Vísir - 17.10.1950, Blaðsíða 1

Vísir - 17.10.1950, Blaðsíða 1
40. árg. Þrlðjudaginn 17. október 1950 232. tbl. Fregnir hafa borizt um að Eisenhower verði yfirhérshöfð- ingi væntánlegs sameinaðs herafla Vesíur-Evrópuþjóða, þegar Evrópuherinn veröur Stofnaður og' Omar Bradley verði herráðsforirtgi hans. Á myndinni sjást bessir tveir frægu herforingjar. Myndin var tekin, er Bradley íók við herráðsforingjaembætíinu í Bandaríkjunum af Eisenhower. Fáir bátar föru í róður í gœr vegna sjógangs, en sá afli sem peir fengu, virðist benda til þess að sílctveiðin sé tekin að glœðast að nýju. Þaö voru aöallega Sand- geröisbátár sem réru héðan af Suöurnesjum í gær og réru dýpra út en venjulega, eöa 25 mílur suðvestur af Reykjanesi., Afli þéirra varö aö vísu nokkuð misjafn, en allmárgir þeirra fengu góö- an afla, allt upp í 4 turinur í net, sem te’lja má ágætt. Vestmannaeyjabátar, sem voru að veiðum kringum eyjarnar öfluðu fremur lít- ið, um 1 tunnu í net þeir sem bezt veiddu og þaðan af minna. Landlega hefir veriö hjá Grindavíkurbátum undan- farna daga. í gær fór aðeins einn bátur, Grindvíkingur, á veiðar, en fréttir höfðu ekki borizt af honum í morgun er Vísir átti tal við Grinda- vík. i dag er veöur hið ákjós- anlegasta og er gert ráð fyr- ir aö bátar rói almennt. Nemendur glöggari kenn- urum sínum. Á fundi, sem haldinn var. í gœrkveldi í Framtíðinni, félagi Menntaskólanemenda — var samþykkt ályktun varðandi Stokkhólmsávarp- ið. Var ályktunin á þá leiö, að nemendur lýstu vanþókn un sinni á friðarbrölti kom- múnista og ávarpi þeirra, sem kennt er við Stokkhólm. Jafnframt skoraði fundur- inn á æskulýð landsins að taka friðaráróðri þeirra með þeirri „alvöru11, sem sjálf- sagt væri., Er það vissulega gleðilegt, að nemendur Menntaskól- ans skuli vera á hærra vits- munastigi en ýmsir kenn- arar þeirra, þótt þaö geti ‘ vart talizt heppilegt, þar sem þeir munu eiga að | njóta handleiöslu þeirra manna! Þegar Tröilafoss kom síÖ- ast til landsins var tekið úr honum talsvert af vörum, sem var ekki geí'ið upp til tolís. Samkvæmt þeim úpplýs- irigum, sem Vísir fékk hjá tollstjóra í tíiöfgún, var þarna um að ræða 236 lindar- penna, 236 kúlupénna, 236 skrúfblýantá, 69 úrármbönd og 476 varaliti. Áuk þess fánnst eittlivað af þessum vörum, sem skemmzt liöfðu vegna málningar, sem lekið liafði á þær. Mál .þetta er nú í rannsókn. Hersveitir Sámeinuðu þjóðanna sóttu í gœr og nótt áfram í áttina til Pyongyahg höfuðborgár Norður-Kóreu, og voru hersveitir Suður- Kóreumanna í morgun inn- an við 50 kílómetra frá borg inni. Togararnir: Sáttasemjari ríkisins hélt fund með deiluaðilum í tog- aradeilunni í fyrradag. Annar fundur verður ef til vill haldinn í dag, en ekki mun það háfa verið aö fullu ráðið, er Vísir átti tal við sáttasemjara, Torfa Hjartar- son, í morgun. Eitthvað hef- ir dregið saman í deilunni, en sættir eru þó ekki komn- ar á enn. Verður þess þó von- andi ekki langt að bíða. 25 gangasí undir leiklisíarpróf. ,_‘Próf stándá tiú yfir í 'léik- skóla Þjóðleikhússins Og gangast 25 hémendur undir þáð. Upþháflega söttu 32 léik-; araefni um uþptöku í skól- ann, en 7 hættu áðíir en kom til prófs. Prófin standa ýfír í gær og 1 dag og vefður að- eins 8 nemendum veilt við- taka. Skólinn tekur til stárfa strax að loknu prófi og Veitir Þjóðleiklmsstjóri lionum forsjá. Síðar verður tilkynnt unt kennaraval sltólans. Maður drukkn- ar í höfninni. Snemma í morgun varð það slys hér í Reykjavíkur- höfn að máður féll út áf bryg'gju og drukknaði. Það sást til mannsins þeg- ar liann féll út af bryggjunni og var lögreglunni þegar í stað tilkynnt um slysið. Lögreglan náði manninum skjótlega og reyndi á ltonum lífgunartilraunir. Þeim var einnig haldið áfram á Land- spitalanum en báru ekki ár- angur. Vísi er ókunnugt um nafn manns þessa. 