Vísir - 24.02.1949, Blaðsíða 5

Vísir - 24.02.1949, Blaðsíða 5
Fimmtud’agmn 24. fcbrúar 1949 V IS I R Bráðskemmtileg skop- myndasýning í sýningarsal Asmundar. Einhver alskemmtilegasta sýning', er eg' hefi séð hér í Reykjavík,. er nú í sýningar- skála Ásmundur Sveinssonar við Freyjugötu. Þarna leggja saman þrír listamenn krafta sína, og, að því er virðist, gert stór- skennntilega hjuti. Listamennirnir eru: Hall- dór Pétursson, Sigurður Thoroddsen og Jóhann Bern- iiard. Þeir sýna þarna 175 myndir, ýmist gerðar með „tusch“, penna eða í litum og eru flestar snilldarvel gerðar . Flestar myndirnar sem listamennirnir sýna, eru al’ kunnum sambörgurum okkar og margar hverjar , hinar hlálegustu, eins og vera ber. | Af myndum þeim, er Sig- urður Thoroddsen sýnir, má meðal annai’s nefna mymiir af ýmsum þingmönnum og listamönnum, eins og t. d. Páli Isólfssyni, Ölafi Thors, Jónasi Jónssyni, (er sýnir manninum gleiðgosalegan mjög), Lárusi Jóhannessyni, Barða Guðmundssyni, Þor- steini Þorsteinssyni, Jakobi Mölier, Sigurði Guðnasyni (sem mér finnst með af- hrigðum) og Bjarna Bene- diktssyni. Hjá Jóhanni Bcrnhard hregður við nokkuð öðrum stíl, ef til vill skarpari drátlum. Hann hregður m. a. upp 1‘yrir okkur mynd- um af Páli Isólfssyni (hann virðist annars vera hugþekkt yrkisefni listamannanna), Árna Pálssyni prófessor, Sveini Sæmundssyni yfirlög- reglumanni lijá rannsóknar- lögreglunni, Steini Steinarr skáldi, Gisla Sigurðssyni rak- ara og Jóni leikara Eyjólfs- syni og eru myndir þessar flestar ágætlega gerðar: Jó- hann Bernhard á einnig myndir uppi á lofti í sýning- arsalnum, er auka ekki livað sízt á gildi sýningarinnar. Þar má meðal annars sjá myndir af kunnum mönnum, cins og t.<I. Carl Billich, Mac Donald Bailey spretthlaup- ara, Vilmundi Jónssvni land- lækni, íþróttafrömuðum, eins og- L. H. Muller og Erlendi 0. Péturssyni. Síðast, en ekki sizt, vildi eg segja nokkur orð af leik- manns sjónariniði um mynd- ir Halldórs Péturssonar, sem þarna eru margar, Halldór Pétursson er þeg- ar búinn að skipa sér sess meðal heztn listamanna vorra, bæði hvað snertir teiknilist og málverk. Á sýningu jæssari koma hæfileikar ekki sízt í Ijós í litmyndum hans, er margar hverjar eru ómetanlega skcmmtilegar. Til dæmis nefni eg myndina, er nefn- ist Kreutzer-sónatan, er sýn- ir ])á Rögnvald Sigurjónsson píanóleikara og Björn Ólafs- son fiðluleikara taka lagið. Fleiri sprenghlægilegar myndir á Halldór á sýningu þessari, er eg kann ekki að nefna í svipinn. En að lokum vildi eg slá hotninn í þesSd leikmannlegu dóma um listasýningu, að hún er sannarlega þess virði, að ahnenningur sjái hana. Þarna eru á ferðinni þrír af- bragðsgóðir „karikatur“- J menn, með meiru, sem hafa öðlazt þann guðdómlega hæfileika að sýna samborg- ara sína í annarlegu, en græskulausu ljósi. Th. S. Frú Jenny Forberg. MINNINGARD RÐ. 1 dag vcrður til