Vísir - 18.02.1952, Page 4
’4
VI S I B
Mánudaginn 18. febrúar 1952
DAGBLAÐ
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Atvinnuleysið og skráningin.
Samkvæmt opinberi atvinnuleysisskráningu voru um 700
manns atvinnulausir hér í bænum um síðustu mán-
aðamót, en af þeim hópi voru margir iðnaðarmenn og nokkrar
konur. Um konurnar er það að segja, að auðvelt ætti að reynast
að ráða bót á atvinnuleysi þeirra, með því að skortur er á
stúlkum til heimilisstarfa, en ef hinar atvinnulausu konur vildu
eða gætu sinnt slíkum störfum væru þær ekki á vonarvöl.
Öðru máli gegnir um aðra atvinnuleysingja, en bót er þó í böli
að strax er tíðarfar batnar má gera ráð fyrir auknum og vaxandi
framkvæmdum og minnkandi atvinnuleysi.
Stjórnir verkalýðsfélganna hafa talið ástæðu til að véfengja
niðurstöðu atvinnuleysisskráningarinnar og hafa birt í Þjóð-
viljanum skýrslu um atvinnuleysi innan einstakra félaga. Er
þar komist að þeirri niðurstöðu að um 2100 manns hafi verið
sagt upp störfum, en það þýðir hinsvegar ekki að mennirnir
séu atvinnulausir, heldur hafi þeir fengið einhverja aðra at-
vinnu, úr því að þeir mættu ekki til skráningar. Á skráningunni
verður að byggja aðgerðir til úrlausnar atvinnuleysinu, enda er
annar grundvöllur ekki öruggur og gæti leitt til mistaka, ef
skýrslur verkalýðsfélaganna yðu teknar gildar.
Atvinnuleysi er alvarlegt fyrirbrigði í hverju menningar-
þjóðfélagi, og á því verður að ráða bót með framkvæmdum
og úrræðum, sem tiltækileg eru. Bæjarráð hefur fyrir sitt leyti
sýnt vilja sinn til úrbóta og bæjarstjórn hefur samþykkt áskorun
til ríkisstjórnarinnar, um að hluta af því fé, sem Alþingi heim-
ilaði að varið skyldi til atvinnubóta, félli Reykjavík í hlut.
Auk þess hefur svo bæjarstjórnin hlutast til um, að álitlegur
hópur verkamanna hefur haldið atvinnu sinni við margvíslegar
framkvæmdir í þágu bæjarins og bæjarfyrirtækjanna, án þess
að hentugt geti talist á þessum tíma árs að halda uppi slíkum
framkvæmdum. Hinsvegar er það sameiginlegt áhugamál allra
góðra manna, að útrýma atvinnuleysi sem er böl í nútíð og
framtíð.
Einkennilegt er það, að þeir stjórnmálaflokkar, sem mestan
mat gera sér úr atvinnuleysinu, róa nú að því öllum árum að
auka á atvinnuleysið. Hafa þeir fengið sjómannafélögin til að
segja upp samningum á togurunum, þannig að líkindi eru til að
útgerð þeirra stöðvist í lok vikunnar, nema því aðeins að samn-
ingar takist fyrir tilskildan dag, sem verður að telja ósennilegt
á þessu stigi málsins. Vitað er að sjómenn voru mjög tregir til
að efna til kjarabótabaráttu, þótt þeir létu til leiðast af pólitísk-
um áhuga eða hlýðni. Nægir í því efni að skírskota til Akureyrar
og Keflavíkur, auk þess sem sum sjómannafélögin hafa ekki
sagt upp samningum og önnur hafa neitað að gefa stjórn sinni
heimild til verkfallsboðunar.
Einkennilegur iSnaðarmaður.
