Vísir - 21.05.1952, Síða 7

Vísir - 21.05.1952, Síða 7
Miðvikudaginn 21. maí 1952 V 1 S I R Sheila Kaye-Smith: 10 KATRIN íarið með sem son okkar, sem sveik okkur seinast? Og nú hefir mér verið sagt, að faðir Oven hafi verið tekinn og verið leiddur fyrir rétt í Chichester.“ „Var faðir Oven tekinn?“ „Já, við fréttum, að það hefði gerst í Battle í vikunni sem leið. Svona hverfa þeir einn af öðrum, prestarnir okkar. Brátt verðum við sem hjarðir án hirða — úlfarnir bana þeim öllum.“ 11. Beiskjuhreimurinn dvínaði um leið og hún lækkaði röddina og í sömu svifum heyrðist gengið um steingólfið fyrir utan. Á næsta andartaki opnuðust dyrnar og Richard Tuktone herra- maður kom inn. Allar konurnar risu úr sætum sínum. „Katrín, það er ánægjulegt, að sjá þig!“ Hann heilsaði henni innilega með kossi. Hann var álíka hár og kona háns og hörundsblærinn áþekkur, en í andlitssvip hans var ekkert sem bar vitni átaka milli æsku og elli, heldur virtist sem hjá þessum manni hefði allt fallist í faðmlög. Hann var næstum hvítur á hár, en þréytulegur í and- liti, en í hverjum drætti ljómaði birta að innanverðu írá Hend- ur hans báru erfiði vitni, því að Tuktonefjölskyldan hafði ekki lengur efni á að greiða plógmönnum kaup, og Tuktone sjálfur og synir erjuðu jörðina. Var hann og lítt betur klæddur en maður í verkamannastétt, en það var mikill snyrti- og virðing- arbragur á honum. „Kata er með uppástungu, sem af mun leiða, að við verðum öll hengd,“ sagði kona hans. „Ðjarfleg og líklega ágæt hugmynd," sagði maður hennar, „segðu mér frá því, Kata.“ „Eg mælti með því, að Thomas Harman fengi að koma í okkar hóp sér til sáluhjálpar.“ „Hann er ágætismaður. Það hryggði mig mjög, er hann varð okkur fráhverfur og gekk í fylkjngú með þeim, sem ekki að- hyllast sanna trú.“ „í hjárta sínu hefir hann alltaf verið með okkur — og nú vill hann fara þá leið, sem rödd hjartans skipar honum. Harin spyr um hvenær næst komi prestur til Fuggesbroke, svo að hann geti fengið fyrirgefningu synda sinna.“ „Deo gratias“, sagði Richard Tuktone. „Nei, ekki deo gratias,“ sagði kona hans, „heldur miserere nobis, því að það fer illa fyrir okkur öUum, ef Thomas Harman fær að koma til Fuggesbroke.“ „Hvers vegna?“ „Þeir eru þegar of margir orðnir, sem vita um leyndarmál okkar.“ „Aðeins 5—6 mönnum utan heimilisins er þetta kunnugt.“ „En ein úr þessum litla hóp hefir þegar sýnt., að hún hikar ekki við að tefla lífi okkar allra í hættu.“ „Það er skammarlegt að tala svona um Kötu, kona. Eg fylgi henni að málum í þessu. Ef Thomas Iiarman þráir að fá fyrir- gefningu synda sinna myndum við tefla okkar eigin sálum í hættu með því að neita að verða við óskum hans.“ „Kannske er hann njósnari og hefir spurt aðeins til þess að fá tækifæri til þess að svíkja okkur.“ „Að Thomas Harman sé njósnari — hvílík fjarstæða — láttu ekki óttann firra þig heilbrigðri dómgreind. Eg treysti honum eins vel og mínum eigin sonum." „Hann kann að verða neyddur til þess að svíkja okkur. Kann- ske finnst honum, að hann verði til neyddur að gera það sjálfum sér til bjargar. Við verðum öll tekin — næst verðum við ekki rænd munum og fé, heldur öllum eigum okkar, lausu fé og lendum, hrakin burt — og ef til vill verðum við tekin af lífi. Kata skilur þetta ekki. Stöðu sinnar vegna getur faðir hennar vemdað hana. Hún veit ekki hvað það er að búa við ofsóknir. Við erum merkt fjölskylda — og röðin kemur að okkur. Við ættum ekki að breyta til í neinu, heldur halda hópinn, að fjölga um einn ér að bæta við einum, sem kann að reynast svikari.