Vísir


Vísir - 16.02.1952, Qupperneq 8

Vísir - 16.02.1952, Qupperneq 8
Laugardaginn 16. febrúar 1952 Hiíabylgja í Argentínu m 3J—39® C. og B. Aires (UP). — Hitabylgja hefir gengið yfir Argentínu upp á síðkastið og henni fylgja einnig óvenjulegir þurrkar. Frá áramótum hefir hitinn hvaS eftir annað komizt upp fyrir 37° C. síðd. og er hann tilfinnanlegur vegna þess, að loft er mjög rakt vegna haf- vinda. Ekki fylgir þó svo mikið sem regnskur þessum loftraka, og er jörð víða skrælnuð. Til dæmis um hitann má líka gefa þess, að þegar um kl. 9 á morgnana er hitastigið oft orð- ið rúml. 30° C. og í einstökum borgum, sem eru í grennd við Buenos Aires, hafa mælzt 39 st. í skugganum. Horfur um alla uppskeru eru mjög slæmar, ef ekki bregð- ur til votviðra, og víða er gróð- ur svo illa farinn, að rigningar koma ekki að haldi úr bessu. Frá Chile berast einnig fregnir um það, að þar sé ó- venjulega heitt í veðri, og eru sumur þó venjuleg „svöl“ þar. í hqfuðborginni, Santiago,_ hef- ir hitinn komizt upp í 35° C. I skugganum og er það mesti hiti, sem þar .hefir mælzt í 37 ár, (Frá Florida-skaga í Banda- ríkjunum herma hinsvegar fregnir, að þar hafi verið ó- venjulega kalt upp á síðkastið —■ frostið farið niður í 7° C. í Miami). Trípólibíó er nú að hef ja sýri- ingai' á ítölsku stóririyndmni Bajazzoj sem byggð er á óper- unni Pagliacci cftir Leonca- vallo. Þa.ð er mjög. vandað til upp- töku kvikmy.ndar-innar í i hví- vetna, m. a. annast hljómsveit og kór konunglegu óperunnar í Róm hljómlistina og. meðal söngkrafta má néfna.Tit'o Gobbi hinn: heimsþekkta ítalska söngv: Ráðherrarnir Bjarni Bene- ditksson og Eysteinn Jónsson eru farnir af landi. burt til þess að sitja ráðsfund Atlantshafs- bandalagsins. Jafnframt ráð- herrurium sækja fundinn af hálfu íslendinga þeir Pétur Benediktsson sendiherra ís- lands í Portúgal .og Gunnlaug- ur Pétursson varafulltrúi ís- lands í Atlantshafsráðinu. (Frá utanríkisráðuney tinu). MSe’pjdfge z Sveit Benedíkts með 8 stig, Fjórða umferð í sveitakeppni í bridge var spiluð í gærkveldi. Að henni lokinni er sveit Benedikts Jóhannssonar efst með 8 stig og er eina sveitin sem unnið hefir allar umferð- irnar til þesas. Næstar eru sveitir Ragnars, Harðar og Zophoníasar með 6 stig hver. í gærkveldi fóru leikar þann ig að Benedikt vann Ásbjörn, Hörður vann Agnar, Gunngeir vann Róbert, Ragnar vaiyi Hilmar, Hermann vann Einar Baldvin og Zophonías vann Einar Guðjohnsen. Fimmta umíerð verður spil- uð á morgun. 1 Viðburðarík mynd * i Verðmæti útflutnings Banda- ríkjanna árið sem leið nam 4 milljörðum dollara umfram innflutning og varð hinn hag- stæði viðskiptajöfnuður meiri en dæmi eru til áður. ara. Meðal leikenda er og Gina Lollobrigida, fyrrverandi feg-- urðardrottning ítalju. Leikurinn gerist í litlu þorpi á Ítalíu á síð.astliðinni öld. Jónas Jónsson frá Hriflu flyt- ur fyrirlestur um skattamál í Gamla-Bíói hér í bænum kl. 1.40 á morgun. Mun hann gera þar þeim stefnum skil, sem hann telur að me.st hafi gætt á undanförnum áratugum, og hann vill kenna við Jón Þor- láksson, Ásgeir Ásgpirsson og. Eystein Jónsson. .Skattamálin hafa, mjög ver- ið rædd að undanförnu, enda var ályktun samþykkt á þingi, þar sem fyrir ríkisstjórnina var lagt að láta fram fara endur- skoðun skatta- og útsyarslag- anna. Fyrir nokkrum dögum var svo