Vísir - 27.06.1951, Page 7

Vísir - 27.06.1951, Page 7
Miðvikudaginn 27. júní 1951 VISIR »0000000000000000000000000000000000000000000000« i I I Leslei Turner Wíiite: i MAGNUS MARGRAÐUGI. 5% í 11 SOOOOOOQOOOOOOOOQOOOOOOOOQOOOOOOOOOOOOOOQOOOOOQ? þess á hverju kvöldi, að þú kærair og færir á brott með mig, en þú skrifaðir ekki einu sinni . ... “ „Eg skrifaði þér að minnsta kosti einu sinni í mánuði,“ sagði hann af nokkrum þunga. Hún hikaði svo lengi, að hann ákvað að hvetja hana til þess að halda áfram. „Jæja, það er bezt eg heyri framhaldið“, sagði hann. „Eg neitaði auðvitað að fallast á þessa uppástungu og við deildum harðlega. Eg fullvissaði hann um, að eg elskaði þig, og aðeins þig, en hann varð fokvondur og bannaði mér að hitta þig nokkurn tíma framar eða nefna nafn þitt“. „Hann gerði meira en þetta“, sagði Magnús. „Hann komst yfir bréf, sem eg skrifaði föður þínurn, og h'ann sigaði á mig mönnmn fógetans.“ Hún horfði á hann stórum augum og hrissti svo höfuð- ið. „Eg furða mig ekkert á þessu“, sagði hún. „Eg skrif- aði pabba líka og minnti liann á loforð hans og bað hann um að beita áhrifiun sínum við frænda. Eg fékk ekkert svar.“ „Jethro Maynard gengur ekki ‘ á bak orða sinna.“ „Eg veit það vel. Eg veit líka, að hann hefir skrifað mér. Donni sá mörg bréf frá Frakldandi, sem voru til mín, en frændi mmn neitaði að afhenda mér þau. •— Það er víst tilgangur hans, að eg fái þau, þegar hrúðkaupið er um garð gengið.“ Magnús varð æfur af reiði. „Hann getur ekki haldið til streitu þessu áformi", sagði hann. „Við látum gefa okkur saman þegar í stað. Þú ert kona, sem hefir rétt til að ráða fyrir sér sjálf —“ „Reyndu að vera rólegur, vinur minn. Þú veizt, að eg er ekki myndug. Hann er löglegur foi’ráðamaður minn og hann mimdi fá slíkt hjónaband ógilt.“ Magnús fór að stika um brúna fram og aftur, þungt hugsi. „Herra trúr, hvað allt getur snúizt gegn manni í þessu Mfi, — — heyrðu mig, nú veit eg hvað við tökum til bragðs. Eg fer til Frakklands og fæ skriflega heimild föður þíns. Þá getur Sir Gregoiy ekkert aðhafst.“ Hún lyfti höndum eins og hjálpar\’ana. „Góður guð, eg vildi, að það væri gerlegt, en til þessa er enginn tími. Sir Gregory og Sir Peter eru að ganga fi£ einhverjum einkamálum og við leggjum öll af stað til London á morgun, þar sem brúðkaupið á að standa. Sjáðu til, Sir Peter hefir verið skipaður stjómmálalegur erindreki á Spáni, og við verðum að fara —“ „Þú ferð ekki til Spánar og eg vil ekki heyra nafn þessa hundingja nefnt oftar“, sagði Magnús nær örvita af reiði. Svo virtist honum koma ráð í hug og hann bætti við: „Heyrðu, Rósa mín, hvar geymir frændi þinn þessi bréf?“ Hún horfði á hann, snöggt, hvasslega. „Eg — eg býst við, að hann hafi það læst niðri — en í guðanna hænum, þú lætur þér þó ekki dctla í hug, að------“ Hann brosti þurrlega. „Jú. Eg læt mér detta það í hug. Hvar eru þeir nú, Sir Gregory og hirðsnápurinn?“ Rósalinda var orðin óst\rrk mjög. Hún fitlaði við blúndu á kjól sínum og svaraði: „Þeir í'óru að heiman í morgun og það er ekki húist við þeim fyrr en seint. En, elskan mín, það væri lirjálæði að íreista þessa.“ Það vottaði fyrir hrosi á vörum hans, er hann vafði hana örmum. „Brjálæði, ef til vill — en eg geri það þín vegna.