Vísir - 11.05.1951, Qupperneq 4
4
VI S I R
Föstudaainn 11. mai 1951
WISIIE
DAGBLiB
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson, Uersteími Pálsson,
Skrifstofa Austurstrætí 7.
Utgefandi: BLAÐAUTGAFAN VÍSIR H.F,
Afgreiðsla; Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur}c
Lausasala 75 aurar
Félagsprentsmiðjan h.f,
Efium slysavarnintar.
J^okadagurinn er í dag, en svo sem að venju lætur, efnir
Slysavarnafélag Islands til fjársöfnunar til styrktar
starfseminni. Þótt félagið hafi þegar fengið miklu áorkað,
byggt. skýli víða um land, keypt öryggistæki og útdeilt
þeim, svo og tæki til margvíslegar björgunarstarfa, lagt
fram fé til kaupa á björgunarskipum og látið sig yfirleitt
öll öryggismál miklu skipta, þá fer því víðs fjarri, að enn
séu slysavarnirnar komnar í það horf, að ekki verði um
bætt. Fjárskortur hefur ávallt háð féiaginu nokkuð, þótt
í miklar framkvæmdir hafi verið ráðist á ári hverju, en
nú eru verkefnin mörg og mikil, sem úriausnar bíða, enda
er þess að vænta, að almenningur leggi frain sinn skerf
að þessu sinni, sem endranær þegar til hans er leitað um
fjárframlög.
I Slysavarnafélagi Islands eru nú 183 félagsdeildir
starfandi, og nær starfssvið félagsins um landið allt, þótt
misjafnra framkvæmda sé þörf á hverjum stað og í hverj-
um fjórðungi. Tillög deilda félagsins námu á siðasta ári
kr. 514,340,53, en af því fé var varið til björgunarskips-
ins „Maríu Júlíu“ rösklega 300 þús. kr. Á þessu ári hafa
verið lagðar fram af félagsins hálfu um 100 þús. kr. til
kaupa á radartækjum í skipið. Eitt af aðalkappsmálum
félagsins á þessu ári, er að festa kaúp á Helikopter-flugvél,
sem hentug getur talist til björgunarslarfsemi, svo að
segja hvar sem er á landinu eða við það. Hefur þegar
safnast nokkur sjóður til slíkra flugvélakaupa, cn fjarri
fer því að nóg sé, þannig að kaupunum verði hrundið sem
fyi'st í framkvæmd.
Slysavarriadeildin „Ingólfur“ hefur í samráði við lög-
reglu, brunalið og björgunarsveitir, efnt til slysavarna- og
umferðaviku hér í bænmn, sem líklegt er að gefi góða raun,
þannig að almenningur hlíti bétur hér eftir settum um-
ferðareglum, en hann hefur gert hingað til. Slys eru æðitíð
hér í bænum, en oftast má ltenna þau beinum varúðar-
skorti bifreiðastjóra eða vegfarenda. Er því sizt vanþörf
á fræðslu í þessum efnum, sem getur komið að haldi 1
framtíðinni og fleiri eru það,. en skólabörnin ein, sem
slíkar leiðsagnar þurfa að verða aðnjótandi. 1 sambandi
við umferðavikuna hefur félagið efnt til gluggasýninga
við aðalgötur bæjarins, þar sem sýnd eru helztu björgunar-
tæki eða efíirlíkingar þeirra, sem félagið hefur yfir að
ráða. Þar sem flest slík tæki þarf að hafa á Iiverjum stað,
þar sem björgunarsveitir eru starfandi, segir sig sjálft að
ærin útgjöld felast í slíku fyrir Slysavamafélagið úr hinum
sameiginlega sjóði.
Slysavarnadeildirnar ýmsar hafa sýnt að þær eru hlut-
verki sínu fyllilega vaxnar, enda hafa þær á síðustu árum
framkvæmt lofsverð björgunarafrek viða um land, og
afstýrt þannig alvarlegasta manntjóni. Fyrir afrek sín hafa
björgunardeildirpar verið heiðraðar á ýmsan hátt af er-
lendum aðilum, og þeim jafnvel sendar fjárgjafir til styrkt-
ar starfseminni. Sýnir það að fleiri kunna að meta réttilega
starfsemi félagsins en innlendir rnenn, enda fer það ekki
eítir þjóðerni hverjir verða lijálparinnar aðnjótandi, heldur
aðkallandi nauðsyn hverju sinni. Slysavarnafélagið nýtur
skilnings og ýinsælda um land allt, en ef til vill má segja
að drýgstar hafi konurnar verið í fjársöfnuninni og mörgu
góðu máli hafa þær hrundið í framkvæmd til hjálpar og
öryggis. Slíkt starf verður hvorki oíinetið né ofþakkað.
