Vísir - 24.05.1950, Blaðsíða 1

Vísir - 24.05.1950, Blaðsíða 1
40. firg. .........................1 Miðvikudaginn 24. maí 1950 114. tbl. Hvað tefur Tíminn ritar í gær um það, að lítið bóli enn á sparnaðarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar og bend- ir í því sambandi á þá ó- þörfu eyðslu, sem fram kemur í samkeppni flug- félaganna, sérstaklega í innanlandsfluginu. Vísir gerði fyrirspurn til flug- málaráðheiTa um þetta mál og fékk þær upplýs- ingar, að mál þetta hafi verið undanfarið á athug- un og flugfélögunum hafi verið gefinn frestur til annars kvelds (fimmtu- dag) til þess að leggja sam- eiginlega fram ferðaáætl- anir innanlands, er tryggi það, að fylstu hagsýni og sparnaðar sé gætt í flug- inu. Ætlunin er að koma í veg fyrir það að bæði fé- lögin fljúgi samtímis á sömu staðina, þegar ein ferð gæti fulínægt flutn- ingaþörfinni. Verði félögin ekki við þessari sjálfsögðu kröfu, verða gerðar ráð- stafanir til að hún nái fram að ganga á annan hátt. Sparnaður ríkisstjórnarr innar í sambandi við sér- leyfisaksturinn er sá, að Ieiðir sem póststjórnin hef- ir undanfarið tapað á hundruðum þúsunda króna, hafa verið auglýst- ar til umsóknar og munu færri fá en vilja. Er lítill vafi á því að einkafram- takið- getur rekið þenna akstur með hagnaði, þótt ríkið tapi á honum. Smuts átfræður. Smuts hershöföingi og fyr- verandi forsætisráðherra Suður-Afríku varð áttrœður í gær. Hann var í Johannes’ourg og flutti þar ræðu. Mikið var um dýrðir í borginni í tilefni afmælis hans og var borgin fánum skrýdd. í ræðu sinni minntist Smuts á Þýzkaland og* bar fram þá ósk að Þjóö- verjar sameinuðust vest- rænum þjóðum. milli íslands og útlanda. Tveir íslenzkir þing- menn til Bretlands. Brezka pingið hefir sent Alþingi boö, par sem svo er til œtlazt, að tveir pingmenn fari héðan til Bretlands í sumar. Er hér um eins konar skiptiheimsókn að ræða, en í fyrra voru hér tveir brezkir þingmenn i boði Alþingis. Hefir verið ákveðið, að al- þingismennirnir Sigurður Bjarnason og Skúli Guð- mundsson fari héöan í boð þetta. Hvífasunnu- keppni í gofifi lokið. Hvítasunnukeppni Goif- klúbbs Reykjavíkur lauk s.l. sunnudag og bar Guðlaugur Guðjónsson sigur úr býtum. Lokakeppnin fór fram milli Guðlaugs og Glafs k fyrsta fjóiðungi þ. á. ferðuðust 350 færn til útlanda, en á sama tíma í fyrra. Dregið hefir nokkuð úr ferðalögum milli íslands og útlanda á fyrsta fjórðungi þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra. Á tímabilinu janúar—marz í fyrra ferðuðust 2347 manns 'milli íslands og útlanda. Af Bjarka Ragnarssonar og var þeim fóru mjög hörð. i 1063 komu. 1284 utan, en Á sama tíma í Á nœstunni verður efnt til nýstárlegrar skákkeppni en í ráði er að stilla upp 8 manna liði gamalla og reyndra skákmanna gegn landsliðinu eins og pað er nú skipað. Æflar að setja met — í píanóleik. Buisburg (UP). — Heinz Arnzt hyggst setja nýtt heims- inet í þolleik á slaghörpu á næstunni. Til þess verður lumn að leika meira en fimin sólar- Imnga samfieylt, þvi að það er hið gamla met, sem liann setti sjálfur fyrir fáeinum ár- um. Hami fær að hvíla sig í samtals 60 minútur á