Vísir - 06.10.1949, Blaðsíða 4

Vísir - 06.10.1949, Blaðsíða 4
4 V I S I R FimmtiKlaginn 6. október 1949 wssi m D A G B L A Ð Otgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VISIR H/F, Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Austurstræti 7. Afgreiðsla: Hvexfisgötu 12. Simar 1660 (finun linur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Veik rök ráðamanns. Emil Jónsson viðskiptamálaráðherra ritar grein i Alþýðu- blaðið í gær, en þar heldur ráðherrann því fram, að „aðeins einn fjórði hluti útflutningsframleiðslunnar, þurfi uppbóta við af opinberu fé“. Af því dregur ráðherrarin svo ])á ályktun, að uppbótargreiðslum sé sjálfsagt að halda á- fram, þótt hann bendi jafnframt á, að fara megi verð- hjöðnunarleiðina eða lækka gengið, sem hvorttveggja sé óþarfur stuðningur við allan útflutning, sem engrar hjálp- ar þarfnist. Orðrétt segir ráðherrann: „Það fyrsta, sem nauðsynlegt cr að menn geri sér grein fyrir í þessu sam- bandi, er að það cr aðeins nokkur hluti útflutningsfram- leiðslunnar, sem ekki selzt fyrir fullt \erð, eða nánar til- tekið um hluti. Fyrir hina % hlutana hefur, eins og er, ekki verið neinna sérstakra ráðstafana þörf. Þeir hafa staðið undir sér óstuddir“. Ekki verður því neitað, að ráðherrann fullyrðir að cins, að eins og er þurfi ekki að verðbæta, nema V± út- flutningsfranileiðslunnar. Hinsvegar rennir hann sér léttilega yfir hálkuna í viðskiptamálum framtíðarinnar, cn ræðir lítillega um sölutregðu á saltfiski og freðfiski, sem hann gerir ekki mikið úr og hefur þá sennilega ráðið fram úr. Einhver óljós grunur <Iylst með þjóðinni, um að þeir viðskiptasamningar, sem þegar hafa verið gerðir reynist ekki eins haldgóðir og í uppháfi var ætlað, en þá cr heldur ckki nema eðlilegt, að menn séu ekki allskostar bjartsýnir á söluhorfur 1 framtíðinni. Rétt er það að vísu, að tekist hefur að selja sjávarafurðir fyrir viðunandi verð og án sérstakrar uppbótargreiðslu á undanförnum árum, cn vissulega þyngist sá róður með ári hverju. Síld og síld- arlýsi hefur mjög greitt fyrir sölu annarra sjávarafurða, sem verið hafa í lágu verði og jafnvel lítt seljanlegar. Svo cr þetta um brezka markaðinn, og raunar hafa allir viðskiptasamningar, sem gerðir liafa verið af opinberri hálfu, verið tengdir við ákveðið magn síldar eða lýsis til hlutaðcigandi viðskiptaþjóða, cn á þessiim varningi hafa svo önnur vöruskipti og viðskipti hyggst, og verðjöfnUn forðað uppbótargreiðslum. Nú fer hvorttveggja saman, að síldveiðar hafa brugðist tilfinnanlega undanfarin ár, sem og að feitmetisskortur er þverrandi á lieimsmarkaðinum og fituvörur fallandi í verði. Af því leiðir, að verðjöfnun milli feiti og l'isks verður ekki haldið uppi á sama hátt sem áður, enda getur jafnvel svo farið, að lýsi verði lítt seljanleg vara, — svo sem nú er um þorskalýsi. Þótt framangreindar vörur hafi greitt til þessa fyrir annarri vörusölu, gera þær það ekki lengur, en þá rekur að því, að verðbæta þarf ekki aðeins Vi útflutningsframleiðslunnar og heldur ekki aðeins %, heldur miklu frekar alla útflutningsframleiðsluna eins og hún leggur sig, miðað við óhreytt ástand innanlands og verður svo strax á næsta ári. Jafn glöggur rnaður og við- skiptamálaráðherrann, getur tæpast rennt sér fótskriðu yfir svo hálan ís, án þess að falla á svellinu, — jafnvel þótt kosningar séu framundan. Þá hefði ráðherrann einnig mátt geta þess, að hið háa verð, sem fengist hefur l'yrir útflutningsframleiðsluna, cr að þvi leyti blekking, að þjóðin hcfur orðið að kaupa í staðinn vörur á miklu hærra verði, en raunverulegur lieimsmarkaður liafði að bjóða, ef gjaldeyrir