Vísir - 14.03.1952, Blaðsíða 4
4
V I S I K
Föstudagian 14. marz 1552
DAGBLAÐ
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Rafveityr í sveitum.
Búnaðarþing afgreiddi í gær athyglisverða tillögu varðandi
raforkumál í sveitum. Er tillaga þessi svohljóðandi: „Bún-
aðarþing telur brýna nauðsyn bera til að hraða framkvæmdum
í raforkumálum meira en nú er ráð fyrir gert, og skorar því á
Alþingi og ríkisstjórn að útvega allt að 75 millj. kr. lán til
héraðsrafveitna og hækka árlegt framlag úr ríkissjóði í 5—7
milljónir króna. Miðast þessi fjárframlög við það, að fyrir-
hugaðar héraðsrafveitur komist í framkvæmd á næstu 10—15
árum. Ennfremur verði hækkað fjárframlag til einkarafstöðva,
sem hægt verði að lána 50% stofnkostnaðar þeirra.“
Auk þessa skorar Búnaðarþing á landbúnaðarráðherra, að
hlutast til um að lækkað verði stofngjald af rafmagnshreyflum,
sem notaðir eru til súgþurrkunar. í greinargerð fyrir ofan-
greindri ályktun Búnaðarþings, er talið að taka muni rösklega
40 ár að leggjá rafleiðslur og byggja héraðsrafveitur fyrir þau
3000 býli, sem talið er fært að fái rafmagn á þennan hátt, iniðað
við það fjármagn, sem varið er nú til þessara mála og núver-
andi verðlag. Mikill áhugi er nú ríkjandi meðal bænda um
land allt fyrir auknum rafvirkjunum, enda er ljóst að raforkan
skapar önnur og betri lífsskilyrði í sveitum landsins, en um
hefur verið að ræða fram að þessu. Hin auknu lífsþægindi leiða
svo aftur til þess, að úr fólksflutningum dregur til kaupstað-
anna, en fólksfæðin í sveitunum er orðin ískyggilega mikil,
þótt horfur séu nú á að stefnubreyting sé að verða í þessu efni.
í þessu sambandi er vert að geta þess að fáar fregnir munu
hafa vakið meiri athygli úti um dreifibýlið, en áætlanirnar um
virkjun Þjórsár, sem hafa verið ræddar í blöðum að undan-
förnu. Þótt fréttaburður varðandi áætlanir þessar reyndist
fleipur eitt, er hift jafnljóst, að er virkjun Sogs og Laxár er
lokið að fullu, verður næsta skrefið virkjun annarra og meiri
fallvatna og sýnist þá ekki fráleitt að Þjórsá verði fyrir valinu.
Um langt skeið hafa verið uppi ráðagerðir um þessa fram-
kvæmd og mun sérfræðingum bera saman um að virkjunin
sé í senn tiltölulega auðveld og æskileg, enda verði ekki bætt
með öðru móti úr þörf Suðurlandsundirlendisins, þar sem
líkindi eru til að þéttbýli aukist til muna. Kaupstaðir hafa risið
þar upp, bæði í sveitum og við sjó, og ættu skilyrði til sæmi-
legrar afkomu rafveitnanna að vera þar betri en í öðrum
fjórðungum landsins.
Gera má ráð fyrir að er stundir líða fram verði rafmagn
tekið í þjónustu samgangnanna, svo sem tíðkast með Öðrum
þjóðum. Aukið þéttbýli á Suðurlandi leiðir til aukinnar flutn-
ingaþarfar og þeim mun meiri líkur eru til, að ráðist verði í
auknar samgöngubætur og liggur þá næfri að álykta að járn-
braut verði framtíðarlausnin, en ódýrasta orkan og hagkvæm-
asta verði þá rafmagnið. Vafalaust mun iðnaður í sveitum
landsins eiga eftir að aukast stórlega, en undirstaða fyrir þeirri
þróun er frekari nýting rafmagns, sem einnig þyrfti að verða
ódýrara en það er nú. Stofnkostnaður við rafveitur í sveitum er
mikill og því vafasamt hve langt verður gengið í framkvæmd-
um, en ef farið verður að tillögum Sjálfstæðisflokksins, sem frá
upphafi hefur átt frumkvæði að auknum raforkuframkvæmd-
um og beitt sér fyrir núgildandi löggjöf í því efni, má þó gera
ráð fyrir að flest byggðalög landsins hafi yfir Virkjunum að
ráða er fram líða stundir, en afskekktustu sveitabýlin notist við
eigin stöðvar og eftir því sem henta þykir.
