Vísir - 29.04.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 29.04.1952, Blaðsíða 2
2. V í S I R ÞFÍðjudaginn 29. apríl 1952 Hitt og þetta Lars Mathiesen, sem frægur "’var hjá Kaupmannahafnarbú- 'iim fyrir um það bil hundrað ;árum, hafði mikla ánægju af . að segja frá því er hann fekk ;áheyrn hjá hinum elskaða landsföður Friðrik 6. konungi. :Kn konung þurfti Lars að finna. ’.Xars var formaður sóknar- :aiefndarinnar á Friðriksbergi. Lars var hleypt inn til kon- •ungs og eins og venja hans var \lkom hann þjótandi á móti Jtomumanni og sagði: „Hver cæruð þér? Hvað viljið þér?“ „Eg er nú bara hann Lars Mathiesen, yðar hátign,“ sagði Xars og lét hvergi undan síga. „Ho, ho, ho,“ sagði lconung- ar — hann hj.ó mjög einkenni- iega. „Nú svo þér eruð Lars Mathiesen, þessi frægi, hérna utan af Friðriksbergi?“ „Frægur eða alræmdúr, eftir 'því sem á það er litið af yðar .hátign.“ „Alræmdur, já reyndar,“ : sagði kóngur. „Það er sagt að þér kennið ungum námsmönn- um að drekka. Það er víst frem- ur sukksamt þarna úti á kránni :;yðar.“ Nú vissi Lars ekki hvort kon- fungi var alvara eða gaman í huga. En hann kaus að líta svo . á að orðin væri töluð í gamni ■og sagði: „Já er það ekki eins ■ :og eg ætíð hefi sagt. Það sem maður ætlar að gera vel er allt- ; af lagt út á versta veg. Eg á að ‘kenna æskulýðnum að drekka? 'Þvert á móti! Það er einmitt mjög hollt fyrir unga menn að 'koma í mína krá, því að enginn brýnir betur fyrir þeim að -vanda dagfar sitt og siðferði og . að stunda bækurnar vel. Og eg liána þeim aldrei neitt og sé am að drykkjarföngin geri þá ■ekki ruglaða í kollinum. Það «sr bæði þeim og mér til gagns.“ „Ho, ho, ho,“ sagði konungur. . „Þetta er kyndugt siðalögmál“ „ .. . Og svo var talinu snúið ;^að því sem ræða átti. Qhu Mmi ttaK.., í bæjarfréttum í Vísi fyrir ::25 árum eða 29. apríl 1927, birt- :3st þessi frétt: Einmenningskeppni í fimleikum var þreytt í . gærkveldi í fimleikahúsi : Menntaskólans, og er það í .fyrsta sinni, sem slík keppni ::fer fram hér. Keppendur voru ::fjórir. Þar skyldi vinna til bik- :ars, sem Í.S.f. var gefinn á 15 .:ára afmæli þess. Leikslok urðu I þau, að hlutskarpastur varð Magnús Þorgeirsson, er hlaut ' bikarinn og 334 stig. Næstur gekk Tryggvi Magnússon, 320 ; stig, Ósvaldur Knudsen hlaut ...270 stig og Sigursteinn Magn- ússon 253 st. — Forseti Í.S.Í. -Ben. G. Waage afhenti bikar- inn að leikslokum og ávarpaði .keppendur nokkrum orðum. ILoks afhenti form. Í.R., Har- ;aldur Jóhannessen, sigurvegar- ;anum meistarastigsverðlaun 1. R. I BÆJAR Jré 'tti, Þriðjudagur, 29. apríl, — 121. dagur ársins. Hjónaefni. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Þóra Þorgeirsdóttir, Gufunesi, og Örlygur Hálfdán- arson, frá Viðey. Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: Kr. 125 frá N. N., 15 frá Rúnu, 50 frá J. M. Skotfélag Reykjavíkur. Félagsfundur verður haldinn í kvöld í Breiðfirðingabúð kl. 8.30. Til umræðu vera skot- keppnir, æfingartímar, sumar- starfið og önnur mál. Skotfimi hefir verið æfð í æfingasal fé- lagsins og skotkeppnir fara fram í æfingasalnum alla virka daga kl. 20—22 á tímabilinu 15.—31. maí n. k. Skotið er með rifflum og skammbyssum cal. 22. Fjöldi keppna verður senni- lega 10.