Vísir - 22.06.1951, Síða 4

Vísir - 22.06.1951, Síða 4
« V I S I R Föstudaginn 22. júní 1951' DAGBLO Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pólsson, Skrifstofa Austurstræti 7* .k Dtgefandi: BLAÐADTGÁFAN .VISIR H.E. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 75 aurar, , Félagsprentsmiðjan h.f, Neyddir til að taka afstöðu. gvo brá við fyrir nokkrum dögum, að Þjóðviljinn birti grein eftir útlendan Moskvukommúnista, sem veittist mjög að Tito. Er þetta í fyrsta skipti, sem Þjóðviljinn tek- ur afstöðu til þessa kommúnistaforingja, síðan hann var settur út af sakramentinu. I sambandi við þetta er fróðlegt að rifja lítillega upp fyrir sér, af hverju Tito þykir nú vargur í véum meðal kommúnista þeirra, sem auðmjúklegast þjóna Moskvu- valdinu. Fyrst eftir að hann bafði náð völdum í Júgó- slóvakíu, varð hann að hafa við hlið sér rússneska sér- fræðinga, sem sögðu fyrir í einu og öllu, hvernig stjórna skyldi lándinu. Þeir höfðu aðeins eitt markið — að heita Júgóslóvakíu fyrir vagn Moskvu, láta vinna þar það eitt, scm komið gat Rússlandi að gagni. Um hag Júgóslava var ekki spurt, og sama hefir raunar vcrið uppi á teningnum i öllum þeim löndum, sem verið hafa svo ógæfusöm að lenda i klóm kommúnismans. En sVo hrá við, að Tito leizt ekki allslcostar á Jietta. Hann fékk ckki, er til lengdar lét, komið auga á nauðsyn þess, að Júgóslavar þræluðu fyrir herrana í Kreml. Hann tók því upp aðra háttu cn lepþarnir i grannríkjunum, lét hagsmuni þjóðar sinnar sitja í fyrirrúmi, en það var slík höfuðsynd, að hann hefir verið vargur í véum í augum Moskvu-koinmúnista æ síðan. Titoisminn er hin hæltulegasta villa, fullkomlega eins hættuleg nú á dögum og Troskyisminn á sínum tíma, og því hafa Moskvukommúnistar harizt hatrammlega gegn henni, hvar sem hennar hefir orðið vart. Það ar á allra vitorði, að i kommúnistaflokknum hér er fjöldi Tito-ista éða manna, sem hafa að minnsla kosti litla samiið með þcim, er flatastir liggja fyrir Moskvu-valdinu. Stjórn ilokksins hér á Iandi hefir hinsvegar ekki ]>orað að hlaka við þessum mönnum, því að hún óttast algeran klofning, ef upp úr sýður, en hann mundi éinungis leiða til þess, að flokksstjórnin stæði uppi fylgislaus. Er það eolileg afleið- ing af þeim eðlisþætli Islendinga, að þeir liafa fýrirlitningu á þýlyndi. Slíku „uppgjöri“ innan flokksins mundi fylgja algjört hrun, hann mundi verða útmáður sem flokkur, ei ynni fyrir Moskvu. Þögn Þjóðviljans og annarra hlaða kommúnista hér um allt, sem varður Tito og Tito-isma úti um hcim, er því eðlileg, en nú hafa húsbændurnir í austri ekki viljað sætta sig lengur við þessa loðnu afstöðu flokksins hér á landi. Þeir hafa gefið fyrirmæli um, að skorin sluili upp herör gegn Titoistum og þeir verði hannfærðir. Fyrsta sönnun þess, að kommúnistaforsprakkarnir liér muni beygja sig í auðmýld, var greinin í Þjóðviljanmn á dögunum. Hún sýnir einnig, að frekari tíðinda megi vænta í þessum efn- um á næstunni. Miklar íramkvæmdir. ||I!t hendir til þcss, að næstu ár verði ór mestu fram- kvæmda, sem um getur í sögu Islands. Mikil þjóðþrifa- fyrirtajki verða reist á næstunni, sem gera munu lífshar- áttuna hér á landi mun auðveldari en hún hefir verið fram að þessu. Fyrirtæki þessi munu gera íslendinga sjálfum sér ncga að ýmsú leyti, svo að þeir munu ekki þurfa að lcita út fvrir landsteinana eftir nauðsynjum, sem ekki verður komizt af án. Hér er því um mikilsverðan þátt sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar að ræða, og væntanlega aðeins upphaf mikillar sóknar á þessu sviði. Hér er stefnt í rétta átt, og ef þjóðin fcr skynsamlega að ráði sínu, öll í heild og hver einstaldingur, mun énginn þurfa að örvænt um, að hér megi ekki lifa góðu lífi í fram- tiðinni. 