skipuð nefnd í málið, se_m mun vera ætlað að skila tillögum fyrir næsta reglulegt. þing, sem haldið verður á hausti komandi. Er ekki að efa að fyrirlestur Jónasar Jónssonar verður sótt- ur af almenningí, sem gjarna vill fræðast í þessum efnum og hefir ekki af nema erfiðri reynslu að segja. Skattaáþjánin eykst stöðugt, samhliða því. sem greiðslugetan þverr og öll- um er ljóst, að hverfa verður frá „sosialiseringu“ núgildandi skattalaga. Flótíamcnriirnii' nefnist á- hrifarnikil myíid, sem Stjörnu- bíó tekiir tii sýningar þessa dagana. Myndin er frá Columbia- félaginu, og heitir á frummál- inu The Secret of St. Ives., —- Fjallar hún um atburði, er ger- ast á Napóleonstímanum, og gerist þar margt sögulegt, sem ekki verður nánara rakið hér. En myndin er viðburðarík, og hefir hlotið miklar vinsældir erlendis, þar sem hún hefir ver- ið sýnd. Aðalhlutverkin leika þau Richard Ney og Nanessa Brow.n. „Fýkur yfir hæðir r I u\ Filsppsey|íBbúar deyia í tugatali með voveif- legum hætti. Undanfarin 15 ár hafa tugir manna frá Filippseyjum and- azt með dularfullum hætti á Ilawaii-eyjum. Menn af öðrum kynþáttum deyja ekki með þeim voveif- lega hætti, og þótt læknar og vísindamenn hafi beitt öllum ráðum til að komast fyrir or- sök dauðsfallanna, er gátan ó- ráöin enn, og Filippseyingar — sem skipta tugum þúsunda — lífa í ógn og skelfingu, búast við að vakna ekki aftur í hvert skipti, sem þeir leggjast til svefns. Fyrsta dauðsfallið, sem raenn vita um, kom fyrir árið 1936. Ungur maður af Filippseyja- ættum kom heim frá vinnu á venjulegum tíma. Hann snæddi kvöldverð— einkum hrísgrjón og sardínur — rabbaði við kunningjana og tók síðan á sig náðir. Um miðnætti var hann örendur og enginn veit, hver or- sökin var. Og þannig lýsir þetta sér alltaf, menn — sem hafa aldrei kennt sér meins, — látast í svefni, og þótt líkin sé krufin, verða læknar einkis vís- ari um banameinið. Allir hafa dáið í svefni og jafnan um það bil fjórum stundum eftir að þeir sofnuðu. Þá heyrist hátt hrygluhljóð til þeirra og þeir eru örendir. Læknir í Honolulu, Alvin Majoska að nafni, hefir vart gert annað í tómstundum sín- um síðustu 5 árin en að rann- ^aka þessi dauðsföll, og hann segir: „Þetta er mesta gáta Tæknavísindanna." Óteljandi kenningar hafa verið settar fram í sambandi við þetta, en enginn þokar mönnum nær lausninni. Karlar einir hafa dáið með þessum hætti, og einungis Fil- ippseyingar. Það er því ekki nema eðlilegt, að hinir hjátrú- arfyllri í þeirra hópi líti svo á, að göldrum sé um að kenna, en enginn hinna látnu átti haturs- menn, svo að um væri vitað. Fýkur yfir hæðir heitir bandarísk stórmynd, sem Aust- urbæjarbíó hefir nú tekið til sýningar. Myndin er gerð eftir sam- nefndri metsölubók Emily Bronté, sem heitir á frummál- inu Wuthering Heights, er hef- ir verið þýdd á íslenzku, og náði á sínum tíma óvenjulegum vinsældum hér ekki síður en annars staðar, en er, að sagan er efniámikil I áhrifarík. Úrvalsleikarar fara með að-; alhlutverkin í þessari mynd, þau sir Laurenc.e Qlivier, Merle Oberon og David Niven. Leik- stjóri er Ben Hecht, en óhætt má telja, að hér sé á ferðinni óvenju glæsileg og hugstæð mynd. Hláka á suo- vesturkjálkanum. Hláka er nú á Suður- og suð- vesturlandi á svæðinu frá Loft- sölum til Snæfellsness. Annars staðar á landinu er víðast frost og