Vísir - 26.04.1952, Blaðsíða 8

Vísir - 26.04.1952, Blaðsíða 8
ÍÆKNAR O G LYFJABÚÐIR Vanti yður lækni kl. 18—8, þá hringið í Læknavarðstofuna, sími 5030. Vörður er í Lyf jabúðinni Iðunn, sími 7911. WE Laugardaginn 26. LJÓSATÍMI bifreiða og annarra ökutækja er kl. 21.55—■ 5.00. Næst verður flóð í Reykjavík kl. 19.55. Iðnrekendur telja nauðsyn breyt- inga á skatta- og tollalögum. Ársþing þeirra samþykkti áðyktanir í þá átt. Á nýafstöðnu þingi Félags ísl. iðnrekenda voru ýmsar ályktanir samþykktar, þ. á. m. nm breytingar á skatta- og tolla - lögg j öf inni. Helztu ályktanir þingsins voru þessar: „Ársþing iðnrekenda telur að grundvallarskilyrði fyrir heilbrigðri og eðlilegri þróun verksmiðjuiðnaðarins sé að skattalögunum verði breytt þannig: Að skattur af framleiðslu- fyrirtækjum sé hlutfallslegur, en ekki stighækkandi eins og hann er nú. Að ekki sé heimilað í skatt- lögum eða öðrum lögum að leggja á framleiðslufyrirtæki veltuskatt eða veltuútsvar, sem byggður sé á framleiðslumagni eða umsetningu fyrirtækjanna, heldur grundvallist skattar og útsvar á raunverulegum skatt- skyldum tekjum. Að engar hömlur séu lagðar á afskriftir af vélum, sem not- aðar eru til iðnaðarframleiðslu í verksmiðjum. Að hlutafélögum sé heimilt að draga frá skattskyldum tekj- um allan arð, sem greiddur er hluthöfum af hlutafjáreign þeirra, og arðurinn eingöngu talinn tekjur þeirra, sem hluta- bréfin eiga.“ Þá var samþykkt eftirfarandi: „Ársþing iðnrekenda beinir eindregið þeim tilmælum til háttvirtrar ríkisstjórnar að nú þegar verði látin fara fram endurskoðun á tollálöggjöf landsins og tollunum breytt í það horf, að tollarnir verði stighækkandi þannig, að óunn- in hráefni séu tollfrjáls, lítið unnin efni lágt tolluð og síðan fari tollurinn hækkandi eftir því sem varan er meira unnin og fullunnin iðnaðarvara ávallt með hæsta tolli. í tollalögum sé ákvæði, sem heimilar tollayfir- völdunum að falla frá toll- greiðslu á vélum, sem nota á til iðnaðarframleiðslu í inn- lendum verksmiðjum, ef sarns- konar vélar eru ekki fram- leiddar í landinu. Ákvæði sé í tollalögunum um, að þegar iðnaðarvara er seld úr landi skuli endui’greiða þann innflutningstoll, sem j greiddur hefir verið af hráefn- um, sem notuð hafa verið í vöruna.“ Húsmæðrafélagið heldur bazar. Húsmæðrafélagið heldur baz- ar 1. maí til styrktar hinni marg þættu starfsemi sinni og þá einkum húsmæðranámskeið- junum, sem hafa gefið sérstak- lega góða raun. j Stjórn félagsins heitir á fé- , lagskonur og aðra vini félagsins jað láta eithvað af hendi rakna, ^og eru það vinsamleg tilmæli að gjöfunum verði komið til frú Jónínu Guðmundsdóttir, Bar- | , onsstig 80, eða í Borgartún 7, þar sem félagið rekur starfsemi síria. -cJCffi' Mar&t er shfitió Daaskír víkingar safna skeggi. Víkingahátíð iialdin árlep í Frederikssund. ry Gestir, sem koma til dönsku borgarinnar Frederikssund, reka upp stór augu, hafi þeir ekki verið aðvaraðir áður. Þannig er nefnilega mál með vexti, að tveir af hverjum fimm körlum borgarinnar — sam- tals 600 — eru að safna al- skeggi og hafa gert í nokkrar vikur, en skeggið ætla þeir að ganga með fram yfir miðjan júní, nánar tekið til 16. dags þess mánaðar. Á götum og vinnustöðum í borginni má sjá skegg af öllu tagi, og með margvíslegum lit- um. Járnsmiðir eru með sót í skegginu, múrarar með sement og þar fram eftir götunum, en skrifstofumenn eru með hreint og strokið skegg. Og það er haft fyrir