Vísir - 28.03.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 28.03.1952, Blaðsíða 4
il V I S I B r ii.ti iii.il • ■; .» Föstudaginn 28. marz 1952 DAðBLAÐ Rltstjórar: Kristján GuSlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstrætíi 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. AfgreiSsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm Iínur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Hjálp til sjálfhjálpar. Marshallhjálpin svokallaða miðar að því, að þjóðirnar geti rétt úr kútnum eftir hörmungar styrjaldarinnar og séð sér sjálfar farborða er frá líður. Fjárstyrkurinn beinist fyrst og fremst að auknum og bættum framleiðslutækjum, en miðar jafnframt að því að örfa millirikjaviðskipti og halda upp blóm- 3égu athafnalífi með vestrænum þjóðum. Hjálparstarfsemi 'þessi héfur náð tilgangi sínuni, þótt árangurinn muni koma cnn skýrar í ljós er frá líður. Miklum hörmungum hefur verið afstýrt, en auk þess er hér um riýjung að ræða í alþjóðlegri samvinnu, sem komið hefur á óvart. Á dögum Marx og Engels ■var slík styrktarstarfsemi talinn óhugsandi, enda vafasamt að Lenin og jafnvel Stalin marskálkur hafi áttað sig á slíkum straumhvörfum í milliríkjaskiptum. Kommúnistar um heim allan hafa reynt eftir getu að spilla árangri af Marshallhjálpinni, þótt þeim hafi ekki tekist það svo, sem til var ætlast. Ráðstjórnarríkin snérust fjandsamlega gegn slíkri hjálparstarfsemi og neituðu að leggja henni nokkurt lið. Aúk þess, sem þetta stórveldi skarst þannig úr leik, knúði 'það leppríkin einnig til hins sama. Er þess skemmst að minnast að Tékkóslóvakía hafði fyrir sitt leyti æskt eftir slíkri efna- ihagsaðstoð, en varð að hverfa frá því áformi sökum yfir- gangs og herradóms Ráðstjórnarríkjanna. Kommúnistar hafa arijög klifað á þvi, að þær þjóðir, sem þæðu Marshallhjálp af- ffiöluðu sér sjálfstæði sínu, og yrðu háðar Bandaríkjunum efna- hagslega, sem hefðu einnig í höndum sér yfirstjórn fjármála Mutaðeigandi ríkja. Slíkar fullyrðingar eru stáðlausir stafir, «en hitt er annað mál, að vestrænar þjóðir hafa tekið upp nýja stefnu í milliríkjaskiptum, sem mótast af auknu frjálsræði og ,'kommúnistar eiga því erfitt með að skilja. Ráðstjórnarríkin boðuðu á sínum tíma til ráðstefnu með rfulltrúum leppríkjanna, en þar voru fjárhags og viðskiptamál rædd, einkum að því er varðaði löndin í Mið- og Austur- 'Evrópu. Um árangur af ráðstefnunni er ekki vitað, en þó er 'íalið að leppríkin séu nú svo gersamlega háð Ráðstjórnarríkjun- un, að þau ákveða bæði verðlag á innflutningsvörum og út- ‘flutningsvarningi og allt sé þetta leppríkjunum í óhag. Auk þessa hafa Ráðstjórnarríkin pínt óhóflegar greiðslur út úr hin- um hernumdu þjóðum, svo sem dæmin sanna frá AustUrríki og Austur-Þýzkalandi. Skýrslur herma að Austurríki hafi orðið að láta af hendi uþp í stríðsskaðabætur, fjárfúlgu er nem- arr 500 millj. dollar’a, en verði auk þess að greiða fjárhæð árlega til Ráðstjórnarríkjanna, er nemur 50 millj. dollara, eða sem svara 800—900 millj. íslenzkra króna. Um Þýzkaland hafa herir Ráðstjórnarríkjanna farið ráns- hendi, einkum fyrst eftir hernámið. Verksmiðjur, járnbrautir -og járnbrautarteinar, byggingarefni hverju nafni sem nefnist, málmar og margvísleg hráefni, auk allra annarra verðmæta Jiafa verið flutt þaðan til Ráðstjórnarríkjanna, og nemur allt jþetta meiri fjárhæðum en tÖlum verður á komið. ‘ Vert er einnig að minna á stríðsskaðabætur Finna í þessu