Vísir - 22.03.1952, Blaðsíða 2
V I S I B
Laugardaginn 22. marz 1352
Hitt og þetta
Marg-aréfet . Truman ■'v.fór í
Ev'i'ftþufer'og lágði ’faðir henn-
ar ríkt á við hana að muná það
œtíð' að hún væri boðbgri, góð-
vildar rhilli Ameriku, Engiands
og annarra landa, sem hún
sækti heim.
■Svo kom hún í Minningar-
leikhús Shakespeares í Strat-
ford on Avon og þar bauð leik-
hússtjórinn henni upp á kaffi
og ætlaði hún þá að gera skyldu
sína. — Þegar kaffidrykkjunni
var lokið sagði leikhússtjórinn:
„F.innst yður nú, ungfrú Tru-
tnan, að kaffið á Englandi sé
eins slæmt eins og af er látið
í Bandaríkjunum?"
,,Nú,“ svaraði hún kurteis-
lega. „Var þetta kaffi? Það
vissi eg ekki.“
•
Sagt er að fyrsta stigi ástar-
ævintýrisins sé lokið, þegar
pilturinn er hættur að berjast
við að ná í stúlkuna, en farinn
að berjast við hana.
•
Nokkrir menn hafa farið yfir
sundið við Dover á furðulegasta
liátt og í auglýsinga skyni. Einn
réri yfir sundið á skjalaskríni.
Annar gerði sér stærðar skó
eins og flatbytnur í laginu og
gekk yfir sundið. Sá þriðji
ferðaðist á bakinu í uppblásn-
um togleðursfötum og hafði
uppi segl, sem var á stærð við
baðhandklæði.
©
Veiztu hvað! Gas-suðuvélin
heima sprakk og pabbi og
mamma fuku bæði út úr hús-
inu samtímis.
Það var hræðilegt.
Já, en mamma varð svo fegin.
Varð hún fegin?
Já, þau hafa ekki farið saman
út úr húsinu í 20 ár.
Cim Mmi
Méðal b.æjarfrétta Vísis hinn
22. marz 1927 var þetta:
Brúarfoss
lá fánum skreyttur hér við
hafnarbakkann í gær, og kom
fjöldi fólks að skoða skipið.
Farþegaklefar eru þar allir
uppi á þiljum og taka 26 far-
þega í 1. farrými, en 20 í öðru.
Hver klefi er ætlaður tveim
mönnum. Ýmsar nýjungar. í
innréttingu eru í skipinu, og til
þess vandað í bezta lagi.
Loftskeytastöð er ágæt á
skipinu og tæki til að mæla
dýpið þó að. skipið sé á ferð.
Brúarfoss fer 13 mílur á vöku,
og er hraðskreiðasta skip Eim-
skipafélagsins.
Eggert Stefánsson
söngvari var meðal farþéga
á Brúarfossi, eins og áður hefir
verið frá skýrt.Hann ætlar vest-
ur til ísafjarðar á Brúarfossi,
og ef til vill til Akureyiar, en
ltemur hingað í næsta mánuði,
og verður hér að líkindum
nokkrar vikur, en ekki er það
þó fastráðið. Hann hefir nú að
undanförnu sungið fyrir tvö
stærstu grammófónfélög í
Iieimi ,óg hafa lögin selzt ágæt-
lega.
BÆJAR
Laúgardagui,
22. marz, — 82. dagur ársins.
Olympíunefnd íslands
hefir æskt þess, að bæjar-
stjórnir og sýslunefndir
styrktu væntanlega Olympíu-
för 1952. Þessir aðilar hafa
þegar styrkt nefndina: Sýslu-
nefndir Árness- og Rangár-
vallasýslna og bæjarstjórnir
Hafnarfjarðar og ísafjarðar.
Ferðaskrifstofan
efnir til skíðaferðar í Hvera-
dali um helgina. Á morgun
verður lagt af stað kl. 10 og
13.30. í sambandi við ferðina,1
sem verður kl. 10 má geta þess,
að bílar frá Ferðaskrifstofúnni
verða kl. 9.30 á Sunnutorgi,
horni Nesvegar og Kaplaskjóls-
vegar og vegamótum Löngu-
hlíðar og Miklubrautar. Kl.
9.40 á vegamótum Laugarnes-
vegar og Sundlaugarvegar,
Hlemmtorgi og mótum Hofs-
vallagötu og Hringbrautar. Þá
verða bílar í sambandi við síð-
ari ferðina kl. 13.00 við Hlemm-
torg og á mótum Hofsvallagötu
og Hringbrautar. — Færi er
sagt ágætt.
Landsliðskeppni í skák
verður háð að Röðli á morgun,
og hefst hún kl. 1 síðd. Ýmsir
snjöllustu skákmenn landsins
munu þar leiða saman hesta
sína og er búizt við tvísýnni
keppni.
