Vísir - 04.04.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 04.04.1952, Blaðsíða 8
LSKNAB O G LYFJABÚÐIB Tantl yður Iækni kL 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. LJÓSATlMI bifreiða og annarra ökutækja er kl. 19,30— 5,35. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 00,45. Föstudaginn 4. apríl 1952 Séra Pétur í VaHanesi krefst 150 þús. kr. bóta. Mál hans flutt í undirrétti í gær. ■j,i * hefði orðið þess valdandi, að Fyrir nokkru höfðaði sr. Pét- ur Magnússon í Vallanesi skaða bótamál á hendur ríkissjóði og krafðist 150,000 króna hóta. Gerði hann kröfu þessa vegna ýmiskonar óþæginda og miska, sem hann hefði orðið fyrir af völdum lögreglumanns, er hand tók hann sem embættismaður ríkisins á næturþeli. Umræddur lögreglumaður hefir fyrir nokkru verið dæmd- ur vegna handtökunnar, og af- réð séra Pétur, er dómur hafði gengið í máli lögreglumanns- ins, að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu, þar sem það bæri ábyrgð á gerðum embætt- ismannsins. Sækjandi málsins fyrir hönd séra Péturs er Sveinbjörn Jóns- son, hrl., og benti hann á það, að hæstiréttur hefði áður dæmt manni fébætur fyrir meiðsli. þjáningar og fjártjón, sem hann hefði orðið fyrir vegna hand- töku af hálfu lögreglumanns, en með því hefði verið staðfest, að ríkið bæri ábyrgð á gerðum þeirra starfsmanna sinna. Af handtöku séra Péturs hefði leitt, að á kreik hefðu komizt hinar skaðlegustu sögur um hann, og væru þær einkum skaðsamleg- ar af því að hann væri prestur. Verjandi málsins er Rann- veig Þorsteinsdóttir, hdl., og benti hún á, að sr. Pétur hefði sjálfur lagt í málarekstur, sem orðasveimur komst á kreik, en þetta mundi ekki hafa komizt í hámæli, ef hann hefði tekið hinn kostinn, að láta málið kyrrt liggja. Lögreglumaðurinn hefði auk þess verið að nokkru leyti í einkaerindum, og ekki væri hægt að krefja ríkið skaðabóta, er þannig: stæði á. Málflutningi var lokið í gær, en ekki er’ vitað, hvenær dóm- ur verður upp kveðinn. Bílfærf um N- Þingeyjarsýslu. Bílfært var um alla Norður- Þingeyjarsýslu í gær, er Vísir átti tal við fréttaritara sinn á Kópaskeri. Er það nær einsdæmi, að Vegir sé svo góðir í sýslunni um þetta leyti árs, en hinsvegar eru samgöngur við önnur hér- uð afleitar. Þær einu eru, þegar Hekla kemur, en all-langt eðlilega milli ferða hennar, og um önnur skip er ekki að ræða, meðan Esja er ytra og Herðu- breið í slipp. Flugvöllurinn við Kópasker er enn ófær sakir holklaka, en þegar hann verður fær, mun Flugfélag íslands hefja flug- ferðir til staðarins. Sigurður Kristjánsson h&ksmíi^ Sigurður Kristjánsson bók- sali og bókaútgefandi létzt í nóti á 98. aldursári. Sigurður var fæddur 23. sept- ember 1854 að Skiphyl á Mýr- um. Hingað til Reykjavíkur fluttist hann 1874 og hóf þá prentnám, en bóksölu hóf hann 1883 og bókaútgáfu um svipað leyti eða litlu síðar. Þjóðin stendur í mikilli þakk arskuld við Sigurð fyrir bóka- útgáfu hans og þá fyrst og fremst fyrir hina ódýru og hand hægu Íslendingasagnaúígáfu, sem teljast verður eitt hið merkilegasta og menningar- mesta afrek er unnið hefir ver- ið á sviði íslenzkrar bókaútgáfu allt til þessa. FSutningar með flugvélum F.