sámbandi, en þar hafa Ráðstjórnarríkin sagt fyrir um alla Æamninga, og ákvarðað bætur á bætur ofan. Flafa Finnar raun- verulega þegar greitt af hendi mun meiri verðmæti, en svarar tíl stríðsskaðabótanna, ef venjulegar viðskiptareglur menn- dngarþjóða giltu í þessum efnum. Þar er vissulega ekki að ræða um hjálp til sjálfshjálpar, heldur fjárkúgun fyrst og fremst ásem jafnvel Þj'óðviljirin á váfálaust érfitt 'iriéð að verja,'en hitt -er svo annað mál að þarna fara Ráðstjórnarríkin að dæmi Þjóðverja á Bismarcksdögum, sem ekki þykir þó sérlega eftir- breytni vert. Nýi tíminn í samskiptum þjóðanna er þeim víðs Æjarri. Vafi hefur þótt leika á, hvort Bandaríkin myndu hverfa að <einangrunarstefnunni, sem réði ríkjum fyrir síðustu heims- •átyrjöld, eða halda áfram forystu í stjórn alþjóðamála. For- setakosningar þær, sem í hönd fara ráða miklu um það, en ^allar líkur benda til að einangrunarstefnan eigi þangað ekki •Sáfturkvæmt um ófyrirsjáanlega framtíð. Átökin milli Stassen og Eisenhower gefa í rauninni um þetta nokkra vísbendingu. Stassen hefur þótt hneigjast að einangrunarstefn,unni, en iEisenhower er málsvari þess frjálsyndis, sem mótað hefur sstjórnmálastefnu Bandaríkjanna á undanförnum árum. Óvæntir ísigrar Eisenhowers benda t'il að ‘ stefna hans eigi ríkari ítök 4 Bandaríkjunum, en gera mátti ráð fyrir, en jafnframt verður jbá ekki horfið frá því verki, sem hálfnað er, að veita þjóðunum 'hj álp til ‘ sj álfhj álpar, Leitað atvinnu fyrir íslenzka prentara á Norðnrlöndum. HÍP vill jafnvel líka takmarka tölu nema. í síðasta tbl. Prentarans ,fé- lagsblaðs Hins íslenzka prent- arafélags, er meðal annars rætt um atvinnuleysí í ptentarastétt. Héfir HÍP haft samráð við önnur verkaíýðsfélög til að finna leiðir til úrbóta, en þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið af hinu ópiríbera, hafa ekki komið prenturum að gagni. Stjórn félagsins hefir þó ekki látið þetta nægja, því að enn- fremur segir Prentarinn: „Spurzt hefir verið fyrir um það hjá prentaráfélögunum í Noregi og Svíþjóð, hvort íslenzk ir prentarar myndu geta féngið vinnu í þessum löndum. Svör hafa borizt frá báðum félÖgun- um, og hefir' hvort tvéggja tek- ið vel í málaleitun þessa. Norð- menn segja að vísu, að vinnu- markaður þeirra sé nú þegar nær fullur af dönskum prent- urum, sem hafa átt við mikið atvinnuleysi áð stríða. Þeir telja þó, að þeir myndú geta komið tveim mönnum í vinnu, en þar er mjög örðugt um húsnæði, og væri því nauðsynlegt, að menn ættu eitthvað víst, þegar þeir kæmu þangað. Svíar telja sig munu geta útvegaö fimm setj- urum vinnu, en óska þess, áð þeir kynnu nokkuð fýrlr sér í sænsku eða dönsku. Þessa mögu leika væri mjög æskilegt að ungir prentarar færðu sér í nyt. Átt hefir verið tal um það við stjórn F.Í.P og forstjóra ríkis- prentsmiðjunnar, hvort samtök þeirra myndu ekki fáanleg til að takmárka meira tölu nema en gert er ráð'fyfir í samningi, meðan þetta atvinnuleysi á sér stað í prentiðninni. Vel var í þetta tekið af þessum aðiljum, er rætt var við þá. Hitt er svo annað mál, hvort forráðamenn prentsmiðjanna hafa almenrit mikla tilhneigingu til að verða við þessum eðlilegu óskum prentara.....