Vísir - 10.10.1950, Blaðsíða 4

Vísir - 10.10.1950, Blaðsíða 4
% f H Þriðjudaginn 10. október 1950 B A G B L A Ð Rmtjórar: KristjáD Guðlaugsson, Hersteinn Pálacon* Skrifstofa: Austurstræti 7, Otgefandi: BLAÐAOTGAFAN VlSIB K/JL Áíxreíðsla; Hverfisgotu 12. Símar 1660 (finmt UmbQÍ, Lausasala 60 aurar. Félagsprentsmiðjan BJL Verkefni Alþingis. Þegar Alþingi kemur saman til fiinda, að enduðu sumar- hléi, bíða þess mörg og mikil verkefni, sem leysa verður. Verkefni þessi er mörg vandasom, en segja má að Öll séu þau af einni rót runnin, eða fyrirhyggjuleysi löggjafar- samkomunnar á styrjaldarárunum, meðan gullæðið var mest og lék lausum hala í salarkynnum þingsins og þar gætti mestrar hjartsýni. tms áform og samþykktir Al- þingis hafa að engu orðið í framkvæmdinni, en nú er svo komið að atvinnuleysi hefur haldið innreið sína í flestum kaupstöðum landsins, en ríkið er þess ekki megnugt að standa við gefin fyrirheit, hvað þá að ráðast i ný og útgjaldasöm verkefni, til þess að aflétta atvinnuleysinu. Togaraverkfallið bíður lausnar og verður það vafa- laust eittlivert fyrsta verkefnið, sem Alþingi fær til með- ferðar, og sem ekki þolir bið. Verkfallið hefur nú staðið nokkuð á fjórða mánuð, en þrátt fyrir það, að deiluaðilar sjá í hvert óefni komið er, sýnist samkomulagsgrundvöllur ekki fyrir hendi, svo sem síðustu sáttatilraunir sátta- semjara ríkisins báru vott um. Hinsvegar má segja að þolinmæði almennings vegna þessa tilgangslitla verkfalls, sé nú á þrotum, þannig að Alþingi muni njóta stuðnings almennings álitsins við lausn málsins og er það mikill styrkur, hversu svo sem deiluaðilar kunna að una úrslitunum. Þá þykir hinsvegar málamiðlun hezt, er háðir aðilar eru óánægðir með lausnina í fyrstu, en sætta sig við hariá til lengdar. Gera má ráð fyrir að afgreiðsla fjárlaga verði ekki með öllu vandalaus enda leiðir það af gengisfellingunni og fleiri fyrirbærum þjóðlífsins, að fjárlögin liljóta að Aerða mun hærri að krónutölunni til, en dæíni eru til áður, og hefur þó skattgreiðendunum þótt nóg um. En i ríkisrekstrinum er erfitt að koma við verulegum sparnaði, nema því aðeins að dregið verði stórlcga úr verklegum framkvæmdum. Vafalaust myndi það illa séð á atvinnu- Ieysistimum, enda væri það rétt stefna, ef ríkisvaldið héldi frekar uppi framkvæmdastörfum er harðnaði um á dalnum. I góðærunum þegar atvinna er nóg sýnist hins- vegar engin ástæða til að ríkisvaldið keppi við atvinnu- rekendur um vinnuaflið, svo sem gert hefur verið á undan- förnum árum, enda hefnir það sin nú þunglega og eru þó ekki enn séðar af því alíar afleiðingar. Viðhorfin í utanríkismálum eru stórlega vandasöm og allsendis óvíst, hvernig fram úr þeim vanda verður ráðið. Styrjöld er háð í Asíu, en fyrr en varir getur hún borist urii heim allan. Vafalaust leggur Alþingi og ríkisstjórn allt kapp á, að hirgja þjóðina upp af nauðsynjum, en af því hlýtur að leiða að dregið verður til muna úr fjárfesf- ingu. Gjaldeyrir sá, sem þjóðarhúið hefur yfir að ráða, getur ekki fullnægt í senri neyzlunni og sömu eða svipaðri fjárfestingu og haldið hefui- verið uppi á undanförnum árum, en sem leitt hefur'til algjörrar gjaldeyrisþurrðar, ásamt aflabresti og öðrurn vandræðum, sem þjóðinni var um megn að mæta. Flestir ef ekki allir alþingismenn, munu nú vilja sýna frekari viðleitni til varúðar, en þeir hafa gert og eru slík sinnaskipti lofsverð, þótt hóf sé hezt að hafa í hverjum hlut. Yxnsir munu liafa gjört ráð fyrir að Alþingi kæmi fyrr saman til funda, en raun hefur á