Vísir - 07.04.1949, Blaðsíða 4

Vísir - 07.04.1949, Blaðsíða 4
 - Jummimiagíim, 2■ aptil .194TÍ VISIR DAGBLAÐ Dtgefandi: BLAÐAGTGÁFAN VlSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Austurstraéti 7. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm llnur). Lausasala 50 aurar. Félagsþrentsmiðjan h.f. S 1.3 millj; maiuia ferðuðust með sérleyíisbifreiðum á s. 1. ári. Sparnaður á ríldsrekstri. amkvæmt fjárlagafrmnvarpinu er gert ráð fyrir,- að heildarútgjöld ríkissjóðs muni nema um kr. 260 milljónum á yfirstandandi ári, Og þótt einhverjar breyt ingar kunni að verða gefðar á frumvarpinu, er lítt hugsan lcgt að þær verði til hækkunar umfram þessa upphæð. Þingmenn sjá væntanlega, að boginn hefur þegar verið spenntur svo hátt, að ekki verður frekar að gert, nema þvi aðeins, að hann liresti. Afgreiðsla fjárlaga hefur geng- ið treglega, en með því að greiðsluhalli á fjálögum nemur 30—40 millj., verður að finna tekjustofna til þess að mæta honum, eða þá draga úr útgjöldunum, sem greiðsluhall- anum nemur. Verða báðar leiðirnar vafalaust farnar, til þess að jafna hallann, en þrátt fvrir það verður að telja afgreiðslu fjárlaga, eins og hún nú er hugsuð, frekar ó- varlega og jafnvei ekki verjandi. Atvinnulíf landsmanna hefur orðið fyrir þungum á- föllum, þáð sem af er árinu. Faxaflóasíldin brást með öllu, togaraverkfallið stóð yf'ir á annan mánuð og skaðaði ])jóð- ina stórlega, kaupgeta almennings fcr þverrandi. en af því leiðir aftur, að ríkistekjurnar hljóta að niinnka lil- finnanlega, einkum að því leyti, sem þær byggasl á óþarfa varningi, svo sem áfengi og tóbaki, en slíkan varning sparal’ fólk við sig öllu frekar, þegar að kreppir. Atvinnu- leysis hefur þegar gætt, hæðj hér í Jiöfuðsfaðnum og víðs- vegar úti um land. Eru litlar líkur til þcss, að ýmsum stór- virkjum verði hrundið í framkvæmd á þessu ári, sem undirbúin iiafa verið af hálfu ríkisstjórnarinnar og getur auðveldlega farið svo, að atvinna verði ekki söm og áður, jafnvel ])ótt miðað verði við hábjargræðistímann. Þyrfti því öðru í'rekar að. örva einstaklingsframtakið til athafna, en menn iysir ekki að leggja í verulegar framkvæmdir að öllu ól)reyttu. A síðasta ári var meginkapp lagt á innflutning svo- kallaðra „kapitalvara“, sem gefa tiltölulega litlar tekjur i ríkissjóð, en allur annar innflutningur var skorinn niður, svo sem frekast mátti verða. Nú mun vera ætlunin að breytt verði um stefnu og ríkari áherzla lögð á innflutn- ing neyzluvarnings og vefnaðarvara, en af því leiðir, að tolltekjur nninu eitthvað hæfcka á árinu og mun slíkur tekjuauki koma i góðar þáífir. Þrátt fyrir það er ríkis- búskapurinn ótryggur og ajlsendis óvíst, hversu lengi rikissjóður getur risið undir þeim útgjöldum, sem honum er ætlað að inna af höndum. Almenningur gcrði því ráð fyrir að við afgreiðslu fjárlaganna myndi gæta einhverrar stefnubreytingar, l'rá því sem tíðkast hefur á undanförn- um þingum, en svo er vissulega ekki. Fjárveitinganefnd hefur lagt mikla vinnu í rannsókn á einstaka útgjaldaliðum ríkissjóðs, en svo virðist sein kastað hafi verið hönduln lil ])ess verks og víða gætir stórfellds misskilnings í tillögum nefndarinnar. Sem dæmi | mætti nefna, að nefndin vill koma á sparnáði hjá ýms-! um ríkisstofnunum, og ræðir í því sambandi um ráðstaf-J anir, scm gerðar hafi verið, en sem aldrei hafa átt sérj stað. Þannig telur ncfndin að tveir fulltrúar hafi verið ráðnir til sakadómara, til ])ess að fara með verðlágsmál, | en þetta er algjör misskilningur og enginn fidltrúi hefur verið ráðinn til að annast meðferð þeirra mála sérstaklega. Nefndin vill spara kr. 10 þús. við forsætisráðherra og kr. 40 ])ús. við íjármálaráðuneytið, hún vill lækka styrki ti! skálda og listamanna, sjúkrahúsa og heilsuvarna og yfirleitt til allra menningarmála, en einmitt á þessum lið- um er eJ til \ill sizt ástæða til að spara, énda er hér um enga stefnubreytngu að ræða, að ]>ví ér varðar afgreiðslu íjárlaganna. Ríkið verður að draga úr stærstii últgjöldunum og þá aðallega dreifingu fjár til verklegra framkvæmda, sem koma að litlum eða engum notum, ef ekki er #niðað sérstaklega við ])íngfulltrúana. Vafasamur hagnaður er að byggingu bafnarmannvirkja, sem jafnóðum sökkva í sæ, eða vega, sein af' tekur i leysingum, en Jiingmenn virðast ótrauðir við að leggja fé í slíka Sysifusar-vhinu. Allir farþegaflutningar með sérleyfisbifreiðum námu á árinu sem leið 1.317.889 manns, en það er um 100 þús. manns færra en 1947. Mestjr urðu farþegaflutn- ingar með sérlevfisbifreið- um árið 1945. Þá fluttu þær um 1% millj. farþega, eðd nánar til tekið 1.495.593 manns. Frá því 1942 hefir farþegatalan ávallt komizt yfir 1 miíljön, en var rösk- lega 820 þúsund 1941 og að- cins rúníl. % mill. árið 1940. Það, sem vekur sérstaka athygli í sambandi við fólks- flutningana er ]>að, að um það bil 85% allra fólksflutn- inga með sérleyfisbifreiðum innanlands er um Reykjanes- skagánn, eða með öðrum orðum milli Reykjavikur, Hafnarfjarðar, Vifilsstaða, Grindavikur, Keflavíkur, Sandgerðis og annarra þorpa eða bæja á Reykjanesskagan- um. Það er hvorki meira né minna en 1.103.152 farþegar, scm fluttir voru milli þessara slaða á árinu sem leið, en heildarf lu t ningu r sé rleyf i s- bifreiðanna var, eins og áður cr sagt, 1.317.889 manns. Austur yfir fjall. Næst Reykjanesskaganum eru mestir fólksflutningar milli Reykjavíkur og Árnes- sýslu. Þar ferðast 65.955 manns á milli, og 'er Þing- vallaleiðin innifalin í því. Þriðja í röðinni verður leiðin Rvík, Mosfcllsveit, Kjalarnes, Ivjós með 46.499 farþega. A leiðiiini milli Reykjavik- ur annarsvegar og Rangár- valla- og Skaftafeílsýslna hinsvegar voru 10.418 manns fluttir. Milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarfjarðar- héraðs, þ. e. fyrir Hvalfjörð voru 1.736 farþegar fluttir, Á leiðinni Rvik, Snæfellsnes og Hnappadalssýslna voru fluttir 2.878 farþegar. Milli Rvíkur og Dalasýslu, ísa- fjarðardjúps og Hólmavikur voru fluttir 3.099 farþegar, milli Rvíkur og Norðurlaiuls 20.039, og milli Alíureyr- ar og Austurlands 8.675 farþegar. Flutningar irihan einstakra héraða voru langsamlega mestir i Eyjafirði, eða 20.994 farþegar. í Borgar- fjarðarhéraði 7.167, Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu 401, ísafjarðarsýslum 1.832, Húnavatnssýslum 1.588, Skagafirði og þar með taldir flutningar yfir Siglufjarðar- skarð 7.143, Þingevjarsýsl- um 963 og Múlasýslum 2.601. Sel i dag- og nícstu daga viðarull. — : Viðarullargerð Arin- björns Ki:ld, Görðum við Garðaveg, Gríms- staðaholti. SKipAÚTGeRÐ ° HIKISINS M.s. Herðubreið vestur til Isafjarðar hinn 11. þ. m. Tekið á móti flutningi til allra áætlunarhafna milli Flateyjar á Breiðafirði og Bolungarvíkur svo og til Stykkishólms á morgun. - - Pantaðir farseðlar óskast sóttir á morgun. M.s. Skjaktbreið fil Húnaflóa-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarhafna hinn 13. þ. m. Tekið á móti flutningi til allra áætlunarhafna milli Ingólfsfjarðar og Haganes- víkur, einnig til Ólafsfjarðar og Dalvíkur á laugardaginn og mánudaginn. — Pantaðir farseðlar óskast sót’tir á þriðjudáginn. MmSm BÞvttÍÍlÞSS fermir í Rotterdam og Ant- werpen 8.