nioldar horin frá hehnili sínu Lauf- ásvegi nr. 8 hér í hæ, l'rú Jenny Forberg, ekkja Ölnfs Forberg landsímastjóra. Ilún var fædd í Noregi 8. ágúst árið 1875. Hún giftist árið 1900. og eignuðust þau hjónin 7 börn, scm öll voru á lífi, Jregar hún andaðist: Bjarna bæjarsímstjóra í Bvík, Ólaf skril'stofustjóra í Rvík, Astrhi gift á Seyðis- firði, Tiyggvá verkfnéðlng, Sverri, búsettan i Amerku, og Sigurð skipstjóra. sem audaðist í Danmörku |). 19. |). m. Mann sinn missli hún ár- ið 1927. Hann var jækktur um land allt fyrir skyldu- rækni og dugnað í sínu em- bætti. Frú Forherg kom lúngað til Islands árið 1907 og (lvaldi hér óslitið lil dauðadags, hún var manni sínum góð eigin- kona, ástrík móðir börnum sínum og stjórnaði sínu stóra heimili með dugnaði og myndarskap og helgaði þvi (iskipt alla krafta sína, tók á rúóti gestum með alúð og vinsemd og sýndi })að ávallt ])ólt luin væri ekki af ís- lenzku bergi brotin, að hún var starfi sínu vaxin að vera húsfrú á íslenzku embættis- mannshoimili, sér, manni sinum og þjóðinni til sóma. Með jxikk lyrir dvölína á Islandi og góða kymiingu. K. S. Vitnisburður um gerviáburð i. ,,Fálkinn“, nr. 43, 5. nóv. 1948: I „Vitið þér að ánamaðurinn er bezti samherji bóndans? .... Hann borar göng i jarðveg- inn, svo að íoft og valn á liægara með að komast ofan i hann og að rótum plantn- anna, sem eru að vaxa. I (Þetta er aðeins nokkur liluti írjófrömunarstarfsenuhans). ð ersli óvinur hans er hvorki moldvarpa né fuglar (sem á lionum lifa), lieldur tilbúni áburðurinn, sem nú er svo j ^ mikið nolaður. Hann drepur ánamaðkinn.“ II. „Vikan“, jólablaðið 1918: „Englendingur heimsækir Grímsey.“ („Útdráttur úr dagbók)“. „Eftir Alan Moray Williams.“ (Hann dvaldi 14 daga á evnni hjá landa sínum, Ro- bert Jack, presti þar. Getur hann Jiess, að preslur hali ;kýr og hænsni. Hvern dag, er hann dvaldi á eynni, ritar hann um það er ])á bar við). „29. maí. Hjálpaði Ro- bert að sækja hey frá öðrum bæ. Hann var orðinn iippi- skroppa og varð að kaupa viðbót, .... llann hefir einn_ ig kcypt nokkura poka af til- búnum áburði. Það vakti á- luiga minn, því að eg vissi ekki hvort islenzkir bændur notuðu mikið af „tilbúningi“. Á Englandi eru margir bænd- ur á móti því að nota hann, því hann „reynir of mikið á moldina,“ eins og j>eir segja.“ (Leturbreytingin mín). örðin milli sviga I grein- uin þessum eru skýringar frá mér, annað orðrétt úr blöð- umun. Frumvari) um byggingu ge rviáb u rðarve rks m ið j u liggur nú fyrir Aljnngi. Kostnaðaráætlun 44.4 millj. Nú stenzt engin slík áætlun, sizl um stórvirki fvrir „hið opinbera“ (þjóðfélagsstofn- anir). Má þvi gera ráö fyrir, að endanlegur kostnaður 'verði a. m. k. heífningi hærri (90—100 millj.). Nokkúð lengi mundi verldð slaiula yfir, máske 10—12 ár. Er líklegt, að ])á verði bændum hér orðið ljóst, að fram- leiðsla verksmiðjunnar sé drepandi