“ MARGT Á SAMA STAÐ tAUGAVEG 10 - S!MI 3367 Hálft hús til sölu, 1 herbergi og eld- hús, loftherbergi, hálfur kjallari. Njálsgötu 30 B. KrLstján Kristjánsson. Sími 4762 kl. 2—5. Aristoc- nylonsokkar Glassowbúðin Fréyjugötu 26. BEZT AÐ AUGLTSAIVISI Þýzkar Háfjallasólir og Giktarlampar 4 slærðir koinnar aftur. Verð frá kr. 480,00. Véla- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvagötu 23. Sími 81279. SKÍPAOTCCRÐ RtKlSINS óskast í nýja veitingastofu í Keflavík. Uppl. í Suðurgötu 15 hér, 1. hæð. Símn 7694; Sundskýlur (herrá) úr silkiteygju, margir litir, nýkonmar. GEYSIR H.F. Fatadeildin. til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar eftir helgina. — Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morgun. NLs. Hekla ' austur til Seyðisfjarðar um miðja næstu viku. Tekið á móti flutriingi til Fáskrúðsf jarðar, Reyðarfjatðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar og Seyðisfjarðar, í dag og árdegis á laugardag. — Farseðlar seldir á mánudag. E.s. Armann Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja daglega. Grámann skrifar: „Óstundvísi er hættulegur þjóðarlöstur. Það er slæmur galli á starfsmanni, hvar í stéít sem hann er settur, að vera ó- stundvís. Það er virkilega leitt að neyðast til að koma oft sama erindis til háttset'tra manna. Fjöldi þeirra er opinberir starfsmenn — þjónar þjóðar- innar -—- en; hversu margir þeirra gera ekki sjálfum sér hneysu, og öðrum tjón, með því að mæta til starfa áinna eftir eigin geðþótta af ein- skærri leti og hugsunarleysi eða öðrum lakari ástæðurii og verri hvötum. Hversu margir þessára manna láta ekki svo sem þeir hafi engar skyldur að rækja. Jafnvel stendur þeirra móttökutími skráður á hurðir þeirra. Menn. korna þráfaldlega utan af landi ýmissa erinda til þessara „háu herra“, — dveljandi hér dögum saman 'án þess að ná taíi þeirra. Verða síðan áð-fára heim ekki erinda- lokum fegnir; hafa eytt (hér) dýrmætum tíma frá heima- störfum; bóndinn á slættinum, útgerðarmaðurinn á vertíðinni. Auk þess hafa þeir eytt fjár- munum í ferðalag og dvalar- kostnað. Og' — svo að ekki sé gleymt „garminum honum Katli“, hafa þeir orðið að fá sér lögfræðing til þess að ljúka erindinu, eða einhvern slíkan „fugl“, sem tekur gjald fyrir skv. „taksta“, hvort sem gágn hefir orðið að starfi hans' eða ekki. Hví skyldu svo ekki skrifstofu- og aðstoðarmehn þessara „húsbænda“ hafa'sama lag' á vinnubrögðum sínum. „Eftir höfðinu dansa limirnir.11 T. d. Vélritunarstúlkuna vant- ar að starfi. „Uppköstin“ hrúg- ast upp á borðinu hennar. Vél- in (skrifstofan) er úr sambandi! Við fetum neðar í þennan svo- kallaða mannfélag'sstiga. -—• Verkamennirnir í starfi eru oft, ef svo má segja, drifhjól í vagni. Ef einn vantar -tefst allur hóp- urinn. Athugum t. d. stein- stéypuhóp (holl). Þó aðeins einn mann vanti minnka af- köstin mikið meira en sem nemur verki hans. í sumum starfsgreinum er meira um óstundvísi en öðr- um. Vélstjóri á mótorbát lætur sig tæpast vanta af þeirri ein- földu ástæðu að hann mundi verða rekinn tafarlaust. Sjó- ménnirriir munu flestum. stétt- um stundvísari. Á sveitaheim- ilunum er talsvert öðru máli að geg'na, því þar getur hús- bóridinn 'sjálfur vakið svefn- purkurnar. En — þó eru vand- ræðin þar líka. Um sláttinn — þennan stutta uppskerutíma bóndans, er það orðið mjög al- gengt á þessum „frí“-anna tím- úm, að fólkið sýnir lítinn á- huga á störfunum. Meira. Síðari hluti bréfs Grámanns verður birt í Bergmáli á morg- un. —• kr. Gáta dagsins. Bræður fimm mcð breyttan leik borast bver £ annars fat. Tvær þá sysíur tölta á kreik og troða þeim inn í sjálfs síri gat. Svar við gátu nr. 86: Saumnál.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.