Aukin lífsþægindi í sveitum munu leiða til hins nýja land-
náms, sem hér verður að hefja og hlýtur að byggjast fyrst og
fremst á aukinni ræktun í ýmsum myndum. Þar bíða fram-
tíðarverkefnin fyrir komandi kynslóðir, sem þar taka við er
nútíminn hverfur frá. Stórhugur um framkvæmdir er lofs-
verður og ekki verður annað sagt, en að Búnaðarþing hafi þar
ekki látið hlut sinn eftir liggja, hvernig svo sem fer um fram-
kvæmdina og fjárhagsgetuna. Raunin kann að sanna að til stór-
virkjanna verði að leita erlends lánsfjárs, sem ekki getur heldur
talist óeðlilegt, einkum ef efnt yrði til stórfellds iðnrekstrar
i sambandi við þær. Við íslendingar eru sennilega eina Norður-
landaþjóðin, sem telur sér fært að komast af án slíkrar fjár-
hagslegrar aðstoðar, en öll þau rök, sem færð hafa verið fyrir
þeirri afstöðu eru furðulega léttvæg. Sjálfstæði þjóðarinnar ætti
engin hætta að stafa af slíku erlendu fjármagn, enda mætti
hinda það í landinu, svo sem aðrar Norðurlandaþjóðir hafa gert
á sambandi við stóriðju sína.
Söngvarinn les upp úr
endurminnigum sínum.
2. hitttlið ttf 99LéífÍ& ttfg
kenttmr út hrúðteg'tt.
Innan skamms
kemur út annað
bindi af endur-
minningum Egg-
erts Stefánssonar,
og á sunnudag les
hann kafla úr
henni fyrir al-
menning í GamláÍ
bíó.
Þetta bindi tek-
ur beint við af
hinu fyrsta —
byrjar í Milano
árið 1921 og seg-
ir frá lífi lista-
mannsins þar,
ferð hans uro
Edinborg í* kola-
verkfalli, kvéfi og
konsertum í
Reykjavík, söng
höfundar þá drápu
Einars Benedikts-
sonar við konungskomuna,
fræðimennsku og föðurlands-
ást. Þá kemur kafli um Berlin
1922, þar sem sagt er frá óperu
og inflation, söngsigra í
Reykjavík síðar á árinu, ferða-
lag um óbyggðir með dr. Hall-
dóri Hansen árið 1923, og för
til Vesturheims, þar sem Egg-
ert hitti m. a. Stephan G. og
fór að ósk hans í sérstaka
söngför til þriggja íslendinga
í British Columbia, en þeir áttu
heima víðs fjarri öllum öðrum
löndum þar vestra, og síðan
Islandi, og menn munu sann-
færast um það, éf þelr hlýða á
þánn kaíla, sem Eggert ætlar
að'lésá á sunnudaginn. Kafli sá
heitir „Hvenær vorum 'við ;ís-
lenzkastir?“, en vonandi tekur
Eggert það ekki illa uppi fyrir
Vísi, þótt blaðið skýri’frá því,
að höfundur segi þar sögu frá
langri öræfaferð. Það er rétt
eins og Eggert hafi skrifað þann
j kafla í faðmi öræfanna, heill-
; aður af töfrum þeirra, svo inni-
lega og létt er frásögn' hans.
Upplesturinn hefst klukkan
1,45 stundvíslega á sunnudag
— í Gamla bíó. Menn geta
fengið aðgöngumiða í bóka-
i verzlunum Lárusar Blöndals,
Isafoldar og'Sigfúsar Eymunds-
sohar.' Þar er einnig hægt áð
gerast áskrifandi að þeim ein-
tökum bókarinnar, sem verða
í Vandaðri útgáfu, tölusett og
með áritun höfundar.
eru ferðalok í Seattle — að
sinni.
Eins og af þessu má sjá, kem-
ur Eggert víða við í þessari
bók, og hann segir skemmti-
lega frá, því að margt kemur
fyrir listamann á ferli hans,
ekki sízt listamann, sem er
jafnframt heimsmaður eins og
Eggert og brautryðjandi að
mörgu leyti að auki:
Eggert hefir sagt um þetta
bindi minninga sinna, að það
hefði ekki verið hægt að skrifa
það annars staðar en hér á
Neyddir til að ganga í
her rauðiiðá.
Fulltrúar S.Þ. í Panmunjom
leggja nú fast að fulltrúum
kommúnista, að gera grein fyr-
ir 174 stríðsföngum, sem kunn-
ugt er, að kommúnistar tóku
höndum, en nöfn þeirra vantar
ú fangaskrár.