'SMB.SÍMS& I&ÍhwÍÉ SSúsTiSSám bsbss „ÍSLAND hefir óþrotlega möguleika sem ferðamanna- land, með nægilegri og' skynsamlegri auglýsingastarfsemi, ekki sízt vegna hveravatnsins, sem er hrein aúðlind í sam- bandi við gigtarlækningar. Landið gæti hagnast um hundr- uð milljóna dollara á ári hverju af ferðamönnum.“ Hingáð komu í gœrkveldi þeim fátt vera þar af frösnk tveir Frakkar, M. Nagel og um bókum, og kváðust senda M. Martineau, forstöðu- menn fyrirtœkisins Les Edi- tions Nagel í París, en petta er bókaútgáfa, sem m a. gef- ur út leiðsögubækur um hin ýmsu lönd, eða „Guide Books“ svonefndar. Hingað eru þeir komnir til þess að viða að sér efni í hinn íslenzka hluta leiðsögu bókar um Norðurlönd, sem út á aö koma næstk. vor., Fréttaritari Vísis brá sér út á Hólet Borg í morgun og hitti að máli M. Nagel, for- töðumann fyrirtækisins og M. Martineau, hægri hönd hans, og leitaði sér upplýs- inga um dvöl þeirra hér og fyrirætlanir. Ótakmarkaðir möguleikar. Báðir töldu þeir, aö ísland hefði ótakmarkaða mögu- leika sem ferðamannaland, hingað að gjöf þegar í stað 200—300 bindi af frönskum bókum, sögulegs og heim- sþekllegs efnis.til þess að auka nokkuð franskan bóka kost þess. Þjóðleikhúsið. Þá hafa þeir skoðað Þjóð- leikhúsið, sem þeir töldu hið glæsilegasta. Áttu þeir við- tal viö Guðlaug Rósinkranz Þjóðleikhústjóra, og tókust þeir samningar með þeim, að hið fræga leikrit hins franska höfundar Jean-Paul Sartres, „Les Mains Sales“, verður flutt hér, en fyrir- tæki Nagels hefir umboð fyrir hann. Leikrit þetta hef ir m. a. verið flutt í Banda- ríkjunum við feykilega að- sókn undir nafninu „White Gloves“. Ferðabókin. . . . . M. Martineau tjáöi Vísi, báðir víðförulir og þeirra að- alstarf liggur einmitt í því að kynna ferðamannalönd. M. Nagel hafði í morgun brugöið sér í Sundlaugarnar og var fullur hrifningar yfir þeim möguleikum, er hann telur felast í heita vatninu, sér í lagi með tilliti til notk- unar þess við gigt. Kvað hann ekki minnsta vafa á því, að gigtarböð hér ættu feikna framtíð fyrir sér. Áð- ur hefðu menn leitað til Karlsbad í - Tékkóslóvakíu við ýmislegum gigtarsjúk- dómum., Hví ekki til íslands? Þá fannst þeim háðum mik- ið til náttúrufeguröar koma, enda væri veðurfar miklu mildara, en mönnum væri ljóst annars staðar. Bókagjöf. \ í gær höfðu þeir félagar skoöað Háskólann, sér í lagi bókasafn hans, en fyrirtæki þeirra er jafnframt mikið bókaútgáfustofnun. Fannst sér aðstoð Bjarna Guð- mundssonar blaðafulltrúa og Þorleifs Þóröarsonar, for- stjóra Ferðaskrifstofu ríkis- (Framh. á 8. síðu) Söltunin 77.638 þús. um s.l. helgi. Heildarsöltun sunnan- lands, kl. 24 s.l. laugardag nam 77.638 tunnum. Söltunin skiptist þannig á verstöðvarnar (tölurnar fyrir vikuna næstu á undan í svigum): Vestmannaeyjar 7089 tn. (6795), Þorláks- höfn 235 (205), Grindavík 11.205 (10.530), Sandgerði 12.162 (11.434), Hafnir 1001 (921), Keflavík, Njarðvíkur og nágrenni 23.547 (21.234), Hafnarfjörður 8414 (7768), Reykjavík 3893 (3422), Ákranes 10.092 (9573). j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.