hefði verið fyrir hendi. Vöruskiptasamningar geta lcitt til farsældar fyrir fjárhirzlu ríkisins, en skaðað þjóðina í hcild, hæði beint og óbeint. Aðalatriðið í viðskiptum landa á milíi, cr ekki í því falið að selja dýrt og kaupa dýrt, en slíkt leiðir til aukinnar verðbólgu og hiekkaðrar vísitölu á heimamarkaðinum, sem framar öllu öðru verður að berj- ast í gegn. Að ])essu víkur ráðherrann ekki einu orði, og ei heldur því, að slík kaup jafngilda vissulega gengisíækk- un, enda verða afleiðingarnar þær sömu fyrir almenning. FaLsrök í’áðlierrans blekkja engah hugsandi mann, þótt þau geti tekið sig sæmilega út á pappír fyrir gagn- rýnislausum kjósendum. En trúin á heimsku fjöldans A'erður mörgum að falli, sem ofmetnast í upphefð sinni. Slysavarnadeildir stotnaSar víða á Norðurlar.di í sumar. Mikið og gott stari síra Jóns M. Guðións- sonar á Akranesi fyrir S.V.F.Í. deilda: A Ivjalarnesi^ í Kjós- Síra Jón M. Guðjónsson prestur á Akranesi er einn af ötulustu stuðningsmönnum Slysavarnafélags íslands og hefir unnið sleitulaust að málefnum félagsins undan- farin ár, ferðazt um landið á sumrum og stofnað eða unn- ið að stofnun marga deilda félagsins. Visir hefir aflað sér nokk- urra upþlýsinga um ferðalög sira Jóns i sumar i sambandi við staif hans i þágu slysa- varnanna. I suinar ferðaðist hann um nokkurar sveitir aðallega norðanlands og hefir hann hann hvarvetna sömu sögu að segja og jafnan áðui’, þar scm hann hefir farið um fyrir málefni slysavarnanna, að fólk tók lxonum með afhrigð- um vel og alls staðar varð hann var við lifandi áJiuga fyrir þessu göfuga málefni. Segir síra Jón sjálfur svo fi*á; „Eg liefi haft þann liátt á útbreiðslustarfi minu fyrir málefni slysavariianna nú upp á síðkastið, að eg liefi leitað uppi gott fólk, koriur og karla, 5—10 á liverjum stað (hreppi, þorpi) og fengið þeim í hendur ávarp með á- skriftarlista, sem þau liafa lekið að sér að fara um með og inn á hvert heimili. Svo þegar umferð er lokið, hefir (Ieildin verið stofnuð form- lega, — og ]iá undantekning- arlaust með þáttöku allra á hverjum stað. Hefir þessi að- ferð gefizl vcl. Nokkurn tíma tekur það yenjulegast að hera út lisíana og ná þeim aftur saman. Víðast þar sem eg fór um í sumar (en það var seint á sumrinu) eru Iist- arnir í gangi, þó á nokkurum stöðum innlieimtir og aðeins eftir að ganga formlega frá. í undirbúningi er stofnun arhreppi, á Skagaströnd: í Höskuldsstaðarsókn og Skagahreppi, i Laxárdal i Skagafirði, Hóla-, Viðvikur- og Hofsstaðas<)knuni i Sleaga- firði (<leil<I í hverri). ö. sepl- ember boðaði eg lil stofn- fundar deildar á Blönduósi og var deild stofnuð og skirð „Blanda“. Framlialdsstofn- fundur verður í næsta mán- uði. Þá er nýlega stofnuð deikl í Hraunhreppi á Mýr- um. Heitir hún „Oddný Ey- kynditr' og voru stofnendur 130. A Sauðárkróki, Höfða- kaupstað og Vatnsleysuströn<I ei' verið að fjölga félögum i deihlunum og gengur það samkvæmt áætliin. Eg hefi sent fólki á ýmsum stöðum, sem eg næ ekki munnlega með með góðu móti. bréf með áðurnefndu ávarpi og áskriftarlistum. Eg liefi núna samvinnu við kollega mína, prestana, um þessi mál á hverjum stað og hafa þeir að sjálfsögðu revnzt áhugasamir. Engum einum maiini her þó að þakka ]xið, er áunnizt hefir, sem Jóni E. Bergsveinssyni erin<I- reka. Eg þekki engan, sem af jafn einlægum vilja liefir fórnað kröflum sinum fvrir aðra, og harin. Af honmn hefi eg mikið lært. Takmarkið er:: Að hvcr einasti íslendingur sé skráður meðlimur í <leildum Slvsa- varnafélags Islands og ekki aðeins skráður, heldlir og lifandi kraftur i liúgsun og starfi, sem á þá ósk eina að verða öðrum til blessunar. Þá er vel. Og þetta takmark ! er ekki langt undan.