TT'yrir nokkru var um það ritað hér í blaðinu, að létta þyrfti
byrðum af íslenzkum iðnrekstri og veita honum eðlileg fríð-
indi, þannig að hann yrði samkeppnisfær við erlenda framleiðslu
á innanlandsmarkaðinum. Hinsvegar var talið að slíkum fríð-
indum væru þau takmörk sett, að iðnaðinum yrði ekki haldið
uppi á kostnað neytendanna, þannig að hann seldi framleiðslu
sína á mun hærra verði, en aðrar sambærilegar vörur væru
fáanlegar fyrir, enda leiddi slíkt til lífskjaraskerðingar
Alþýðublaðið tekur þetta óstinnt upp, og telur að það eitt
nægi ekki iðnaðinum að skrimmta, heldur verði hann að geta
búið að stríðsgróða, eftir því sem bezt verður skilið. Sá iðnaðar-
maður, sem í Alþýðublaðið skrifar, virðist enn standa föstum
fótum í gullæði styrjaldaráranna, en hann og aðrir ættu að
gera sér ljóst að sá tími er liðinn og kemur aldrei aftur. Heil-
brigður atvinnurekstur einn hefur hér lífsskilyrði, en sá at-
vinnurekstur er ekki heilbrigður, sem beinlínis er rekinn á
kostnað almennings og eykur á erfiðleika hans við lífsframfæri.
Hitt er svo jafn ljóst að iðnaður er þjóðinni lífsnauðsyn,
enda eina atvinnugreinin, sem getur ráðið bót á því ískyggilega
atvinnuleysi, sem hér er nú og hæglega getur farið í vöxt með
versnandi árferði. Afstaða þessa blaðs hefur ávallt verið vin-
samlegt gagnvart iðnaðinum og verður það, þótt afglapar reyni
að túlka þetta á annan veg. í þessu sambandi er ekki óskemmti-
legt að rifja upp, að í tímariti iðnaðarmanna birtist ádeilugrein
fyrir nokkru í garð þessa blaðs, vegna afstöðu þess til iðnaðarins.
En í sama riti birtist grein eftir aðalráðamann iðnaðarsamtak-
anna, þar sem komist var að sömu niðúrstöðu og hér í blaðinu
varðandi aðstöðu og horfur í iðnaðarmálunum, Iðnaðarmenn
mættu gera sér ljóst að vinur er sá er tif vamm segir, en ómak-
Jegt skjall er engum greiði.
MAGNOS THORLACIUS
hœstréttarlögmaBur
Málaflutningsskrifstofa
Aðalstræti 9. — Sími 1875.
/1
n
Prometlieus
hrað-straujárnin
þýzku
eru komin aftur.
Véla- og raftækjaverzlunin
Bankastrœti 10. Síml 6450.
Tryggvagötu 23. Simt 81279.
Bílasalan
Hafnarstræti 8,
1. hæð annast kaup og sölu
á bílum. — Þeir, sem ætla
að selja strax eða í vor
ættu að tala við oss sem
fyrst.
BÍLASALAN
Hafnarstræti 8.
Rafmaanstakmörkun
Álagstakmörkun dagana 16. febrúar til 23. febrúar frá
kl. 10,45—12,15.
Laugardag 16. febr. 4. hluti.
Sunnudag 17. febr. 5. hluti.
Mánudag 18. febr. 1. hluti.
Þriðjudag 19. febr. 2. bluti.
Miðvikudag 20. febr. 3. hluti.
Fimmtudag 21. febr. 4. hluti.
Föstudag 22. febr. 5. hluti.
Laugardag 23. fcbr. 1. hluti.
Vegna mikillar notkunar síðdegis, má búast við því
að takmarka þurfi rafmagn þá einnig og ef til þess
kemur, verða hverfin tekin út eins og hér segir kl.
17,45—19,15:
Laugardag 16. febr. 2. hluti.
Sunnudag 17. febr. 3. hluti.
Mánudag 18. febr. 4. hluti.
Þriðjudag 19. febr. 5. hluti.
Miðvikudag 20. febr. 1. hluti.
Fimmtudag 21. febr. 2. hluti.