orðið, en vonandi verða afköstin þeim mun meiri, sem síðar er sezt á rökstólana. Þjóðin vonar að gæfa og gengi fylgi Alþingi í störfum þess, þótt lausn ýmsra vandamála ‘sé ekki líkleg til vinsælda í svipinn. Andi sá, er nú ríkir innan Alþingís er annar og giflusamlegi'i en gekk og gerðist á styrjaldarárunum og raunar einnig á fyrstu árunum eftir styrjaldarlokin. Beri lýðræðisflokkarnir giftu til að standa saman um lausn helztu vandamálanna, þarf engu að kvíða, en vilji þar hver ota sínum tota og náist ekki samvinna um neitt, sigur enn sem fyrr á ógæfuhlið, og hefur þó mörgum fund- ist að allt ætlaði um koll að keyra í átökum síðustu ára. SvissIendutfgfBf segja: Það er Rússum að kenna að barizt er í Kóreu. Pelr hvöftu Norðu'r-Kóreu- menn til Innrásar. Svisskneskt verkalýðsfélag hefir í málgagni sínu sakað Ráðstjórnina um að hafa ,,átt upptökin að því“, að kom- múnistar Norður-Kóreu gerðu innrás í Suður-Kóreu og „ráðið öllu að tjaldabaki“ varðandi tilhögun árásarinn- ar. Þessi ummæli, sem stinga í stúf við venjulega hhitleys- isstefnu Svisslendinga, birt- ust fyrir skömmu í „Shcwei- zerische Metall und Uhren- Arheiter Zeitung“, hinu opin- bera málgagni málm- og úr- smiðasa ínbandsins i Svíss. í Ixlaðinu segir ennfremur, að svissneska þjóðin sé „yfii'- leitt sannfærð um, að stefna Bandaríkjanna í Kóreu sé hin i'étta“. Með þessum orðum hefir þetta vei'kalýðssamband tjáð 1 sig tvimælalaust samþykkt jtilraunum herja Sameinuðu , þjóðanna til þess að tryggja friðinn. Blaðið í'æðir hern- aðaxlega aðstoð Rússa við iN.-Kóreu og segir, að hún ! „virðisl óþrjótándi“. Blacýð ^i'æðir siðan Kóreustríðið og | íclur það ekki vera skýrt með jneinum rökum og það liafi í ekki brotizt út af eðlilegum ástæðum. Þetta ástand, segir blaðið, hefir kornið til leiðar ótta- legu öryggisleysi, sem öllum stendur striggur af, þjóðum og stjórnum, og hefir skapað þann ófriðarótta, er hvorki verður skýrður né réttlættur. Þetta áhrifamikla málgagn verkalýðsfélagsins tekur eínnig til yfirvegunar hegðun Jakobs Maliks. fulltrúa Rússa í öryggisráðinu. Um hann segir í greininni: „Malik hikai’ aldrei við að misbeita stöðu sinni til þess að koma fL-am sjónarmiðum stjórnar sinnar. Öll Iiegðun lians ber þess órækan vott, að þjóðleg samvinna við Ráð- stjórnarríkin er ómöguleg.“ Aðferðir Maliks lil þess að tefja fvrir afgreiðslu mála í öiyggisi’áðinu í ágústmánuði, þegar Iiann var í forsæti þar báru allar einkenni „loddaraleiks“, segir blaðið. „Það er augljóst mál, að x’æðum hans er ekki ætlað að sannfæi'a fulltrúa ráðsins, heldur, eins og einn fulltrú- anna orðaði það, íbúa As- íu.“ Árangurinn af staðhæf- ingum hans og' taumlausum, en alröngum ásökunum lians liefir orðið til þess að styrkja andstöðu alli'a andrússneskra þjóða gegn stjórnarstefnii Ivremlverja. Reykjavík fyrir sexlíu árum og lyrst.u skrefrim sinum á hraut listarinnar, kynnum sinum af mörgum mönnum, sem á vegi hans urðu og þar frarii eftir götunum. Eggert er mjög hrifnæmur, svo sem komið hefir vel i ljós í því, sem frá honum liefir komið opinberlega áður og þessi hók ber glöggt merki listamannsins, sem er öðrum mönnum næmari fyrir því, sem xxmhverfis liann gerist, livort sem það snertir hann sjálfan, list lxans eða fóstur- jörð. „Lífið og eg“ er aðeins fyrsta bindi þriggja, sem Eggert hefir hugsað sér að slu'ifa og munu margir hafa gaxnan af að lesa um ævi lista- mannsins. Bókin kemur nxi út í 150 tölsettum skrautein- tökum. Þeir, sem liafa ekki þegar sett sig i samband við Eggert til að tryggja