Er SJysavarnaíélagið snýr sér til Reykvíkinga i dag, er
þess að vænta að sölumönnuni þess verði vel tekið, og hver
og einn láti eitthvað af hendi rakna starfseminni til styrkt-
ar. Kornið fyllir mælinn stendur þar, en ef allir leggjast
á eitt, þarf hver einstaklingur ekki að færa verulegar fórnir,
en leggja miklu frekar fram sinn litla skerf og safnast
Jiegar saman kemur. Þeir, sem að slysavörnum vinna eru
ílestir áhugani'nn. sem með fórnfúsu starfi liafa byggt
upp óryggisiu 11 i, sem þegar hefur sýnt að þess var Jxirf.
Þetta skilur þjóðiu og þakkar starfið með fjárframlög-
u m sínum í dag.
lusti
KERFISBUlN heilsugæzla er komin á í Elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund, en slík starfsemi hefir verið undir-
búin um skeið og raunar verið rekin alllengi, en kemst nú
í fastara form.
Hefir vestur-kjallarálma
hússins verið tekin í notkun
sem heilsugæzlustöð og búin
ýmsum nýjum og nauösyn-
legum tækjum. Hefir að
ýmsu þessu verið allítarlega
vikið áður hér í blaöinu.
Forstjóri og læknar stofn-
unarinnar sýndu blaðamönn
um og fleiri gestum hin ný-
útbúnu herbergi í kjallara-
álmunni og lækningastofur
heimilislæknis nýlega, og
gerðu grein fyrir þessari
starfsemi. Heimilislæknir er
Karl S. Jónasson. Ófeigur J.
Ófeigsson læknir lýsti húsa-
kynnum og tækjum, en Al-
freð Gíslason gerði grein fyr-
ir starfseminni, hvernig
henni hefði verið hagað og
væri nú, en aöalbreytingin
væri, að nú væri fengin að-
staða til með heilsugæzlu og
tímabundnum skoðunum,
að finna sjúkdóma gamla
fólksins á byrjunarstigi og
geta fylgzt sem bezt meö
heilsufari þess.
í öllu kemur fram, að full-
ur skilningur er á ,að létta
undir meö gamla fólkinu,
búa sem bezt að því heilsu-
farslega, og stuöla aö því á
ýmsan hátt, aö þaö geti un-
að glatt í ellinni við viðfangs
efni, sem við þess hæfi eru.
Frá þessu hefir áður verið
sagt hér í blaðinu.
Með því að taka 1 notkun
hluta af byggingunni sem
heilsugæzlustöð og með öfl-
un nýrra tækja o. s. frv. er
náð mikilvægum áfanga sem
almenningur hefir fyllstu á-
stæöu til að fagna yfir og
óska stofnuninni, starfsliði
hennar og vistmönnum til
hamingju meö.
Gerðir ríkis-
ráðsfiinciar á
Baugardag.
Á ríkisráðsfundi hinn 5.
niaí 1951 voru afgreidd þessi
mál:
(1) Staðfest lausn Péturs
Bencdiktssonar, sendiherra,
frá sendiherraembætli i
Tékkóslóvakíu.
(2) StaSfest skipun Stef-
áns Þorvarðssonar, sendi-
herra íslands í Danmörku, til
að vera jafnframt sendiherra
í Tékkóslóvakíu.
(3) Dr. Helgi P. Briem,
sendiherra í Svíþjóð, jafn-
framt skipaður sendiherra í
íran.
(4) Staðfest lausn Ólafs Ó.
Lárussonar frá héraðslæknis-
embætti í Yestmannaeyjum
frá l.júlí n. k. að telja.
(5) Gefin út bráðabirgða-
lög um liámark liúsaleigu
o. fl.
(6) Staðfest útgáfa bráða-
birgðalaga um breyting á lög-
um nr. 10/1928, um Lands-
banka íslands.
(7) Staðfest undirritun
varnarsamnings milli íslands
og Bandaríkjanna.
(8) Fullgiltur varnar-
Iðnfræðingar
blndast samtðkum.
Iðn-
með
Stofnað hefir verið
fræðingafélag íslands
aðsetri í Reykjavík.
Að félagsskapnum standa
menn, sem fengið hafa iðn-
ffæðiréttindi, en iðnfræðiug-
ar mega þeir einir nefnast,
sem lokið liafa burtfararprófi
frá tekniskum framlialds-
skóla, en þó með leyfi ráð-
lierra. Undir þetta heyra
ýmsar sérgreinar og bera
menn starfslieiti hver eftir
sinni sérgrein. Rjáðherra hefir
þegar viðurkennt menn úr
eftirtöldum greinum: Bygg-
ingafræði, flugvélafræði, raf-
fræði og vélfræði.
Hefir ráðherra veitt 16
mönnum leyfi til að kalla sig
iðnfræðing, og eru þessir 16
menn stofnendur félagsskap-
arins, svo og 5 stéttarbræður
þeirra, sem eldd hafa enn sótt
um leyfi til ráðlierra, en
munu gera það á næstunni.