Föstudag 22. febr. 3. hlutj,
Laugardag 23. febr. 4. bluti.
Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að
svo miklu leyti sem þörf krefur.
Sogsvirkjunin.
HER
KEMUR
„COKE“
HRESSIÐ YKKUR VIÐ
VINNUNA
tilkynnir
Við erum byrjaðir að afgreiða olíu á Ingólfsgarði •
(Battaríinu) og á bílum í bátana. — Alla virka daga frá
kl. 8 til 19 eru afgreiðslumenn til staðar á Ingólfsgarði.
— Tekið á móti pöntunum á bráolíu og smuroliu i síma
4641. — Heimasímar afgreiðslumanna:
Ingvar Einarsson, sími 2492.
Ingimar Sveinbjörnsson, sími 2573.
Skrifstofa samlagsins er í Hafnarhvoli 3. liæð, sími ’
6021. — Heimasímar stjórnarmeðlima:
Baldur Guðmundsson, stjómarform., sími 7023.
Sveinbjörn Einarsson, sími 2573.
Gísli H. Friðbjarnarson, sími 7409.
Stjórnin.
Hlustandi
hefir beðið Bergmál að koma
ósk á framfæri við forráðamenn
útvarpsins, að felldur verði
niður liðurinn „Lesin dagskrá
næstu viku“ á fimmtudagsr-
kvöldum. Finnst hlustanda
þetta næsta leiðinlegur lestur,
en viðurkennir, að hann kunni
að vera þarflegur, einkum
þeim, sem í dreifbýlinu búa.
Leggur hann til, að hann yrði
þess í stað fluttur einhvern dag
vikunnar að loknum hádegis-
fréttum, til dæmis. Mér finnst
tillaga hlustanda skynsamleg,
en skýt henni til útvarpsráðs
til yfirvegunar.
Annars
hefi eg orðið þess var, að
„aukaþættir“ útvarpsins (kl. 1
á sunnudögum) virðast eiga
vaxandi vinsældum að fagna.
Fjölmargir hlustuðu á erindi
Gísla verkfræðings Halldórs-
sonar á dögunum, og erindi
Halldórs Halldórssonar dósents
um orðtök vekja einnig athygli,
þótt ekki séu menn sammála
honum um allt. Fer vel á þess-
ari framtakssemi útvarpsips.
„Kaffihúsagestur“
skrifar Bergmáli.
„Mikið hefir verið skrifað
um að lagt hafi verið óheyri-
lega á sumar vörur fyrst eftir
að verðlagningin var gefin
frjáls. Nú er það víst að kom-
ast í lag enda fást nú ódýrar
vörur á útsölunum. En það
talar enginn um það opinber-
lega hvað veitingahúsin leggja
á sumt sem þau selja, eftir að
hámarksákvæðin voru afnum-
in hjá þeim. Eitt af því, sem
mest er selt á þessum veitinga-
stöðum, er öl og gosdrykkir,
en verðið á þessum veitingum
er næstum hlægilegt. Ein
flaska af gosdrykk er seld á
7—8 krónur og er þá álagning-
in 600—700%. Það mundi eitt-
hvað vera sagt, ef kaupmenn
ættu í hlut, enda er hér vafa-
laust heimsmet í verðlagi. Mat-
söluhúsin hafa samtök sín á
milli (eftir því sem mér er
sagt) til að halda uppi þessu
okurverði. Mér er nú spurn,
hvort ekki sé ástæða til 'fyrir
verðlagseftirlitið að taka til at-
hugunar þegar frjálsræðið er
misnotað svona herfilega, og
það með samtökum einnar
stéttar. Þetta fer mjög í taug-
arnar á almenningi sem veit-
ingahúsin sækir.“
Gáta dagsins.
Nr. 54:
Ilvað er það, sem þú hefir
á hægri, hvort sem þú ferð
frá austri til vesturs eða
vestri til austurs?
Svar við gátu nr. 53:
Þegar hann þegir.