—12. apríl. M.s. „Vatnajökuir' fermir i Anhverpen og Leitli 5. -9. apríl. fl HEKLA u vestur um land. til Akureyrar hinn 13. þ. m. Tekið á mó(i flutningi til Isafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar á laugardaginn og mánudag- inn. BEKGMAL „Nokkurar liúsmæður" hafa sent mér eftirfarandi bréf: „Vill Bergmál vera svo elskulegt að reyna að gefa eitthvert svar við mál- efnum, sem við nokkurar konur erum að ræða um, t. d. flöskumjólkina, sem nú er að koma á markaðinn. Okkur finnst, aii hægt. ætti að vera ai) selja hana við sama verfii og aöra mjólk. %uövitab er nokkur kostnaður við fram- leiðslu hennar. en okkur finnst, að hægt ætti að vera að fá þann kostnað greiddan með öðru móti en hækkun á veröi mjólk- urinnar. Afgreiðsla á flösku- mjólk hlýtur til dæmis að vera miklu fljótlegri en á mjólk í lausu máli og auðveldari og liggur í augum-u])pi, að hægt ætti að vera að spara eina til tvær stúlkur í hverri mjólkur- búð bæjarips. Dregur það strax talsvert úr kostnaðinum, svo að skiptir þúsundum á mánuði. * Svo kemur það líka til greina, að hinar nýju vélar eru svo fullkomnar, að þær eru sagðar spara óhemju- mikið vinnuafl. Þessar vélar verða nú einmitt teknar í notkun og getur þetta tvennt, sem nefnt hefir ver-. ið, ekki nægt til þess að borga kostnaðarmuninn? * Já, hvernig stendur á því, aö fullkomnar nýtízku vélar, sðm síjellt er verið að moka inn í landið til sþarnaðar á vinnu- afli, verða þó sjaldan eöa aldrei til að lækka verðið á framleiðsl- unni? Neytandinn virðist aldrei hagnast á þessu. Hann verður að borgafsama verð og áður eða jafnvel hærra, eins og nú kem- ur í ljós, þegar nýju vélarnar í mjólkurstöðinni taka til starfa og byrjað aö setja mjólkina á flöskur. Það hlýtur að vera ei'tthvað bogið við framleiðslu- hætti, bar sem vinnuaflssparn- aðurinn hefir engan útgjaldá- sparnað í för meö sér fyrir ney.tr andann. * Svo er það kaffiskömmt- unin. Allir læknar banna að gefa börnum kaffi og fæstir foreldrar eða engir gefa börnum sínum það, meðan þau eru innan við 12 eða 14 ára aldur. Nú er búið að skammta kaffi hér í 9 ár og alltaf er skammturinn hinn sami. Hvítvoðungurinn fær saina kaffiskammt og fullorðihn, svo að þeir, sem börn eiga, fá tvö eða þrefaldan skammt á við barnlausa fólkið. Hvers á það að gjalda? Með því að taka kaffiskammt af börnum innan fermingar væri hægt að auka skammtinn til fullorðinna um 125—250 grömm á mánuði, án þess aö kaffiinnfllitningurinn væri aukinn frá því, sem hann er nú. Væri ekki sanngirni i að þetta væri gert?“ Eg vil taka undir tilmæli húsmæðranna, en einkum að því leyti, aö mér finnst furðu gegna, aö vélarnar i Nýja mjólkurstöðinni skuli veröa til þess að hækka verðlag á mjólk. Verðhækkunin virðist kollvarpa öllum fyrri kenning- um riianna um aö aukin notkun véla lækkaði framleiðslukostn- að varauna. ❖ En þetta er ekki eins dæmi. Mér er sagt, að kraifizt hafi verið, í þingræðu, vinnuvéla fyrir bændur, af því að þær lækkuðu framleiðslukostnað þeirra. Síðar var óskað eftir liækkun á söluverði afurð- anna, af því að vélarnar hækkuðu framleiðslukostn- aðinn. Hringavitleysa!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.