Vísir


Vísir - 26.04.1952, Qupperneq 7

Vísir - 26.04.1952, Qupperneq 7
Laugardaginn 26. apríl 1952 V 1 SIR ■BtflB I ■■ H1 ■■■ I ■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■!!■ IBBB ■■■■■■■■■■■■■■■ ■>■■■■■■■«■! ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■(■■■■■■■■■'■■■■■■■■■■■■BIBK ■■■■■■■( m m m *■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ || DÓTTiR HÖFUÐMANNSIHS j| ■ ■ ' ■ ■ ■ ■ ■ ■ Iftir Alexander Pusjkfn. ■ ■ <n g ■ ■ ■: >6 :: ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I ■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I — Já, hún er það. — Þá vil eg sjá hana! Hvað átti eg að gera? — Hún er veik og kemst ekki á fætur, sagðieg. — Eg fer sjálfur og athuga hana. Og svo fór þetta hrakmenni og hvessti á hana arnaraugum. En hann sagði ekkert. — Drottinn minn, hvílík ógæfa hefir dunið yfir okkur! Veslings Ivan Kusmitsj. Og aumingja Vasilisa Jegorovna! Og gamli Ivan Ignatjitsj! En hafið þér séð hann Svabrin? Hann er orðinri landráðamaður og situr að veizlu með ræningjunum. Hann er djöfullegur refur! Þegar eg sagði að Masja væri frænka mín leit hann lymskulega til mín en sagði ekki eitt einasta orð. Innan úr húsinu heyrðust hróp og hlátrar. Uesturinn heimt- aði meira brennivín. Prestskonan flýtti sér inn í húsið aftur. — Farðu heim til þín, Pétur Andrésson! kallaði hún til mín. Það er öruggara að vera þar. Mér hafði hægt nokkuð og eg fór heim til mín. Saveljitsj mætti mér í dyrunum. — Lof sé Guði! hrópaði hann er hann sá mig. — Eg hélt að ræningjarnir hefðu náð í þig aftur. Æ, Pétur minn Andrésson! Nú höfum við mist allt! Ræningjarnir hafa stolið öllu frá okk- ur: fötunum, tehitaranum og öllu.......Ojæja. Bara að við fáum að halda lífinu. .... Þekktirðu foringjann þeirra aftur? — Nei, hver er hann? — Ha? Ertu búinn að gleyma fylliraftinum sem laug út úr þér héraskinnskápuna í gréiðasölunni forðum? Nýju héra- skinnskápunni? Fylliraftinum.....Það er hann sem er höfð- inginn þeirra! Nú skildi eg hvers vegna uppreitarforsprakkinn hafði verið svona náðugur við mig. — Héraskinnskápan hefir bjargað lífi mínu, hugsaði eg með mér. Og fyllirafturinn er orðinn foringi fyrir her manns. — Eg skal athuga hvort eg næ í eitthvað að éta, sagði Savelj- itsj og flýtti sér út. Eg sat einn inni og hugsaði. Hvað átti eg að gera? Sem liðs- foringi gat eg ekki hafst við þarnaJL virkinu áfram, því að það var í óvinahöndum. Það var skylda mín að komast á ehfhvem þann stað, sem eg gæti orðið að einhverju liði. En hjarta mitt krafðist þess að eg héldi mig einhversstaðar nærri Mösju og reyndi að vemda hana gegn hættunum, sem steðjuðu að henni nú. Eg fékk ekki langt næði til að hugsa. Nú kom kósakki hlaupandi og sagði að „keisarinn“ vildi tala við mig. — Hvar er hann? spurði eg. — í virkisstjórahúsinu...Hann er að hvíla sig eftir mið- degisverðinn. Það er auðséð að keisarablóð er í honum .... liann át tvo heila smágrísi áðan. Og hann sýndi okkur líka fæðingarblettinn, sem allir keisarar hafa. Eg fór með kósakkanum og var að velta því fyrir mér á leiðinni hvað Pugatsjev vildi mér. Skiljanlega var mér tals- vert órótt. Það var farið að skyggja þegar eg kom