“ Sira Jón M. Guðjónsson á l miklar þakkir fyrir frábært | starf og áhuga í þágu slysa- 1 varna á íslan<ii, enda hefir honuin orðið vcl ágcgnt, eins og að framan getur. Vel væri, ef S.V.F.Í. ætti marga fleiri slíka liðsmenn , „Æskan 50 ára í 66 er dag. Barnablaðið „Æskan" er 50 ára i dag, en í þriggja manna nefnd, er hratt þoi máli í framkvæmd átlu þau sæti: Sigurður Júl. Jóhann- esson, Ólafia Jóhannsdótl- ir og Þorvarður Þorvarðar- son. Fyrsti ritstjóri „Æskunn- ar“ var Sigurður Júl. Jó- hannesson en aðrir ritstjór- ar blaðsins liafa vérið þau Ólafía Jóhannesdóttir, Hjálmar Sigurðsson, síra Friðrik Friðriksson, Sigur- jón Jónsson, Aðalbjörn Stcf- ánsson, Margrét Jónsdóttir, Guðmundur Gislason og Guðjón Guðjónsson skóla- stjóri i Hafnarfirði, sem er ritstjóri blaðsins nú. „Æskan“ liefir ávallt ver- ið i eigu Stórstúku íslands. Fram til ársins 1928 sáu ýms ir góðir menn um útgáfu blaðsins en síðan þá hefir Stórstúkan annazt útgáfu liennar. Arið 1910 setti stórstúkan á stofn bókabúð, sem her nafnið Bókabúð Æskunnar. | ,.Æskan“ hóf göngu sína með (>00 kaupénduiu, en nú eru kaupendur blaðsins tæplega 10 þúsund. Allir unnendur bindindis- hreyfinga'r á Islandi óska „Æskunrii“ til hamingju með hálfrar aklar afniælið og trevsta þvi, að gengi lienn- |ar verði sem mest á ókomn- um árum. Skólafólk Allar fáanlegar kennslu- hækur fást í Bókabúðinni Frakkastíg 16. i BERGMAL ♦ Ríkisútvarpið bryddaði ný- lega upp á skemmtilegu og vafalaust vinsælu nýmæli: barnakór. Það er ekki nein- um vafa undirorpið, að okk- ur hefir sárlega vantað góð- an, vel æfðan barnakór, enda þótt kórmenning íslendinga hafi löngunj staðið með mikl- um blóma að öðru leyti. Að vísu hafa verið hér og eru enn barnakórar, sumir mjög sæmilegir, en mörgum hefir fundizt okkur vanta fyrsta flokks barnakór, undir hand- léiðslú duglegs og vel mennt- aðs stjómanda. Yfirleitt niá segja, aS Ríkis- útvarpið hafi tekiö miklum framfömm á tónlistarsviðinu hin síðari ár, mefri dugur og íjölbreyttni virðist einkenna starísemi tónlistardeildar Út- varpsins en oft var áöur, og er þetta vel farið. Með stofnun þessa barnakórs er enn stigit stórt spor i rétta átt og ber a? þakka þeim, er að þessu iiýmæli standa. Rarnakórar hafa um langan aldur verið í miklum metum meðal þeirra þjóða, er hæst standa i tönlistarmenn- ingu. Má i þvi efni )>enda á kóra eins og t. d. ..Wiener- Sángerknaben", sem stundum hafa heyrzt hér í útvarpinu (en allt of sjaldan). barnakór- inn við Kölöardómkirkjuna og ýnisa ágæta barnakóra, enslca. Sumir tónlistarvinir muna ef til vill eftir heimsókn norska barnakórsins „Stjer- neguttene“, sem hingað kom árið 1934, undir stjórn Berg- Hansen, söngstjóra f Osló, en söngskemmtanir hans hér voru með eindæmum vel sóttar. Fátt er eins unaðslegt á sviði kórsöngs og einmitt barnakórar. * Sumum íinnst ef til vill nóg um kórsöng, einkum karlakór- söng, sem allt til þessa helir verið mjög vinsæll með þessari þjóð, og telja karlakórsönginn ganga plágu næst. Einn kunn- asti rithöfundur þessa lands hefir á einum stað líkt karla- kórsöng við „skandínaviska lúngnaþembu", en þaö er nú ef til vill of djúpt tekið i árinni. En barnakórinn ætti þá ef vil vill að geta bætt riokkuð úr, verið hvíld frá ..lungnaþemb- unni“ og ])að eitt út af fyrir sig er ekki eiuskis virði. — Barna- kór Eikisútvarpsins fær ágætan stjórnanda, Pál Kr. Pálsson. gagnmenntaðan og áhugasam- an músikvin og má þvi vænta alls hins liezta af þessunt nýja og skemmtilega þætti í músik- lífi okkar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.