Vísir - 09.01.1952, Síða 9

Vísir - 09.01.1952, Síða 9
IffiSIIR Miðvikudaginn 9. janúar 1952 Carlseit skipstjéri og Carlsen mlnkabani eru bræðrasynir. Þeir voru saman i siglingum á Yemassee. Það er ekki nóg með, að Kurt Carlsen skipstjóri á Flying ÍEnterprise eigi hér margt .kunningja, heldur er náfrændi lians búsettur hér. Þann mann þekkja margir af ■ afspurn, ef ekki nánar, því að minkabandinn frægi, Carl ■Carlsen, og skipstjórinn, eru 'fcræðrasynir. Má geta þess í þessu sambandi, að brezkar fregnir nefna þenna fullhuga jafnan Carlson, en hið rétta er Carlsen. Þeir frændur voru um hríð saman í siglingum á Yemassee og var Kurt Carlsen þá orðinn • skipstjóri, en var þó yngstur þeirra fjögurra, sem í „brúnni“ voru. Fyrsti stýrimaður var næstyngstur, annar stýrimaður kom þá, en þriðji stýrimaður var Carl Carlsen, og var hann þeirra elztur. Aldrei lentu þeir félagar í neinum mannraunum, meðan þeir voru saman í siglingum, en Carl minkabani sagði Vísi í gær frá skoplegu atviki, er fyrir þá kom í stríðslokin. Gerðist .það, þegar tilkynnt hafði verið, að stríðinu væri lokið og kaf- foátar Þjóðverjar skyldu halda .Iheim ofansjávar. Tóku menn þá tappa úr flösku, til að fagna því, að nú væri hildarleiknum lokið. Yemassee var þá á leið :frá Færeyjum til íslands. Vissu skipverjar þá ekki fyrr til, en skip þeirra tókst á loft, tvívegis, svo að þeir héldu, að nú væru þeir búnir að fá sitt, jþótt vopnahlé hefði verið gert. .Þustu menn út að borðstokkn- xun til að aðgæta, hvar gat hefði komið á skrokkinn, en tundur- spillir, sem fylgdi skipinu — ásamt fleiri skipum — öslaði «m og varpaði djúpsprengjum :S allar áttir. Hafði hann „orðið var“, og forátt kom ferlíki úr dúpinu, en þ>að var þá aðeins hvalfiskur, sem fór næstum í loftköstum, er hann reyndi að forða sér. Yfir- :tnaður tundurspillisins bað af- sökunar á sprengjukastinu, en öllum létti á ný og brostu að sjálfsögðu í kampinn. SÍ90B'«*ei: Tillögim hafnai sitt á hvað. Kommúnistar liafa borið fram endurskoðaðar tillögur um eftirlit með vopnahléi, en full- trúar S.Þ. hafnað þeim. Tillögur þessar voru lítið breyttar frá fyrri tillögum kom- múnista, sem enn halda til streitu kröfum sínum um að mega gera við flugvelli og koma upp nýjum á vopnahléstíma. í fangaskiptanefndinni náð- ist ekkert samkomulag. Bardagar hafa blossað up af nýju í grennd við Panmunjom. Kommúnistar biðu mikið mann tjón, er þeir gerðu gagnárás til þess að reyna að ná aftur tveim ur hæðum, sem Suður-Kóreu- hersveitir höfðu tekið. ® r ÍBeis’ wildu helmiugi meiri spreugiiiæftu. Þau tíðindi gerast í morg- un, að kommúnistar þora ekki annað en að játa, að þeir hafi viljað hafa áburð- arverksmiðjuna — — með sprengihættu og öllu saman -----helmingi stærri, þegar málið var rætt á Alþingi. Þeir gerðu málið meira að segja vinsælt, að því er Þjóðviljinn segir. Það var mikið, að kommúnistar skyldu eltki bera það fram til sigurs einir. Þjóðviljinn getur þess hinsvegar ekki, hvers vegna kommúnistum láðist að berj- ast gegn „sprengiefnafram- leiðslu“, þegar málið var fyrir Alþingi, svo að þeir geta eltki þvegið sig af því, að þeir liafi verið manna á- kafastir í að skapa hér sem mesta sprengihættu. Annars er rétt að geta þess, að Vísir hefir aldrei talið rétt, að ekki sé við- haft fyllsta öryggi við fram- leiðslu áburðarins. Maður verður stjórnlausri bifreið. SÍasaöist