satt, að borgarstjórinn og ýmsir lögreglumenn hafi fal- legastan skeggvöxt, svo að þar jafnist enginn við. En hvað er um að vera — er hér eitthvert verkfall á ferð- inni gegn háu verði á raktækj- um eða rakstri hjá rökurum staðarins? Nei, ó-nei, hér er allt annað á ferðinni, nefnilega það, að' í júnímánuði efna Frederikssunds-búar til ár- legrar víkingahátíðar, og það eru upprennandi víkingar, sem eru að láta sér vaxa skegg. Og þann 16. júní kemur Skjöldur konungur til borgarinnar. Hann hefir legið í víking, og snýr nú heim aftur eftir góða ferð. Og þegar hann gengur á land, kemur víkingaskari, sem komst ekki að heiman, á móti honum og fagnar hónum í fjör- unni. Rökurum er vitanlega mein- illa við þenna hátíðarundir- búning, en ljósmyndarar stað- arins styðja hreyfinguna eftir mætti, því. að þeir hafa nóg að gera við myndatöku af vík- ingunum. 1 v Getraunimar grípa um sig. Æuhnintfin t/t'ii' Þátttakan í getraununum óx að krónutölu um 55,4% í vik- unni sem leið, en þátttakénda- fjöldinn öllu meira. í fyrstu vikunni voru tekj- urnar rúmlega 6000 krónur, en að þessu sinni urðu þær 9426,50 kr. Þátttakendur urðu alls 1542 í fyrstu vikunni, en urðu nú númlega 2500. Hér í bænum tóku 1352 þátt í vikunni sem leið, en 2055 nú, en annars- staðar meira en tvöfaldaðist þátttakendafjöldinn, úr 190 í rúmlega 400. Má ekki sízt þakka dugnaði umboðsmann- anna, sem eru þegar orðnir vel heima í starfi sínu . í næstu viku bætast þrír staðir við, þar sem getraunirnar starfa — Borgarnes, þar sem umboðið verður í pósthúsinu, Akureyri og Rangárvallasýsla. Þá verða tveir leikir hér í bæn- um í keppninni, auk útlendra leikja. Þegar Vísir átti í morgun tal við Jens Guðbjörnsson um þessa miklu aukningu og áhuga almennings fyrir getraununum, sagði hann: „Menn eru búnir að taka bakteríuna“. —- ■- ♦--- Ferguson fékk miklar skaðabætur. Málaferlunum milli Harry Fergusons og Fordverksmiðj- anna er nú lokið, og voru þær dæmdar til skaðabótagreiðslu. Vísir hefir áður skýrt frá málavöxtum, sem voru þeir, að Ferguson taldi Ford-verksmiðj urnar nota uppfinningar sínar í heimildarleysi, og höfðaði mál er hann fékk ekki þóknun sína greidda. Voru Fordverksmiðj- urnar dæmdar í 9.25 millj. doll- ara skaðabætur. - 4---- Mliill auknliig flsiifrystlugar* Þ. 1. apríl var freðfiskfram- leiðslan orðin um 40% meiri en á sama tíma í fyrra. í ár hafði verið fryst í sam- tals 496 þús. kassa, en á sama tíma í fyrra nam framleiðslan 357 þús. kössum. Afskipað hafði verið rúmlega helmingi fram- leiðslunnar. ----------- Papagos vill nýjai kosningar. Aþena. (A.P.). — Þjóðfylk- ing Papagos, fyrrum liershöfð- ingja, krefst nýrra kosninga í Grikklandi. Hefir fyrsta ársþing flokks- ins samþykkt ályktun þess efn- is, að flokkurinn taki ekki þátt í samsteypustjórn. . Sprengíhætta engin í santbandi við framleiðslu áhuriar. Einungis ókunnuleik veldur óttanum við sprengihættuna. Með því að fjallað hefir verið á opinberum vettvangi að und- anförnu um sprengihættu í sambandi við staðsetningu Áburðarverksmiðjunnar, ásamt meðferð og flutning tilbúins áburðar (ammonium nitrat), þá hefir upplýsingum verið aflað varðandi þetía mál. Samkvæmt upplýsingum veit- um af hr. Eilif Platou, yfir- manni sprengiefnaeftirlitsstofn- unar ríkisins í Noregi, þar sem framleiðsla á þessum áburði var hafin fyrir fyrri heims- styrjöld, hefir aldrei komið fyr- ir neitt óhapp, hvorki spreng- ing' né annar bruni' í sambandi