Vísir - 21.03.1949, Blaðsíða 2
2
V I S I R
Mánudaginn 21. marz 1949
Mánudagur,
2i. marz, — 8o dagur ársins.
^L.____ niHke .m» i
Sjávarföll.
Árdegisflóö kl. 10.30, — síö-
d.egisflóö kl. 23.10.
Næturvarzla.
Næturlæknir er í Lækna-
varöstoíunni, sími 5040. Nætur-
vöröur er í Laugavegs Apóteki,
simi 1616. Næturakstur annast
B. S. R., simi 1720.
Vélarbilun í
ms. Foldin.
Þann 14. þ. m. varö kæli-
skipið Foldin fvrir vélarbilun
og var skipið dregiö til ísa
fj'arðar af Fagranesinu. Foldin
heíir aö undanförnu verið aö
lesta frosinn fisk á Vestfjörö-
um og er þessi vélarbilun talin
svo alvarlegs eölis, aö skipiö'
mun verða aö bíöa á Isafiröi
þar til varahlutir eru fengnir
i skipiö frá Sviþjóð.
1
Flugferð á iðnaðar-
sýningu.
. Loftleiöir h.f. ráðgera flug-
feröir til London í santbandi viö
brezku iönsýninguna, sem hald-
in veröur í London og Birming-
ham dagana 2.—13. maí n. k.
— Skulu væntanlegir farþegar
hafa samband við aðalskrif-
stöfu Loftleiöa sem fyrst.
1.
Svellbunkar eru enn
víða um bæinn.
Nú eru nokkurir dagar síðan
siöasta hríðargusan kom hér á
suövesturkjálkanum. Var strax
brugöið viö daginn eftir — á
þriöjudag — og hreinsaöir
stærstu skaflarnir, en víöa eru
þó svellbunkar á gangstéttum,
sem valda vegfarendum erfið-
leikum og eru til mikils óþrifn-
aðar. — Væri ekki úr vegi að
högg-va þá upp og aka á þrott,
úr því aö tiö er svona góö.
Opnar skrifstofu.
Krabbameinsvarnafélagiö ojm-
ar i dag skrifstofu i húsakynn-
unt Rauöa Krossins i Thor-
valdsensstræti. — Skrifstofan
veröur opin alla virka daga,
nema -laugardaga, kl. 1—-3. í
skrifstofunni verður tekiö á
móti ársgjöldum og nýjum
félagsmönnum. — Ársgjald í
félaginu er aöeins 10 krónur.
Húsaleiguvísitalan
hækkar.
Flúsaleiguvísitalan hefir
hækkaö um eitt stig og er nú
J5r stig, aö þvi er segir í til-
kynningu félagsmálaráðuneyt-
isins. Þessi vísitala gengur
gildi þann 1. apríl n. k. og gild-
ir til 31. júní.
Útvarpið í kvöld:
Kl. 20.30 Útvarpshljómsveit-
in: Þýzk alþýöulög. — 20.45
Um daginn og veginn. (Magnús
Jónsson lögfræðingur). -—
21.05 Einsöngur: Enrico Caru-
so syngur (plötur). — 21.201
Erindi: Kunna íslendingar að j
hlusta á svmfóníu? (Árni Guö-
mundsson kennari). —■ 21.45
Tónleikar (plötur). — 2I-5°
Lög og réttur. Spurningar og
svör. (Ólaíur Jóhannesson pró-
fessor). — 22.15 Létt lög (plöt-
ur).
„Útigangskettir" eru enn
á dagskrá.
Vegna skrifa þeirra Víkverja
og Gunnars frá Selalæk (hér í
blaðinu) um svo nefnda ,,úti-
gangsketti", hefir bæjarbúi
hring til Vísis og beöiö blaöiö
aö koma því á framfæri, aö
mannúðlegt mundi vera að
stytta eymdarlíf margra þeirra
dúfna hér í bænum, sem „lagzt
hafa út". Hefir tær kaliö af
þeim mörgum svo að þær eiga
bágt meö aö ganga, þegar þær
leita sér aö æti.
Góð mynd
í Gamla-bíó.
Gamla-bíó hefir aö undan-
förnu sýnt kvikmyndina „Beztu
ár ævinnar". Er hér um ein-
staklega skemmtilega og at-
hyglisverða mynd aö ræöa. Hún
fjallar tun heimkomu þriggja
bandarískra hermanna úr stvrj-
öldinni og sýnir hverja erfið-
leika þeir áttu viö að stríða.
