Vísir - 26.11.1948, Page 8
Allar skrifstofur Vísis era
fluttar í Austurstræti 7. —
Næturlæknir: Sími 5030. —
Næturvörður:
Ingólfs Apótek, simi 1330«
Haf narverkfallið s
Vinna verðu tekin upp
á mánudsginn kemur.
Tjón af því nam 4
cSolðara á d@cgi hverjunie
'Talið t-r, að tjún vegna
verkfallsins í hafnarborgnm
d austurströnd Bandaríkj-
anna, luifi numið um h mill-
júnum dollara á dag, en það
hefir nú staðið í 12 daga.
1 gær var greint frá því, að
samkomulag mætti teljast
tryggt, en þó yrði ekki tekin
upp vinna fyrr en á mánu-
dag. Náðist samkomulagið
fyrir milligöngu hins opin-
hera sáttasemjara Banda-
ríkjanna.
Samkomulagið byggist á
kauphækkun til verka-
manna, er nemur 13 centum
á klukkustund auk ýmissa
fríðinda. Fyrst í stað kröfð-
ust verkamenn kauphækk-
unar, er álti að nema 50 cent
um á klst. Síðan slógu þeir
af kröfum sínum niðúr í 25
centa kauphækkun og að
lokum féllust þeir á 13 centa
kauphækkun, eins og að
framan greinir.
Þó er samkomulagið mið-
að við, að allsherjaratkvæða
greiðsla fari fram meðal
verkamanna og atvinnurek-
enda nú um hclgina. Fregn-
ir að vestan í morgun löldu
víst, að hvortveggja aðilinn
mundi fallast á tillögu sátta-
sem j ara.
Um það hil 250 skip hafa
tafizt í New York og fleiri
höfnum á austurströndinni
vegna verkfallsins, Ilest
þeirra stór hafskip.
Samt hafa verkamenn
ekki látið verkfallið ná til
útskipunar á ýmsum varn-
ingi til Bandaríkjahersveita,
sem eru crlcndis. Hins vcgar
neituðu verkaménn að verða
við þeim tihnælum Paul
Hoffman að vinna að út-
skipun varnings á vegum
Mat’shallhjálparinnai’.
Nokkuð liefir það jió hætt
úr skálc, að unnið var allan
límann i höfnum Mexikó-
flóar en þaöan eru miklir
vöruflutningar, eins og kunn
ugt er.
Lenging her-
skyldu í Bret-
landi.
íhaldsmenn munu ekki
snúast gegn stjórnarfrum-
varpi um lengingu herþjón-
ustu í Bretlandi.
Var skýrt frá þessu i Lund-
únafregnum í morgun, og
jafnframt tilkynnt, að líkur
væru til, að allmargir þing-
menn úr Yerkamannaflokkn-
um myndi greiða atkvæði
gegn þvi.
Vestur-Evrópu-
ríkin á fundi.
Fulltrúar vesturveldanna
fimm koma saman til fund-
ar í París í dag.
Munu þeir þá ræða nánari
samvinnu Vestur-Evrópu-
ríkjanna, og er talið, að ráð-
stefna þessi sé liin mikil-
vægasta.
Hugh Dalton er fvrir
brezku nefndarmönnunum,
'en Herriot þingforseti og
fyrrverandi forsætisráðherra
fyrir hinni frönsku nefnd.
Líklegt er talið, að ráð-
stefnan muni standa lengi, ef
til vill svo vikum skiptir.
Kvensokkarnir komnir, en afgreiðsla
þeirra stöðvieð af skömmtunarstjóra
Ýmsir innflytjendur hafa
þeása dagana komið að máli
við blaðið út af afgreiðsl-
unni í skömmtunarskrifstof-
unni, sem þarf að gefa leyfi
til að skömmtunai'vörurnar
séu afgreiddar hjá tollstjóra.
Nokkurar sendingar af
kvensokkum komu með síð-
ustu skipum og er mikill
hörgull á þessari vöru, enda
■er sagt að fjöldi kvenna verði
að ganga berfættur í vetrar-
kuldanum vegna sokkaskorts.
