð með mér.“
Hann brosti. „Nei, með yðar leyfi — ekki nema í anda.“
„Þér ætlið með öðrum orðum að deyja liér. En það
er ekki karhnannlegt að reka mig eina á brott. Því sláizt
þér ekki í förina með mér?“
„Eg veit ekki, hvers vegna eg ætla að verða eftir ?'*
svaraði hann. „Liklega af þvi, að eg hefi krafizt svo mik-
ils af setuliðinu, að eg geí ekki yfirgefið það nú, þótt eg
sé annars samvizkulaus þorpari.“
„Þá er líka skammarlegt að ætlast til þess af mér, að
eg hlaupist á brott frá fólki þvi, sem maðurinn minn heit-
inn fól mér að stjórna.“
Hann gerði enn cina tilraun til að fá hana ofan af þessu:
„Donna Milla, hetjuskapur er til lítils, ef liann á ekki rætur
sínar i skynseminni. Þér munuð ekki deyja, þótt borgin
verði tekin herskildi. Verðið þér hér um kyrrt, mun
Sesar Borgia hagnýta yður i sína þágu, nota yður til að
koma áhugamálum sinum i framkvæmd og sjá svo um,
að þér getið aldrei hjálpað borgarbúum. Ef þér liinsvegar
komizt undan, þá mun sá dagur renna, er þér getið snúið
aftur, lil að hugga þá og stjórna þeim. Þér getið ekki
hjálpað neinum með því að verða um kyrrt núna. ....
Sjálfum hefir mér misheppnazt á öllum sviðum, svo að
þess vegna finnst mér réttast að ljúka lífi mínu hér.“
Þeíla úrslitaaugnablik hafði komið óvart, en ekki varð
hjá þvi komizt, að hann tæki nú ákvörðun sína.
„Það er rangt, að yður hafi misheppnazt i öllu,“ svar-
aði Kamilla. „Eg þarfnast engrar sönnunar fyrir þvi.
Við höfurn farið langa leið saman og mig langar ckki til
þcss að breyta henni, livað sem liægt er að lesa i ástasög-
um.......Munið þér ekki, þegar hertoginn tók hendur
okkar beggja i kirkjunni forðum?“
Þau horfðust i augu og liann sá þá, að innilegustu vonír
lians áttu að rætast. Ilann hélt henni i örmum sinum i
fyrsta sinn og þá hurfu bæði fortíð og framtið. En svo
fannst honum cins og að með þessu fengi hann aðeins að
eygja sæluna andarták gegnum dyragætt, sem væri að
lokast, Hann mundi aldrei verða meiri sælu aðnjótandi,
þvi að endalokin nálguðust.
Eftir langa þögn sagði hann: „Þú ert ekki enn búin
að heita mér því, sem eg bað þig, m i a c a ra.“
„Nei,“ svaraði liún brosandi, „þvi að rök þin eru á þrot-
um. Eg get ekki sannað þér ást mína með þvi að hlaup-
ast á brolt og komast i öruggt liæli án þín. Það kemur
ekki til mála.“
„Madonna, þú verður að láta þér skiljast, að þetta er
alvörumál.“
„Mér er fullkomin alvara,“ svaraði hún, „um að við
eigum að ganga siðasta spölinn saman.“ .... Hún lagði
við hlustirnar. „Heyrðir þú þctta?“
Veikur lúðraþytur barst að eyrum þeirra, en þótt veik-
ur væri, kannaðist Andrea þegar við merkið, sem þeytt
var.
Hann leit undrandi á Kamillu: „Er mig að dreyma?“
sagði hann. „Óska þeir samninga víð okkur?“
Fjandmennimir höfðu ekki haft neitt samhand við
borgina, siðan þeir buðu henni að gefast upp i öndverðu
og Andrea ekki viljað sýna veikleika með því að óska
viðtals við Gravínu. Cr þvi að hertoginn óskaði eftir
samningum, var það sönnun þess, að hann væri tekinn að
þreytast. Þetta gaf Andrca nokkura von um, að liann
gæti samið svo við hann, að Kamillu og lionum yrði leyft
að fara frjálsum fei’ða sinna.
