Vísir - 02.08.1951, Qupperneq 7
tíann tók nú utan af gulldiskinum Um lcið opnaðist smáhólf í diskintun
og- þrýsti á feynifjöður, sein hinir og koin þá i ljós liinn undursamlegi
liöfðu ekki komið auga, á. giiijsteinn, sem átti ekki sinn lika.
,,Þú sagðir, Otamu,“ sagði Tarzan
„að endurvekja mætti lifsfjör Warr-
icks aftur. Hvernig má það vera?“
„Sá, sem hefir fyrir andliliuu eina
slíka biáa slæðu,“ sagði Otamu, „get-
ur hæglega þolað þirtuna af gimstein-
iuum,“ V’: ,, i:>/
Fimmtudaginn 2. ágúst 1951
Turnftr
White
Leslei
Magnús lá, þar sem hann hafði dottið, og varð þess
var, að dimmt varð í kringum hann. Brátt heyrði liann,
að aðrar dyr voru opnaðar, og svo var þeim lokað líka.
Hann heyrði fótatak munkanna, er þeir gengu fram hjá
dyrum hans, og svo varð allt dauðakyrrt í þessarí myrkva-
stofu.
10. KAPlTULI.
Magnús skreið að rúmfleti og settist. Hann huldi and-
litið í höndum sér. Hann gat ekki um annað hugsað, en
brefið frá Rösalindu. Hví hafði hann ekki gengið að úr-
slitakostum Sir Peters? Hann var ekki af þeim málmi
steyptiir, sem píslarvottar þurftu að vera. Nú yi’ði hann
að láta lífið, og stúlkan, sem hann unni heitara en lífinu
í brjósti sér, mundi verða knúin til að fara að vilja Sir
Gregory Duanes í öllu.
Frá sjónarhóli Magnúsar skoðað var í rauninni ekk-
ert vit í að þráast. Og þó, þegar hann minntist liÚa
drengsins, sem myrtur var, og hins hrokafulla Sir Péters,
gerði hann sér grein fyrir, að hann gæti ekki sæzt við
slíkan „riddara.“ Það var ekki hollusta í garð drottn-
ingárinnar eða ástar á landinu, sem varð honum stefnu-
viti að lokum, heldur meðfædd réttlætiskennd. Þegar á
herti varð hann að géra það, sem rödd samvizkunnar og
réttlætisins bauð honum, að rétt væri. Betra var að deyja
margsinnis en lifa við sjálfsfyrirlitningu.
Þegar hami þannig hafði fundið frið í sálu sinni lagðist
hann endilangur í rúmfletið. Það, sem hann þurfti fram-
ar öðru, var hvíld, til þéss að vera sem bezt undir, það
búinn, er koma hlaut ..........
Nokkrum klukkustundum síðar vaknaði hann við það,
að lykli var stungið i skrána. Hann reis á fætur, stirður og
aumur. Verðirnir gáfu honum bendingu um að koma og
hann staulaðist út í göngin, og biðu hans þar tveir menn,
klæddir ermalausum leðurúlpum. Þeir voru hrottalegir
á svip, snoðklipptir, loðnir á handleggjum. — Magnús
hafði fyrr séð slíka kumpána — aðstoðarmenn höðla.
Annar þeirra hratt honum, svo að hami hnaut og ineiddi
sig á höfði, og ráku þeir þá upp rosalegan hlátur.
„Þessir ensku hundar erú lífseigii’“, sagði annar, en
hvorugur hafði hugboð um, að Magnús skildi spænsku.
„Það er vel“, sagði hinn, „það lengir kvalastundir
þejrra/5
Dominikönsku munkarnir áminntu Magnús um undir-
gfe/:ii og var svo farið nieð hann upp stiga og inn í kulda-
legan hvítkalkaðan sal, þar sgm dómarar hins kirkjulega
réttar sátu þögulir og hátíðlegir. Frá reykliáfslöguðu opi
ofarlega á veggnum har birtu á ferhyrndan reit á gólf-
inu, og var Magnús látinn nema staðar á reiínum, en varð
mennimir drógu sig í hlé, þar sem skugga har á. Dóni-
ararnir voru fjórir, illmannlegir og þungir á brúnina,
klæddir munkakápum, með hettum. Þeir sátu við borð,
er á var hár kross milli tveggja kertastjaka, og guðspjöllin
bundin í skinn lágu á borðinu. Við annan borðsendann sat
fimmti munkurinn. Fyrir framan hann á borðinu var
hlekbytta og lijá henni nokkrir fjaðrapennar, en við hinn
endann sat Alonso, sem gegndi tveimur hlmtverkum, sak-
sóknara og túlks.