að virkis- stjórahúsinu. Gálginn stóð á torginu, illúðlega svartur óg fórn- arlömbin héngu þar enn. Og enn lá lík Vasflisu Jerorovna á dvrapallinum. Kósakkinn fór inn til að segja il mín, kom sam- stundis aftur og fylgdi mér inn i stofuna. Á borðinu stóðu rnargar brennivínsflöskur og glös og þar sat Pugatsjev og svo sem tíu kósakkahöfðingjar. Allir vom eld- r rauðir í framan af brennivínsdrykkju. Svabrin og Maximytsj, landráðamennimir tveir, voru ekki þarna. — Yðar náð! sagði Pugátsjev vingjarnlega við mig. — Vel- kominn. Fáið þér yður sæti hérna við borðið. Tveir kósakkar færðu sig nær hvor öðrum á bekknum og eg settist þar. Sessunautur minn, ungur, laglegur kósakki, hellti brennivíni á glas handa mér, en eg snerti það ekki. Pugatsjev studdi hendinni undir hökuna og olnbogunum á borðið. Hann var alls ekki óhuganlegur. Hann var að tala við sessunaut sinn og kallaði hann stundum „greifa“ en stundum Timofeitsj. Samtalið snerist um töku virkisins og um næstu áform. Allir gortuðu þeir af afrekum sínum, héldu hver sínu fram og deildu jafnvel við Pugatsjev. Niðurstaða samræðunnar varð su, að þeir afx-éðu að fara til Qrenburg undir eins daginn eftir. — Jæja, bræður, sagði Pugatsjev allt í einu. — Syngið nú uppáhaldslagið mitt! Og allur söfnuðurinn fór að syngja sönginn um gálgann. Lagið fékk mjög á mig. Allir þessir menn sem voru að syngja um gálgann, voru sjálfir útvaldir til að deyja í honum. Dökk andlitin, djúpar raddirnar og tilfinningin sem þeir lögðu í songinn fyllti mig dularfullri skelfingu. Gestirnir drukku í botn, stóðu upp og kvöddu Pugatsjev. Eg ætlaði að verða þeim samferða en Pugatsjev stöðvaði mig. — Þú verður eftir, sagði hann. — Eg þarf að tala við þig. Við sátum þegjaridi nokkrar mínútui'. Pugatsjev gaut aug- unum lymskulega til mín. Allt í einu fór hann að hlæja, og eg gat ekki stillt mig um að hlæja líka. — Jæja yðar náð, sagði hánn. — Þú munt hafa orðið heldur en ekki hræddur þegar karlarnir mínir brugðu snörunni um hálsinn á þér? Hélstu ekki að það væri þitt síðasta? Hefði þjónninn þinn gamli ekki borið að þá mundir þú dingla í gálg- anum þai'na úti núna. Eg þekkti karlfauskinn aftur....Viss- ii ðu það þá, að fylgdarmaðurinn ykkar var keisari þinn? Þú varst á andstæðinganna bandi en eg fyrirgaf þér af því að þú sýndir mér vináttu forðum, þegar eg varð að fara huldu h.öfði fyrir óvinum mínum. Eg skal launa þér þegar eg fæ hásæti mitt aftur. En þá verður þú að lofa að þjóna mér með trú og tryggð. Mér fannst bíræfni þorparans svo skrítin að eg varð að brosa. •— Hvérs vegna brosir þú? spurði hann og hnyklaði brún- irnar. •— Eða heldurðu ekki, að eg sé rétti keisarinh þinn? Svar- aður mér hreinskilnislega. Eg vissi ekki hverju eg átti að svara. Samvizku minnar vtgna gat eg ekki viðurkennt hann sem keisara minn, en að segja að hann væri svikari gat kostað líf mitt. Eg þagði. Pug- atsjev hox-fði þungbrýnn á mig og beið eftir svari. En sam- viza mín var stei'kari en liræðslan við dauðann. Eg andvarpaði og sagði: — Eg skal svara hreinskilningslega....