Alls vantar 1621 nöfn á hin-
ar opinberu fangaskrár kom-
múnista. — Þá hafa verið lögð
fyrir kommúnista gögn, sem
sanna, að suður-kóreskir her-
menn, sem kommúnistar tóku:
höndum, hafa verið neyddir til
að ganga í ber Norður-Kóreu.
Grámann hefir sent Bergmáli
eftirfarandi:
„Eg er fyrir nokkru orðinn
hálfgerður svikari við Berg-
málið, en nú sezt eg niður. —
Það er í þetta sinn að þakka
Þjóðviljanum, kr. Þjóðviljinn
þagnar aldrei — þ. e. a. s. hann
finnur sér alltaf eitthvað til.
Nú þylur hann ógeðslegar
svívirðingar um landa okkar,
sem að allra dómi er til þekkja
er' viðurkenndur sómamaður.
Því varla er hægt, eins og nú
er í pottinn búið í henni „ver-
öld“ að fyrirlíta hermennsku.
En — meðal annara orða:
Flutti Þjóðviljinn nokkru sinni
svívirðingar um Aðalstein
Spánarfara? Við Aðalsteinn
erum kunningjar, en ekki skoð- 1
t
anabræður, — enda dettur mér
aldrei í hug að kalla hann
„morðingja“.
Hver er munurinn?
Eg spyr Þjóðviljann: Er það
hólsvert og heiðarlegt að
„drepa“ Spánverja, sem ekki
eru kommúnistar, en lastsvert
og svívirðilegt ef þannig er far-
ið með Kínver ja og Kóreumenn
sem játa sig „kommúnista“?
Ætli það standi nú ekki í
þeim Þjóðviljamönnum, að
svara þessu viðhlýtandi?
Dýrir miðar.
Atvinnuleysið vitum við að
er nú sem stendur böl í þessum
bæ, sem öðrum hérlendis — og
af því leiðir getuleysi til kaupa
á nauðþurftum heimíla.
En, núna í dag, þriðjudag 11. j
marz 1952, er það sem er kalla
„gleiðgosaleg grein“ — í
ramma — í Þjóðviljanum.
Það eru boðnar 30 KRÓNUR
í aðgöngumiðana í Gamla Bíó
— að fyrirlestri'Sigfúsar (guð-
fræðings!) Rússlandsfara.
Á þeim heímilium er ekki
skortur á nauðþurftum.
Innheimtumenn.
Mig langar til að lofa ykkur,
sem Bergmál lesið, að sjá einu
sinni hvernig innheimtumenn
bæjarins koma fram við suma
útvarpsgreiðendurna.
Útvarpið þylur auglýsingu í
hverri viku um skyldur þeirra
sem laun greiða, að þeir séu
ábyrgir um að greiða fyrir
starfsménn sína.
Einn kunningi minn skuldar
útsvar frá 1951. Vinnuveitandi
hans, sem á inni hjá bænum,
fyrir óuppgert framkvæmt
verk hefir lagt inn á bæjar-
skrifstofuna bréf, þar sem í
stendur, að hann ábyrgist út-
varpsgreiðsluna og greiði þegar
uppgjör er fengið.
Ekki tekið gilt.
Þetta tekur innheimtustjór-
inn ekki gilt. Hann gjörir lögtak
í innbúi mannsinS!
Til hvers er þessi auglýsing
lesin yfir gjaldþegnunum?
‘Eða —r er það ekki boðleg
greiðsla til bæjarsjóðs, að vísa
á inniéign hjá baejarsjóði?
Svári innheimtustjórmn fyr-
ir kurteisina, svo ekki sé meira.
sagt.
Eina „vizku“ enn:
Eg sat í gær í strætisvagni..
Þar komu tvær stúlkur í bláum
kápum. Sú er á undan gekk er-
mikið hærri en í meðallagi, vel
vaxin, ljóshærð, en ekki lagleg
— alltof munnstór! Að því get-
ur hún ekki gjört.
Eg stóð langa leið við hlið
hennar — og undraðist — hún
lokaði aldrei sínum stóra munni,
en þagði þó.
Eg held að hún hafi verið að’
jórtra!
Að minnsta kosti datt mér í
hug fjósheimsóknir frá sveita-
mennskuárum mínum, en þar
var þessi munnhreyfing vottur
þess, að kýrnar voru saddar —
þeim leið vel.
En eg finn til, þegar eg sé
laglegar stúlkur „jórtra“,
margar saman, en þegar stúlka
verður eins og kýr til munns-
ins, þá ógnar mér andstyggðin.
— Grámann.“
Gáta dagsins.
Nr. 76:
Hvar baulaði kálfurinn,
sem allir í heiminum heyrðu
til?
Svar við gátu nr. 75:
Augnalok.