„Við skulum athuga, livað þeim liggur á hjarta,“ sagði
liann. „Gefðu mér einn koss og þá skal eg sanna þér, að
Gravína hefir tapað viðureigninni, ef eitthvað er hægt að
semja við hann.“
Þau voru á leið niður i viðtökusalinn, þegar skutilsveinn
kom hlaupandi á móti þeim og tilkynnti, að foringjar úr
her fjandmannanna óskuðu viðtals við Madonnu Kamillu
um mikilvæg málefni.
„Fylgdu þeim til aðalsalsins í austur-turninum,“ mælti
Kamilla.
„En gættu þess jafnframt, Beppó,“ sagði Andrea við
sveininn, „að þeir séu látnir bíða, unz hægt er að veita
þeim sómasamlegar viðtökur. Láttu fjölga vörðunum i
höllinni um helming. Vopnaðir menn verða að vera á
hverju strái, svo að komumenn haldi, að við séum enn
fjölmennari en við erum.“
„Alllaf sami refurinn,“ sagði Kamilla og brosti.
„Já, og enn meiri en áður vegna þessara tíðinda,“ svar-
aði Andrea og hnykkti höfðinu. Gæfan brosti sannarlega
við honum þenna dag.
Fimmlugasti og fimmti kafli.
Sendimenn Gravinu voru siður en svo upplitsdjarfir,
þegar þeim var fylgt inn i salinn, þar sem Kamilla og
Andrea biðu þeirra. Þeir sáu, að liöllin úði og grúði af
liermönnum, svo að þeim varð ljóst, að enn mundi setu-
liðið gela bitið frá sér svo að um munaði. Þeir voru orðnir
dauðleiðir á baráttunni, en hefðu þeir vitað, að Andrea
liafði vopnað alla nema konur og örkumlamenn, hefðu
_______f
Smælkí—
í heimsstyrjöldinni fyrrl'.
hvarf aðeins eitt af ofansjávar—
skipúm Bandaríkjanna, svo aS.
til þess spurðist ekki meir. Það-
var skólaskipiö Cyclops, sem
haföi ekki loftskeytatæki. En í>.
siöara stríSinu hurfu fjögur a£
skipum þeirra algerlega og'
höfðu þó loftskeytatæki. Þa5
voru tundurspillarnir Jarvis,.
Fittsburg og Edsall og fall—
byssubáturinn Asheville.
Sá staður á jörðu, sem lík—
astur er paradís er hin fagræ
Lord-Howe-eyja 360 mílur aust--
ur af Ástraliu. Hún er 6 fer—
milur aS stærð og ibúar ern.
150. Á eynni er engin lögregla,.
enginn dómstóll eða fangelsi.
Landið allt er almenningseigriLt
■og fær hver og einn úthlutaS
nægilegu landi undir hús og tiL
þess að rækta mat handa sér...
Lítið erfiði þarf til þess að lifa.
þægilegu lífi; margir af karl—
mönnunum vinna ekki lengur
en tvær klukkustundir á viku..
HnAtyáta hk 659
Lárétt: 1 Verksmiðja, 6
fangamark, 7 glima, 8 hrist-
ist, 10 frumefni, 11 knýja,.
12 þraut, 14 titill, útl., 15
fjármuni, 17 svífa.
Lóðrétt: 1 Höfuðborg, 2
samþykki, 3 óhreinindi, 4
saurgar, 5 greftrana, 8 bók—
stafurinn, 9 fugl, 10 hljóta,.
12 skáld, 13 mannsnafn, 16»
tveir samhljóðar.
Lausn á krossgátu nr. 658:
Lárétt: 1 Snerill, 6 ká, 7
æð, 8 Iðunn, 10 an, 11 rót, 12:
fang, 14 Ti„ 15 rós, 17 falsa.
Lóðrétt: 1 Ský, 2 ná, 3
ræð, 4 iður, 5 lentir, 8 innra,
9 nót, 10 A.A., 12 fá, 13 gól,.
16 S.s.
Tikar sleyptist yfir sig og féli á bak-
ið, en þá ætlaði visundurinn að nota
tækifærið.
•m rétt i því, að vísundurinn ætlaði'
að reka hornin i ljónið, stökk það til
hliðar.
Hann hentist fram hjá, og áður en
hann gat áttað sig, var Tikar koininn
upp á bak hans.
Tikar rotaði vísundinn með einu
höggi. En skammt frá liorfðu ljónaveið*
arar á aðfarirnar.