Vísir - 14.12.1950, Síða 4
4
V I S I R
Fimmtudaginn 14. desember 1950
<a
D A G B L A Ð
Ritstjórar:. Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Slcrifstofa Austurstræti 7.
Dtgefandi: BLAÐACTGÁFAN VlSIR H.F.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 75 aurar.
F.élagsprentsmiðjan h.f.
Elzta dagblað á fslandi.
pjörutíu ár verða íæpast talin meðal mannsævi, en þó er
það nú svo, að ekki er lengri tími liðinn frá þvi er
Útgáfa dagblaðs hófst á Islandi og nefndist það: „Vísir til
dagblaðs i Reykjavík.“ Blaðið var selt á götum höfuðstaðar-
ins í fyrsta sinni hinn 14. desember 1910, en allt frá þeim
degi hefir „Vísir“ sett svip sinn á bæinn, og myndi marg-
ur sakna, ef söludrengirnir hættu einn góðan veðurdag að
bjóða blaðið vegfarendum á götum miðbæjarins og raun-
ar öllum bæjarhlutum. Þegar útgáfa Visis hófst, voru í-
búar landsins 85,183 að tölu, en hér í Reykjavík bjuggu
þá um 10.000 manns- Tilraunir höfðu áður verið gerðar til
þess að halda úti dagblaði, en þær báru ekki árangur og
útgáfustarfsémin lagðist niður.
Arið 1906 var sæsími lagður frá Hjaltlandseyjum um
Færeyjar og hingað til lands, en þá fyrst má segja, að skil-
yrði hafi skapast til að halda úti dagblaði, sem gat fært
mönnum helztu nýjungar frá víðri veröld. Sán annmarki
ypr þó á slíkri útgáfu, að vélakostur var enginn i prent-
smiðjunum að heitið gat, blaðið varð að handsetja og
prenta síðan með erfiði, þar sem prentvélin var handsnú-
in og afkastaði 200—300 eintökum á klukkustund, þegar
bezt lét. En þrátt fyrir alla erfiðleika lifði Vísir þetta af, og
hjarir enn við góða heilsu raunar og batnandi hag. Blaðið
hefir frá upphafi stuðst við kaupendahóp, sem gldrei hefir
brugðizt því, enda eru þess ýms dæmi, að menn hafa keypt
blaðið frá upphafi. Hinsvegar hefir blaðið aldrei hlotið
fjárhagslegan stuðning frá stjórnmálaflokkunum og er
þeim óháð, þótt það marki stefnu sina, eftir því, sem rit-
sljórnin telur við eiga á hverjum tíma.
Á þrjátíu ára afmæli Vísis var saga blaðsins rakin í
stórum dráttum, og verða henni ekki gerð frekari skil að
þessu sinni, enda væru núverandi starfsmenn blaðsins þá
að rita sína eigin sögu. Vísir hefir frá upphafi verið frjáls-
lynt blað,. sem byggt hefir starf sitt og stefnu á þjóðleg-
um grunni Blaðið hefir barizt fyrir lýðræði cg lýðfrelsi,
enda hefir.það staðið öllum þeim opið, sem ritað hafa af
skynsemi um dægurmálin hverju sinni. Ritfrelsi er undir-
staða heilbrigðs lýðræðis, og því hefir verið talið rétt að
ganga heldur of langt en of skammt til þess að veita mönn-
um málfrelsi í blaðinu. Eru þess ýms dæmi, að greinar
liafa fengizt birtar, sem beindust gegn ritstjórninni
fyrst og fremst og skoðunum hennar á málunum, — en í
trausti þess, að málstaðurinn stæðist gagnrýni, hafa slíkar
greinar verið birtar og lesendum ætlað um að dæma. Þá
hefir ritstjórnin ávallt leitazt við að láta andstæðinga
njóta sannmælis, en ekki verið haldin þeirri minnimáttar-
kennd, að kenna þeim alla klæki, en viðurkeniia hvorki
vel unnin verk þeirra né mannkosti. Hinsvegar hefir aldrei
vei’ið skorast undan vopnaburði, hafi hann verið drengi-
legur. Verður blaðið vonandi stefnu sinni trútt, hér eftir
sem hingað til, þótt menn og málefni séu á hverfanda
hveli, — en maður kemur i manns stað.