1 þessu efni sem öðru, mun það sannast, að „hver cr sinnar gæfu smiður.“ . , ! í . jMí^ i Prestastefna hófst í Prestastefna íslands hófst á miðvikudag kl. hálf tvö, með guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni, þar sem síra Gunnar Árnason prestur á Æsustöðum prédikaði, og lagði út af orðunum í Matth. 7,13—16. Að prédikun lök- inni fór fram altarisganga. Þjónuðu þeir fyrir altari, sr. Friðrik J. Rafnar vígslubisk- up og sr.. Jón Auðuns Dóm- kirkjuprestur. Biskupinp, lierra Sigurgeir Sigurðsson, setti prestastefn- una í Háskólakapellumii ld. fjögur. Las hann Jóli. 15 og flutti hæn. Bauð hann siðan prestana velkomna til starfa og flutti stutta livatningar- ræðu. Sungnir voru sálmar undir stjórn dr. Páls ísólfs- sonar. Þá léku þeir dr. Páll og Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari samleik á orgel og fiðlu. Vat athöfnin öll hin virðulegasta og henni útvarp- að. Biskupinri minntist tvéggja uppgjafa presta, er látizt höfðu á liðnu synodusári: Sr. Hermanns Iljartarsonar, er lcngst af var prestur á Skútustöðum (síðast skóla- stjóri á Laugum) og sr. Ein- ars Pálssonar f. prests í jReykholti. Heiðruðu fundar- menn minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Þrír þjónandi prestar létu af störfum á árinu: Sr. íBjarni Jónsson dómprófast- ur, sr. Jón prófastur Brands- son í Koll afj arðarnesi og sr. Björn Stefánsson próíástur á Auðkúlu. Minntist biskup starfs þeirra, og þá einkum sira Bjarna, með miklu þakk- læti. Prestvígslu tólcu á árinu þrír ungir merin: Gisli II. Kolheins til Sauðlauksdals, Kristján Róhertsson til Sval- íslands 1951 vikunni. harðsþinga og Magnús Guð- mundsson til Ögurþinga. Eru því þjónandi þjóðkirkjupresi- ar jafnmargir og á sama tima og í fyrra, eða 105. Nestor íslenzkra kenni- manna, sem í embætti eru sr. Jónmundur Halldórsson þakl caði biskupi vel unnin störf og árnaði honum fyrir hönd stéttarinnar heilla og blessunar. Var þá gefið Örstutt fund- arhlé. En að því loknu hófst fundur af nýju og nú í há- tíðarsal Háskólans, og verða fundir prestastefnunnar haldnir þar að vanda. Þar lagði biskup fram skýrslu um messur og altaris- göngur á liðnu starfsári. Voru messur alls 4113, og hafði þeim fjölgað um 200 frá fvrra ári. Þá hafði altaris- géstum og verulega fjölgað. Lagður var og fram reilcri- ingur Prestekknasjóðs, og gerði hiskup grein fyrir út- hlutun styrktarfjár úr sjóðn- um, um leið og hann livatti presta til þess að efla liann að mun. Forseta íslands og kirkju- málaráðherra voru sendar heillaóskir prestastefnunnar. Þessir prestar töku sæti i allsherjarnefnd, en hún er hin eina starfandi nefnd prestastefnunnar; Sr. Hálf- dán Helgason, sr. Jakob Ein- arsson, sr. Sigurður Einars- son, sr. Magnús Guðmunds- son, sr. Þorgrimur Sigúrðs- son, sr. Einar Guðnason og sr. Björn Magnússon prófes- sor. Um kvöklið flutti síra Guð- mimdur Sveinsson á Hvann- eyri erindi i Ðómkirkjunni, er harin kallaði: Spámenn Gamla-Testamentisins. Hefir síra Guðmundur stundað nám í Gamla-Testamentis- ^ fræðunx við háskólana í Kaupmannahöfn og Lundi undanfarin 2—3 ár, og lauk prófi i þeim fræðum í apríl s. 1. með mjög góðum vitnis- hurði. | Prestastefna sú, er nú stendur yfir er fjölmenn, og mun þó enn von á fleirum til lxennar. 