breytileg átt og hægviðri. Hér í Reykjavík var sunnan- átt, 3 vindstig, í morgun kl. 8 og 3ja stiga hiti. Nokkrar aðr- ar stöðyar: Kvígyndisdalur SSA 2 og 2ja stiga hiti, Bol- ungavík logn og h-4, Akureyri logn og -4-4, Siglufirði A 5 og -4- 6, Fagridalur í Vopnafirði' ANA 1 og, -:-7,. Hólar í Horna hvorttveggja |^firði NV .2 og -4-3. :fniámikil og Úrkpma var alln Hliðar hssgf á Þriðja umferð Skákþingsins var tefld í gærkveldi. í A-deildinni vann Haukur Sveinsson Steingrím Guðmunds son, Bjarni Magnússon og Hjalti Elíasson gerðu jafntefli og sömuleiðis Eggert Gilfer og Kristján Sylveríusson. í B-deild sigraði Ólafur Ein- arsson Óla Valdimarsson, Gunn ar Ólafsson vann Frcystein Þor bergsson og Lárus Johnsen vann Sigurgeir Gíslason. Fjórða urnferð verður tefld á Röðli kl. 1.30 á morgun. Úrkprna var allmikiL sunnan- lands í nótt, allt upp í 11—12 mm. á nokkrum stöðum. Mæld- ist hún (frá kl. 17 í gær): Rvík 9 mm., Vestmannaeyjum 12. Loftsölum 12, Eyrarbakka 11, Síðumúla í Borgarfirði 4 mm. Norðrnaður vami Norðmenn fengu fyrstu gull- medaiiu sína á Vetrarleikun- um í gær, er Stein Eriksen bar sigur úr býtum í stórsvigi. Varð tími hans 2:25,0 mín. en í næstu tveim sætum voru Austurríkismenn, og var Nprð- maðurinn næstum tveim sek- úndum, á undan þeim fyrri þeirra. Fimmti varð ítalinn Zeno Colo, er var meistari áð- ur.. VISIR. Nýir kaupendur blaðsins fá það ókeypis til mánaðamóta. Vísir er ódýrasta dagblaðið, sem hér er gefið út. — Gerist áskrifendur. — Hringið í síma 1660. IJppÍMSið — Framh. af 1. síðu. ekki með þeim hætti, að hann þoli nýjar byrðar. Það sést líka á því hve greiðsluvandræði hafa verið almenn, að hér er ekki um að ræða sleifarlag á rekstri einstöku skipa, heldur er hér um allsherjarvandræði að ræða, sem eiga sér margar orsakir. Við þetta má bæta, að ýms útgerðarfélög hafa ekki getað staðið í skilum við ýmsar aðrar stofnanir vegna togaranna og munu t.d. vera nokkur brögð að því, að erfitt hafi reynzt að greiða tryggingaiðgjöld vegna skipanna. Hvað verður um nýju togarana? Þegar litið er á hag þeirra togara, sem búið er þó að starf- rækja í nokkur ár og fengust á ýmsan hátt með skaplegri kjörum en nú er unnt að fá, ,ef um skipakaup er að ræða, þá sjá allir að ekki muni vera bjart framundan um rekstur nýju togaranna, en af þeim voru um 10 keyptir á s.l. ári við mjög háu verði. Er ekki unnt að sjá hvaða rekstrar- grundvöll slík skip hafa, ef svo heldur áfram, sem nú horfir og sízt af öllu þola þau skip nýja bagga. Stöðvun togaraflotans varðar alla landsmenn. Almenningui’ þarf að vita nokkur deili á hag togaraút- gerðarinnar. Hún er svo þýð- ing'armikill þáttur í búskap landsmanna, að eðlilegt er að Ijóst sé í aðaldráttum hvernig þessum atvinnuvegi farnast. Það sem hér er að ofan ritað gefur nokkrar bendingar um afkomu og mætti þó auðvitað telja upp margt fleira, en það mun e.t.v. verða gert síðar. Ef togaraflotinn verður stöðv- aður nú, vegna þcss að gerðav eru hærri kröfur til hans en atvinnuvegurinn getur borið, er það mál, sem snertir alla landsmenn og þeir munu fylgj- ast vel með. Þessvegna er það nauðsynlegt, að landsmenn geti gert sér nokkra grein fyrir því hvernig málum er háttað og í þeim tilgangi er ofanritað birt, ef það gæti orðið mönnum til leiðbeiningar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.