Styrjöld sú, sem nýlega er afstaðin í orði kveðnu,
hefir bitnað mjög þunglega á öllum umbótaáformum
blaðstjórnarinnar, enda hefir frjálst framtak verið drepið
í dróma, einnig vegna innlendrár lagasetningar- Sætt er
sameiginlegt skipsbrot í því efni, en súr hver sigur, sem
vinnst með opinberum ívilnunum eða óvenjidegri aðstoð.
Fram skal þó, það sem fram veit, meðan rétt veit, og sótt
verður á brattamij þegar frjálsræði gefst til framtaks. —
Vísir vill þakka lesendahóp sínum, auglýsendum og vinum
blaðsins allan stuðning, sem og það, að þeir hafa umborið
það, sem miður hefir farið i rekstrinum, en kunnað vel
að meta það, sem vel hefir tekizt. Þegar nú er Iagt á
fimmta tuginn, er þess að óska, að blaðið megi leggja lið
hverju góðu máli, en standa fast á þjóðlegri rót, gegn upp-
lausn og eyðingarstarfi. Þannig verður þjónað hagsmun-
úm lauds og þjóðar. Sjálfstæði og framfarir Islands sitji
fyrip öllu. ' -
Karlakórinn
„Fóstbræíur"
kom nýlega fram á sjónar-
sviðið undir öruggri og mark-
vissri stjórn Jóns Þórarins-
sonar, sem er einn af okkar
alkunnu tónskáldum, á fjór-
um velsóttum og ánægjuleg-
um tónleikum.
Söngskráin var samsett af
perlum liins alþjóðlega söng-
lagasafns eftir Árna Tlior-
steinsson, Selim Palmgren,
Jcan Sibelius, Felix Mendels-
sohn, Paul Hindemith, Or-
lando di Lasso, Franz Schu-
bert og Jóhannes Bralims.
Jón Þórarinsson sýndi hér
ágætan skilning á hlutverki
sinu sem söngstjóri, með því
að koma liinum bzta innviði
sérhvers bessara sönglaga
fram i hið rétta ljós og með
eldmóði undirstrikaði kunn-
áttu og styrkleika jiessa á-
gætlega velþjálfaða kórs til
liins undraverðasta. Þannig
nutu öll þessi lög liins upp-
runalega, lieilbrigða persónu-
leika höfundanna.
Undir liinni prýðilegu
stjórn Jóns Þórarinssonar
sýndi kórinn að átt liefir sér
stað mikil starfsgleði sam-
fara ágætum aga (Diziplin).
Aðdáanleg var „intonasionin“
og liin almenna samstilling
þessara söngbræðra, sem með
glaðværri auðsveipni fylgdu
liiiium árvakra foringja sín-
um til hins itrasta.
Mikinn þátt i hvrsu vel tók-
ust þessir skennntilegu og
fróðlegu (intressánt) tón-
leikar átti hinn lipri og kost-
gæfilegi undirleikur Carls
Billich.
Það var heldur ekki sparað
Iófatak hinna þalddátu álieyr-
enda, sem kröfðust margra
endurtekninga.
Fritz Jaritz.
Dreifa ekki
vörunni.
Félag ísl. stórkaupmanna
heíir sent Vísi eftirfarandi
yfirlýsingu:
„Út af forýstugrein Al-
þýðublaðsins í fyrradag sem
nefnist „Ný gengislækkun“
vill Félag íslenzkra stórkaup-
manna taka fram eftirfar-
andi:
1) Félaginu barst i síðast-
liðnum mánuði fyrirspurn
frá Fjárhagsráði um hvort
stórkaupmenn niundu að
einhverju leyli vilja taka að
sér dredfingu á vörum frá
Austurríki, sem Miðstöðin
h.f. liefir keypt. Án þess að
farið sé út í að ræða einstök
atriði þessa máls að sinni,
skal það staðhæft hér að
livorki Félag isl. stórkaup-
manna né einstakir meðlimir
þess liafa sótzt eftir að fá að
taka þátt í dreifingu þessara
vara.
2) Ef um það væri að ræða
að slórkaupmenn gerðust að-
ilar að dreiifngu þessara vará
mundi það vera með þeini
forsendum, að þeir fengju
vörurnar í hendur með inn-
kaupsverði. Þvd er jiannig
ekki til að dreifa, að til þess
liafi verið ætlazt, að lieild-
söluálagniifg bættist ofan á
aðra álagningu hjá Miðstöð-
in h.L, eins og kemur fram i
limræddri forystugrein Al-
þýðublaðsins.“
Stórkosflegf
gullsmygl
vestan hafs.
