Vísir - 03.09.1949, Blaðsíða 7

Vísir - 03.09.1949, Blaðsíða 7
Laugardaginn 3. septembcr 1949 VISIR • • ORLAGADISIN Eftir C. B. KELLAIMD ,,Bara að við héfðum hjá okkur svo sem eina skeið af grískum eldi (olíu),“ sagði Kristófer og var þó liinn ró- Jegasti. Mennirnir sóttu liægt og bítandi upp stigann, þvi að hratt gátu þeir ekki farið með byrði sína. Eg leit um öxl og litaðist um á ganginum. Fyrir enda hans kom eg auga á gríðarstóra og sterklega kistu, járnbenta og svo fyrir- ferðarmikla, að eg efaðist um, að eg mundi valda henni. Þarna var þó ekki um airnað að ræða en reyna allt, sem nokkur von væri um að gæli kpmið að einliverju lialdi. „Gættu stigans,“ sagði eg við Kristófer. „Já,“ svaraði hann, „eg ætla að skera nafnið mitt i eik- Eg gekk rakleitt að kistunni, kom fingrunum undir hana og tók síðon á af öllum kröftum. Eg bað til Guðs að kraftar minir brygðust ekki að þessu sinni, því að eg hélt að hryggurinn eða fætur mínir ætluðu að brotna. En með þ%i að beita öllu afli minu tókst mér að taka kistuna npp og skjögra með hana til Kristófers. Þegar þangað var komið, reyndi eg enn meira á mig og með einhverju furð- anlegu móti tókst mér að lyfta kistunni enn hærra. Kristó- fer hlýtur að hafa hlaupið undir bagga, þvi að mér auðn- aðist að lyfta kistunni yfir höfuð mér. „Nú!“- sagði eg við Króstófer, en við beittum báðir sam- timis öllum kröftum og þeyttum kistunni niður stigann. Hún var svo þung, að ekkert gat staðizt hana og sízt þar sem við ýttum á eftir henni af öllum mætti. Kistan skall ineð ægiþunga sínuni á borðinu iniðju, en það og menn- irnir bak við það hrutu eins og peð niður stigánn. Menn- irnir ráku upp aumkunarleg óp. Eg beið alls ekki eftir því, að í Ijós kæmi, liver spjöll við liefðum unnið, lieldur stökk niður stigann og Kristóler fylgdi mér fast eftir. Borð og kista höfðu lent á brjósti eins mannsins en annar reyndi að skríða á brott, þótt báðir fótleggir hans væru brotnir. Eg hjó foringjann í herðar niður, en Kristófcr rak þann fjórða i gegn, þegar hann revndi að átta sig og skreiðast á fætur. Okkur stafaði ekki framar nein hætta af þeim. Eg hallaði mér upp að veggnuin og blés mæðinni, þvi að með sanni má segja, að eg beitti öllum kröftum við að steypa kistunni á fjandmenn okkar. Kristófer studdist fram á sverð sitt og var lotningar- fullurá svip, er liann tók til máls: „Hinn heilagi Herkules,“ sagði liann, „og hinir helgu risar gætu ekki leikið þetta eftir þér.“ Mér var það ókunnugt, að Herkúles hefði verið tekinn í dýrlingatölu og auk þess hafði eg ekki liugmynd uih, að risarnir liefðu verið ákaflega helgir, en liafði þó ekki þrek til að hreyfa andmælum. Eftir nokkura hvíld rétti eg úr mér og andaði léltara. „Stattu vörð yfir liinum sáru,“ sagði eg, „meðan eg tala við Betsy.“ Eg kleif aftur upp stigann og barði að dyrwm hjá lienni. Hún svaraði ekki. „Betsy,“ kallaði eg, „ljúktu upp. Þú þarft ekkert að óttast. Þetta er Pétur Carew. Opnaðu fyrir mér.“ Hún svaraði engu ög clcki heyrðist heldur neitt liljóð úr herbcrginu.^Eg kallaði aítur^'en^e l>raútTiiéFþolinmípS-, in pg lagi^st eg nú á hurðina. Hún reyndist ólolaið að inn- ati, svo að eg gekk rakleiðis inn, en varð ]>á þeldur en ek]vi uridrandi, því að ekki var nokkur sála f herberginu, livorki stiillca né dvergur. Glugginn stóð upp á gátt, en fyrir neðan liann var liallandi slcúrþak, sem Betsy liefir getað látið sig siga niður á og þaðan niður á jörðu. Eg hljóp iit úr herberginu, niður stigann og út í liest- ltúsið, þar sem eg liafði liýst reiðslcjóta olckar, Tveir klár- anna voru liorfnir. Eg stóð þarna sem steini lostinn, aumur mjög, því að eg var enn á unga aldri og tók mér allt miklu nær en eldri menn hefðu gert í niínum sporum. Mér fannst Betsy hafa lconiið illa og ódrengilega fram við mig með því að svíkja mig og hlaupast á brott frá mér5 meðan eg barðist upp á lif og dauða fyrir hana. Fannst mér ]>að einkuin illa gert aí lienni, að hún skyldi eklci bíða þess, hver úrslit vrðu i viðureign okkar og hvort eg félli eða héldi lífi. Eg geklc aftur inn i veitingahúsið. Gestgjafinn og fjöl- slcylda lians voru á bak og burt, en Kristófer stóð og kneif- aði liinn rólegasti úr stórri vínflösku og reif i sig fugla- kjöt, sem liann hafði komizt yfir. „Þau hafa lagt á flótta,“ sagði eg og var inér mikið niðri fyrir. Kristófer leit upp og hló incð sjálfum sér. „Þarna sérðu, livernig lcvenfólkið licgðar sér,“ sagði liann. „Eg nmn eftir slúlku, sem hét Fanietta. Hún leitaðist við að keyra i mig rýting, þegar eg kyssti hana af sem mestri ástúð. Skapferli sitt,“ mælti liann ennfremur og andvarpaði, „hafa þær fengið að gjöf hjá hinum vonda og það er engin leið að botna í þeim. Hún er farin leiðar sinnar — nú, þá það og ekki annað. Hinsvegar er þessi Ijúffenga gæs hér eftir sem áður. Það er alveg sama, hversu fögur stúlka er. Það er engin leið að seðja hungur sitt með henni.