Vísir


Vísir - 18.02.1952, Qupperneq 7

Vísir - 18.02.1952, Qupperneq 7
Mánudaginn 18. febrúar 1&52 V í S I R Heiður og hefnd það virðist svo sem það séu ekki einvörðungu heiðvirðir bændur og búaliðar, sem hafa safnast hér saman í dag. Líttu á þessa þrjóta þarna.“ Og Sam benti honum á hóp skuggalegra manna, sem höfðu hnappast saman í undirgöngum, sem lágu frá High Street, sem var aðalumferðaræð bæjarins. „Já, ekki eru þeir svipfallegir þessir,“ svaraði Standish ró- lega. „Hvað skyldi vera á seyði?“ „Kannske hugboð þitt sé rétt.“ „Enginn vafi — og við getum búist við hinu versta þá og þegar.“ „Komi þeir þá — eg þarfnast einskis frekar en að herða slappa vöðva. En hvert hafa allir hestasveinarnir farið?“ „Horfið — eins og jörðin hafi gleypt þá, hugleysingjarnir. Sjáið — þeir eru að bæra á sér. Eigum við að egna þá upp dálítið?“ „Nei, bíðum andartak.“ En þeir gengu hratt í áttina til þeirra, alls ósmeykir Nú tóku þorpararnir til að æpa að þeim. „Þarna er jarlsskrattinn — byltingarsinninn. Hirtum hann —- rekum hann til Frakklands, þar á hann heima. Ráðumst á á þá piltar, hendum þeim í ána.“ Æ fleiri tóku undir: ,,Uppreistarmaður, föðurlandssvikari!“ „Það er glöggt hvað þeir vilja,“ sagði Sam og beit á jaxlinn. „Bíð þú, Harry, það er á mér, sem þeir ætla að klekkja.“ „Eitt skal yfir báða ganga, lávarður minn,“ sagði Standish pg vafði svipuólinni um hönd sér, því að hann ætlaði að nota skaptið sem kylfu. „En hyggilegast væri að hörfa undan hægt og komast í húsaskjöl, þar sem auðveldara er að verjast.“ „Nei,“ svaraði Sam og glotti kuldalega. „Nei, mig vilja þeir finna og skulu finna — þótt þeir drepi mig. Þú víkur til hliðar, Harry, og hefst ekki að, — það er skipun.“ „Tilgangslaust áð mæla í þessum dúr, jarl mirm, þótt þér viljið berjast einn á móti margnum. Harry Standish rennur ekki. Ráðumst á þá þarna í göngunum, áður en þeir fá tæki- færi til þess að dreifa sér og ráðast á okkur úr öllum áttum. Áfram nú gamli, fram, fram!“ Og Harry Standish hljóp fram til atlögu og Sam gerði slíkt hið sama, og hlið við hlið hófu þeir árásina, áður en flokkur- inn gat dreift sér, og svo hart gengu þeir fram, að þorpararn- ir hrukku fyrir og þvældust hver fyrir öðrum. Og þannig var barizt um stund, þar til hatturinn var sleginn af Sam, og hann meiddist á fæti, svo að hann hálfhneig niður, en Harry hvatti hann sem bezt hann gat: „Upp, félagi, reyndu að rísa upp, og að veggnum; snúum bökum að veggnum og verjumst.“ „Já, að veggnum,“ stamaði Sam hálfdasaður, „að veggnum.11 Um leið og hann mælti svo, staulaðist hann á fætur og greip lurk, sem eins og barst honum upp í hendurnar. Það var spark- að í hann, hnefar margra manna gengu á honum; það var þrifið í hann og reynt að draga hann burt, en með því að beita allri orku sinni tókst honum að hrinda þeim frá sér og fá svigrúm tíl að beita bareflinu, og hörfa aftur á bak að veggnum. Og þarna vörðust þeir nú félagarnir og sneru bökum að veggnum, og oru þeir ekki í vafa um, að þeirra hinsta stund væri komin, en þeir börðust áfram af ofurkappi örvæntingarinnar. En þá kvað við ailt í einu eitthvað, sem líktist herópi — einhver æpti til þeirra hvatningarorðmn hásum