Vísir - 29.04.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 29.04.1952, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 29. apríl 1952 V í S I E 7 DÓTTIR HÖFUÐMANNSINS Eftir Alexander Pusjkin. 18 ■ ■■■■■■■BREIIIBIiailBiaBBIISIBBBBaiRIHBafiBaiiaRQIIBIBIEIB Varðmaðurinn stöðvaði okkur í hliðinu og heimtaði vega- bréfin okkar. Þegar hann heyrði að við kæmum beina leið úr Ejelogorskajavirki, var farið með okkur rakleiðis til hers- höfðingjans. Við hittum hann í aldingarðinum. Hann var að líta eftir störfum garðyrkjumannanna, sem voru að breiða hálmmottur yfir eplatrén. ílonum þótti mjög vænt að sjá mig og fór þegar að spyrja mig um það sem gerst hafði. Eg sagði honum frá öllu, eins ítarlega og mér var unnt. — Veslings Mironov, sagði hann er eg hafði lokið sögu minni. — Mig tekur sárt hvernig fór fyrir honum. Hann var góður foringi. Og konan hans var einstaklega geðþekk og snill- ingur í að verka sveppa. Og hvar er Masja, dóttir þeirra? Eg sagði honum að hún væri veik, og að hún væri til húsa hjá prestkonunni núna, — Æ, æ, það er ekki gott. Hún er ekki örugg hjá þessum ræningjum. Eg sagði að ekki væri löng leið til Bjelogorskaja. En hann hristi höfuðið. — Við skulum athuga málið, sagði hann. — Við tölum betur nm það síðar......Nú verðið þér að koma og drekka tebolla hjá mér. í dag á herráðið að halda fund hjá mér. Þá getið þér sagt frá Pugatsjev og her hans. Nú getið þér farið og hvílt yður. Þegar herráðið var komið saman stóð hershöfðinginn upp og hélt ræðu. Að lokum fórust honum þannig orð: — 'Þannig er ástandið, og við verðum að afráða hvort við eigum að gera árás á fjandmennina eða vera í varnarstöðu. Ff við ráðumst á þá getum við kæft uppreistina, en þetta hefir ýmsar hættur í för með sér. Ef við höldum okkur í varn- arstöðu eigum við minna á hættu og erum öruggari. Nú.hlust- ,pm við á það, sem Grinev liðsforingi heifr að segja okkur. Eg stóð upp, lýsti í fáum orðum her Pugatsjevs og hélt því fram að hann gæti ekki staðizt gegn þjálfuðum her. Embættis- menn bæjarins voru mjög óánægðir með skoðanir mínar, eg sá það á andlitinu á þeim. — Herra borgarstjóri! Okkur langar til að heyra skoðanir yðar, sagði hershöfðinginn. Lítill, gamall maður flýtti sér að drekka út úr boUanum, te og romm, stóð svo upp og sagði: — Mér finnst við eigum hvorki að gera árás né gera varnar- ráðstafanir. — Hvernig á að skilja það, herra borgarstjóri? sagði hers- höfðinginn forviða. — Eitthvað verðum við að gera. — Við getum lagt fé til höfuðs þessum Pugatjev .... sjötíu rúblur .... eða jafnvel hundrað.....Við getum veitt það úr bæjarsjóði. — Og eg skal eta hattinn minn upp á að ræningjarnir koma undireins með forsprakkann sinn, sagði einn bæjarstjórnar- maðurinn. — En hvað sem því líður verðum við þó að undirbúa hern- aðaraðgerðir, sagði hershöfðinginn. Enginn varð til þess að styðja tillögu mína um árás. Em- bættismennirnir voru í sífelldu að tönnlast á því að ekki væri hægt að treysta hermönnunum, og tala um hvað árás væri hættuleg og þar fram eftir götunum. Allir voru þeir sammála um að öruggast væri að halda sig innan bæjarmúranna og í skjóli fallbyssnanna. Loks stóð hershöfðinginn upp. — í samræmi við hernaðarvísindin er eg sammála Grinev liðsforingja um að árás sé bezta vörnin.... Eg varð hróðugur og leit sigurreifur á embættismennina. — .... en, herrar mínir, hélt hershöíðinginn áfram. — Eg get ekki tekið á mig þá iniklu ábyrgð, sem væri slíkri árás samfara. Örlög allra amtsbúa, sem mér hefir verið trúað fyrir af hennar hátign, eru undir úrslitum slíkrar árásar komin. Eg tel að við verðum að bíða uppreistarmannanna hérna, undir vernd bæjarmúranna og stórskotaliðs bæjarins. Nokkrum dögum síðar var her Pugatsjevs farinn að nálgast Orenburg. Eg sá allan herinn ofan af bæjarmúrnum. Hann var orðinn tífalt stærri en þegar hann tók Bjelogorskaja. Þarna voru að minnsta kosti tuttugu þúsund manns og margar fall- byssur, sem teknar höfðu verið í virkjunum sem uppreistar- menn höfðu unnið. Eg gat ekki betur séð en að nú mundi langvinn umsát vera i vændum og lá við að gráta af gremju. Eg ætla ekki að lýsa umsátinni — eg læt sagnfræðingana um það. Eg skal aðeins taka fram að vegna úforsjálni bæjarvaldanna varð bráðlega hungur og neyð í Orenburg. Bæjarbúar vöndust fljótlega fallbyssukúlunum, sem stráð var yfir bæinn úr fallbyssum Pugatsjevs. Jafnvel stóratlögur lians virtust ekki trufla daglega lífið í bænum. Allir hugsuðu aðeins um eitt: að verjast hungurmorðinu. Óvissan