fyrir bezta sam- herja þeirra, og reyni of mik- ið á moldina, eins og brezkir bændur eru komnir að raun um. Framleiðslan mundi því verða óseljanleg! Björn í Grafarholti. Aðalfundur Maf- sveina- og veitinga- þfénafélags Islands. Áðalfundur var haldinn að Tjarnarcafé mánudaginn 21. febrúar s. 1. í Matsveina- og veitingaþjónafélagi íslands. Fundurinn laldi nauðsyn- legt að Matsveina- og veit- ingaþjónaskólinn gæti tekið til starfa á liausli komanda, í því sambandi skoraði fund- iirinn á Viðskiptanefnd, að veita öll nauðsynleg gjald- eyris og innflutningslevfi til skólans, svo og skoraði fund- urinn á samgöúgumálaráð- herra að skipa hið fvrsta skólanefnd skólans. Einnig skoraði fundurinn á Al])ingi, að veita í fjárlögum þessa árs fjárupphæð til skólans að upphæð kr. 350 þúsund, þar sem telja verður að sú upp- hæð sé nauðsvnleg til }>ess að skólinn geti hafið starfsemi sína, Við stjórnarlcosningu var Böðvar Steinþórsson endur- kjörinn formaður og aðrir í stjórn voru endurkjörnir, varaf o rmaðu r Krist mu ndu r Guðmundsson, ritari María Jensdóttir og gjaldkeri Ed- rnund Ériksen, meðstjórn- andi var kosinn Viggó Björnssön í stað Marbjarnar •nssonar. I fréttum frá Aþeiiu i gær segir, að maður sá er ákærð- ur var fyrir morðið á dóms- málaráðherranum í fyrra hafi hengt sig i fangelsinu. GÆF&N FYLGIB hringunum frá SIGUBÞÖB i Ilafnarstræti 4. ’ M.rimr u’rr/iír fvrirlia’srmndt Erum aftur byrjuð að taka á móti bláutþvotti og frágangsþvotti. Sækjum og sendum. Bæjarþvoftahús ifeykjavíkur í Sundhöllinni. Sími 6299. TILKVNMIMG Viðskiptanefnd hcfur ákveðið éftirfarandi hámarks- vei’ð á þjónustu hárskcra, rakara og hárgreiðslukvemni. ar ara Rakstur ..................... Klipping á karlmömnim ....... snoðklipping ......... Dömuklipping, dreugjakollur „passíu“ hár ......... á telpum, drcngjakollur, lil 12 — — „passíu“ hár, til 1 Klipping drengjá, snoðklipping með topp ............ herraklipping......... Fullkomin hárliðun í allt hárið: a. Kalt olíu „pcrmanent” .... b. lvalt „pcrmanent“, almeiint c. Ileitt „permancnt“ ........ Vatnsliðun, fullkomin með jiurrkun, án þvottár, allar tegundir .............. Kr. 2,50 7,00 — 5,75 — 7,00 — 6,25 — 6,00 — 5,00 — 4,00 — 5,00 6,00 — 103,00 75,00 — 65,00 .... — 7,50 Eftirvinna má verá 25% dýrari, og 'tclst þar mcð vinna eftir kl. 12 á laugardögum. Söluskattur er innifalinu í verðinu. I rakarstofum og hárgreiðslustofum skal jafnan hanga verðskrá, staðfest af verðlagsstjóra, þar sem getið er verðs hverrar þjónus.tu, sem innt er af hendi, og sé önnur ])jónusta en nefnd er að ofan, verðlögð í samræmi við l'ýrrgreint hámarksverð. Aðilar á el'tir- litssvæði Reykjavíkur skulu nú þegar fá verðskrá sína staðlésla af verðlagsstjóra, en aðilar ulan þess hjá trú íniða rmön n um hans. Reykjavík 23, febr. 1949. Verðlagsstjórinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.