Vísir - 21.05.1952, Blaðsíða 4
V í S I B
Miðvikudaginn 21. maí 1952
WÍSSR
DAGBLAÐ
•Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Eins árs herseta.
Hirforingi bandaríska setuliðsins hér á landi, E. J. McGaw,
hefur sent íslenzku þjóðinni kveðju sína, er hann hverfur
nú héðan og til annarra starfa vestan hafs, eftir eins árs farsælt
starf að öryggismálum landsins. í ávarpi sínu kemst hershöfð-
inginn svo að orði, að hann fagni því að horfur í heimsmálunum
séu nú öllu friðvænlegri, en er hann og lið hans kom til landsins
fyrir einu ári og tekist hafi að afstýra árekstrum þjóða í milli,
það sem af er. Henshöfðinginn hefur gert sér far um að kynnast
landi og þjóð og afla sér vinsælda og trausts með ljúfmannlegri
framkomu, og fullum skilningi á íslenzkum viðhorfum.
Hafi út af borið í sambúðinni, sem ávallt getur viljað til, og
sjaldnast er sök annars aðilans einvörðungu, hafa slík mál verið
jöfnuð með gagnkvæmum skilningi og aðstoð, enda verður ekki
annað sagt, en að sambúðin hafi tekist giftusamlega, allt til þessa.
íslenzka þjóðin er óvön hersetu í landinu, sem og siðurn
þeim og háttum, sem við eru hafðir í hermennskunni. Var því
vissulega ástæða til að óttast, að óhöpp og mistök yrðu í sam-
búðinni á styrjaldarárunum, sem heldur ekki varð sneitt hjá
með öllu. Nú orðið gegnir um þetta nokkuð öðru máli og ætti
öllum að vera vorkunnarlaust að semja sig að þeim reglum,
sem gilda á herverndarsvæðum og í herbúðunum, að svo miklu
leyti, sem íslendingar þurfa að hafa samneyti við setuliðið á
slíkum vettvangi. Hinsvegar ber enn sem fyrr að forðast óþarfa
samneyti við ókunna hermenn, þótt almenningur vilji sýna þeim
fulla vinsemd og kurteisi í annarri umgengni.
Hervernd sú, sem um hefur verið samið og Bandaríkin veita
íslandi samkvæmt þeim samningum, er illa séð af hópi manna,
sem telur sér skylt að gæta annárlegra hagsmuna hér í l^ndi,
sem almenningur telur að þjóðina varði engu. Kommúnistar
berjast leynt og ljóst gegn vestrænum áhrifum til þess eins að
fá aukið á hin austrænu og hafa lýst yfir því, að þeir hafi það
lokamark fyrir augum að taka hér upp austræna einræðis-
háttu. Af þeim sökum 'vilja þeir einnig berjast gegn og fjand-
skapast við hervernd þá, er við nú njótum samkvæmt samn-
ingum, sem gerðir hafa verið að vilja algjörs meirihluta þjóð-
arinnar, svo sem sannazt hefur í Alþingiskosningum og oftar.
Kommúnistar hafa frá: upphafi skipulagt andróðúr gegn setu-
liðinu, sem bitnað hefur öðrú frekar á einstökum herliðs-
mönnum, sem verið hafa á ferð eða dvalið hafa um stundar-
sakir hér í höfuðstaðnum. Vegna slíks atferlis telja margir
þeirra, að þjóðin beri til þeirra annan og verri hug, en ástæða
hefði mátt vera til að ætla í upphafi, er til herverndai’innar var
stofnað og um hana samið.
Það er vissulega ekki kommúnistum að þakka, að eigi hefur
dregið til alvarlegra tíðinda í sambúðinni, en þeir munu þegar
í upphafi hafa sannfærst um að áreitni þeirra við hina erlendu
hermenn var illa séð af almenningi, og gat auðveldlega leitt til
þess, að vopnin snerust í höndum þeirra. Af þessum sökum
hafa þeir einnig stillt frekar í hóf, ef frá er talinn taumlaus
áróður, sem rekinn er að staðaldri gegn setuliðinu í blöðum
þeirra. Þrátt fyrir fjandskap hinna austrænu afla í garð setu-
liðsins, hefur sambúðin milli þess og almennings verið góð og
árekstrarlítil. Ber öðru frekar að þakka það góðri og öruggri
stjórn hins bandaríska yfirforingja, sem stöðugt hefur sýnt
góðvilja í garð þjóðarinnar og viljað öll vandræði leysa á hag-
kvæmasta hátt fyrir báða aðila. Ber að meta slíkt og þakka
við brottför hershöfðingjans héðan úr landi.
Fitn tn íiiffii v í dag:
Torfi Hjartarson
toHstjórl.