Skömmtunarstjóri hefir neit-
að að láta afgreiða þessar
vörur og þegar kaupmenn
spyrja hverju því valdi, að
þeir fái cklci að taka vöruna
í verzlanir, þá er þeim sagt
með venjulegum embættis-
hroka, að þeim komi það
fckki við. Er þella furðuleg
framkoma. En svotia er oft
tónninn í þeim, sem vinna í
þessum skrifstofum Iiafta og
skömmtunar.
Ef einhverjarr sérstakar
útlilutunarreglur á að selja
um sokkana, þá ættu nefnd-
irnar að minnsla kosti að sjá
um að slíkar regkir komi
slrax fram, svo nauðsynleg-
ar vörur þurfi eklíi að hiða
afgreiðslu þess vegna.
Þarna sést Ernesl Bevin,
utanríkisráðh. Breta halda
ræðu á bingi Sameinuðu
þjóðanna í Paris.
Bevin kemiir
í» >»•
ur rriBo
Ernest Bevin, utanríkis-
ráðheria Breta, er væntanleg-
ur aftur til London um helg-
ina.
H'efir hann dvalið uppi i
sveit í Suður-Englandi, sér
til hressingar og upplyftingar
um þriggja vikna skeið.
Komvöru-
sköminfunin
ónauðsynfeg.
Það er engin hagsýni,
að hafa skömmtun aðeins
vegna skömmtunarinnar.
En þó virðist svo vera hér
á landi, að skömmtun sé
höfð á kornvörum, án þess
að nokkur ástæða sé til.
Othlutun á kornvörum er
nú 60 kíló á hvert manns-
barn á ári. Það samsvarar
7800 tonna innflutningi.
Árleg innflutningsþörf á
hveiti er um 6000 tonn. Af
því fer talsvert í köku-
bakstur, sem ekki kemur
fram í skömmtuninni, lík-
lega um 1000 tonn. Árleg
innflutningsþörf hafra-
mjöís er 1200—1300 tonn.
Og árleg þörf af rúgmjöli
lií manneldis er Itklega
uni 2000 tonn. Hér virðist
því innflutningsþörfin
vera um 9200 tonn á móti
skÖmmtun 7.800 og ó-
skammtað (kökur) 1000
tonn. Engum geti r dulizt
að hér er verið að leika
sér með skömmtunina.
Því hefir verið haldið fram
að rúgmjöl verði notað til
fóðurbætis, ef það er ó-
skammtað. Ef skömmtun-
inni er aðeins haldið við
þess vegna, má segja að
flest sé á sömu bókiiin
lært.
Frá /yþingi:
Tap 156 síldveiðiskipa í
somar nam 14 millj. kr,
Frv« lagt fram um aðstoð
til ótvegsmanna.
rram er komið j Nd. frv.
til I. um aðstoð tií útvegs-
nianna, er síidveiðar stunö-
uðu s. I. sumar.
Flytur sjávarútvegsnefnd
Nd. frv. að heiðni fjármáta-
ráðherra. Aðalefni frv. er í
eftirtöídum greinuni þess:
„3. gr. Sjávarúlvegsmóla-
ráðhérra skipar 3ja nianna
nefnd til að liafa á liendi lán-
veitingar sainkvænil lögum
þessuin. L-ánjæga er skylt að
gefa nefndinni allar þær
skýrslur, er hún telur nauð-
synlegar. Með allar skýi’slur
varðandi lánin skal farið sem
trúnaðarinál.
4. gr. Lánveilinganefnd
skal sannprófa eins og unnt
er, livort skjöl þau séu rétt,
sem hún fær frá útgerðar-
möiinuni og útgerðarfvrir-
tækjum. Lán skulu miðast
við töp útgerðarmanna sum-
arið 1948; }ió skal tekið tillit
til efnahags og annarra á-
stæðna lántakenda. Nefndin
ákveður, hver fjáræð hvers
lláns skal vera. Einnig ákveð-
ur liún lánstíma og skipt-
ingu afborgana. Lánstimi
má þó ekki vera yfir 10 ár.
Ársvextir skulu vera 5%.