enikiö o«/ iwi* Íiuíítst' í sjjuakrahús. í morgun varð maður fyrir bifreið á Laugarnesvegi og slasaðist mikið. Tildrög slyssins eru í stuttu máli þau að bíleigandi nokkur, sem átti bíl sinn geymdan í bílskúr en kom honura ekki út af sjálfsdáðum, fékk vörubíl til að draga hana út. Þetta var gert og er bíllinn var kominn út úr skúrnum stöðvaðist vörubíllinn, þannig að hann snéri til suðurs, en bíllinn sem var í togi til norð- urs, því hann var dreginn aft- urábak út. Nú varð það að samkomulagi að vörubíllinn héldi áfram að draga hinn bílinn, sem var Sex komungir menn fór- ust með vélbátnum Val. Tveir voru kvæntir, áttu fimui börn. Jarðýta fór yfir manninn, sem slapp ómeiddur, London (UP). — Nýlega fór jarðýta yfir mann hjá bænum Sidcup, en hann slapp að heita má ómeiddur. Var maðurinn að aka jarð- ýtunni, en hún tók snögg við- bragð, svo að hann slengdist fram af henni, og ók hún yfir hann. En jarðvegur var gljúpur, svo að maðurinn sökk í hann íyrir þunga jarðýtunnar og beinbrotnaði ekki. Flying Eaterprise aftur á reki. Veðii i* versnaði svo í nótt, að skipið slitnaði aftan iir Turmoil. I morgun bárust fregnir um, að dráttartaugin milli Turmoil og Flying Enterprise hefði slitn að í nótt, én veður versnaði omjög í gær. Meðan stormurinn var mest- •iir varð Turmoil að beita upp í í 7 klst. Flying Enterprise er því aft- ur á reki, en dráttarbátar nær- ætaddir, svo og bandarískur tundurspillir. Tekið var fram í þessiun fregnum, að engar til- sraunir mundu verða gerðar til :jþess að koma fyrir taugum milli skipanna af nýju fyrr en í birtingu. Ekki heyrðist neitt í Carlsen skipstjóra í 9 klst., en þá hafði hann komið taltæki sínu aftur í lag. Kvaðst hann ekki hafa getað athugað taugarfestinguna eða annað vegna mikils velt- ngs á skipinu. Seinustu veðurfregn-ir eru á þá leið, að vind muni lægja. Flying Enterprise var á reki til austurs 45 mílur suðvestur af Falmouth kl. 8 í morgun, en 30 mílur eru tií lands þar sem styzt er, samkvæmt seinustu fregnum, Tilraunir til þess að koma dráttartaug í skipið á nýjan leik hafa mistekist. Élja- veður er, en útlit fyrir að storm lægi. V. b. Valur nú talinn af. af Akranesi er A bátnum voru sex nenn, á aldiinum 18—33 ára áð aldri. Bátsverjar voru þessir: Sigurður Guðni Jónsson, skip- tjóri, Heiðarbraut 41, Akranesi. Hann var 33 ára að aldri, fædd- ur að Lokinhömrum í Arnar- firði, og lauk prófi frá stýri- mannaskólanum síðastliðið vor. Sigurður var kvæntur og lætur eftir sig 3 börn, 3ja, 5 og 7 ára. Sveinn Traustason, 1. vél- stjóri, frá Hólmavík. Hann var 23 ára, ókvæntur. Ingimundur Traustason, 2. vélstjóri, frá Hólmavík. Hann var 19 ára, bróðir Sveins. Þeir voru fyrirvinna móður sinnar, sem er ekkja. Brynjólfur Önfjörð Kolbeins- son, matsveinn, frá ísafirði. — Hann var 22 ára, kvæntur og lætur eftir sig 2 börn, 4ra og 1 árs. Hann á foreldra á lífi. Guðmundur Hansson, háseti, frá Reykjavík. Hann var 18 ára, og á foreldra á lífi. Guðmundur var nýráðinn háseti á „Val“ og fór heiman að frá sér á þriðja í jólum. Sævar Sigurjónsson, háseti, Heiðarbraut 11, Akranesi. Hann var 19 ára, fæddur á Hellis- sandi. Hann á foreldra á lífi. Leitinni að bátnum hefir nú verið hætt, enda ekki taldar neinar líkur til þess, að hann géSi verið ofansjávar. Árni Friðrikss&n fer lil Brasillu. Árni Friðriksson fiskifræð- ingur fór í morgun