Fimmtugur maður nú á dög- |
um er ungur maður og til mik-
ils líklegur, — og það jafnvel
þótt hann eigi mikið og gott
starf að baki. Torfi Hjartarson
er einn í þeim fámenna hópi,
sem skjótastan hefir fengið em-
bættisframa og er hann vel að'
því kominn. Hefðum við, sem
hann þekkjum bezt, þó ætlað
að frami hans myndi verða á
öðru sviði, með því að Torfi er
manna bezt til foringja fallinn
sökum gáfna, heilsteyptrar
skapgerðar og allra mannkosta.
Torfi Hjartarson ber nafn afa
síns Torfa bónda í Ólafsdal, en
er sonur Hjartar alþingismanns
Snorrasonar og konu hans
Ragnheiðar Torfadóttur. Varð
hann stúdent árið 1924 og inn-
ritaðist þá í lagadeild Háskól-
ans. Vann hann á stúdentsár-
um sínum í skrifstofu Alþingis
og kynntist þar allri afgreiðslu
þingmála. Lauk hann lagaprófi
árið 1930, en stundaði þvínæst
um skeið framhaldsnám við
brezka háskóla. Er heim kom
lagði Torfi stund á málflutning
og gaf sig jafnframt að stjórn-
málum, en árið 1932 var hann
settur sýslumaður og bæjarfó-
geti á ísafirði, en á næsta ári
bæjarfógeti á Akureyri og sýslu
maður í Eyjafjarðarsýslu. Sum-
arið 1934 var hann skipaður
sýslumaður og bæjarfógeti á
Isafirði, en því embætti gegndi
hann, þar til hann var skip-
aður tollstjóri hér í Reykjavík
árið 1934. Var embættisfærsla
hans öll til slíkrar fyrirmyndar
að orð var haft á, og um verð-
leika hans í sambandi við veit-
ingu tollstjóraembættisins varð
ekki deilt, en það er umfangs-
mesta embætti í landinu.
Torfi Hjartarson er hraustur
maður og karlmenni. Hann er
manna glæsilegastur að vallar-
sýn og bjartur yfirlitum. Hann
er maður lítt flasgefinn, grund-
ar hvert mál áður en hann tek-
ur afstöðu, en svo farsælar eru
gáfur hans, að eg veit engin
dæmi þess, að hann hafi ekki
tekið rétta afstöðu að athuguðu
máli, enda báru dómar hans
honum vitni í því efni, sem all-
ir stóðust fyrir Hæstarétti, að
því er ég hygg. Torfi er stefnu-
fastur og fylginn sér, en óáleit-
inn og vill að allir njóti fyllsta
réttar síns, hvar í flokki eða
stétt sem þeir standa. Mannkost
ir hans og lífsviðhorf hafa not-
ið sín til fulls í starfi hans sem
sáttasemjari ríkisins, en það
starf, sem er æði vandasamt,
hefir honum farist svo úr hendi,
að ekki verður um deilt, að þar
hafi verið réttur maður á rétt-
um stað.
Mér er mikill vandi á hönd-
um er eg leitast við að rekja
mannkosti og feril Torfa Hjart-
arsonar, með því að hann er
sá maðurinn, sem eg met mest
og eg tel mér eithvert mesta
happ að hafa kynnst og bundið
vináttu við, sem eg vona að
endist ævina út.
Torfi Hjartarson er kvæntur
ágætri og gáfaðri konu, Önnu
Jónsdóttur, Sigurðssonar vél-
fræðings frá Hellulandi, en síð-
ast útgerðarmanns í Hrísey. Er
heimili þeirra ágætt og rómað
af gestrisni víða um land. Er
frú Anna manni sínum mikil
Framh. á 6. síðu.
BERGMAL
Þjófnaðarfaraldur.
T vetur hefur verið óvenjumikið um þjófnaði og innbrot hér í
bænum, þannig að ýmsum óar við slíkri öfugþróun. Lög-
xeglan hefur sýnt mikinn dugnað í að hafa upp á sökudólgunum,
en fyrir rætur meinsins hefur ekki tekist að grafa. Svo virðist.,
sem fjárvelta styrjaldaráranna hafi gert suma menn lítt vanda
að meðulum, og víst er að ekki rekur neyðin flesta þessa menn
til innbrota né annarra ofbeldisverka, sem dæmi eru til.
í fæstum tilfellum hafa þjófarnir mikið upp úr krafsinu,
en þó kemur það fyrir, svo sem skemmst ‘er að minnast frá
innbroti því, sem framið var í Fálkanum, þar sem 70 þús. kr.
var stolið úr harðlæstum peningaskáp. Ættu slíkir atburðir að
hvetja menn til allrar varúðar í vörzlu fjár, þótt munir og
varningur verði ékki geymdur jafn tryggilega. Með vaxandi
fólksfjölda verður að gera ráð fyrir aukinni glæpastarfsemi,
en keyrt getur um þverbak í því sem öðru. Almermingur verður
að veita lögreglunni fullt liðsinni .í viðureigninni við. afbmta-
mennina og kann þá svo að' fara að vítin geti orðið til varnaðar.