við meðferð, flutning eða geymslu á ammonium nitrati. énda keraur það ekki undir norskar reglur um sprengiefni. í Noregi eru sérstöku laga- ákvæði um meðferð á sprengi- efnum og eldhættum efnum, staðsetning bygginga eða geymslna, sem innihalda slík efni, en þessi lagaákvæði taka ekki til verksmiðja, sem fram- leiða eða geyma ammonium nitrat. Hinar einu verksmiðjur Norsk Hydro, sem lúta slíkum ákvæðum, eru þær, sem nota „Karbyd“ í sambanai við fram- leiðslu sína. Engar almennar reglur gilda um flutning á ammoniu nitrati með skipum innan Noregs, og engar sérreglur varðandi flutn- ingi með járnbrautum innan- lands. í Svíþjóð, samkvæmt upplýs- ingum veittum af Sprengiefna- eftirlitsstofnuninni, er ammon- ium nitrat ekki í flokki sprengjulegra efna. Hr. Platou kveðst ekki vita um neina stórsprengingu í heiminurh, þar sem um hafi vei’ið að ræða hreint ammoniuna nitrat, nema sprenginguna í Oppau 1921, þar sem þó var ekki hreint ammonium nitrat að ræða, heldur ammoniunt sulfat-ammonium nitrat (amm- oniumsulfasaltpeter, * Leuna saltpeter), svo sem talað er um í „Eksplosivstoffer“ og Circular no. 719. Með tilliti til þess, sem að framan er rakið, verður að ætla, að ókunnleiki hafi að miklu leyti valdið þeim ugg', sem fram virðist hafa komið í sambandi við fyrirhugaða starfsemi Á- burðarverksmiðjunnar, og ekki virðist, sem betur fer, eiga næg- an grundvöll, þegar tillit er tekið til meðferðar tilbúins á- burðar hjá öðrum þjóðum. --- ♦------ Malan svarar Malan fullum hálsi. LONDON. (A.P.). —■ Kynd— illinn, félag uppgjafahermanna í S.-Afríku, hélt fjöldafund í Höfðaborg í gær og mótmælti stefnu Malans í kynþáttamál- um. Að kalla eingöngu uppgjafa— hermenn af hvítum uppruna. sóttu fundinn. Leiðtogi her- mannanna, Malan (frændi for— sætisráðherrans), flutti aðal- ræðuna, og sagði að háð yrði skelegg barátta til þess að knýja stjórnina frá lögleysu- stefnu sinni, beitt yrði lögleg- um aðferðum, en hart látið mæta hörðu, ef í það færi. í félagsskapnum eru um 135.000 uppgjafahermenn í 500 félagsdeildum um land allt. JFminfnB’ÍB* * foúíasBaseðnwBB: Svefnvagn sníMur fyrir leii- ina Reykjavík — Akureyri. Tefeur 30 manns — fullgerður eftir mánuð. í Bílasmiðjunni h.f. í Skúla- túni er í smíðum nýtízku Iang- ferðabíll, sem mun vekja mikla athygli og væntanlega valda gerbrcytingu í gerð langferða- bíla hér á Iandi. Bíllinn er smíðaður fyrir Norðurleiðir h.f. og er ætlaður fyrir 30 farþega. Verður bíll- inn glæsilegur og . útbúinn þægindum, sem menn hafa ekki- haft af að segja í langferða- bílum hér. M. a. er þannig frá stólunum gengið,- að hægt er að setja þá í 3 stellingar, venjulega, miðlungs eða með nokkrum halla, og þannig, að menn geti lagt sig og sofið þægilega, með höfuðið á svæfli þægilega skorðað. f þessum bíl verður ný teg- und bensínhreyfils — og hefir hreyfill þessarar tegundar aldrei fyrr verið settur í bíl hér á landi. Er hann framleidd- ur af Reo-verksmiðjunum. bandarísku, sem hafa framleitt slíka hreyfla í 3 ár, en aðeins fyrir herinn, þar til nú, að þeir eru komnir á markaðinn vestra., Er því haldið fram af verk- smiðjurini, að nýja gerðin sé 37 af hundraði sparneytnari en eldri gerðir, endingarbetri og kraftmeiri en líka dýrari. Hreyflár þessir nefnast Gold Comet. Langferðabíllinn, sem að of- an um getur, er nú það langt á veg kominn, að hann verður sennilega tilbúiriri' í lok rtíáí.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.