um örlög Mösju kvaldi mig meira en nokkuð ann- að. — Við og við voru smávægilegar útrásir gerðar úr virkinu, en horaðir riddaraliðshestarnir og hungraðir hermennirnir máttu sín lítið gegn feitum og vígdjörfum uppreistarmönn- unum. . Þáð drundi í fallbyssunum á bæjarmúrnum, en kúlurnar gerðu fjandmönnunum lítið mein. í einni útrásinni lenti okkur í bardaga við kósakkahóp. Okkur tókst að reka kósakkana á flótta. Eg náði í einn þeirra og ætlaði að fara að höggva hann í herðar niður með sverð- inu mínu er hann leit á mig og hrópaði glaður: — Góðan daginn, Pétur Andrésson! Hvernig líður þér? Nú þekkti eg aftur landráðamanninn Maximytsj. — Góðan dag, svaraði eg. — Er langt síðan þér voruð í Ejelogorskaja? — Nei, eg kom þaðan í gær. Eg er með bréf til þín....... Eg lofaði að koma því einhvernveginn í réttar hendur. Hérna er það. Hann fekk mér bréfið og reið burt. Eg las, skjálfandi af eftirvæntingu. „.... Guð hefir tekið frá mér foreldra mína, og eg nýt engrar verndar framar. Eg sný mér til yðar, því að eg veit að þér viljið mér vel..Guð gefi að bréfið kom- ist í yðar hendur. Maximytsj sagði, að hann hefði séð yður hvað eftir annað í útrás frá bænum. Þér verðið að fara varlega — eg bið fyrir yður á hverjum degi. Eg var veik lengi, og þegar eg varð hress aftur, skipaði Svabrin að láta flytja mig í virkisstjórahúsið. Hann ætlar að ógna mér til að giftast sér! Hann fer þrælslega með mig og er alltaf að hóta mér að senda mig í her- búðir uppreistarmannanna en þar mundu hræðileg örlög bíða mín. Nú hefir hann gefið mér þriggja daga frest. Þegar þrír dagar eru liðnir get eg ekld vænzt neinnar miskunnar af honum. Biðjið hershöfðingjann um að láta yður fá menn — og bjargið þér mér! Eg er yðar trúlynda Masja.“ Það munaði minnstu að eg brjálaðist af harmi og örvænt- iíigu. Eg reið inn í bæinn eins hart og hesturinn komst. Þegar eg kom iim fyrir bæjarmúrana fór eg beint til hershöfðingj- ans. Hann gekk um gólf og reykti pípuna sína. Þegar hann sá hve æstur eg var, spurði hann hvað gengi að mér. — Eg sný mér til yðar eins og þér væruð faðir minn, sagði eg. Þér verðið að bjarga lífshamingju minni. P^WVWVWVWVV^WVVVVWtf frásagnir „líaltu áfram.^ Á jólaföstu veturinn 1873 fór piltur nokkur, Björn að nafni, Kristjánsson, til heimilis í Reykjadal, austur á Hólsfjöll að finna bræður sína, er þar áttu heima. Fór hann Reykja- heiði í Kelduhverfi og þaðan í Axarfjörð. Lagði hann frá Landi snemma morguns á Hólssand, nestislaus og ókunn- ugur. Mun þar vera nær þing- mannaleið vegar milli bæja. Var honum sagt til vegar svo sem kostur var á. Veður var gott, en dimmdi, þegar á dag- inn leið. Þegar hann hugðist kominn á miðjan sandinn tók að hvessa með fjúki. Var þá og farið að dimma af nóttu. Treystist hann þá eigi að halda áfram lengra og grefur sig í fönn. Situr hann þar til næsta morguns, og var þá veður enn verra. Ræður hann þá af að sitja í skýli sínu þar til hríðina birti svo, að glóri til fjalla. En er minnst varir heyrir hann kallað hátt: Haltu áfram! — Honum verður bilt við og held- ur af stað. Ráfar hann allan daginn undan hríðinni, án þess að vita hvert hann fer, en um kvöldið hittir hann Ás, yzta bæ á Hólsfjöllum. Hríðin hélzt þrjá sólarhring- ana næstu, og taldi hann því víst, að hann hefði orðið úti, ef hann hefði ekki haldið áfram þennan dag. (Handrit Sigríðar Jónsdóttur frá Geirastöðum 1908). Fjarsýni. Þegar eg var rétt orðinn full- orðinn var eg vinnumaður á Ljósalandi í Vopnafirði, og ánnar maður til, sem Stefán hét. Hann fór síðar til Ameríku. Við vorum góðir vinir og nákunn- ugir. Um veturinn fór eg eitt simi inn í Selárdal og gisti á Hróaldsstöðum á heimleiðinni. Þar átti Stefán vinur minn unn- ustu. Um morguninn kallaði stúlka þessi mig á eintal og gengum við dálítið afsíðis frá bænum. Var það erindið, að hún bað mig að skila fyrir sig uppsögn til Stefáns. Eg neitaði að færa honum svo illar fregnir og skildum við svo að því. Þeg- r Copr 1*4*.rd<»f R«» Buffdujhi. tnf -Tm lt( H'! ht Dlstr. by United Feature Syndicate; Ii £ (Z. fáuneufhá .• UZO Þegar Tarzan hafði hjálpað for- ystufílnum hélt hjörðin áfram og kvaddi Tarzan fílana. Musa horfði undrandi á Tarzan kveðja fílana og sagði: „Það er þá rétt að öll dýr eru vinir Tarzans.“ „Ekki öll," sagði Muviro. „Ljónið Numa og Sabor, ljónynjan, eru hon- um ekki vinsamleg." Þegar skyggja tók nam Tarzan staðar í skógarrunni og benti félög- um sínum þögull að koma. d

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.