Þú hlýtur að skilja sálfur að eg lýg ef eg segist halda að þú sért hinn látni keisari okkar, Pétur III. — Hver heldurðu þá að eg sé? — Það má Guð vita. En þú leikur hættulegan leik. Pugatsjev starði enn á mig. — Þú heldur þá að eg sé ekki Pétur III. keisari. Jæja.... En Grigorij Otrepjev var heldur ekki keisari en varð það samt. Heppnin eltir oft þann sem djarfur er........ Þú mátt trúa hverju sem þú villt um mig, en þú skalt fylgja mér, hver veit nema það verði þín hamingja. Ef þú þjónar mér dyggilega skal eg gera þig að fursta. Hvernig líst þér á það? — Nei, svaraði eg fastmæltur. — Eg er aðalsmaður og eg hefi unnið hennar hátign drottningunni trúnaðareið.......Ef þú vilt gera góðverk á mér þá lof þú mér að fara til Orenburg. — Ætlarðu að lofa að bei’jast ekki gegn mér ef eg sleppi þér þangað? — Hvernig get eg lofað því? Eg er ekki sjálfi'áður um það. Eg er í herþjónustu og ef mér er skipað að berjast gegn þér þá verð eg að gera það. Þú krefst hlýðni af mínum mönnum líka. BsaasasaaflÆSflgsgsæs Dulrænar Mynd hins ókomna. í nýkomnu hefti af tímarit-' inu Morgni er sagt frá því, að brezka útvarpið hafi tekið upp þá nýlundu um jólaleytið í vet- ur, að „fá konur og karla til þess að segja sögur um dulræna reynslu sína og annarra. Vakti þetta útvarpsefni fögnuð hlust- enda, og er einn þáttur í við- leitni brezka útvarþsins að taka til meðferðar flest það, sem of- arlega er á baugi hjá almenn- ingi“. Birtir Morgunn þrjár sögur af þeim, sem sagðar voru í brezka útvarpið, og leyfir Vís- ir að vekja athygli á Morgni og þessari nýlundu í brezka út- varpinu með því að birta eina söguna: Mynd hins ókomna. — Kona sagði þessa sögu: Leið hennar lá einhverju sinni framhjá stórrií nýbyggingu. Henni lék forvitnl á að sjá íbúðirnar og fór hún þess vegna inn í eitt húsið, sem enn var mannlaust. Þar sá hún óhugnanlega sjón. Á einum veggnum sá hún eins og skugga- mynd af manni, sem hékk S bandi, eins og hann væri hengd- ur. Konan hraðaði sér út, en tók um leið eftir því, að húsið var nr. 40 A við Morlandgötu. — Nokkrum árum síðar eign- aðist þessi kona heimili á þess- um slóðum. Þá var það dag nokkurn, að hún var að geraí kaup sín í einni verzluninni S hverfinu og rakst þar á roskna konu. Þótt þær væru ókunn- ugar með öllu tóku þær tal sam- an í verzluninni. Roskna kon- an var skrafhreyfin og sagðí hinni, að í sér væri mikill ó- hugur við íbúðina sína, síðan maðurinn sinn hefði hengt sig í íbúðinni, meðan hún var að heiman. Áður en konurnari kvöddust sagði roskna koanf „Eg vildi, að þér lituð einhvern tímann inn til mín. Eg á heima í nr. 40 A við Morlandgötu". ÉUmabúiiH Garðastræti 2 — Sími 7299. uw.nw.wpi Kamn-í™,.—— •—• Distr. by Unltcd Feature Syndicate, Inc. Þau höfðu ekki lengi haldið áfram daginn eftir, þegar Tarzan nam snögglega staðar. Hann gaf þeim merki með höndinnL Muviro spurði gætinn hvort nokk- uð væri að. Tarzan svaraði: „Eg finn lyktina af fílahjörð. Og það eru fíl- ar sem eitthvað gengur að.“ í sama mund fór lítil hjörð fíla fram hjá. Þeir hlupu greitt eftir stíg, er lá í gegnum skóginn, skammt frá þeim. Karldýr, er fór fyrir, öskraði grimmilega um leið og hann sveifl- aði rana sínum og hljóp áfram. HiniC fylgdu á eftir. J

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.