Vísir - 28.03.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 28.03.1952, Blaðsíða 2
V 1 S I B Föstudaginn 28. marz 1952 Hitt og þetta Karl og kona vilja bæði leyna aldri sínum, segir dr. Boland og: í riíiin bg veru er ástæðan hin sama lijá báðum. Karlmaðurinn vill láta sem hann sé eldri en hann er, svo að hann geti sem fyrst farið að skipa fyrir — og konan óskar þess að látast vera yngri en hún er, svo að hún geti haldið áfram að skipa fyrir. Sagt er að Bevan hafi farið úr stjórn Verkamarinaflokksiris af því að hann hafi ekki viljað fallast á að sjúkrasamlagið brezka borgaði aðeins að hálfu fyrir tanngarða og gleraugu þeirra, sem í samlaginu voru. .(Iionum hefði blöskrað fram- ferði sjúkrasamlagsins hérna). Hann getur þó hent gaman að sögum um þetta efni og sagði nýlega þessa sögu í ræðu undir borðum: „Eg verð að komast strax .inn til tannlæknisins,“ -sagði reiður s'júklingur við aðstoðar- stúlku læknisins. „Eg er augn- læknir og get ekki stundað sjúklingana mína þegar eg hefi tannverk“. „Mér þykir það mjög leitt,“ sagði aðstoðarstúlka læknisins. „En það eru svo margir á bið- lista hjá tannlækninum og ha,nn getur ekki sinnt þeim fyrr en hann fær gleraugun sín“. I . • Það var mikil ös á járnbraut- arstöðinni og fólkið tróðst inn í vagnana þó að þeir væri orðn- ir fullir. Einn af járnbrautar- starfsmönnum var að hjálpa þeim til þess að troða sér inn. Loks rétti . hann afskaplega digrum'manni hjálparhönd og ýtti á eftir honum inn um vagn- dyrnar. — Kona, sem var við- stödd, gat ekki á sér setið og fór að lofa hann fyrir hjálp- semi og dugnað. „Eg er ekkert að' gera þetta fyrir farþegana, frú mín góð,“ sagði hann. „En eg aðstoða við að halda uppi reglu við miða- •sölu á knattspyrnuvelli á sunnu dögum og þetta eru einu tæki- færin, sem eg fæ til þess að hadla mér í þjálfun.“ «••••«•••> Qm áimi í Vísi fyrir 25 árum segir m. a.: — Utan af landi. Afli er mikið farinn að tregð- ast; er nú róið í net aðeins þessa dagana (Akranesi). Var 'lagt á laugardag, en vitjað á sunnudag. Þessir fjórir bátar, sem róa með net, fengu 600 í 3 trossur. Um lóð hefir ekki. verið vitjað seinUstu dagana. i Afli var tregur á lóðina seinast ■ er vitjað var um. Sandgerði. í gær réru bátar aðeins með línu. • Gunnar Hámundarson feklc 4 skpd. Aðra daga afli 4—10 skpd. Á föstudag sl. veíddist t. d. í net frá 250 og upþ í 900. Afli má því teljast dágóður. Enn sem komið er afl- ast. lítið ver á línu, þó netja- fiskurinn sé kominn. Á fimmtu- dag var Ingólfur hæstur með 2000. BÆJAR Föstudagur, 28. marz, — 88. dagur ársins. Gjöf til Í.S.Í. Glímufélagið Ármann heíir nýlega afhent Í.S.Í. kr. 1427.97. að gjöf. Er þettá hélmirigur af ágóða sem varð af Skjaldar- glímu Ármanns, sem að þessu . sinni var hélguð 40 ára afmæli íþróttasambandsins. íþróttanámskeið í Reykholti. Axel Andrésson sendikenn- ari Í.S.Í. hefir nýlega lokið námskeiði í Reykholti í Borg- arfirði í knattspyrnu og hand- knattleik. Þátttakendur voru alls 98. Þaðan fór Axel vestur að Núpsskóla við Dýrafjörð og heldur þar sams konar nám- skeið. Háskólafyrirlestur. No'rski sendikennarinn Hall- vard Mageröy flytur fyrirlest- ur um „Samfunnsvokster og kulturstrid" í I. kennslustofu háskólans í dag, föstudag 28. þ. m. kl. 8.15 ,e. h- Öllum er heimill aðgangur. Heilsuvernd, tímarit Náttúrúlækningafé- lágs íslands, 1. hefti 1952, ér nýkomið út. .Efni i-itsins er fjölbreytt að vanda, og má m. a. néfna þetta: Soðin fæð eða ósoðin (Jónas Kristjánsson, læknir). — Læknir eða læknis- fræðingur (Páll V. G. Kolka, læknir). — Lífrænar ræktun- araðferðir (Þorsteinn Krist- jánsson). — Söfnun og þurrk- un drykkjarjurta (Halldóra Jóhannsdóttir frá Sauðár- króki). — Húsmæðraþáttur (Dágbjðtt'Jónsdóttir). — Am- erískur lækriir leggur orð í belg. — Fjörefna- og kalklyf reynast verr eri náttúrleg fæða. — Mérkileg fóðrunartilraun á HrcMyáta hk ÍS%4 T~~~ 2 3 r~ 4 □ jb T 8 i q 'i\f. 10 ' 'Ul ii i §gr -rr/ríV /4 i5 fto i n u 1 Lárétt: 1 Taflmennina, 7 höf- uðborg, 8 bleik, 9 fangamark útvarpsfréttamánns, 10 huldu- mann, 11 hrindi, 13 á flótta, 14 sérhljóðar, 15 angur, 16 tals- vert, 17 eldhúsáhald. Lóðrétt: 1 Úrgangur, 2 um- brot, 3 hljóð, 4 fengur, 5 brún, 6 verkfæri, 10 stefna, 11 mán- uður, 12 skeyti, 13 fugl, 14 austurl. nafri, 15 tveir fyrstu, 16 verzlunarmál. Lausn á krossgátu nr. 1583. Lárétt: 1 Kjartan, 7 roð, 8 ólu, 9 óð, 10 örs, 11 Ara, 13 öln, 14 VÍ, 15 agi, 16 Sog, 17 inn- viði. Lóðrétt: 1 KRON, 2 joð, 3 að, 4 tóra, 5 als, 6 nú, 10 örn, 11 alin, 12 vígi, 13 ögn, 14 voð, 15 AI, 16 Si. köttum. — Fjórar sjúkrasögur. —: Garðlús leggst ekki á heil- brigðar jurtir. — Eyðileggja hrærivélar fjörefnin? — Spum- ingar og svör. — Á víð og dreif. — Félagsfréttir o. fl. — Nokkrár myndir prýða ritið, og á kápu er mynd eftir Vigfús Sigurgeirsson, Sólskin á fjöll- um. — Héilsuyernd hefir nú komið út í 6 ár og á vaxandi vinsældum áð fagna. Gjafalisti F.Í.B.S. (Frainh.). N. N. 100 kr. E. G., Skjald- fönn 50. Georg Gíslas., Vestm.- eyjum 500. Á. N. 500. Ágúsína Elíasdóttir 60. Starfsfólk Skó- iðjunnar 60. N. N. 10. Halldór ísleifsson 100. N. N„ Skafta- fellssýslu 100. B. J. 200. B. Á. 10. H. H. 500. M. B. 50. Skip- verjar á Agli rauða 1945. Utvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Kvöldvaka Sam- bands hestamannafélaga: a) Ávarp: Steinþór Gestsson bóndi, form. sambandsins. b) Ræða: Gunnar Bjarnason ráðunautur. c) Einsöngur: Sig- urður Ólafssori. d) Upplestúr: Broddi Jóhanriésson og Pálmi Hannessön réktör. e) Samtals- þáttur: Rætt við hestaménn.— 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmur (40). — 22.20 Erindi: „Halda skal til halla Montezuma“, kafli úr landvinningasögu Spánverja í Mexíkó; síðari hluti. (Þórður Valdimarsson þjóðréttarfræð- ingur). — 22.45 Útvarpshljóm- sveitin. Þórarinn Guðmundsson stjórnar. Skáksvar: 1. Hal—Xa7-}- .Ka8—a7, 2. Rd4—b5—|- K færður, 3. Rb5—a6 mát. Reykjavíkurflugvöllur. í sl. mánuði var umferð um flugvöllinn sem hér segir: Millilandaflug, 6 lendingar. Farþegaflug, innanlands, 61 lending. Einka- og kennsluflug, 121 lending. Samt. 188 lending- ar. Með millilandaflugvélum fóru og komu til Reykjavíkur 172 farþegar, 3927 kg. farang- ur, 4057 kg. fragt og 1937 kg. póstur. Með farþegaflugvélum í innanlandsflugi fóru og komu 1047 farþegar, 15.465 kg. far- angur, 39.795 kg. fragt og 10.990 kg. af pósti. Keflavíkurflugvöllur. Umferð um völlinn í sl. mán- uði: Millilandaflug, 81 lending. Með þessum flugvélum fóru og komu til Keflavíkur 94 far- þegar, 2913 kg. af flutningi og 892 kg. póstur. Um völlinn fóru samtals 2133 farþegar, 90.423 kg. af vöruflutningi og 16.710 kg. af pósti. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi.: Magga og Lína 20 kr. K. F. 50. K. J. 50. Skógrækt Hafnarfjarðar. Skóræktarkvikmyndin verð- ur sýnd á morgun kl. 5 í Bæjar- bíói í Hafnarfirði, en ekki sunnudag kl. 1.30 eins og áður var auglýst. VeSrið á nokkrum stöðum. Fyrir suðaustan land er hæð, en víðáttumikil lægð um mið- bik Atlantshafsins. Grunn lægð að myndast fyrir norðan land. Veðurhorfur fyrir Suðvestur- landi, Faxaflóa og miðin: SV- g-ola, sums staðar lítils háttar súld. Veður klukkan á í morgun: Reykjavík SV 3, +4, Sandur SV 3, —j—4, Stykkishólmur SSV 3, -j-4, Hvallátur SV 3, Galtár- viti V 5, Hornbjargsviti SSV 3, +5, Kjörvogur VSV 2, +4, Blönduós SA 2, -j-3, Hraun á Skaga SSV 3, +2, Siglunes SV 4, Akureyri ASA 1, frostlaust, Loftsalir VNV 1, +4, Vest- mannaeyjar V 3, —j—6, Þingvellir Iogn, -f-2, Reykjanesviti S 2, Keflavíkurvöllur ASA 2, +4. Reykjavíkurbátar. Landróðrabátar voru ekki á sjó í gær að Skeggja undan- teknum, en hann réri í fyrra- kvöld og kom að í gærkveldi. Var afli enginn. Hafði báturinn fengið 38 fiska í jafn mörg bjóð. Orsökin er loðnugangan, | en; eftir hana liggur fiskurinn ; veikur við botninn af ofáti. ' Veður var heldur ekki hagstætt í fyrrakvöld og mun það hafa : ráðið að fleiri landróðrabátar . sóttu ekki sjóinn. Hvítá, tóg- l bátur, var hér í gær með 17.460 kg„ afli Hagbarðar í fyrradag j var 4200 kg. Björn Jónsson, netabátur, kom í gær með 8600 kg. óg fór aftur út samdægurs. Togararnir. Aflinn úr Hallveigu Fróða- dóttur reyndist 161 lest og fór í frystihús og nokkuð til herzlu. Afli á togara er stöðugt nijög tregur. — Ekki er von á fleiri togurum til Reykjavíkur fyrr en eftir helgi. Neptúnus km í gær af salt- fiskveiðum og mun afli hafa verið mjög lítill, um 135 lestir, en hann var lagður upp hér. Togarinn fór aftur í nótt. Bæj- artogarinn Ingólfur Arnarson er hér og Jón Þorláksson kom í morgun af veiðum, leggur afla sinn upp hér. Geir var í slipp í gær. Skip Eimskip. Brúarfoss kom til Reykjavík- úr 24. þ. m. frá Hull, Dettifoss fór frá New York 24. þ. m. til Rvíkur, Goðafoss fór frá Rvík 22. þ. m. til New York, Gullfoss fer á morgun frá Rvík til Leith og Kaupm.hafnar, Lagarfoss fer Pappírspokagerðin h.f. Vitastíg 3. Allsk. pappírspokar frá Hafnarfirði í gærkveldi til Vestmannaeyja, Rotterdam og Antwerpen, Reykjafoss fór frá Hull í gær áleiðis til Rvikur, Selfoss kom til Reykjavíkur 25. þ. m. frá Rotterdam og Leith, Tröllafoss kom til Rvíkur 23. þ. m. frá New York og Davisville, Pólstjarnan kom til Rvíkur 26. þ. m. frá Hull, Foldin lestar í Antwerpen þessa dagana til ís- ands, Vatnajökull lestar í Ham- borg í byrjun apríl, Straumey fór frá Drangsnesi í gær til Reykjavíkur. Skip S.I.S. Hvassafell er í Álaborg, Arn- arfell átti að fara frá Skaga- strönd í gærkveldi áleiðis til Finnlands. Jökulfell er væntan- legt til Rvíkur á morgun frá New York. Skipaútgerðin. Hekla er á leið frá Aust- fjörðum til Akureyrar. Skjald- breið var á Akureyri í gær. Oddur fór frá Rvk. í gær- kvöldi til Vestfjarða. Fishverð hashk- andi í fjjter. B.v. Harðbakur seldi ísfisk- afla í gær .í Grimsby 3409 kit fyrir 9420 stpd. Salan sýnir, að fiskverð hefir verið dálítið hærra í gær en fyrri sölur í vikunni gáfu til kynna. Sé liöíruiidið ratiiá og fisirrl hefir NIV E A-C R E M E reynzt framúrskarandi vel. Nivea inni- heldur m.a. eucerit, efni sem er náskylt eðlilegri húðfitu og hefir sömu áhrif. — Allir, sem væta hendurnar mikið, allar húsmæð- ur og allir, sem starfa úti_ við með berar hendur, ættu því aS nota NIVEA-CREME. — Þeir, sem það riota; koiriast að raun um það, sér til furðu og ánægju, hversu hörundið verður slétt og þenjanlegt. NIVEA-CREME er miðstöð verðbréfaviðskipt- anna. — Sími 1710. Ðóttir mín, Sigríösir • Ciuðmúúdsidóttir andaSJst 27. þ .m. í Landsspítalanum. Sigríður Jónsdóttir og systkyni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.