—12., til þess að gefa sem flestum tækifæri til þátt- töku. Síðast í maí eða fyrst í júní verður hægt að æfa úti á æf- ingarsvæði því, sem bæjar- stjórn lét félaginu í té, en það er í Grafarholtslandi. Fræðsluerindi um almenna heilsuvernd fyrir hjúkrunarkonur og ljósmæður. í 1. kennslustofu Háskóla ís- lands kl. 8,30 þriðjudaginn 29. apríl. Matvælaeftirlit: Jón Sig- urðsson, borgarlæknir. Skóla- eftirlit: Ólafur Helgason, skóla- læknir. Starf skólahjúkrunar- konu: Rósa Sigfússon, skóla- hj úkrunarkona. Frá Skátaskólanum að Úlfljótsvatni. Skólinn mun starfa eins og að undanförnu og geta skátar, skátastúlkur, ljósálfar og ylf- ingar fengið allt að 10 vikna dvöl þar á tímabilinu 20. júní til 30. ágúst. Skriflegar umsóknir sendist UroAAgáta Ht. 1604 úr ull, 6 próftitill, 7 hress, 8 dæmi, 10 fyrirtak, 12 stud. . .., 14 forfaðir, 15 athugasemd, 17 gi’einisending, 18 hindrar. Lóðrétt: 1 Slétta, 2 ósamstæð- ir, 3 fiskur, 4 ljóstækin, 6 auga, 9 svínamatur, 11 reiðir, 13 þrír eins, 16 titill. Lausn á krossgátu nr. 1603. Lárétt: 1 Töm, 3 kör, 5 ÓL, 6 KE, 7 met, 8 AB, 10 Atli, 12 són, 14 Jón, 15 lön, 17 MN, 18 öspina. Lóðrétt: 1 Tómas, 2 öl, 3 ketti, 4 rosinn, 6 KEA, 9 bóls, 11 lóma, 13 nöp, 16 Ni. til Jónasar B. Jónssonar, fræðslufulltrúa, Hafnarstræti 20 fyrir 20. maí n. k. Útvarpið í kvöld: 20.30 Erindi: Leonardo da Vinci (Björn Th. Björnsson listfræðingur). 21.00 Undir ljúfum lögum: Carl Billich o. fl. flytja létta klassiska tónlist. — 21.30 Frá útlöndum (Jón Magnússon fréttastjóri). 21.45 Tónleikar (plötur). 22.00 Frétt- ir og veðurfregnir. —• 22.10 Kammertónleikar (plötur ). Útvarpstíðindi, 4. hefti er nýkomið út. Efni er auk dagskrár ríkisútvarpsins 20. apríl—10. maí m. a.: Hall- dór Kiljan Laxness og Nóbels- verðlaunin, Æri-Tobbi (ljóð eftir Davíð Stefánsson), Höfð- inginn (smásaga), Mál og menning 15 ára, Ættmynda- bókin (saga), Samtök gegn krabbameini (útvarpserindi próf. Níelsar Dungals), Heild- arútgáfa á ritum Davíðs Stef- ánssonar, Dagskrárkynning, Raddir hlustenda, Úr horni rit- stjórans. Yfirlýsing frá Félagi guðfræðinema. — Fundur haldinn í Félagi guð- fræðinema 25. apríl 1952, harmar þær árásir, sem ís- lenzka kirkjan og guðfræði- deild Háskólans hafa orðið fyrir bæði hér á landi og er- lendis. — Fundurinn telur það kynlega greiðasemi, að hinn danski prestur, Ulsdal, sýnir okkur með skrifum sínum, er hann ræðst á viðleitni íslenzku kirkjunar til þess að komast úr þeirri eymd, sem hún var kom- in í. Hver sá, sem ekki veit hvers vegna kirkjan var þann- ig komin, ætti að leiða það hjá sér, að fræða aðra um starf- semi hennar. — Ummæli séra Ulsdal um guðfræðideildina telur fundurinn bera þess ljós- an vott, að hann þekki ekki starfsemi hennar hið minnsta. Stjórnin. Skemmtileg spil. Maður hringdi til blaðsins í morgun og skýrði frá einkenni- lega góðum spilum, er hann hafði fengið í bridge í gær- kvöld. Hafði hann fengið Ás, K, D. G, 10, xxxx í Spaða og K, D, G, 10 í laufi. Sagnirnar leiddu í ljós, að mótspilari hafði 3 ása og endaði sögnin í 7 sp. Sannir Vesturbæingar og félagar í Tígrisklónni Í.R. hefir nú ákveðið að bjóð- ast til þess að standa fyrir móti í frjálsum íþróttum fyrir unga Vesturbæinga og Austurbæ- inga, sem ekki fengu útkljáð viðskipti sín á dögunum, er lögreglan skarst í leikinn. Mót- ið verður væntanlega eftir hálfan mánuð, en fyrsta sam- eiginlega æfing fyrir báða að- ila verður í kvöld í Í.R.-húsinu kl. 9. Mun þjálfari Í.R. annast æfingar og undirbúning undir mótið. Allir Sannir Vesturbæ- ingar og meðlimir Tígrisklóar mæti á æfinguna í kvöld. Þjálfarinn. Veður á nokkrum stöðum. Yfir hafinu suður af íslandi ;r allvíðáttumikil, kyrrstæð lægð. Veðurhorfur fyrir Suð- vesturland, Faxaflóa og miðin: A- og NA-gola, léttskýjað. Veður kl. 9 í morgun: Rvík NNA 2, +9, Sandur A 3, +4, Stykkishólmur SA 3, -f 2, Hval- látur NA 2, Bolungvík NA 3, -f-2, Hornbjargsviti NA 2, 0, Kjörvogur N 2, -fl, Blönduós logn, -f 2, Hraun á Skaga N 3, +2, Siglunes VNV 3, +2, Ak- ureyri NV 1, -f 