New York (UP). — Rákis-
lögreglan rannsakar nú mál
glæpafélags, sem mun hafa
smyglað 37 millj. dollara
virði af gulli úr landi á síð-
asta ári.
Hefir lögreglan lengi verið
að lcita félagsskapar þessa,
en ekki komizt á slóð hans
fyrr en nú, er tveir menn
voru handteknir, þegar þeir
voru að leggja af stað með
flugvél til Indlands. Höfðu
þeir í fórum sínum gull, sem
var 75,000 dollara virði á
réttii verði en 250,000 dollara
virði á svörtum markaði.—
Annar hinna handteknu var
ástralskur borgari.
Bretar munu hleypa sex
nýjum flugstöðvarskipum af
stokkunum á næstu þrem
árumn
Mósalámd
Þetta gullfallega myndum skreytta ævintýri er um kóngsdótturina
RÓSALTND, scm rænt var úr höllinni, sem hún átti heima í, og um það
hvernig Alrik, kóngssyninum góða, tókst að finná hana aftur og frelsa
hana.
Þetta ævintýri lesa krakkarnir oft.
Bókin kostar aðeins kr. 15,00 innbundin.
Bókaþúðin Arnarfell,
Laugavegi 15.
Eftir því, sem nær dregur
jólum, færist nýr svipur yfir
bæinn, svipur, sem er órofa
tengdur minningunni um
þessa fogru hátíð í svartasta
skammdeginu hér á norður-
hjara heims- Það hefir svo
oft verið sagt, að jólin, nú
orðið að minnsta kosti, væru
ekkert nema hátíð harnanna,
þar sem ekki væri hugsað
um annað en gjafir og át-
veizlur, súkkulaðiböll og ann-
að .Það er nú svo. /
ÞaS er a'S vísu rétt, aS jólin
tindrá bjartari og skærari í
liuga barnanná erí okkar full-
1 orSna íólksjns. Slíkt er eSlilegt,
| og sjálfsagt eigum viS,öll einr
j hverjar endurminningar um jól
I og jólakerti. fallegar gjafir j
allavéga lítúm úmbúSum,
prúBbúna smásveina og telpur,
! er gengu alvarleg og fjálg
kringum jólatré í iSnó eöa öSr-
um .samkomusölum borgarinn-
[ ar. Þó er því ekki aS neita, aS
jólin eiga enn sinn sterka þáttj
í hugum fullorSna fólksins, þó
ekki væri nema fyrir þá sök
eina, aö þá fagna menn almennt
nokkurra daga fríi frá amstri
og önnuni dágsins, og slíkt er
líka nokkurs virSi-
Já, bærinn er að breyta
um svip. Það sést gleggst á
búðargluggunum, sem nú
skarta sínu glæsilegasta
dóti, jólasveinum, jólabjöll-
um, rauðum og hvítum papp-
ír, til þess að leiða athygl-
ina írá því, að svo rauna-
Iega lítið urval er til af
smekklegum en þá ódýrum
gjöfum til jólanna- Áður var
hægt að gefa jólagjafir, án
þess að allt fjármálakerfi
launþega færi úr skorðum.
Nú er þetta breytt. Nokkur
hundruð krónur hrökkva nú.
skammt, ef fjölskyldan er
mannmörg og í mörg horrí
að líta.
1 niórgun mátti lítá skemmti-
lega sjón í norSausturhorni
Austurvaliar- Þar var veriS aS
koma fyrir risavöxnu jólatré,
sem Oslóarbúar hafa sent okk-
ur ■Reykvíkingum, alveg eins
og í fyrra. Mun Brúarfoss hafa
komiS meö þetta tré, seríi á eftir
aö veröa bæjarbúum til augna-
yndis næstu vikurnar. Fátt er
einmitt eins jólalegt og um leiS
fallegt, eins og hávaxiö jólatré
rétt vi'S hringiöu borgarþyss-
ins. Sú hugmynd og hugsjón,
sem íel-st í slíkmn jólatrjám,
missir aldrei. gildi §itt, liyersu
gömul sem viS veröum. Öslóar-
búar eiga miklar þákkir skili'5
fyrir þessá hugulsémi, enda
nnm yarla standa á þakklæti
bæjaryíirvaldanna l'yrir þenna
velvilja. Viö tækiíæri ættum vi8
■Reykvíkiogar aö sérída írænd-
úm vorum ; viö'Víkina eitthvaS
í staSinn, sein þákkiætisvott
jiessa- .bæjarfélags, I'etta ættu
viökomandi aöilar aö athuga.
TliS. ,