áleiðs suður til Brazilíu. Arni var boðinn þangað suð- ur af háskólanum í Rio de Ja neiro, höfuðborg Brazilíu. Þar mun Árni halda fyrir- lestra á vegum háskólans um fiskirannsóknir. Kostar háskól- inn för hans fram og til baka og dvöl hans alla syðra. Hefir Árni lofað Vísi að senda honum greinar um ým- islegt sem fyrir augu hans ber og annað er tíðindum sætir. Árni tók sér far með Gull- faxa í morgun til Khafnar, en þaðan fer hann svo flugleiðis suður til Brazilíu. Hann mun dvelja um 3ja mánaða skeið þar suður frá. fólksbifreið, norður Langholts- veginn. En til þess þurfti vöru- bíllinn að snúa við. Og á með- an hann var að því og festa bílnum að nýju aftan í sig, fór eigandi fólksbifreiðarinnar að loka bílskúrnum, en þegar hann kom frá því voru báðir bílarnir farnir. Hafði vörubíl- stjórinn talið að hinn bílstjór- inn væri kominn inn í bifreið- ina og setzur við stýrið og því lagt af stað. •En þegar bílarnir voru komn- ir á að gizka 100 metra vegar- lengd rann bíllinn sem var í togi út í snjóruðning utan við götuna og lenti þar á fótgang- andi manni, Jósep Jóhannssyni til heimilis að Laugarnesvegi 82. Jósep hlaut mikil meiðsl m. a. fótbrot, heilahristing og fleiri áverka. Hann var fluttur í Landspítalann. Jósep er rúmlega sextugur að aldri. Initanlandsfliig hafið af kappi. Gnllfaxa seínkaði. Brottför Gullfaxa, sem ráð- gerð var í gær, seinkaði, svo að flugvélin fór ekki fyrr en kl. rösklega hálf-níu í morgun til Prestvíkur og Hafnar. Með Gullfaxa fóru 40 far- þegar, ekki 30, eins og talið var í gær, að mundu verða með henni, því að 10 bættust við síðar, er kunnugt varð um frestunina. Flugvélin er vænt- anleg hingað aftur um kl. 6 annað kvöld. Flugstjóri í þess- ari ferð er Þorsteinn Jónsson. Innanlandsflug Flugfélags ís- lands er nú hafið aftur af full- um krafti, en það hefir legið niðri undanfarna daga vegna ,veðurs. í morgun fór flugvél norður til Akureyrar, Blöndu- óss og Sauðárkróks, en aulc þess eru í dag ráðgerðar ferðir til Vestmannaeyja, ísafjarðar og Hólmavíkur. Mikil eftirspum hefir verið eftir flugfari, eins og nærri má geta, eftir hléð, sem varð vegna óveðursins. i spei um mjélkurfiutii- ingum. Mjólk verður óskömmtuð í búðum í dag og á morgun er einnig væntanleg nóg mjólk í bæinn. í gær kom Laxfoss með nær 20 þúsund litra mjólkur ofan úr Borgarnesi og auk þess tölu- vert mjólkurmagn úr Suður- Borgarfirði, sem skipið tók á Akranesi. Úr nærsveitum Rvk., barst einnig töluverð mjólk og um 10 þús. lítrar austan yfir íjall. Laxfoss kom einnig með 1000 lítra af rjóma og 1500 kg. af skyri úr Borgarnesi í gær. f dag fór skipið aftur uppeftir til þess að sækja mjólk, og bú- izt er við að vegir verði ruddir í héraðinu í dag, þannig, að auðvelt verði með mjólkur- flutninga eftirleiðis að óbreytt- um aðstæðum. í morgun voru mjólkurbílar á leið til Rvk. frá Selfossi, svo að gera má ráð fyrir nægri mjólk á morgun, og væntanlega eftiíieiðis, ef vegir teppast ekki að nýju. Jafnvel Sörincj var saklaus. Bonn (UP). —Dómsmálaráð- herra V.-Þýzkalands, dr. Dehler, hefir lýst yfir því, að þýzka þjóðin hafi enga sök átt á styrjöldinni síðústu. Lét hann svo um mælt í við- tali við blaðamenn, að þýzku hershöfðingjarnir — jafnvéi Göring — hefðu ekki viljað ota þjóðinni út í stríð, og ætti Hitler einn sök á því.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.