Vísir - 04.04.1952, Blaðsíða 4
V I S I B
Föstudaginn 4. apríl 1952
WXSIR
DAGBLAÐ
Bitstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálssoxu
Skrifstofur Ingólfsstræti S.
tJtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm iinur).
. Lausasala 1 króna.
1 Félagsprentsmiðjan h.f.
Atiantshafsbandalagið.
Er síðari heimsstyrjöldinni lauk gerðu þjóðirnar sér vonir um
að varanlegur friður myndi upp renna, þannig að stórveldin
gæti búið í samlyndi innbyrðis, þótt ólíkar stefnur og stjórnar-
hættir væru þar ráðandi. Vesturveldin, en þó einkum Bretland
.kölluðu heim mest af liði sínu frá vígvöllunum og hófu afvopnun
í stórum stíl, en öðru máli gegndi um • Ráðstjórnarríkin. Þau
(drógu sízt úr hervæðingu sinni, juku frekar liðstyrk sinn en
minnkuðu hann, lögðu undir sig fjölda smáríkja og byggðu
vígvirki með fram öllum landamærunum, auk þess sem byggt
var radarkerfi um landið allt og annar viðbúnaður hafður, sem
•við ófrið miðaðist. Jafnframt hófu Ráðstjórnarríkin einskonar
taugastríð gegn Tyrkjum og Grikkjum, sem lyktaði með því að
tvisvar var blóðug uppreisn gerð í Grikklandi, en vitað var að
•upptakanna var að leita til Búlgaríu og Rúmeníu, tveggja lepp-
xíkja, sem Ráðstjórnarríkin stjórnuðu í einu og öllu. Tyrkir og'
Grikkir snéru sér til Bandaríkjanna og vestrænna þjóða, og
f óru fram á styrk eða liðveizlu, en er svo var komið, töldu þessi
xíki ástæðu til að hefjast handa um viðbúnað, til þess að afstýra
jheimsstyrjöld, sem sýndist yfirvofandi.
Bandaríkin höfðu gert sér ljóst að eigangrunarstefna sú,
sem þar var uppi á árunum fyrir heimsstyrjöldina, átti ekki
lengur rétt á sér. Styrkleikahlutföllin höfðu raskast með öllu
á meginlandi Evrópu, þannig að um jafnvægi var þar ekki að
xæða, en auk þess hafði heimurinn skipts í tvö svæði, þar sem
lýðræði var annarsvegar ríkjandi, en hinsvegar einræði í sinni
verstu mynd, sem stofnaði jafnframt heimsfriðinum í beinan
voða, vegna undirróðurs og útþennslustefnu heimsvaldasinna.
iHöfðu Bandaríkin markað stefnu sína í Vandenberg-yfirlýs-
ingunni, sem miðaði að sjálfsvörn og sjálfshjálp þjóðanna og
gagnkvæmri aðstoð annarra þjóða á sama hagsmunasvæði, til
þess að halda uppi friði í heiminum. Talið var jafnframt að slík
liagsmunasamtök þjóðanna væru í fullu samræmi við sáttmála
Sameinuðu þjóðanna, enda höfðu Mið-Evrópuþjóðirnar skapað
þar fordæmi, með samþykki og fyrirgreiðslu Ráðstjórnarríkj-
anna. í framhaldi af ofangreindri ályktun var efnt til samtaka
xnilli vestrænna þjóða, til þess að skapa frekara jafnvægi og
styrkja varnir þeirra, þannig að þær hver um sig reyndust
<ekki of auðtekin bráð fyrir árásarþjóð.
