Vísir - 06.07.1951, Síða 2

Vísir - 06.07.1951, Síða 2
isia Föstudaginn 6. júlí 1951 Hitt og þetta í>ví hefir verið haldið fram, að seglskip fari hraðar en vind- urinn, sem knýr þau áfram, en þetta er rangt. Það er allt of mikið mótstöðuafl í vatninu til þess að svo geti orðið. En litl- um kappsiglinga-hátum getur tekizt þetta á lensi. f raun- inni fara þeir aðeins eins hratt og vindur leyfir, er þeir fylgja vindáttinni. En ef þeir sigla á ská fara þeir lengri leið á sama tíma. Kennarinn: „Bolinn og kýrin er í haganum. Nonni, getur þú sagt mér hvað er skakkt í þess- ari setningu?" Nonni: „Það á að nefna ekki frúna á undan.“ Bernhard Shaw segir svo í hréfi til stórblaðsins Times: „Því meira sem eg vinn mér inn, því meira hverfur af efnum mínum í ríkisfjárhirzluna. Það er mér hið mesta: áhyggjuefni, að einhver af hinum mörgu að- dáendum mínum taki upp á þeim óvanda, að deyja og arf- leiða mig að milljón eða ein- hverri stórri upphæð, því að þá er eg þar með kominn ó hreppinn." Eg var af þeirri tegund barna, sem móSir mín vildi ekki að eg léki mér við. (Jack Poar). Sjúkrahús í Rio Janeiro sendi út áskorun til manna, um að gefa blóð sitt í blóðbankan- um þar. Paulo Quadros fór jafnskjótt er hann sá áskorun- ina, því hann vildi verða í hópi þeirra fyrstu, sem yrði við á- skoruninni. Næsta dag féll hann af sporvagni og fótbrotnaði svo illa, að taka varð af honum fót- inn. Lífi hans var bjargað með blóðgjöf frá honum sjálfum. Föstudagur, 6. júlí, —- 186. dagur ársins. Sjávarföll. ÁrdegisflóS var kl. 7.35. •— SíSdegisflóð verður kl. 19.55. Næturvarzla. Næturlæknir er í LæknavarS- stofunni; sími 5030. — Nætur- vörður er í Ingólfs-apóteki; sími 1330. Lausar kennarastöður eru auglýstar í síSasta Lög- birtingablaði viS barna- og gagnfræðaskólana í Reykjavík. Fjárhagsráð hefir ákveSiS nýtt hámarks- verS á benzíni og olíum. Kostar benzínlíterinn nú kr. 1.54. Gullborg, 83 tonna bátur, hefir veriS keyptur til landsins. Eigandi hans er Sigurjón SigurSsson, f ramk'væmdarstj óri CiHU JÍHH/ VaK~. 6. júlí 1921 segir Vísir m. a. frá þessu; Álafosshlaupið. Þátttakendur í hlaupinu voru sjö. Klukkan um 3.45 kom fyrsti maSurinn, Þorkell Sig- urSsson, inn á íþróttavöllinn og var honum tekiS meS dynjandi lófaklappi og hvatningarhróp- um. Hann hljóp i/2 hring á vellinum meS lárviðarsveig á hálsinum, og kom að markinu í góSu líkamsástandi. I-Iafði hann þá hlaupiS vegalengdina á 1 klt. 6 mín. 52.6 sek, og ver- iS fremstur alla leiðina. Fjórir fyrstu mennirnir voru í ágætu ástandi og fimmti allgóSur. Hinir tveir kornu ekki aS mark- inu. Vegalengdin upp aS Ála- 'fossi mun vera talin um 17 kílóm. neSan úr MiSbæ. Ef þaS er rétt, er þetta hlaup liðugir 18 kilóm. og er tíminn þá fyrir- tak. * Hvanneýrarprestakáíl í SiglufirSi var nýlega aug- lýst laust til umsóknár, þar sem sóknarpresturinn þar, sr. Óskar Þorláksson hefir gerzt prest- ur við Dómkirkjuna. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Útvarpssagan : „FaS- ir Goriot“, eftir Honoré de Bal- zac; VII. (Guðmundur Daníels- son rithöfundur). — 21.00 Sam- rtörræna sundkeppnin: Ávörp, erindi, upplestur og tónleikar.— 22.00 Fréttir og veSurfregnir.— 22.10 íþróttaþáttur. (SigurSur SigurSsson). — 22.40 Dag- skrárlok. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss var í Antwerpen í fyrradag; fer þaS- an til Hull og Rvk. Dettifoss er í New York. GoSafoss og Gullfoss eru í Rvk. Lagarfoss er á jeiS frá Húsavík til Gauta- börgar. Selfoss er x Rvk. Trölíafoss var í Hull í gær; fer þaSan til London og Gauta- borgar. Barjama fermír í Leitlx á næstunni til Rvk. Katla var væntanleg til Aal- börg í gærkvöldi, 5. júlí. tíreMcfátaHK 1368 Lárétt: 2 Festa, 6 spíra, 7 síl, 9 vó, 10 veiðitæki, 11 frjókorn, 12 tónn, 14 bardagi, 15 ama, 17 tætir.' LóSrétt: 1 AuSir blettir, 2 á fæti, 3 velgju, 4 tónn, 5 varkár, 8 fugl, 9 gruna, 13 ástralskur fugl, 15 forsetn., 16 ending. Lausn á krossgátu nr. 1367. Lárétt: 2 Kames, 6 úSi, 7 af, 9 óg, 10 urS, 11 all, 12 gá, 14 ii, 15 áli, 17 rosti. LóSrétt: 1 Draugur, 2 kú, '3 aða, 4 mi, 5 sigling, 8 frá, 9 Ólí, 13 alt, 15 ás, 16 ii. Flugferðir Loftleiða. í dag er ráSgert aS fljúga til Vestm.eyja, Isafjarðar, Akur- eyrar, SiglufjarSar, SauSár- króks, Hólmavíkur, BúSarclals, Hellissands, PatreksfjarSar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar og Keflavíkur (2 ferSir). Frá Vestm.eyjum verður flogiS til Hellu og Skógasands. Á morg- un er áætlaS aS- fara til Vestm.- eyja og Keflavíkur (2 feröir). BúnaðarblalSið Freyr, júlíhefti, hefir borizt blaSinu. Þessar greinar eru í heftinu: ’Heysendingar á harSindasvæS- in, eftir Sæmund Friðriksson. „OrS í belg“, eftir Stefán Kr. Vigfússon. Gömlu mánaSaheit- in, eftir Ólaf SigurSsson. Vikur sem einangrunarefni og bygg- ingarefni í sveitunum. HúgleiS- ingar urn garnaveiki, eftir Sig- urS Lárusson. Þá er grein um mjólkurmælingavél, húsmæðra- þáttur, minningargreinar o. fl. greinar, er einkum varöa bænd- ur. Ritstjóri er Gísli Kistjáns- son. Ríkisskip: Hekla er á leiS frá Rvk. til Glasgow. Esja er á AustfjörSum á norSurleiS. HerSubreiS var væntanleg til IsafjarSar í gærkvöldi. Skjald- breiS er á Húhaflóa. Þyrill er á leiS til NorSurlands. Ármann var í Vestrn|eyjum í gær. Flugfélag íslands áætlar flugferSir til Akureyr- ar. (kl. 9.15 og 16.30), Vest- mannaeyja, Blönduóss, Sauðár- króks, ísafjarSar, Egilsstaða, SiglufjarSar og frá Akureyri til SiglufjarSar. — Gullfaxi fer væntanlega til Grænlands í kvöld nxeS birgSir til leiSang- urs Paul-Emíl Victors. I fyrramáliS fer flugvélin til K.hafnar og væntanleg þaSart aftur á sunnudagskvöld. Hvassafell losar salt á Skaga- strönd. Arnarfell lestar saltfisk á ísafirSi. Jökulfell er á leiS- inni frá Guayaquil til Valpara- iso í Chile. Veðrið. VeSurhorfur. Faxaflói: Aust- an og norSaustan gola. SkýjaS, en úrkomulaust aS mes'tu. 60 ára er í dag Elín Jónsdóttir, ekkja Ólafs heitins Eyvinds- sonar, Sörlaskjóli 34. Fjáröflunarnefnd HallveigarstaSa heldur bazar í Spörtu, GarSastræti, sem verSur opinn kl. n—7 í dag 0g mánudag. Þar geta konur gert kaup á barnafatnaSi viS hálf- virði og ennfremur fást þar D.M.C. munsturblöS. Ole Lökvik, aSalræSisniaSur Islands í Barcelona á Spáni, kom hing- aS til lands flugleiSis i gær- kveldi. Lökvik er íslendingum aS góSu kunnur og hefir hann veit mörgum þeirra ómetanlega aSstoS, sent til Spánar hafa kómið. Hann mun dvelja hér unt stund og býr aS Hótcl Bore-. Shell \-100 hefnr forustnna Vísindin ruddu veginn! A hverju ári er milljónum króna varið til hinna ýmsu rannsóknarstöðva Shell víðsvegar um heim. Þannig hafa heilir bæjir, þar sem eingöngu er unnið að olíurannsóknum, risið upp. Árangurinn, sem náðst hefur í stöðvum hefur þó réttlætt Shell X-100 y 1 111 IsOTOSOB hefir leitt smurtæknina inn á nýjar brautir til hags- bóta fyrir milljónir bifreiða — og bifreiðaeigenda um allan heim. Orvals smurn- ingsolía var ,,bætt“ með sérstökum bætiefnum. — SHELL X-100 yísar veginn! H.F. SHELL Á ÍSLANDI.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.