Gegnum bogadyr sást inn í annað herbergi, þar sem
aðeins var birta frá glóðarkerjum. Þetta var pyntingar-
klefínn. I honum miðjum hékk reipi á gólf niður úr
trissu í lofti, og nefndu Spánverjar pyndingarútbúnað
þenna garrucha, en öðrum megin við reipið var escalera,
sem notað var við hinar svonefndu vatnspyndingar, en
þar fyrir handan kvalabekkurinn. Það fór hrollur um
Magnús, er hann leit tæki þessi, og hætti hann að horfa
á þau og heindi hann nú athygli sinni að dómurunum.
- Réttarforsetinn var þunglamalegur, ljótur og illilegur,
með föl, kuldaleg augu, og kallaði hami nú kaldranalega,
svo að undir tók í veggjunum:
„Como se Ilama usted?“
Magnús hugsaði sem svo, að hyggilegast væri að láta
sem hanu kynni engin skil á spænskri tugu, því að þótt
lianu gæti talað málið liðlega, óttaðist hann, að þeir kynnu
að ginna hann til játningar.
„Þið verðið að tala cnsku“, sagði hann.
Réttarforsetinn horfði spuriiaraugum á Alonzo, sem
brosti, eins og eitthvað skoplegt hefði komið fyrir, og
Jiýddi það, sem Magnús hafði sagt. Því næst liorfði hann
döprum augum á fangann.
„Vertu hugrakkur, sonur“, sagði hann mjúkum rómi.
„Þú þarft ekkert að óttast. Eg auniþa þig og vil gjarnan
hjálpa þér. Við skulum reyna að hraða afgreiðslu jiessa
máls, þvi að líkamlegri vcllíðan þinni og andlegri velferð
er slíkt fyrir beztu.“
Hann endurtók þetta á spænsku og spurði svo:
„Seg mér, hvað heitirðu fullu nafni ?“
„Það veiztu mæta vel“, sagði Magnús þrjózkulega.
Aloiiso lét svarið sem vind um eyrun þjóta og sagði á
spænsku:
„Englcndingur, Magnús Carter að nafni.“
„Játar þú, Magnús, að þú hafir verið alinn upp i villu-
trú mótmælenda?“
„Eg játa ekki neitt“, þrumaði Magnús, „eg er cnskur
þegn, mér var rænt á Englandi og fluttur hingað nauðug-
ur. Þið hafið engan lagalegan rétt yfir mér og eg krefst
þess, að mér verði sleppt úr haldi.“
Alonso lyfti höndum, eins og lijálparvaua og þýddi þctta
á spænsku. Þeir kuflklæddu stungu saman nefjum og
réttarforsetinn sagði því næst nokkur orð, sem síra Alonso
þýddi á eiisku:
„Sonur minn, sonur minn, hættu að spyrna gegn brodd-
ununi. Vér erum allir vinir þínlr, og þar sem vér gerum
oss grein fyrir, að þú hafir verið alinn upp í villutrú frá
hlautu barnsbeini, og getur þess vegna ekki greint rétt frú
röngu, viljum vér hjálpa þér, og gefa guði dýrðiiia.
Reyndu því ekki að leyna oss hinu sanna.“
„Það er nóg komið af þessu“, sagði Magnús, „reyndu að
komast að efninu.“
Jesúítinn andvarpaði og mæiii:
„Þú liefir verið leiddur fyrir rétt þenna, sakaður um
liinn versta glæp, villútrú. Jafnvel Englendingar vita
hvernig liegnt er fyrir þessa synd. — Þetta og þetta eitt
— varðar oss. Eg er hér eigi einvörðungu sem Vinur
þinn, heldur og sem erindreki Hans Kaþólsku Mátignar,
vors milda konungs, Filippusar. Ef þú sýnir samvinnu-
liug, gæti það mildað .... “
„Filippus Spánarkpniuigur er eigi siður óviiiúr guðs
en mamia“, greip Magnús frammi í fyrir honum. „Eg liefi
fyrr nodð gæzku hans og mildi.“
Kaupi gull og silfsr
RAFORMA
(Gísli Jóh. SigurOsson)
Vesturgötu 2.
Síwni 80946
Rattækjaverzlun — Raflagnir
ViOgerOir — Raflagnatetkn-
ingar.
Flouorcent
lampar
Sauviavélalampar
Vtidyralampar
Þvottahúslampar
Eldhúslampar
Baðlampar
Forstofulampar
Gangálampar
VÉLA &
RAFTÆKJAVERZLUNIN
Trygirvag. 23. Sími 81279.
MMwkndur
og milliverk.
SKSPÆUTGtRÐ
H8KISINS
Tekiö á móti flutningi tii
Sands og Ólafsvíkur alla virka
dagá. — Þegar nægur flutn-
ingur hefir borizt oss, verður
bátur, sem flytur aö bryggjum.
ofantaldra hafna, sendur meö
vörurnar.