í. hafa aukist seinustu vikurnar. Flutningar Flugfélags íslands hafa aukist nokkuð síðan Loft- leiðir hættu flugi. Vísir átti í morgun tal við> Örn Johnson forstjóra Flug- félags íslands og spurði hann frétta af starfsemi félagsins síðustu vikurnar, meðan það hefir starfað eitt. Örn kvað Flugfélag íslands halda uppi reglubundnum ferð- um milli Vestmannaeyja, ísa- fjarðar og Akureyrar, að svo miklu leyti, sem gert hefði verið ráð fyrir, að Loftleiðir, sæju um þessar ferðir. Flugíélagið hefir ekki sérleyfi á leiðunum milli ísafjarðar og Vestmannaeyja, en heldur uppi þessum sam- göngum samkvæmt beiðni sam- göngumálaráðuneytisins. Gera má ráð fyrir, að framtíðarlausn innanlandsflugméla verði fund- Múrar Jerikóborgar hrundu raunverulega. En landskjálfti hefir vafalaust valdið. London (UP). — í»að er margt, sem bendir til þess, að borgarmúrar Jeríkó hafi hrun- ið oftar en einu sinni. Þetta er ein margra niður- staðna, sem brezkur fornfræða- leiðangur hefir komizt að eftir margra mánaða rannsóknir á Gtæði hinnar fornu Jeríkóborg- ar. Leiðangrinum veitir for- ctöðu kona ein, Kathryn Ken- yon að nafni, en er forstöðu- kona í brezka fornfræðaskólan- um í Jerúsalem. í bráðabirgðaskýrslu, sem ungfrú Kenyon hefir sent, segir m. a., að allt bendi til þess að Btórborg hafi verið á þessum clóðum um það bil 3000 árum fyrir Krists burð. Ummerki eftir sjö borgarmúra hafa fundizt umhverfis borgina, og virðist það gefa í skyn, að hún hafi verið endurreist nokkrum Binnum. Virðist þetta einnig vera sönnun fyrir því, sem próf. J. Garstang hélt fram ár- ið 1928, en hann komst þá að því, að múrar Jeríkó-borgar hefðu hrunið. Lágu múrarnir flatir fyrir ' framan undirstöð- urnar, en alit benti til þess, að þeir hefðu hrunið af völdum landskjálfta. :. , Ungfrú Kenyon hefir einnig fundið 450Ó ára gamla gröf, og var heilinn í höfuðskel hins grafna að mestu óskemmdur, en auk þess hafa ýmis heimilis- tæki fundiztý Gröfin var í sér- etakri greftrunarborg fyrir norðan sjálfa Jeríkó og höfðu 58 grafir verið '* opnaðar. Margt muna frá bronsöld fannst í gröfum þessúm, og telja forn- fræðingar uþpgröftinn þarna hinn merkasta vegna þess. En sumuní þykir merkileg- ast, að fengnar skuli sannanir fyrir því, að múrar Jeríkóborg- ar skyldu hrynja. Örn kvað ferðir F. í. vera svipaðar nú eins og þær voru áður en skiptingin kom, en vöru- og fólksflutningar hafa dálítið aukist síðan Loftleiðir Sigurður var heiðursfé'agi1 áður en langt um líður. bæði Bókmenntafélagsins pgl Hins íslenzka prentarafélags Verkfall vofir yfir í stáíiðnaði USA. Verkfall 700.000 stáliðnaðar- manna er nú yfirvofandi í Bandaríkjunum. Þar, sem atvinnurekendur í stáliðnaðinum hafa ekki enn fallist á miðlunartillögu Kaup- jöfnunarráðsins eru allar líkur til að til verkíalls komi í næstu viku nema ríkisstjórnin grípi í taumana. hættu að fljúga, en þó ekki svo mikið, að F. í. geti ekki hæg- lega fullnægt eftirspurninni. Flugflutningar aukast jafnt og þétt hér á landi, enda er fólki ljóst að kostnaður við ferða- lög með flugvélum er svipaður og með skipum, ef tekið er tillit til hvers mikill tími sparast með því að fljúga. Fólk, sem þjáist af sjóveiki, kýs eðlilega flugvélina frekar en skipið og allir, sem þurfa að flýta sér, fljúga ef þess er nokkur kostur. Jafnað&rmenn halda meiri- hluta í Lnn'don. í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum, sem fram fara um þessar mundir, eru fulln- aðarúrslit ekki kunn, og kosn- ingu ekki heldur lokið allsstað- ar. — Þegar er kunnugt, að