“ „Við verðum að veita henni eftirför,“ sagði eg. „Nei. Hefði liún óskað eftir samvistum við þig, hefði liún dokað við,“ svaraði hann og eg vissi, að liann hafði á réttu að standa. Að svo búnu söðluðum við liesta okkar og snérum i átt til Fano. Við liöfðum vart riðiö liundrað metra, þegar Kristófer nam staðar og snéri við. „Ilvað nú?“ spurði eg. „Eg gleymdi smáatriði, scm cg verð að kippa i lag,“ svaraði liann og hleypti aftur til gislihússins. Iíg beið, unz hann birtist aftur eftir langa mæðu og var þá hinn ánægðasti í bragði.’Mér var alltof þungt í skapi, til þess að spyrja hann, liverju þetta sætti, en er við riðum yfir hæð eina mílu vegar frá veitingahúsinu, leit eg um öxl til þcss að virða það fyrir mér. Sá eg þá ekki annað en revkjarsúlu, sem sté upp, þar sem veitingáhúsið hefði átt að vera og gusú logar út úr lienni neðst. „Veitingahúsið stendur í björtu báli,“ sagði eg. „Hvernig gétur staðið á því?“ svaraði Kristófer með saklevsissvip. „Hver slcyldi liafa leilcið þann öðlingsmann, sem átti veitiugahúsið, svo hralcsmánarlega ? Og hina á- gætu lconu lians og efnilegan son? Eg held, að eg gæti neytt fram nokkur tár, ef eg rembdist af öllum kröftum.“ Eg liélt á fund Giovannis jafnslcjótt og við lcomum aft- ur til Fano. Hann furðaði sig á því, að við skyldmn snúa aftur svo slcvndilega . „Hvað er ]>etta!“ sagði hann glaður i bragði. „Þú ert ekki lengi að koma vinkonu þinni á óhultan stað.“ „Það er af vinkonu minni að segja,“ svaraði eg liálf- skömmustulegur, „að liún losaði sig við mig en ekki eg við liana.“ — íslenzk sýning Fnunh. af 1. sfSo. þróttafrömuða, eklci sízt með tilliti til þcss að Svíar eru nú i þann veginn að koma á sundskvldu hjá sér. Þeim lélc því mjög forvitni á að vita livcrnig liún hefði verið framlcvæmd liér og hvernig hún hefði gefizt. Svíar vönduðu á ýmsan hátt mjög til þessarar sýn- ingar, enda var hún að mörgu levti íburðarmikil og skrautleg, jafnframt þvi sem hún var fræðilega merkileg. Ilinsvcgar virtist undirbún- ingi hennar þó að sumu leyti ábótavant, auk þess sem að mikil óveður drógu úr að- sókn og gcrðu á ýmsan liátt usla. Út af þessu slcapaðist nokkur innbyrðist ólga með- al íþróttafrömuða í Sviþjóð og einnig í blöðum. Eins o,g áður er getið var þessi sýning aðeins einn lið- ur í hinni miklu Lingliátið. Meginatriði hcnnar voru fimleikasýningar hinna ýmsu þjóða, er stóðu yfir dagana 27.—31. júlí. Þá var enn cinn liður hennar þing, er haldið var um íþrótta- mennt, og fór fram í byrjun ágústmánaðar. Annar þáttur var alþjóðlegt fimleikanám- skeið, sem lialdið var i ná- grenni Malmköbing 7.—13. ágúst, og loks v-dv anriað al- þjóðiegt námskeic, sem ein- göngu var lielgað sænskum fimleikum, dagana 7.—18. ágú.st. Tóku Islendingar þátt, cða voru aðilar að öllum þessum atriðum nema siðasttalda námskeiðinu, enda var ]iað 'fyrst og freinst ætlað ensku- mælaúdi þjóðum. Hlut Islands má almennt telja mjög góðan í öllum þessum atriðum. Vöklu íand arnir livarvetna athygli fyr- ir frammislöðu sína og iþróttamenningu, og munu í gegnum þetta mót liafa auk- ið mjög við þekkingu liinna ýmissu þjóða á landi voru og þjóð. Sigorgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaSnr. Skrífstofutimi 10—12 og 1—fl. Aðalstr. 8. Sírni 1043 og 80950 C. & Burtcuqhá TARZAIM - 44Z Manzen útskýrði nú ráðagerð sína. Bófarnir sáu, að Jane var ófær til Samkvæmt skipan Manzens skutu nú Síðan var lagt af stað og Jane var „Við höldum stúlkunni sem gisl og höf- gangs og útbjuggu klunnalegar börur. tveir bófanua fílamóðurina og ungann. borín til tjaldbúða þeirra skammt frá. um lcverkatak á Tarzan“. •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.