2. dagur: Fundur hófst nxeð þvi, að sr. Hálfdán prófastur Helga- son á Mosfelli flutti morgun- bæn í Háskólakapellunni. , Eftir örstutt lxlé var gengiö til dagskrár, og tekið fyrir liöf uðmál prestastefnunnar að þessu sinni: Skipun presta- kalla. Höfðu þeir sr. Ásmundur próf. Guðnxundsson og sr. Sveinn Víkirigur hiskupsrit- ari framsögu í nxálinu. Að franxsögu lokinni hófust um- ræður. Tóku til nxáls: bisk- upinn, sér. Jakob Jónsson og sr. Gunnar Árnason. Klukkan eitt fóru fundar- menn í hoði hæjarstjórnar Reykjavíkur til Selfoss, með viðkomu í Strandarkirkju. Veður var ekki ákjósanlegt, rigning og þoka. í Strandarkii’kju flutti biskup ávarp, en sólcnarprest- urinn, sr. Helgi Sveinsson, sagði sögu Strandar og kirkj- unnar þar. Að lokum flutti sr. Árelíus Níelsson bæn. Á Selfossi var sezt að horðum. Bauð Baldur Andrés son cand. tehol., gesti vel- konxna í unxboði borgarstjóra Gunnars Thoroddsen. Þakk- aði hiskupinn fvrir hönd gest- aixna nxeð ræðu. — Til Re^^kjavíkur var komið laust fyrir klukkan átta. j. Um kvöldið flutti sr. Jakob Jónssoix opinlxert eriixdi í Dómkirkjunni, er hann nefndi: Samband anglí- könsku kirkjunnar og syst- urkirknanna á Norðurlönd- um. Á morgun hefjast fundir kl. 9,30 og verður presta- stefnunni væntanlega slitið kl. 7 siðdegis. BE Síðastliðinn mikvikudag gerðist merkilegur atburður í knattspyrnusögu íslands, er Akurnesingar báru sigur af hólmi í keppninni um meistaratitil íslenzkra knatt- spyrnumanna. Þá hvarf úr bænum í fyrsta skipti far- andgripurinn góði, sem Reykjavíkurfélögin hafa varðveitt allt frá því, er keppt var um hann í önd- verðu. * Þetta var mjög gleSilegur atburöur, og Akurnesingar, sem fjölmenntu á yellinum viö þetta tækifæri, liafa eflaust íundiö, að Keykvikingar viljá unna þeirn sannmælis og sætta sig að sjálfsögðu við, að bezta liöiö vann. FagnaSarópin, sem mannfjöklinn laust upp, er Ákurnésingar tóku viö bikarn- uin, tala sínu nxáli um, að okk- ur þykir bikarinn vel geymdur uppi á Skaga. Um leiS er þetta bráönauösynleg ábending til reykvískra knattspyrnumanna I um aö athuga alvarlega sinn! gang, því aö sannast sagna er knattspyrnan hér í bæ niöri í slíkum öldudal, aö varla bólar á sæmilegutn tilþr'ifum, nemaj endrum og eins. Maöur, sem eg hitti á íþróttavellinum viö þetta tækifæri, sagöi viö mig,' aö Reykjavíkurfélögin, væru á- kaflega jafn-léleg, og hygg eg, að harin hafi þar mælt íyrir rnunn margra. * I Jón Sigurðsson, formaður KSÍ, gat þess í ræðu sinni, er hann afhenti Akurnesing- um bikarinn, að hann vænti þess, að úrslit þessa rnóts mættu hafa örvandi áhrif á íslenzka knattspyrnu. Sú hygg eg, að raunin verði á. Utanbæjarmenn sjá, að þeir geta ósköp vel leikið höfuð- staðarbúa grátt í knatt- spyrnu. Við þetta skapast heilbrigt kapp, sem hlýtur að leiða til góðs. * í þessu sambandi vil eg geta þess, sem Jón Sigurösson for- nxaður KSl, hefir^tjáð mér, aö Vestmannaeyingar hafa spurzt fyrir um það hjá Knattspyrnu- sambandinu, hvort ekki væri unnt að senda einhvern góöan og áhúgasaman knattspvrnu- nxann héöan til Eyja til þess að þjálfa, knattspyrnumenn þar. Nú sting ég þessu aö knatt- spyrnumönnunx okkar, hvort einhverjum þeirra leiki ekki hugur á aö eyöa sumarleyfi sínu í Eyjurn og taka jafn- framt að sér að þjálfa Eyjar- skeggja í knattspyrnu. Þetta ætti að vera tilvalið fyrir rösk- an og áhúgasaman mann. Um móttökur Eyjarbúa þarf ekki aö efa. Þeir eru þjóðkunnir fyr- ir gestrisni og alúð í garð gest- komandi. Ef einhver vildi sinna þessu, ætti hann að hafa sam- band við stjórn KSl hið allra fyrsta. —;— ThS.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.