Einn lesandi Bergmáls hefir
sent mér einkar fróðlegan pist-
il, þar sem hann setur fram
ágætar tillögur í sambandi við
auglýsingar á ákveðnum fram-
leiðsluvörum okkar íslendinga.
Vill hann að ýmsar fram-
leiðsluvorur okkar séu pakkað-
ar í litlar, hentugar og glæsi-
legar umbúðir og reynt að selja
þær útlendingum, sem ferðast
um landið og jafnvel sé einnig
Islendingum gefinn kostur á
að kaupa þessar vörur hag-
stæðu verði, ef þeir eru á för-
um af landi burt. Finnst hon-
um, sem fleirum, ekki nægi-
lega gert í því að reyna að, aug-
lýsa það bezta, sem við getum
haft á boðstólum. Fer hér á
eftir bréfið:
Úrval í
heildarumbúðum.
Til mála gæti einnig komið
að láta úrval ýmsra tegunda
sér í heildarumbúðir og selja
saman. Prentaður leiðarvísir
ætti að fylgja með íslenzkum
uppskriftum, ásamt upplýsing-
um um hvar hægt sé að kaupa
íslenzkar afurðir erlendis, hvar
afla megi upplýsinga um ís-
lenzkar afurðir hér o. s. frv.
Ef til vill yrðu þessar vörur of
dýrar vegna lúxusumbúðanna.
Til þess að tryggja sölu mætti
og' ætti þá að selja þær undir
kostnaðarverði, en þeir aðilar,
sem hag hafa af auknum út-
flutningi íslenzk-a afurða
myndu kannske taka að sér að
standa straum af þeirn kostn-
aði.
íslénzkar afurðir
fyrir erlent
ferðafólk.
„Eg vil gera það að tillögu
minni, og sný mér til Bergmáls
til þess að koma henni á fram-
færi, að láta íslenzka matvæla-
framleiðslu í glæsilegar um-
búðir og selja hana erlendum
ferðamönum við brottför þeirra
héðan. Ættu umbúðimar að
vera einskonar gjafakassaum-
búðir, sem sérstaklega væru
gerðar í þessu augnamiði til
þess að vekja eftirtekt á fram-
leiðslunni. Til greina finnst
mér að kæmi: Hraðfryst fisk-
flök, einungis bézta tegund,
frystur og reyktur lax, síld í
dósum og saltsíldarréttir tii-
búnir til neyzlu í hentugum
ílátum, kjötréttir (vei mat-
reiddir), skyr, ostar og annað,.
sem mönnum kæmi til hugar.
Vörurnar til sölu
við brottför.
Þessar vörutegundir, sérstak-
lega pakkaðar, væru til sölu
fj'rir erlenda ferðamenn við
brottför þeirra héðan, gegn
framvísun passa, svo og fyrir
íslenzkt ferðafólk á leið til út-
landa. Eg geri ráð fyrir að
skipin myndu geta tekið að sér
geymslu á hraðfrystum vörum,
en eg veit að menn hafa flutt
'með sér héðan flugleiðis fryst-
an lax o. fl. Þar sem íslending-
ar eru framleiðendur og út-
flytjendur matvæla af beztu
tegund; finnst mér vel við eig-
andi að vekja athygli á fram-
leiðslu landsmanna á þennan
hátt.
Verið velkomin
tiL Lslamls.
Tíi' hvi pö fhr níS cVrifn
um þetta, langar mig til að
minnast á annað atriði varð-
andi erlent ferðafólk. Væri
ekki skemmtilegt að ferða-
maður, sem til landsins kæmi,
fengið við komu sína afhentan
pésa, t. d. rit á borð við „Facts
about Iceland11. Slíkur pési
ætti að vera gefinn hverjum
ferðamanni að mínu áliti. í
pésanum mætti á áberandi stað
vera látin í Ijós ósk um að dvöl
ferðamannsins yrði ánægjuleg,
og að hann væri velkominn. —
Og svo nokkur stór og yel gerð
auglýsingaspjöld í afgreiðslu-
sölum tollgæzlunnar og útlend-
ingaeftirlitsins með áletruninni
„Velkominn til íslands“ á
nokkrum tungumálum."
Þannig lýkur þessu ágæta
bréfi lesanda Bergmáls og er
litlu við að bæta. Hugmyndir
bréritarans um hvernig aug-
lýsa ætti framleiðsluvörur
landsmanna eru ágætar og enn-
fremur tillaga hans um að sýna
ferðamönnum strax við kom-
una, að hann sé velkominn.
Með öðru móti verður ísland
varla það ferðamannaland, sém
menn vilja að það verði. Gjarn-
an mættu fleiri láta álit sitt í
ljós og koma með fleiri snjall-
ar tillögur. — kr.
Gáta dagsins.
Nr. 127.
Eg leit undir askinn bert,
er svo ráðin gáta,
jað var rúnaskyrtan skort,
skal svo standa láta.
Svar við gátu nr. 138:
Rokkur.