Efni myndarinnar veröur ekki
rakið hér, en hinsvegar er ó-
hætt að fullyröa, aö flestir
myndu hafa .ánægju af Uö sjá
þessa kvikmynd.
„Pósturinn kemur“
leikinn í Eyjum.
Leikfélag Vestmannaeyja
haföi nýlega frumsýningu á
leikritinu, Pósturinn kemur,
eftir James Bridie i þýðingu
Lárusar Sigurbjörnssonar. —
Leikstjóri er Ólafur Granz. —
Leikendur eru allir úr Vest-
mannaeyjum.
Áheit
á Strandarkirkju afhent Visi:
10 kr. frá ónefndum. Til Goö-
dalsfjölskyldunnar afh. Vísi:
50 kr. frá ónefndum.
Nýtt
stangarveiðifélag.
Nýlcga var stofnaö Stangar-
veiöifélag Djúpár- og Rangár-
vallahrepps. Stofnendur voru
12 og skijia stjórnina þessir
menn: Ólafur Sigurösson,
hreppsstjóri, Hábæ, formaöur;
Magnús Sigurláksson, verzlun-
arm. og Bruno Weber, skrif'-
stofustjóri, Hellu.
Veðrið
Víöáttumikiö lægöarsvæöi
um Grænlandshafið og ísland,
en háþrýstisvæði um Bretlands-
eyjar.
Horfur: SV eða V kaldi, dá-
lítil snjókoma eöa slvdda með
köflum, en bjart á milli.
T
aaanó ocj cjamanó
— Cettu nú —
Á hvaða tré eru blöðin
óöru megin svört,
en ööru megin björt?
Höfúndur vísu nr. 2 er:
Sigurður Breiðfjörð.
tff Vtii fyrír
30 átum.
VAR ÞAÐ UXI?
Hr. ritstjóri.
Eg sé í Vísi, aö ísland hefir
fengiö nýtt skjaldarmerki og
er því svo lýst, að skjaldber-
arnir séu hinar alkunnu fjórar
landvættir, dreki, gamrnur. uxi
og risi. Mér kom þetta dálítiö
spánskt fyrir aö þvi leyti, aö eg
hefi aldrei vitað uxa talinn til
landvætta þessa lands, en til er
forn frásögn um það, að grið-
ungur hafi variö landið gegn
ásælni erlends konungsvalds.
—• Mér er spurn, hafa nokkur
ný skjöl eöa skilriki fundizt
fyrir því, aö uxi hafi verið
bjargvættur íslands fyrr eða
síöar, og hvaða rétt á hann í
skjaldarmerkinu ? — Ef breytt
er um eina skepnuna, þá mætti
meö santa rétti skipta um hin-
ar, setja t. d. Gvend ralla í stað-
inn fyrir risann, viðrini fyrir
drekann og skoffín fyrir gamm-
inn. Allt væri sama hneykslið.
Drákon.
— £mœlki —
Hjá Habemu, sem er Negra-
flokkur í Vestur-Afríku- ný-
lendum Frakka, dettur ungum
mönnum ekki i hug að biöja
sér stúlku nema að hún hafi áö-
ur sýnt það og sannaö aö hún
geti eignast barn. Þá er uppi
fótur og fit á biölunum. En
barn það, sem stúlkan hefir
alið á undan hjónabandi er tek-
ið til fósturs af íoreldrum henn-
ar — en þaö veröa nú fleiri
foreldrar að sætta sig viö það!,.
KfoAAqáta hk 714
Lárétt: 1 Útblásinn, 5 hvildi,
7 ósamstæöir, 8 blaöamaöur, 9
forstjóri, 11 sundkennari, 13
árstið, 15 skjól, ióguö, 18 frum-
cfni, 19 hreyfill.
Lóörétt: 1 Töluatviksorð, 2
fjör, 3 innyfli, 4 frumefni, 6
tafliö, 8 efstir, 10 nálgast, 12
fjórir, 14 uppbirta, 17 guð.
Lausn á krossgátu nr. 713:
Taktu í«j Lárétt: 1 Vígbúa, 5 lyf, 7 óg,
þér aldrei á hendur það verk^ 8 ha, 9 I.K., n grís, 13 nám, 15
sem þú finnur með sjálfumnoft, 16 glös, 18 A.A., 19 askur.