Útför
Sigfúsar A. Sigurhjartarsonar,
bæjarfulltrúa og fv. alþingis-
manns er gerð í dag, og hófsti
hún með húskveðju að heimili
hans kl. 1. Þar flutti síra Jakob
Jónsson húskveðju. Minningar-
athöfn í Dómkirkjunni hófst kl.
2, en þar fluttu minningarorð
þeir Björn Magnússon prófes-
sor og síra Kristinn Stefánsson
stórtemplar. Að lokum flytur
HrcMgáta Hf. /S79
Lárétt: 1 Svikarar, 6 úr
(fornt), 7 fangamark, 8 guðs,
10 í hálsi, 11 fara á sjó, 12
blaðakóngs, 14 óþekktur, (15
hárvöxtur, 17 gróðurs.
Lóðrétt: 1 Hátíð, 2 mælitæki,
3 fylkingarhluta, 4 úrgangur, 5
óveðrið, 8 á ný, 9 fljót, 10 inn-
an, 12 yfirfullt, 13 fæða, 16
innsigli.
Lausn á krossgátu nr. 1578.
Lárétt: 1 Rjómabú, 6 ás, 7
ör, 8 orfin, 10 PS, 11 all, 12
órra,’ 14 mi, 15 afa, 17 umlar.
Lóðrétt: 1 Ráp, 2 JS, 3 mör,
4 arfa, ■ 5 úlnlið, 8 Osram, 9 ilm,
10 pr., 12 Ok, 13 afl, 16 AA.
þróf. Björn Magnússon bæn í
Fossvogskirkju.
Messur á morgun:
Dómkirkjan: Messað kl. 11.
Síra Jón Auðuns. Kl. 5. síra
Óskar J. Þorláksson. — Bama-
samkoma í Tjarnarbíó kl. 11.
Síra Ó. J. Þ.
Hallgrímskirkja: Messað kl.
11. Síra Sigurjón Þ. Árnason.
— Barnaguðsþjónusta kl. 1.30.
Síra S. Þ. Á. Kl. 5. Síra Jakob
Jónsson.
Laugarneskirkja: Messað kl.
2. Síra Garðar Svavarsson. —
Barnaguðsþjónusta kl. 10.15
f. h. —
Nesprestakall: Messað í Mýr-
arhúsaskóla kl. 2.30. Síra Jón
Thorarensen.
Fríkirkjan: Messað kl. 5. —
Síra Þorsteinn Björnsson. —
Barnaguðsþjónusta kl. 2.
Bcssastaðir: Messað kl. 2.
Síra Garðar Þorstéinsson.
Hafnarfjarðarkirkja: Barna-
guðsþjónusta í KFUM kl. 10.
Síra Garðar Þorsteinsson.
Kaþólska kirkjan.
Lágmessa kl. 8.30. Hámessa
kl. 10. — Bænahald og prédik-
un kl. 6.
Hjúskapur.
í dag verða gefin saman hjá
lögmanni Guðrún Jónsdóttir og
Knútur Guðjónsson. Heimili
brúðhjónanna er á Hverfis-
götu 108.
Útvarpið í kvöld:
20.30 Leikrit: „Systkinin"
eftir Davíð Jóhannesson. Leik-
stjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
— 22.10 Passíusálmur (35). -—
22.20 Danslög (plötur) til kl.
2. —
Aðalfundur „Germaníu“.
Nýlega var haldinn aðalfund-
ur í félaginu „Germania“. Fé-
lagið tók til starfa á sl. ári eftir
meira en 10 ára hlé og kom
brátt í ljós að margir höfðu á-
huga á að efla starfsemi þess.
Þá fór fram kosning stjórnar
félagsins og var fráfarandi
stjórn öll endurkosin en í henni
eiga sæti dr. Jón Vestdal, for-
maður; Davíð Ólafsson, ritari;
Teitur Finnbogason, gjaldkeri
og meðstjórnendur frú Þóra
Timmermann og Árni Friðriks-
son.
Farsóttir
í Reykjavík vikuna 9. til Í5.
marz 1952 samkvæmt skýrslum
29 starfandi lækna (28), í svig-
um tölur frá næstu viku:‘ á
undan. Kverkabólga 45 (82).
Kvefsótt 186 (165). Barnsfar-
arsótt 1 (0). Iðrakvef 24 (21).
Hvotsótt 2 (0). Kveflungna-
bólga 11 (2). Taksótt 2 (0).
Rauðir hundar 1 (0). Heima-
koma 1 (0). Svimi 2 (4).
Stafrsmannafélag Rvk.
minnir félaga sína á félags-
vistina í kvöld kl. 8.30 í Börgár-
túni 7.
Stjörmibíó
sýnir nú kvikmyndina
„Hættuleg sendiför". s«m er
bráðskemmtileg. G°~’v< hún í
Frakkláhdi á 17. öld ' " ' -idd-
VeSríS á nokkrum stöSum.
