Vísir - 10.10.1949, Page 4

Vísir - 10.10.1949, Page 4
4 V I S I R Mánudaginn 10. október 1949 VÍSIR D A 6 B L A Ð ; Jg Dtgefandi: BLAÐAOTGAFAN VISIR H/R, Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Austurstrætl 7. ^ Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 50 aurar, Félagsprentsmiðjan h.f. „Dómsdagur" nálgast. Ei'tir því, sem nær dregur kosninguntun, harðnar baráttau um fylgi hinna óbreyttu kjósenda, tugþúsundanna, scm i orðni kveðnu eiga að ráða því, hverjir eiga að skipa liið háa Alþingi næstu fjögur árin og þá væntánlega marlta stefnu Islands í viðsjálum utanríkismálum og út úr fjárhagsöngþveiti þvi, sem þjóðin á nú við að búa. 1 dag eru ekki nema 13 dagar til stefnu og á jiessum þrcttán dögum verða áreiðanlega ekki spöruð loforðin og gyllingarnar, né heldur niðið og álygarnar lijá þeim, sem nú þykjast ætla að sjá Islendingum fyrir „heiðarlegu“ stjórnarfari. I mglgagni komniúnista þessa dagana gengur maður undir manns hönd í þeirri furðulegá iðju að sanna að sánnari Islendingar séu ekki til en þeir, sem að kom- múnistalistanum standa. Þeir.séu „héiðarlegir“ Islending- ar, en þeir, sem enn kumia að meta sjálfsögð mannréttindi, eins og þau tíðkast með vestrænum lýðræðisþjóðum, séu „landsölumenn“ og „Bandaríkjaagentar“. Jóhannes úr Kötlum, situr austur í Hveragerði og ger'ir sig hlægilegan dag eftir dag, í hamslausri „ættjarðarást“ sinni, er orðin „rödd úr dalnum“, sem ekki sé unnt að kæfa, en virðist nú mæla fyrir mun flestra látinna mikilmcnna þjóðarinnar, sem forðum héldu drengilegast á málstað Islands gegn erlendum yfirgangi. Einar Þveræingur, Jón hiskup Ara- son, Árni Oddsson og ótal fieiri ágætismenn verða nú nær daglega að þola, að þcim sé sú óvirðing gerð, að vera áróðursmenn fyrir fimmtuherdeild erlends kúgunarvalds, þeh' eiga, ef unnt er, að blekkja hina íslenzku þjóð til fylgis við þá, sem alls staðar í lieiminum liafa snúizt gegn þjóði sinni, þegar líf hennar og farsæld lá við. Fyrir skemmstu komu utanríkisráðherrar flestra þciria landa, er gerzt hafa aðilar að varnarbandalagi ]iví, er kennt hefur verið við Atlantshaf, saman í Washington. Málgagn konunúnista hér sagði þá frá því, að Bjarni Bcnediktsson, utanríkisráðherra Islands, „hefði ékki ]iorað að fara vestur“, vegna kosninganna. Það er annars engin tilviljun, að sá maðurinn, sem mest er rægður og hrak- yrtur í kommúnistablöðum á Islandi, er einmitt Bjarni Benediktsson. Þar eiga agentar hins austræna kúgunar- valds harðskeyttan andstæðing, sem ætíð hefur haldið ])annig á málum þjóðar sinnar í hinni vandasömustu stöðu á viðsjálum tímum, að mikill meirihluti þjóðarinnar ber traust til hans, veit, að hann lætur ekki undan síga, þótt skósveinar Kominform hér á Islandi geri hróp að honum. Núverandi dómsmálaráðherra Islands tapar ekki á köpur- yrðiun kommúnistamálgagnsins, Hann verður maður að meiri, eftir því, sem árásirnar á hann verða ofsafengari. En skykli ekki obbinn af íslendingum telja í meira lagi vafasamt, að menn eins og Brynjólfur Bjarnason, Jöhannes úr Kötlum og Gunnar Benediktsson, séu nú allt í einu orðnir alveg sérstaklega „heiðarlegir“ og „])jóðhollir“ Is- lendmgar? Hvenær hefur Brynjólfur, til dæmis, haft orð fyrir það, að setja hagsmuni Islands olar hagsmunum Rússlands, ef til þess kæmi? Hefur einhver sérstöks hug- arfarsbreyting átt sér stað bjá þessum mönnum? Það er nokkurn veginn óhætt að fullyrða, að hin ís- lenzka ])jóð er ennþá að minnsta kosti, ekki komin á það stig, að hún kæri sig um að setjast á bekk með öðrum „alþýðulýðveldum“ Evrópu. Það er líka nokkurnveginn óhætt að fullyrða, að lslenzk réttarvitund er ennþá með þeim hætti, að við viljum helzt ekki eiga líf okkar og frelsi undir því „öryggi“, sem nú tíðkast í löndunum austan járntjalds, En eftir þrettán daga fær íslenzka þjóðin tækifæri til ])ess að kveða upp úr um það, við hvert stjórnarform hún .vill búa, — að hætti „alþýðulýðvelda“ eða hið vestræna. Málverk. Það er nú meira um mál- verkasýningar á seinni árum en áður var. Eðlilegra kennir fleiri grasa en fyrr og eru þau af mörgu lagi. En þegar opnuð er mál- verkasýning, sem virkilegur málari stendur að, þá eykur það fögnuð listámanna og listunnandi fólks. Þessa daga eru hengd á veggi Listámannaskálans málverk, sem hljóta að vekja athygli. Þau bera þess vott, að málarinn vinnur af hjartans einlægni, og þau sýna, að á bak við býr kæráeiki til við- fangsefnanna. Það sannast þarna bve landslagsmálverk geta verið dýrmæt að listagildi, enda hafa mestu heimsins meist- arar ætíð borið virðingu fyrir náltúrunni og mætti hennar. Og vcrðmæti náttúrunnar cru ómetanleg hverjum lista- ntanni, þvi er sá vesæll mað- ur sem hundsar þau. Böndin sem tengja málai- ann Jón Þorleifsson náttúru landsins eru það sterk, að ekkert megnar að slita ]xm. Margt væri um sýningu þcssa að scgja, en mas og fjas um sýningar er lítils virði. Hið góða ráð er að ganga með heilum hug og skoða listaverkin. Birtan er hezt um hádegið, og einnig (jegar rökkva tekur. Þá mildast allt og mýkist — hugur og sál manna eins og birtan. Við stéttarbræður Jóns Þorleifssonar þöklaun bon- um óeigingjamt og mikið starf i þágu listar og fegurð- ar, sem bæði hinir yngri og eldri njóta, og óskum lionum til hamingju með sýninguna. Sveinn Þórarinsson. Frá'Síain berast þær fréli- ir að stjórnin liafi látið liand taka marga kommúnisía undaníarna daga. Málverkasýning Jóns Þorleifssonar í Sýningai'skálanum veröiir opin nokkra daga enn frá kl. 11—23. uei (íur Umhorfó hrincjuni j-^fóL(eiíLúóih ? ^Jppdráttur sá, er hér birtist mynd af, sýnir fyrirkomu- lag kringum ÞjóSleikhúsiö, skv. skipulagsuppdrætti. Andspænis húsinu viS Hverf- isgötu kemur torg, er her nafn eins fremsta áhugamanns um byggingu leikhússins, Indriða Einarssonar rithöfundar, og nefnast á Indriðatorg. Torg þetta opnast á all stóru svæöi upp að Laugavegi, en þar í bilinu eru mikil þrep, vegna hallaniunarins á Hverfisgötu og Laugavegi. Hugsanlegt er aö á mi'öju torginu komi högg- mynd af þeim, er torgið hefir í heiöursskyni veriö skýrt eítir. -Beggja vegna, austan og vestan viö Indriöatorg, er gert ráö fyrir myndarlegum húsa- rööum fyrir skrifstofur og verzlanir, er byggjast eiga eftir ákveöinni fyrirmynd, vegna heildarútlits torgsins, er síöan íueruuj tengjast húsarööum viö Lauga- veg og H verfisgötu. JJ^ustan viö leikhúsbygginguna, alla leiÖ aö bústaö sendi- herra Dana, er gert ráö fyrir skrúögaröi, er einnig takmark- ast af Hverfisgötunni, og aö noröan af byggingarlínu í fram- haldi af austurálmu Þjóöleik- hússins. Bygging á þeim staö, og fyrir miöjum skrúðgaröinum. mun fara mjög Vel, en til mála hefir komiö aö ætla þar listasafni staö í íramtíðinni, þótt aörir staöir hafi einnig veriö hefndir, undir slikt safn. 1 skrúögaröinum er tilvaliö svæöi fvrir eitthvaö af högg- myndum. 'ÓP gifreiöastæöi til afnola fyrir Þjóðleikhúsiö, munu eink- um verða á blettinum noröan viö Safnahúsið, svo og frá Lindargötunni austan leikhúss- ins. Ekki fer hjá því aö sjá veröi' fyrir bílastæöum fyrir all mik- inn fjölda bifreiöa viö slíkt samkomuhús, en horf.ur eru á þvi, að Þjóöleikhúsiö geti feng- iö til áfnota allt aö 70 bífréiöa- stæöi. jjkipulagsbreytingar þær. sem hér hefir verif lýst, eru að sjálfsögöu háöar all miklu raski á þessu hverfi, og hljóta að verða mjög kostnaöarsamar. En engar breytingar verða gerö- ar á skipulagi eldri bæjarhlut- anna, nema með miklum fjár- útlátum. Má því vænta þess, aö breytingar þessar eigi enn nokk- uð langt i land, og veröi aö bíða síns tíma, meðan ööru. sem tal- iö er nauðsynlegra. er hrint i framkvæmd í aðkallandi skipu- lagsbreytingum. En' framkvæmdir þessar hljóta aö koma, og unniö veröur aö þeim smátt og smátt, eftir þvi sem efni og ástæöur levfa. ■ y =dJ VKNitn/* n'wotMMS ffifstMv/é t ft&e. *s4f

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.