“ Hún kyssti hann brennheitum kossi. „Ö, eg elska þig — og dáist að fífldirfsku þinni, þótt heilbrigð skynsemi segi mér, að gera það ekki.“ „Ó, eg vildi, að við værum að koma frá prestinum — nú.“ Blóðið fór aftur að streyma örar um æðar Magnúsar, en hann leit til lofts, og sá, að sól var farin að lækka á lofti. Hann hafði beðið tvö löng ár — hann gat beðið nokkrar klukkustundir enn. j „Viltu hjálpa mér?“ spurði hann. „Þú veizt, að eg vil það — á hvern hátt, sem eg get.“ Hann sleppti henni, tók rýtmg sinn og rétti henni, og sagði: „Gerðu uppdrátt af liúsinu þama í moldina.“ Hún kraup á kné og gerði sem haim bauð. „Suðurstofan, þar sem hann hefir bréfin læst niðri, er hér, á grunnhæð- imii, yfir kjallaranum“, sagði hún og var sem hún gæti vart náð andanum. „Eg er sannfærð um, að frændi geym- ir bréfin í skrifborði sínu.“ „Fyrirtak — og livar er svefnherbergi þitt?“ „Héma, yfir búrinu.“ Hún leit upp til hans. „Guð minn góður, þú ætlar þó ekki —“ Hann liló og hjálpaði henni að risa á fætur. „Ekki í kvöld, en segðu mér, sjást gluggamir á her- bergi þínu héðan?“ „Það held eg, já, það er fjærsti glugginn í efri glugga- röðinni.“ „Og — liveuær fara heimamenn í háttinn ?“ Það fór eins og skjálfti um hana alla. „Þeir eru vanalega komnir til herbergja sinna um klukkan níu, nema liliðvörðurinn.“ „Ágætt, vil.tu læðast niður, þegar allir .eru háttaðir og draga lokuna frá útidyrunum ?“ „Ó, já, Magnús, þá getum við „Nei“, svaraði hann, „eg vil gera þetta upp á eigin spýtur. Þegar þú ert búin að þessu, skaltu fara upp í her- bergi þitt, kveikja á kerti og setja það í gluggann, svo að eg geti séð það héðan. Láttu míg annast allt Iiitt.“ Hún vafði handleggjunum um höfuð honuní og hall- aði höfði sínu að banni hans. „Ástin mín, eg er svo hrædd. Ef þeir næðu þér. Frændi er ekki lamb við að leika og —“ Hann hló og gerði sér æ betri vonir um, að allt mundi heppnast. „Þeir ná mér ekki. Láttu þér ekki detta slíkt í hug. — Veiztu að helmingur lögreglusnápa Englands hafa verið að reyna að handsama mig undangengin tvö ár? — Komdu nú, eg ætla að fylgja þér á leið. Eg liefi ærið um- hugsunarefni til kvölds.“ Vatnsglös Kaffikvarnir Klapparstíg 30. Sími 1884. Til sölu sem nýr Norge-ísskápur stærð 7 kubikfet. -— Til- boð, merkt Norge — 268, 'sendist blaðinu strax. Almenn samkoma verður haldin í húsi K.F.U.M. og K. við Amt- inannsstíg í kvöld kl. 8%. Ræðumenn: .. Kristinn Guðnason frá San Frans- iseo, Ólafur ólafsson kristniboði, Steingrímur Benediktsson kennari frá Vestmanuaeyjum. — Söngur og hljóðfæra- sláttur. Allir velkonmir! Kaupi gull og silfur Alinningarspjöld Krabbameinsfél. ReykjavOcwr fást i Verzl. Remedía Aust- urstrœtt og skrifstofu EUt- og hjúkrunarheimflistns Grundar. EGGERT CLAESSEN GTjSTAF a. sveinsson hæstaréttarlögmenn Hamarshúsinu, Tryggvagötn. Allskonar lögfræðistörf Fasteignasala. Apinn Goora fann kraftalegar tennur Suten og d’Arnot liorfðu skélídir á Nú stóð bardaginn seni hæst, og ap- Loks gat Tarzan brugðið hnífnura, og iæsast í lials sér og heyrði reiðilcgt aðfarirnar, iþví að þetta var nær því inn og Tarzan veltust uni .í faðnilögum liann rak hann á liol í síðu apans. urr. ótrúlegt. dauðans. .i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.