Yfir Aústfjörðum er djúp
lægðarmiðja, sem dýpkar og
hreyfist norður eftir. — Veður-
horfur: Suðvesturland, Faxa-
flói og Faxaflóamið: Hvass
vestan. Éljagangur. — Veðrið
í morgun: Reykjavík V 6, hiti
um frostmark. Sandur ANA 1,
-4-1. Bolungavík NNV 4, 4-2.
Blönduós N 6, hiti um frost-
mark. Akureyri NNV 2, frost-
laust. Raufarhöfn ANA 6, hiti
2 stig. Dalatangi, logn, hiti 2
stig. Hólar í Hornafirði, logn,
hiti 1 stig.
Togararnir.
í gærkvölai var lokið við að
landa úr Uranusi. Reyndist
aflinn 143 lesttir. Von er á
Agli Skallagrímssyni og Þor-
kalta mána eftir helgina.
Reykjavíkurbátar.
Fjórir Reykjavíkurbátar voru
á sjó í gær. Af þeim var Skeggi
með 2740 kg., Svanur með
2666 kg. og Dagur með 2559 kg.
Um fjórða bátinn var blaðinu
ekki kunnugt í morgun.
Loðnan brást.
Loðnubátarnir fengu ekkert
og í gærkveldi beittu bátarnir
síld í fyrsta skipti um hálfs-
mánaðar skeið.
V.b. Sæfell sem að undan-
förnu hefir stundað línuveiðar
í útilegu er nú að skipta um
veiðiaðferð og fer væntanlega
út í dag eða á morgun með
þorskanet.
um land í hringferð. — Skjald-
breið er í Keykjavík og.fer það-
án á mánUdagihn 1 tií Skaga-
fjarðar- og Eyjafjarðarhafna.
— Ármann fór frá Reykjavík
í gærkvöld til Vestmannaeyja.
— Oddur fór frá Reykjavík í
gærkvöld til Snæfellsnes- og
Breiðaf j arðarhaf na.
Vatnajökull
M.s! Vatnajökull fór frá Rvk.
í nótt áleiðis til Hamborgar.
GUÐLAUGUR EíNARSSON
Málflutningsskrlfstofa
Laugavegi 24. Sími 7711 og 6573.
5kip Eimskip.
Brúarfoss er á leið frá Hull
til Reykjavíkur. — Dettifoss
er í New York, en fer þaðan
væntanlega strax upp úr helg-
inni áleiðis hingað. — Goðafoss
lestar fisk í Keflavík og Rvík,
en fer síðan til Bandaríkjanna.
-— Gullfoss fór frá Leith í gær-
kveldi áleiðis hingað. — Lag-
arfoss er í Reykjavík. —
Reykjafoss er í Hamborg. —
Selfoss er á leið frá Leith til
Reykjavíkur. — Tröllafoss er
væntanlegur hingað annað
kvöld frá Bandaríkjunum. —
Pólstjarnan fór frá Hull í gær
áleiðis til Reykjavíkur.
Skip S.I.S.
Hvassafell fór frá Reykjavík
á. 1. miðvikudag áleiðis til Ála-
borgar. — Arnarfell kom til
Reyðarfjarðar í gærmorgun frá
Álaborg. —;"‘Jökúlfell' fór frá
New York 18. þ. m. áléiðis til
Reykjavíkur.
Foldin
er á leið tií London og verð-;
ur þar væntanlega n. k. sunnu-
dag.
Skipaútgerðin.
Hekla er í Reykjavík og fer
þaðan á mánudaginn austur
aramennsku og vígfimi: Hver
viðburðurinn rekur annan og er
kvikmyndin óvanalega spenn-
andi. Kvikmyndin er í fögrum
litum og vel leikiri. Með aðal-
hlutverk fara Larrv Parks og
Marguerite Ghampan.
Raftækjatrygging Rafha
Hafnarstræti 18, Reykjavík.
Sími 80322. — Verksmiðjan
sími 9022.
Bílasalan
Hafnarstræti 8,
1. hæð annast kaup og sölu
á bílum. — Þeir, sem ætla
að selja strax eða í vor
ættu að tala við oss sem
fyrst.
BlLASALAN
Sími 4620.
Hafnarstræti 8.
Skjólabúar.
Það er drjúgur spölur inn
í Miðbæ, en til að koma
smáauglýsingu í Vísi,
þarf ekki að fara
lengra en í
JV&shúö9
Xesvegi 39.
Sparíð fé með því að
setja smáauglýsingu í
Vísi.
ibiið oskasl
2—3 herbergi og eldhús ósk-
ast til leigu í risi eða á hæð.
Fyrirframgreiðsla eftir sam-
komulagi. — Tilboð merkt:
,',ÞT.“ leggist inn á afgreiðslu
blaðsins fyrir 23. þ.m.
MARGT Á SAMA STAÐ
LAUGAVEG 10 - SlMI 3367
DUCO-
hárþurrkurnar
komnar aftur.
VÉLA- OG
RAFTÆKJAVERZLUNIN
Bankastræti 10! Sími 2852.
Tryggvagötu 23. Sími 81279.