1, Loftsalir A 2, -f3, Vestmannaeyjar ANA 2, -f6, Þingvellir logn, -f 7, Reykja nesviti ANA 1, -f8, Keflavík- urvöllur NNA 3, -f 6. Reykjavikurbátar. Fimm Reykjavíkurbátar eru byrjaðir með dragnót og hafa aflað sæmilega. Bátarnir eru Gunnar Hámundarson, Vísir, Skógafoss, Hilmir og Happa- sæll, Dragnótabátarnir eru úti aðeins yfir nótt. Afli þeirra hef- ir verið mest flatfiskur. Heima- klettur kom í nótt með 15—20 lestir. Hann hefir verið á neta- veiðum og gerður út frá Eyjum. Hafði hann fengið hátt á 4. hundrað tonn eftir 2 mánuði. Netabátar héðan hafa fengið ^æmilegan afla um 25—30 míl- ur í norðvestur frá Reykjavík, við Hraunið. Björn Jónsson fékk þar 12—14 lestir og ann- ar netabátur Þórir, hefir lagt netin á þessum slóðum. Hafn- arfjarðarbátar munu einnig vera að reyna þessar veiðistöðv- ar. Munar það miklu fyrir þessa báta að þurfa ekki að fara alla leið suður á Banka og skilja netin eftir þar, eins og hættan er nú mikil á netatjóni. Togararnir. Vikuna 21.—27. apríl lönd- uðu skip Bæjarútgerðar Reykjavíkur sem hér segir: 21. apríl. B.v. Skúli Magn- ússon 160 tonnum af saltfiski og 16 tonnum af nýjum fiski til herzlu og íshúsa eftir 10 daga túr. Hann fór aftur 23. apríl á saltfiskveiðar. 22. apríl. B.v. Þorkell Máni 61 tonn af nýjum fiski til frysti- húsa, 122 tonnum af saltfiski, 190 ks. af hraðfrystum fiski og 13 tonnum af mjöli eftir 13 daga túr. Fór aftur 23. apríl. 23. apríl. B.v. Jón Þorláks- son 253 tonnum af nýjum fiski í íshús og herzlu eftir. 8 daga túr. Hann fór aftur 24. apríl á ísfiskveiðar. 23. apríl. B.v. Hallveig Fróða- dóttir 305 tonnum af nýjurn fiski í íshús og herzlu eftir 7 daga túr. Hún fór aftur 24. apríl á ísfiskveiðar. 24. apríl. B.v. Ingólfur Arn- arson 194 tonnum aðallega af saltfiski. Fór aftur á veiðar 26. apríl. 24. apríl. B.v. Pétur Halldórs- son 171 tonni af saltfiski og 9,7 tonnum af mjöli. Fór aftur á veiðar 26. apríl. Skip Eimsldp. Brúarfoss kom til Reykja- víkur 23. þ. m. frá Hull. Detti- foss kom til New York 22. þ. m., fer þaðan væntanlega 2. maí til Reykjavíkur. Goðafoss kom til Akureyrar 27. þ. m., fer þaðan til Húsavíkur og London. Gull- foss kom til Kaupmannahafn- nr 24. þ. m. frá Leith. Lagar- foss fór frá Hamborg 27. þ. m. til Siglufjarðar og Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá Antwerpen 25. þ. m. til Reykjavíkur. Sel- foss fór frá Reykjavík 25. þ. m. til Vestfjarða og Siglufjarðar. 'Tröllafoss kom til Reykjavíkur í gær frá New York. Straumey er í Reykjavík. Foldin kom til Reykjavíkur 26. þ. m. frá Ham- borg. Vatnajökull fór frá Dublin 26. þ. m. til Reykjavík- Ur, Skip S.I.S. Hvassafell fór frá Patreks- firði 23. þ. m. áleiðis til Finn- lands. Væntanlegt þangað n. k. fimmtudag. Arnarfell er í Kotka. Jökulfell er í New York. Sandgerði. Afli Sandgerðisbáta var sæmilegur sl. laugardag og tnunu bátar hafa aflað yfirleitt 8—9 lestir. Frá Sandgerði róa ekki aðrir bátar en landróðra- bátar með línu og munu þeir halda áfram til vertíðarloka og breyta ekki um veiðarfæri. Allir vegir ófærir í N.-Þing. Hláka hefir verið undanfarna daga í Norður-Þingeyjarsýslu, en stórfenni er enn víða og veg- ir allir ófærir af aur cg bleytu. Flugvöllurinn á Kópa- skeri er enn ófær, svo skip Skipaútgerðar ríkisins er einu boðberarnir frá umheiminum, að undanskildu útvarpinu. Gæjan Jylglr hrtnyunvm Jrá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Margar gerðir JyrtrHgojandi. Inmiegustu þakkir til jfieirra er sýudu samúð við andlát og jarðarlör, Magnúsar Jónssonar trésmiðs, Fyrir hönd vandamanna. Ingvar Þórðarson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.