sér ein- tak, geta skriað sig á lista í Bkavci’zlun ísafoldar i Aust- urstræti. »» n Lífið og ég effir Eggert Sfefáiisson. Næstu daga kemur út bókin „Lífið og eg“ eftir Eggert Stefánsson söngvara. Eggert hefir víða fai'ið, eins og nrenn vita, og er bók þessi minningar frá fyrstu ái'um lians hér á landi og síðan þeim tímum, er lxann fer út í heim til að lielga sig list- inni. Segir hann mjög skemmtilega fi'á ævintýra- lieimi uiuJ'ngsirs hér í Mý frímerkl gefin úf nú í vikunnL Á fimmtudag verða gefin út ný frímerki með 8 mis- munandi gildum. Samkvæmt upplýsingum frá Póstmálaskrifstofunni eru myndirnar á frímei’kjun- um seiri hér segir: Á 10 aura og 1.50 kr. frí- mei'kjunum er mynd af íxýtízkri togara, á 20 aura og 1 krónu frímei'kjunum mynd af dráttarvél við plægingu með bóndabýli í baksýn, á 60 aura og 5 kr. frímei'kjrin- um er mynd af fjárrekstri, og' á 2ja ki'ónu og 90 aura frí- mel'kjunum mynd af Yest- mannaeyjum og bátahöfn- inni. Frummynirnar gerði Stef- án Jónsson teiknari. — Fri- ínerkin eru pi'entuð í Bret- landi. + BER ólafur Bjarnason, skrif- í stofustjóri „Loftleiða“ hefir' sent mér skemmtilegt bréf út af tilskrift „Farþega", sem hér birtist í vikunni sem leið. Ólafur skrifar um þetta í léttum tón og skopast að þeirri hugmynd „Farþega“, að sameina flugfélögin tvö til þess að nýta betur flug- vélakost og mannafla en gerir um leið að gamni sínu við blöð og blaðamenn- Bréf Ólafs er svona, orðrétt: 'f' „Hugsanlegar smábreytingar á BERGMÁLI fimmtudaginn 5. október 1950- Þess í staö er mér ánægja aö birta tijskrift frá manni, er nefnir sig „BlaSalesandi'4, en það fjallar urn dagblöðin og IxlaSamennsku á íslandi, en bréfiö er svoliJjóöandi: Kæri ritstjóri. Væ'ntanlega fæst rúm í dálki Bergmáls fyrir þessar fáu línur, sem mér íinnst tímabærar nú. Eg lieíi oft verið að velta því fyrir mér, hvernig á þvi stend- ur, að hér þurfi að vera starf- andi tvö dagblöð (eg tel hín eklci með) sem keppa nm frétta- fluninga bæöi innlenda og er- lenda. Sjálfsagt er ekki nema gott eitt um heilbrigða sam- keppni að segja í þ.éssum efn- um sem ö'ðrum. En slcyldi ekki allur rektsurinn verða ódýrari og hagkvæmari, ef þau væru bæSi undir sama hatti? Bæði dagblöðin „Morgunlrlaðið og Vísir eru rekiu af miklum dugn- aði, hafa ágætis mörinum á að slíipa, en skyldi pappír, véla- kostur og slarfslið ekki nýtast Ixetur ef þau ynnu saman- * Þetta hefir víst aldrei ver- ið rætt áður í dagblöðunum, en einhverra hluta vegna aldrei orðið úr því að alvar- legar umræður yrðu upp teknar á því, að sameiná þessi tvö ágætu dagblöð, sem hæði hafa unnið ómetanlegt starf í þágu blaðamennsku- Hafa þeir möguleikar verið reyndir? Er ekk, a einmitt nú að reyna þá? Hagsýni í rekstri virðist aldrei hafa verið nauðsyn- legri en nú. * Bréf „Blaðalesanda" var elcki lengra en þetta- Mér er ókunn- ugt um hvort nokkuð hafi ver- iö reynt í þessum efnum, en mér virðist bréfritarinn hafa niikið til sins rnáls, t- d. viröist alger óþarfi að hafa tvær dýr- ar fréttastofur við sömu götu, til þess að anna ekki meiri blaöaskrifum en þessi tvö dag- blöð hafa með höndum. Þá virðist lílca óuauðsynlegt að hafa tvær prentsmiðjur i miö- bænum. Öllum ber víst saman um a'ð útgjöld og rekstur dag- blaðanna fer sízt lækkandi eftir því sem tínxar líða. Mér og fleii— um finnst þvj athugandi, að dagblöðin könnuöu möguleika á því að renna saman i eitt stórt og traust dagblað. Með því ynnist fjölda margt eitis og' Íiggiir í augum uppi.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.