jafn- aðarmenn halda meirihluta sín- um í borgarstjórn Lundúna, og höfðu fengið 68 fulltrúa kjörna af 129 er síðast fréttist, og unnið 22 sæti frá íhaldsmönn- um, sem fengið höfðu 22 full- trúa kjörna. í Middlesex héldu íhalds- menn meirihluta aðstöðu, sem þeir náðu af jafnaðarmönnum í kosningunum næstu á undan þessum, en meirihluti þeirra er herranum vikið frá. Truman forseti hefir vikið frá dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, McGrath, en skipað McGreman dómara til þess að taka við starfi hans. Þetta gerðist þremur klst. eftir að McGrath vék frá þeimlnaumari nu. I fimm borgurn, starfsmanni ráðuneytisins — þar sem fullnaðarúrslit eru Morris að nafni — sem aðallega kunn, varð .engin breyting. hafði með höndum rannsókn á sviksemi í embættisrekstri. McGrath sagði fyrir nokkru á fundi þingnefndar, að hann teldi of langt gengið í rann- sóknum á framkomu manna, og líkti þeim við „innrás á svið persónulega réttinda“. Orsök þess, að McGrath lét Morris fara, var, að hann sendi ráðherranum sem öðrum em- bættismönnum eyðublað til út- fyllinga varðandi embættis- rekstur, en þótti spurningarnar allt of nærgöngular, sem að ofan var að vikið. Batnandi heilsufar í bænum. Kvefsótt hefir verið allmikii í bænum að undanförnu, en er þó heldur í rénun. Kikhósta verður nú aftur vart í bænum, en hann hefir legið niðri þar til nú nokkrar vikur. Vikuna 23. til 29. marz voru kvefsóttartilfelli skrásett hjá læknum 257 (367 vikuna þar áður), kverkabólga 110 (124), og allmörg lungnabólgutilfelli, eins og vanalega þegar mikið er um kvefsótt, eða 17 og vik- una þar áður 23. Kikhóstatil- felli voru 5, en ekkert vikuna á undan. Innbrot I nótt var framið innbrot í kjötbúð að Ilrísatcig 14 hér í bænum. Kjötbúðin er til húsa í kjall- aranum og var farið inn um glugga á bakherbergi. Stolið var rúmlega 800 krónum í pen- ingum úr skúffu. Eldborg fer að sigla heim. M.s. Eldborg lagði af stað frá Frakklandi í fyrradag áleiðis til Ðanmerkur og er væntanleg þangað á morgun. Flytur hún þangað farm, og er hann hefir verið losaður, tekur hún cementsfarm í Ála- borg, sem fyrr hefir verið get- ið. Ekki er nú nein von til þess að skipið geti tekið við Borg- arnessferðunum fyrir páska, en hún ætti að geta verið komin hingað um miðbik mánaðarins. S&fjsris’Ié/ce te ite Bt/gjss : IHánaðarvinna effir við frárennslisgöngin. §Jm lOO metraw em eftir. Sprenging á frárennslis- göngunum við Sogið hefir gengið nokkurn veginn eftir á- ætlun að undanförnu. Er eftir að sprengja tæpa 100 metra, og má gera ráð fyrir, að komið verði í gegn eftir mán- uð. Fæst þá samband við göng- in, sem sprengd. hafa verið nið- ur að stöðinni og enda við frá- rennsli stöðvarinnar. Yfirleitt má segja, að allt hafi gengið nokkurn veginn sinn gang, Bagði rafmagnsstjóri, er blaðið spurði hann um þetta í morg- un. Sprenging á stöðvarhúsinu hefir þó tafist dálítið og stafar það af því, að þurft hefir að „fóðra“ eða styrkja bergið-, sem er móberg, en þess hefði ekki verið þörf ef blágrýti hefði verið í berginu. Uppsetning véla á sínum tíma tefst að sjálfsögðu dálítið af þessum orsökum. Verki við austurenda stífl- unnar er lokið og varnargarð- urinn fluttur, þannig, að þurrkað verður upp að vestan- Verðu, og verður vesturendi stíflunnar gerður í sumar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.