Á árinu 1949 var Atlantshafsbandalagið stofnað, en sáttmáli
þess var undriritaður af utanríkismálaráðherrum hlutaðeigandi
landa hinn 4. apríl það ár. Stjórn og forysta alls viðbúnaðar og
liervæðingar þjóðanna var falin Eisenhower hershöfðingja, sem
hefur aðalbækistöðvar í París, en flotamálum stjórnar Mc-
Cormick flotaforingi, sem hér var nýlega á ferð, en hefur bæki-
stöðvar sínar i Norfolk í Bandaríkjunum. Starf það, sem þegar
'hefur verið innt af hendi, hefur kostað miklar fórnir af hálfu
■allra hlutaðeigandi ríkja, en því aðeins hefur viðunandi árangur
náðst, að Bandaríkin hafa veitt Evrópuþjóðunum margvíslega
•aðstoð, með beinum fjárframlögum og annarri fyrirgreiðslu. Er
áhætt að fullyrða, að vegna þessa viðbúnaðar alls eru horfur
x heiminum friðvænlegri, en þáer hafa áður verið, þótt enn
leiki ófriðarbálið um takmörkuð svæði, einkum í Asíu.
Við íslendingar gerðumst aðilar að Atlantshafsbandalaginu
■af nauðsyn. Sumpart var það gert til að tryggja öryggi og
•varnir landsins, en sumpart var þátttaka okkar óhjákvæmileg
vegna sameiginlegs öryg'gis Atlantshafsþjóðanna. Fullyrða má
■að algjör meirihluti þjóðarinnar hafi talið hlutleysi okkar með
'öllu úr sögunni, enda að því lítil stoð, ef til átaka kæmi, en af
því hlaut aftur að leiða að einhverjar ráðstafanir varð að gera
til sjálfbjargar. Lá þá beinast við að taka þátt í samstarfi vest-
xænna lýðræðisþjóða, sem einnig var gert, án þess að um telj—
■andi ágreining væri að ræða. Kommúnistar reyndu af lítilli
.jgetu að sýna styrk sinn vegna ofangreindra ráðstafana, en allt
það brölt reyndist haldlaust og gagnlaust. Um verulegar fórnir
■;af okkar hálfu er ekki að ræða, að öðru leyti en því að við
Ihöfum orðið að láta í té bækistöðvar fyrir hérvarnir landsins,
:sem er engu síður hagsmunamál okkar en annarra þjóða. Hins-
'vegar veltur það á einstaklingunum, hvort óbeint tjón -kann að
ieiða af setu herliðs í landinu, sem ekki virðist ástæða til að
setla, ef miða má við reynzlu styrjaldaráranna og allt til þessa
jdags. íslendingar hafa markað afstöðu sína og gerst aðilar að
.isáttmála vestrænna lýðræðisþjóða, en með ‘þeim og í þeirra
hópi stöndum við eða föllum. Viðsjár eru enn miklar með þjóð-
anum, og ýmsir telja að stundum lygni á undan storminum.
Atlantshafsbandalagið eykur líkur fyrir friði, en tryggir hann
í>ó ekki til fulls, enda hefur það þar ekki síðasta orðið.
83 þátttakendur frá 8 byggð-
arlögum í skíðalandsmótinu.
Reykvíkiiigai* senda 15 menn a mól-
íð, sem verðnr a Aknreyri.
Skíðalandsmótið fer fram á
Akureyri um páskana og eru
skráðir í það samtals 83 þátt-
takendur.
Flestir þátttakendur eru frá
ísafirði 18 að tölu, Akureyring-
ar senda 17, Reykvíkingar 15,
Siglfirðingar 13, Þingeyingar 9,
Fljótamenn 7, Strandamenn 4
og Ólafsfirðingar 1.
Mótið hefst á skírdag með
svigi kvenna og 15 km. göngu
í öllum flokkum. En í sambandi
við þetta má geta þess að sú
nýbreytni verður tekin upp að
í stað 18 km. göngu í A-íl.
karla verður vegarléngdin að
þessu sinni ekki nema 15 km.
Á föstudaginn langa verður
ekki keppt en á laugardaginn
verður keppt í svigi karla A og
B flokki og 4X10 km boðgöngu.
Á páskadag fer fram keppni í
skíðastökki og sveitakeppni í
svigi, en síðasta dag keppninn-
ar, sem er 2. Páskadagur verð-
ur keppt í bruni og 30 km.
göngu.