5. gr. Ekkert lán má af-
greiða fyrr en ráðherra liefir
veitt samþykki sitt til þcss.
jFiskveiðajsóður íslaúds sér
juni afgreiðslu lánanna og
uin hókhald og inniieimtu
jþeirra fvrir þoknun, sem ráð-
Iierra ákveður.
| 6. gr. Ef lántakandi selur
skip sitt eða aðrar eignir,
sem settar hafa verið að
tryggingu fyrir láninu má
innheimta lánið að nokkuru
eða öllu leyti þegar i staö.“
I í greinargerð segir m. a.:
J „Vegna hins algera afla-
hrests á síldveiðunuin á s. 1.
suniri skipaði sjávarútvegs-
'málaráðherra liinn 6. sept.
Nýr sæoskur
tundurspillir.
í byrjun þessa mánaðar
hleyptu Svíar af stokkunum
nýjum tundurspilli, 1800
'smál. að stærð.
Skipið var reynt i slæm-
um sjó og reyndist svo vel i
alla staði, að Sviar ætla að
hyggja fleiri slik. Vélar þess
eru 44.000 ha. og skipið er
m. a. húið bvssum. sem skot-
jið er algerlega frá miðimar-
'stöðþess. (SIP).
s. 1. 5 manna nefnd til þess
að rannsaka hag útgerðar-
manna hátaflolans og gera
tillögur til ríkisstjómarinn-
ar um, á hvern liátt liag-
kvæmast niundi vera að ráða
fram úr fjárhagsvandræðuili
þeirra.
Samkvænit síðustu skýrsl-
um ncfndarinar nemur tap
156 skipa, sem stunduðu síld-
veiðar s. 1. sumar, rúmum
14 millj. kr„ þar af lögveðs-
og sjóveðskröfur rúmlega
860.000.00 kr. Bankarnir liafa
ekki talið sér fært að hjálpa
Pregnir þær, scm berast að
norðan — frá Akureyri — ura
mænuveikina, sem þar geisar
og hefir lagt á annað hundrað
manns í rúmið, þótt flestir,
sem veikzt hafa/, sé ekki í
verulegri hættu, fáir hafi lam-
azt af völdum hennar, hafa
slegið óhug á menn hér.
★
Þess liefir verið getið, að eitt
læknishéraðið í Eyjafirði utar-
lega, Svarfdælalæknisliérað, hafi
slitið samgöngum við Akureyri
fyrst um sinn til þess að koma
í vég fyrir að sjúkdómurinn ber-
ist þangað. Er það ekki nema
eðlileg ráðstöfun og virðist
sjálfsagt að fleiri geri þetta, ef
það er þá næg vörn gegn þess-
um mcinvætti. Verða blaðamenn
að minnsta kosti varir við það,
að fólk hér i Reykjavík vill taka
upp samgöngubann við Akureyri
liið bráðasta.
*
I mig hringdu í gær og fyrra-
dag ekki færri en fimm konur
og erindið var hið sama hjá
þeim öllum — spyrja, hvort
ekki væri hægt að hreyfa því
hér í Bergmáli, að Reykjavík
reyndi að verjast mænusótt-
inni.
*
Það getur hver. spiirt sjálfan
sig um það, livort liann vill ekki,
að allt sé gert, sem unnt er til
þess að varna þessuin vágesti
vegarins liingað. Það getur vel
verið, að okkur nægi ráðstafan-
ir eins og umfcrðarbann til þess
að hindra komu hans og þvi þá
ckki að reyna það? Faraldurinn
líður áreiðanlcga lijá bráðlega,
svo að ekki þyrfti að láta bannið
standa lengi, en ]>að yrði að vera
algert, ef til þess yrði gripið á
annað borð.
+
Eg skýt þessu fram til at-
hugunar hér fyrir þau yfir-
völd, sem um þessi mál eiga að
fjalla. Þau gætu létt miklum
áhyggjum af mæðrum þessa
bæjar — og raunar öðrum
einnig —• ef reynt væri að
verja bæinn fyrir vágestinum,
sem nú herjar nyrðra.