Markmjð félagsskaparins
er að gæta hagsmuna is-
lenzkra iðnfræðinga, efla
samstarf þerra og lcynningu
félagsins út á við og stuðla
að aukinni þekkingu félags-
manna.
Stjórn félagsins skipa:
Gunnar Þ. Þorsteinsson,
bygg'ingafræðingur, form.;
Ingvar Ólafsson, vélfræðing-
ur, ritari; Ásgeir Sæmunds-
son, raffræðingur gjaldkeri
og varamaður Sigurjón
Sveinsson, byggingafræðiug-
ur. —
samningur milli íslands og
Bandarík j anna.
(9) Staðfest útgáfa bráða-
birgðalaga urn viðauka við
'lög nr. 50/1950, um togara-
jkaup ríkisins. (Frá ríkisráðs-
ritara, 7. maí 1951).
ERGMAL
„Þjóðviljinn“ málgagn
hinna ,.einu og sönnu“ ís-
lendinga þessa dagana er oft
og einatt kátlegt í hinni
makalausu sjálfstæðishar-
áttu sinni, sein allir hljóta
a‘ð gera grín að, nema of-
stækisfyllstu áhangendur
kommúnista, og þjóðin, sem
þeir æ ofan í æ reyna að
nudda sér utan í, er löngu
hætt að taka skrif þeirra og
skraf alvarlega.
í gær, io. mai, voru liðin ii
ár frá því, aö Bretar hernámu
Island í síöari heimsstyrjöld-
inni, til þess aS tryggja eftir
mætti öryggi sitt og annarra
vestrænna menningarþjóSa
gegn villimannlegri árásar-
stefnu. 1 tilefni af þessu afmæli
þykist „ÞjóSviljinn“ þurfa aS
láta ljós sitt skína sem eins
konar framvörSur íslenzks
sjálfstæSis og segir þá svona 'í
f jögurra dálka fyrirsögnum:
„Hernámsdaginn íyrir ellefu
árum mótmæltu íslenzk stjórn-
arvöld kröftuglega ofbeldinu
og tÖldu þaS skerSingu á sjálf-
stæði íslands.“ Og ennfremur:
„Ný sjálfstæðisbarátta heiðar-
legra Islendinga úr öllum flokk-
um varaði viö landráöunum-“
Heldur „ÞjóSviljinn“, aS ís-
Íenzkur almenningur sé meS
öllu minnislaus eöa sé hættur
aS hugsa?
Þá, í maí-mánuði 1940,
fyrir 11 árum, sem þetta blað
minnist á, var það talin
„landráðavinna“, að taka sér
verk í hönd fyrir setulið
Breta hér. Þetta hélzt í rúmt
ár, eða þar til í júní 1941, að
slík vinna breyttist skyndi-
lega í það að vera ,,land-
varnavinna“. Fyrri hluta
júnímánaðar 1941 voru það
hrein landráð, á máli „Þjóð-
viljamanna“, að veita Bret-
um eða bandamönnum þeirra
lið, en seinni hluta sama mán-
aðar voru landráðin ger-
breytt, orðin landvarnavinna
Þetta hefir
áSur, og ætti
margoft veriö
tæpast að
þurfa aS endurtaka það. En
þetta verður gert til þess ai;
sýna svart á hyiru þeim, seni ei
til vill kynnu a' trúa kommún
istamálgagninu (fyrir íeskusak-
ir eöa ókunnugleii-.a )■ Sem: sagt,
Um leið og Rússar koma í stríö-
ið (,,kapítalistiskt stríS“ á rnáli
,,ÞjóSviljans“) gerbreytast_ öll
viöhorf íslendinga. Þá eru þjóö-
leglieitin farin af þessu blaði.
Þá er hlýtt annarri rödd en
„rödinni úr dalnum“, hinum
eína og sanna Islendingsrómi
fóhannesar úr Kötlum, sem
jafnan hefir þurft aö belgja sig
út í gerfi-íslendingahrolca, þeg-
ar ílokkur hans er að verja
hrein landráö og ofbeldi annais
staöar.
*
„Þjóðin mótmælir", æpir
kommúnistalýðurinn á Þórs-
götu. Þjóðin? íslendingar
eru friðsamir, sem hetur fer-
Og þeir hafa langlundargeð.
Þess vegna helzt þessum
handhendum erlends kúgun-
arvalds uppi hróp og aurkast
að þeim, sem vilja tryggja
öryggi og afkomu þessa
lands cg komandi kynslóða-
Lýðræðið, sem þessir menn
fyrirlíta með sjálfum sér í
þjónustu við útlent ó.gnar-
vald, heldur yíir þeim því
réttaröryggi, , sem þekkist
ekki í þeini löndum, sem er-
lendir lahdráðábrleðúf- þeirra