í svigi karla, A flokki, eru
þátttakendur 22 að tölu, í stökki
A og B flokki, eru keppendur
18, í bruni A flokks 23, í 15 km.
göngu A og B flokks 22 og í
30 km. göngu 15 þátttakendur.
í skíðaboðgöngunni (4X10 km)
taka 6 sveitir þátt, þar af 2
frá ísafirði, 2 úr Þingeyjar-
sýslu, 1 af Ströndum og 1 úr
Fljótum. Fjórar sveitir taka
þátt í sveitakeppni í svigi, en
þær eru frá Akureyri, ísafirði,
Reykjavík og Siglufirði.
Sjö konur taka þátt í mótinu,
af þeim eru 4 frá Reykjav’k,
2 frá Akureyri og 1 frá ísu-
firði.
Ákveðið hefir verið að allar
skíðagöngurnar fari fram við
Útgarð, skíðaskála Menntaskól-
ans á Akureyri, en stökkin
annað hvort í Dauðsmannshól-
um eða á Breiðahjalla. Brautar-
lengdin á hvorum staðnum, sem
fyrir valinu verður, er 45 metr-
ár.
í gær var dregið um rásröð-
ina í keppninni. Sérstaka at-
hygli vakti það, að flestir aðai-
garpanna í skíðagöngunni lenda
í einni bendu, þannig var Jón
Kristjánsson ÞingeyingUr ræst-
ur 18. í röðinni, Gunnar PétUrs-
son ísfirðingur 19., Matthías
jKristjánsson Þingeyjingut 21.
og Oddur Pétursson frá ísafirði
22. Ebenezer hlaut hins vegar
rásnúmerið 10. í svigi karla,
verður Ásgeir Eyjólfsson ræst-
ur síðastur.
Af þekktum skíðagörpum
sem ekki verða meðal þátttak-
enda að þessu sinni má fyrst
og fremst nefna Harald Pálsson
frá Siglufirði, sem dvelur er-
lendis og Magnús Brynjólísson
Akureyri, sem ekki getur orðið
með vegna meiðsla.
IVióðir Churc-
hills heiðriíð.
í New York Iiefir verið sett
upp minningartafla á húsi því,
sem Jennie Jerome, móðir
Winstons Churchills, fæddist í.
Jenny Jarome var af amer-
ískum ættum, fædd árið 1850.
Hún giftist Randolph Churchill
lávarði árið 1874. Var það blað-
ið Brooklyn Eagle, sem gaf
minningarplötuna.
Ekki er ráð....
Samkvæmt viðtali, sem
blaðið hefir átt við Sig. E.
Hlíðar er gin- og klaufaveikin
yfirleitt í rénum í nágranna-
löndunum.
Til skamms tíma hefir það
þó komið fyrir, að veikin hefir
blossað upp í stöku héraði í
bili, en þegar á heildina er lit-
ið virðist stefna í rétta átt.
Reynslan er líka sú, að því
meir dregur úr slíkum faraldri
eftir því sem líður á vorið og
hlýnar í veðri.
í Noregi hafa allar hömlur
verið afnumdar, enda kom
veikin aðeins upp þar á tveim-
ur bæjum, og alllangt um liðið
síðan. í Svíþjóð er veikin í
rénun, og einnig í Danmörku
yfirleitt, en eina vikuna bætt-
ust þó allmörg ný tilfelli við,
Voru þá 48, en vikuna á und-
an 19. Svipað hefir gerst í
Englandi.
Sannar það, að fyrir okkur
„er allur varinn góður“, og
vérðum við fyrir alla muni,
sagði yfirdýralæknir, að forð-
ast að fella hömlurnar úr gildi
of snemma. Vonandi verður
unnt að aflétta þeim á vori
komanda, en engin vissa er þó
um það enn.
VerBa um kyrrt sneB-
an hætta vofir yfir.
Matthew B. Ridgway yfir-
hershöfðingi sagði í gær, að her
sveitir Bandaríkjanna mundu
vera á verði í Austur-Asíu, þar
til hættan af ofbeldi og árásum
væri um garð gengin.