sólar- hring. Arnzt er fimmtugur að aklri. Ennþá hefir ekki fyllilega verið gengið frá því hverjir taki þátt í keppninni en vit- að er að meðal þeirra sem þreyta eiga keppni við lands liðið eru ýmsir góðkunnir skákmenn eins og t. d. Jón Guðmundsson og Einar Þorvaldsson. Eins og kunn- ugt er lauk landsliðskeppn- inni í skák um s.l. helgi og er liðið skipað þessum mönn- um: Baldur Möller, Guöm. Ágústsson, Guömundur Arn laugsson, Guðjón M. Sig- urðsson, Eggert Gilfer, Ás- mundur Ásgeirsson, Bjarni Magnússon, Lárus Johnsen og Benóný Benónýsson. í landsliöinu eiga aðeins sætl 8 menn, en þar sem Bencný og Lárus urðu jafnir, vevða þeir að þreyta einvígi til þess að skera úr hvor falli úr landsliðinu. í kvöld fer fram hraöskák- keppni í Þórscafé og hefst hún kl. 8. í keppni þessari er öllum heimil þátttaka. Þessi mynd var tekin af þýzkum flóttamanni, Paul Múller og’ dóttur hans 18 ára gamalli í Las Palrnas á Kanaríeyjum, en þau eru á Ieiðinni til Buenos Aires til þess að Ieita betri lífskjara, eins og þau kalla það. 1 Las Palmas fengu þau vatn og nýjar vistir áður en þau lögðu í 1000 mílna sigl- ingu yfir Atlantshafið, sem þau ráðgera sjálf að taka muni átta daga. ÚtverSir bristinnar menningar. Kartúm, Súdan. (U.P). — Óskráð saga fornrar kristinn- ar ntenningar kann að Ieyn- ast undir eyðisöndum um- hverfis borgirnar Karima og Dongola á Nílarbökkum. Er lalið, að þar hafi verið hlómleg hyggð frain á miðja 11. öld og verið einslconar úl- vörður kristinnar trúar í hafi Mohameðstrúarmanna um 8 alda skeið. Fornleifafræðing- ar eru að byrja uppgröft og rannsóknir á þessum slóðum. ár ferðuðust 1994 milli landa eða um það bil 350 manns færra en í fyrra. Af þeim fóru 1076 utan, en 918 komu. Meira en % hlutar þeirra farþega sem ferðuðust milli íslands og útlanda á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, ferð- uðust með flugvélum eða 1552 á móti 442, er tóku sér far með skipum. ’Þannig eru flugvélarnar sí og æ að verða. sterkari þáttur í samgöng- um og farþegaflutningum milli íslands og annarra landa. Oftast hafa íslendingar verið í meiri hluta þeirra far- þega, sem ferðast hafa um vetrarmánuðina milli ís- lands og útlanda. Nú hefir skipt um, þannig að þeir eru orðnir færri en útlend- ingarnir, eða ekki nema 868 á móti 1126 útlendingum. Venjan hefir verið sú að farþegaflutningarnir haia verið langminnstir í janúar og febrúarmánuðum en auk- izt til muna í marz og síöan. jafnt og þétt fram á mitfc sumar. En bæði nú og í fyrra hefir skiptingin orðið mjög jöfn yfir alla mánuði hins fyrsta ársfjórðungs. Þannig voru í s.l. janúar- mánuöi fluttir 658 farþegar milli landa, 631 í febrúar og 705 í marz. Hervemdaraðstoð samþykkt í Bandaríkjaþingi. Um pessar mundir er til umræðu í Bandaríkjaþingi frumvarp um efnahagslega aðstoð Bandaríkjanna til herverndar pjóðum vinveitt- um Bandaríkjunum. Tillögurnar um þessa efna. hagslegu aðstoð voru samd- ar af nefnd, er forsetinn. skipaði og hefir fulltrúa- deildin samþykkt þær ó- breyttar. Lokaatkvæða- greiðsla um afnahagsaðstoö þessa fer bráðlega fram í þinginu. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.