hrygluróm, og á næsta andartald var ráðizt á árásarmenn þeirra jarlsins og Standish aftan frá, og riðlaðist nú fylking þorparanna. Einhver sétíi fram í vígahug og af slíkum krafti, að það var sem fjand- ruönnunum væri þyrlað til beggja hliða, og lögðu þeir, sem fjærst voru, þegar sem hraðast á flótta, en víkingur sá, sem fram sótti hafði ljóst skegg og mikið, sem flaskaðist í allar áttir, þerhöfðaður var hann, og minnti hárið á tjöruborinn, samanvafinn kaðal, en maðurinn var hattlaus. Eigi var hann neiún risi vexti, en hvorki skorti hann hug né. orku. ,,Ekki erum við heillum horfnir,“ stundi Standish upp, er hann mátti mæla fyrir mæði, „svo sannarlega —“ „Já, svo sannarlega —“ stundi Sam upp, — „það er enginn annar en —“ í sömu svifum kvað við skot, og datt allt í dúna logn, er kallað var hátt og mynduglega: „í konungsins nafni, gefist upp og hafið ykkur á brott, eða þið verðið allir felldir eða fangelsaðir.“ Þeir þorparanna, sem enn voru í bardagahug, sáu sitt ráð vænst að þokast fjær, svo að sá, er mælti, fékk svigrúm nóg, ,}pg kom nú í ljós, að hinn valdsmannlegi maður var vel búinn, ■með hatt á höfði, er slíkum manni hæfði, og svo vel stígvélað- ■ ui; var hann, að, eftirtekt vakti, með valdsmannsstaf í annarri ;h< ndi og rjúkandi .skammbýssu í hinni, sem hann nú veifaði um leið og hann heilsaði jarlinum. „Shrig,“ mælti jarlinn, „enn ertu blessaður stígvélaði vernd- arengillinn Jíiinn. Velkominn, vinur minn, Jásper.“ , „Jad. minn og féiagi,“ sagði Shrig og hló um leið og hapn skók sKönd jarlsins innilega, „verndarengill það er orðið, talað og í letur fært.“ „Og af hverjum í letur fært, Jasper?“ „Jarl og félagi, það verður yður kunngert bráðlega, þegar við getum talast við í næði, þar sem enginn snuðrari leggur við hlustirnar,“ og hann be'h'ti'á hina starandi, forvitnislegu þyrp- ingu, og veifaði enn skámmbyssútmi, og þokuðust menn þá ó- sjálfrátt fjær, en fóru þó eigi larigt og gláptu þaðan, er þeir námu stgðar, á Sþrig og félaga hans, sem bézt gekk fram, sem naut á nývirki. „Bægðu þeim frá, Danni,“ kallaði Shrig. „Já, Daniel, vitanlega,“ sagði Sam og sneri sér við til þess að heilsa hinum vaska manni, sem fram hafði ruðst gegn margnum og komið þeim til hjálpar. „Vasklegar hefir enginn af köppum Nelsons gengið fram í orustunni við Trafalgar, komdu með krumluna, lagsmaður, og lofaðu mér að skaka hana.“ Þegar Sam hafði svo mælt var sem allur móður rynni af garpinum Daniel og varð hann allt í einu hýr og góðlegur á svip, eins og hann jafnaðarlega var. „Gleður mig, að hafa orðið yður að liði, lávarður minn,“ sagði hann. „Ekki aðeins mér, Daniel, heldur og vini mínum Harry Standish. Harry, hér eru komnir margreyndir vinir mínir frá lögreglustöðinni í Bow Street — en aldrei hafa þeir mér slíkt lið veitt sem í dag. Komum vinir mínir og skolum kverkarnar — í bezta víninu, sem völ er á.“ XVII. KÁPITULI. Lögð fram skilríki um „varúðarráðstafanir". Þegar þeir, sem mest komu við sögu í slagsmálunum í Lewes, höfðu þvegið sér og snvrt, svo að lítil merki sáust þess NYJA EFNALAITGIN Höfðatúni 2 og Laugavegi 2CB Sími 7264 ÓLAFUR PÉTURSSON endurskoðancli. Freyjugötu 3. Sími 3218. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlöymaðUT. Skrifstofutimi 10—12 og 1—5. Aðalstr. 8. Sími 1043 og 80950 mw Pappírspokagerðin h.f. Vitastíg 3. Allsk. pappírspokar MARGT Á SAMA STAÐ LAUGAVEG 10 - SIMI 3367 Kaupi guil og slifur Minningarspjöid Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Hannyrða- verzl. Refill, Aðalstræti 12, (áður verzl. Aug. Svendsen), í Bókabúð Austurbæjar, Laugav. 34, Holts-Apoteki, Langholtsvegi 84, Verzl. Álfabrekku við Suðurlands- braut og Þorsteinsbuð, Snorrabraut 61. Smnaggurwera- alattnash 23,60 meterinn. Hördregill 6,90 og borðdúkaefni 29,50. VERZL .f? íbúö Þriggja herbergja nýtizku íbúð á hitaveilusvæði er til árs leigu í vor, ef viðkom- andi getur lánað gegn góðri tryggingu 30 þúsund krónur. Tilboð, merkt: ,.B- 2 405“ sendist afgr. Vísis fyrir n.k. miðvikudags- kvöld. íbúðir óskast í íöfum kaupendur að 2ja, ja, 4ra og 5 herbergja ibúðum. Mildar útborganir et íbúðirnar eru á góðum stöðiim. Húsa- og ibúðasalan. HafúarstrætTS, 1. hæð. „Þá nólt kont röðinn að mér Framh. Victors, er sagði honum frá því, að hann vildi koma við í Tokio og þakka bandarískum vinum aðstoðina á Suðurhafi og víðar. Leizt Mountbatten vel á hug- myndina og bauð Sir Victór flugvélina „Sister Anna“ til Hongkong — fyrsta áfangann. Flugferðir voru milli Ástralíu og Japan um Hongkong, og skotaskuld átti því ekki að verða úr því, að komast frá Hongkong til Japan, og sagði Sir Victor: „Þar sem Towers flotaforingi er að láta af störf- um í Yokohama, mun hanr, koma mér áfram, ef eg kemst þangað fyrir hinn 29.“ Þannig var þítta ákveðið. Sister Anna var útbúin öllum nýtízku þægindum og var traust og < falleg flugvél, og taldi Sir Victor sig heppinn. Hinn 15. janúar var lagt af stað frá Singapore. Þegar til Hongkong kom, „bjóst eg til að kveðja Sister Anna og áhöfn ina er hún héldi aftur til Singa- pore. En þarna í Kai-ak fjör- unni við enda flugbrautarinnar lá mölbrotin flugvélin, sem ég ætlaði með til Tokyo. Eg sím- aði til Mountbatten til Singa- pore og bað um Sister Ann til Tokio og fekk jákvætt svar,árla morguns daginn eftir. Þrem- ur dögum síðar vorum við korim ir til Shanghai, þar sem vorum um nóttina.“ Sir Victor ræðir því næst nokkuð um reynslu sína sem flugmanns, allt frá 1915, og oft verið í hættu, hefði ha.nn aldrei kennt beygs um óhöpp eða slys fyrirfram, litið af raun sæi á flug og hættur flugi sam- fara, af nokkurri bjartsýni, á- huga og eðlilegri flugmanns eftirvæntingu. Flugferðir slík- ar sem þær, er hann ætlaði í, virtust öruggar, flugvélin góð og reyndir flugmenn ,og á þessa leið hugsaði hann um morgun- ■inn áður en lagt var af stað en getur þess að það sé reynsla allra ferðamanna að þeir séu ekki í essinu sínu þegar rnjög snemma sé af stað lagt. Og sér hafi verið dálítið þungt í hug. Hvers vegna. Vegna þess, að hann hafði hugboð um, að hann Eg undirrit óska að gerast ás!;< ifsndi Vísis frá .......... að telja. (Sendið mið b<>nna til algreiðslu blaðsins — eða hringið í síma UíoO). £kákin: Wm__ 1» p? wm W/ Wr- 9a • W m«i l8l % '>///;. mm vm ms-. I;:;. . m J h C O k F G H Hvítur leikur og mátar í 2„ leik. — Svar á 2. síðu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.