Ummæli þessi viðhafði hann
í ávarpi til íbúa Okinawa, er
fyrsta löggjafarþing eyjarinn-
ar var stofnsett, en eins og kunn
ugt er, þá eru Ryukyu-eyjarn-
ar stjórnmálalega aðskildar Jap
an, „éins og sakir standa“, sam-
|kvæmt friðarsamningunum.
♦ BERGMAL ♦
Gamall glímumaður og mikill
glímuunnandi skrifar Berg-
máli nokkur orð um glímuna,-
sem hann ber mjög fyrir brjósti
sem íþrótt. Nokkuð hefir -áður
verið rætt um þessa fögru þjóð-
aríþrótt í dálkum þessum og
því haldið fram, að ekki sé
nægileg rækt lögð við glímu-
fágun sem sjálfsagt séttog rétt
væri. Fer hér á eftir bréf „Þ.
K.“ hokkuð stytt.
íþróttaviðburður.
„Landsflokkaglíma íslands
verður háð í dag í íþróttahús-
inu að Ilálogalandi og munu
að þessu sinni taka þátt í henni
30 glímumenn og eru þeir víðs-
vegar að af landinu. Lands-
flokkaglíman verður að teljast
viðburður í íþróttakeppnum
ársins, þar sem um þjóðaríþrótt
íslendinga er að ræða| enda
koma þar árlega fram flestir
beztu glímumenn, sem til eru á
landinu hverju sinni.Máþví bú-
ast við að keppni einmitt. þá
verði ávallt tvísýn og sþenn-
andi. (Og ættu sem fæstir að
láta undir höfuð léggjast að
koma og horfa á gllmuna).
Breyting
til batnaðar.
Þess má vænta að framundan
séu straumhvörf á sviði glím-
unnar og raunverulega til hins
betra, þar sem hinar nýju
glímureglur, settar 1. sept.
1951, taka af öll tvímæli um
hvað sé rétt og rangt, ljótt eða
fagurt. En í 21. grein nýju
glímureglnanna segir svo á-
samt fleiru: Það er brot á leik-
reglum, ,,að bolast, standa -stíf-
ur og þyngja sig miður með
beinum og stífum örmum eða
standa hokinn með saman-
klemmd hné.“ í 19.—22. grein
reglnanna frá 1951 kemur
skýrar fram hvernig dómari
eigi að stjórna glímu, en áður
var. Þessar reglur hafa áður
gilt, en ákvæðin hafa verið
dreifð og ekki nægilega skýr
og nú.
Það er á valdi dómara.
Nú er það auðvitað undir
dómurunum, hve stíft þeir
ganga eftir því að settum regl-
um sé hlýtt. Það verður aftur á
móti að líta svo á að eigi veru-
ieg glímufágun að fást í fram-
tíðinni verði dómarar að vera
mjög strangir, og knýja leik-
menn til þess að fylgja reglun-
um út í yztu æsar. Það kann að
valda óánægju hjá „ýmsum
glímumönnum til að byxja með,
en fyrir þá er ekkert annað að
gera en að bæta ráð sitt eða
hætta að taka þátt í opinberum
glímumótum.
Hefja verður glímu
til vegs á ný.
Glíman þolir það ekki öllu
lengur, að mönnum haldist það
uppi að mistúlka -hana eins
herfilega og sumir hafa gert nú
um langan tíma. Þ. K.“ — Það
Var gott að fá þetta bréf frá „Þ.
K.“ og er Bergmál honum fylli-
lega sammála. Það kann einnig
að vei’a rétt, að endursamning
reglnanna verði til þess að
dómarar gæta betur en áður að
því að reglum . sé fylgt og það
muni í framtíðinni orka. á feg-
urð þessarar gömlu og góðu
þjóðaríþróttar. — kr.
Gáta dagsins.
Nr. 93:
Gettu hvað eg settist á,
þá hætt var vökum,
með átta dyrum og þremur -
þökum
þess eg get með skýrum
rökum.
Svar við gátu nr. 92:
Hefill.