þér, að þú ert ekki fær umS Lóörétt: 1 Víkinga, 2 gló, 3
að leysa af hendi. ífbygg, 4 úf, 6 kastar, S hífa, 10
(Spakmæli). œkáls, 12 R.O., 14 mök, 17 S.U.
Innbrotin við Þingvallavatn
Framh. af 1. sítSu.
jafnframt ákveðið að gera
út leitarleiðangur i gærmorg-
uii, þar sem ekki var talið ó-i
sennilegt að innbrotsþjóf-
arnir kynnu að vera ennþá
á næstu grösum. Var níu
manna leiðangur gerður út,
þrir úr Þingvallasveit, þrir
úr Grafningnum og þrír frá
Selfossi.
Fluttu þýfið
n sleða.
Þingvellingar gátu rakið
slóð þjófanna frá Heiðarbæ
og voru þeir þá búnir að
stela eða smiða slcða til að
flytja. þýfið á. En er Þing-
vellingarnir böfðu rakið
slóðina nokkura stund sáu
þeir að Selfossbúar voru lika
komnir á bana og snéru þá
við.
Þjófarnir voru svo band-
samaðir i sumarbústað dr.
Helga Tómassonar læknir,
en sá bústaður er í Hagavik.
Þá voru þeir búnir að ná sér
i tvo riffla og valda miklum
skemmdum innanhúss með
skotlirið. Voru þeir fluttir að
Litla Hrauni í gærkveldi og
settir þar í vörzlu. Munu yf-
irlieyrslur og rannsókn i
máli þeirra Iiefjast í dag eða
á morgun.
Annar er
útlendudr.
Piltar þessir munu vera
umu tvitugt. Annar er fær-
eyskur og heitir Gudmar
Midjord en binn lieitir Ósk-
br Óskarsson og telur sig til
heimilis að Nesi við Seltjörn.
Ekki er enn rannsakað,
Skrifstofa
Þjóöræknisfélagsins er flutt úr
Þjóöleikhúsinu í Arnarhvol.
(Gengiö er inn um austur-
dyrnar). VerÖur skrifari félags-
ins til viðtals þar fyrst um sinn
á þriðjudögum kl. 10—12.
Iiverju þeir hafa stolið né
hve miklum skemmdum þeir
hafa valdið, en hitt þykir
sannað, að þeir hafa búið í
sumarbústöðunum undan-
farna 10 sólarhringa og lifað
á mat, sem þeir fundu þar.
Samtals hafa þeir brotizt inn
í 40 sumarbústaði í Þing-
vallasveit og 5 i Grafningn-
um.
Helicopterflug-
vél S.V.Í. er á
leiðinni.
Helicopter-fluvél Slysa-
varnafélags íslands er nú á
leiðinni til landsins og kem-
ur hingað væntanlega eftir
viku.
Flugvélin er mcð TröIIa-
fossi, sem nú er á leiðinni til
landsins vestan frá Ameriku.
Beztu auglýsing-
arnar. *
Smáauglýsingar Vísis eru
tvimælalaust beztu og ódýrustu
auglýsingarnar, sem Reykja.
vikurblööin hafa upp á aö
bjóða. Hringið i síma 1660 og
þá verður auglýsingin skrifuö
niður yöur að fyrirhafnarlausu.
Skrifstofa Vísis, Austurstræti
7, er opin daglega frá kl. 8 ár-
degis til kl. 6 síðdegis.
SKIPAÚTaeRÐ
RIKISINS
M.s. Skjaldbreið
til Húnaflóa-, Skagafjarðar-
og Eyjarfjarðarhafna hinn
24. þ. m. Tekið á móti flutn-
ingi til hafna milli Ingólfs-
fjarðar og Haganesvíkur,
einnig til Ólafsfjarðar og
Dalvíkur á þriðjudaginn. —
Pantaðir farseðlar óskast
sóttir á miðvikudagiun.
Hjartanlegar þakkir til allra nær og fjær
fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við
fráfall og jarðarför mannsins míns,
Steindórs Þorsteinssonar.
Sérstaklega þakka eg Karlakórnum Fóst-
bræður fyrir hinn yndislega söng þeirra og
virðingu, sem |ieir sýndu hinum látna.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Krístín Ingvarsdóttir.
Móðir min, amma og tengdamóðir okkar,
Hallíríður Björnsdóttir.
frá skálá i Sléttuhlíð, andaðist 20. þ.m.
Björn Fríðríksson,
Hallfríður Björnsdóttir,
María Sigurvaldsdóttir.