“ „Elsku Mary mín,“ sagði maður herrnar, „þetta er fjarstæða, eins og eg sagði áðan. Beið ekki Frelsari vor í þrjú ár, þótt hann vissi um sviksamlegt hugarfar Judasar. Hann gerði það vegna þess, að hann vildi ekki rjúfa félagsskap postulanna. Við höfum skyldum að gegna, ekki aðeins gagnvart heimili okkar, heldur og gagnvart vesalings, hrjáðu landi okkar.“ „Eg veit það, eg veit það,“ sagði hin hrellda og kvíðna kona, „eg el engan ótta sjálfrar mín vegna. Eg sé eiginmann minn og sonu tekna höndum — og leidda á braut.....Kata skilur þetta ekki — og þetta mun gerast, af því að þið viljið ekki hlíta ráð- um mínum, heldur taka á okkur öll áhættu, en ekkert gott mun af því leiða.“ „Leiddi ekki gott af því,“ spurði Katrín, „ef mótmælandi snerist frá villu síns vegar?“ „Það mundi valda mér angist, ef eg hindraði slíkt,“ sagði Agnes. „Já, eg veit* eg veit — eg er víst hugleysingi. En þú verður að fyrirgefa mér. Kata, og hugleiða hversu miklar höi-mungar þessi nýju lög leiða yfir okkur. Víð erum eins og refir í greni, sem verið er að svæla út — við getum ekki farið, og við fáum ekki að vera í friði. Smám saman hafa þeir tekið æ meira af gripum okkar og með sektargreiðslum höfum við verið rúin inn að skyrtunni. Og eftir þessa árás frá Spáni er líf okkar í hættu. Takið eftir — héðan í frá mun allt fara versnandi — þeir munu segja, að kaþólikkar hafi staðið að samsæri, þeir hafi reynt að fá konung Spánar hingað .... ó, ef hinir voldugu erlendu konungar vildu hugleiða hversu við vesalings ensku kaþólsku menn verðum að þjást vegna stjórnmálastefnu þeirra — og Jesúitarnir, sem dauðinn aldrei skelfir, verða líka að þjást — hví geta þeir ekki minnst þess, að það eru til kaþólskar konur í Englandi?“ „Væna mín,“ sagði maður hennar, „þú talar eins og guð hafi ekki gefið konum þrek í eins ríkmn mæli og körlum. Ef Hann krefst lífs þíns, þori eg að ábyrgjast, að þú munt láta það glöðum huga og mögiunarlaust.“ „En ef Hann biður um þitt líf?“ „Ef Hann gerir það mér til heiðurs mun eg treysta á, að Hann leiði þig og verndi. En enn er ekki svo komið, að við þurf- u mað óttast. Láttu þér ekki detta í hug, að eg flani að neinu. Eg mun ræða við Harman og kanna hug hans, áður en eg lofa nokkru, og ekki segja honum nein leyndarmál þegar í stað. Vertu því hugrökk, Mary, og hugsaðu hlýlega til Katrínar, en hún hlýtur að vera sársvöng orðin, eins og við vafalaust erum öll. Göngum til morgunverðar.“ 12. Katrín snæddi morgunverð með Tuktone-fjölskyldunni. Allir sátu við samá borð, húsbóndinn, húsfreyjan, synir þeirra og konur þeirra, dæturnar, vinnumenn og vinnukonur. Ein tengda- dóttirin hafði barn á brjósti, en önnur bar líf undir brjósti. Fá- breyttur matur var á borðum, hafragrautur etinn af trédiskum, og öl til drykkjar. Silfurbúnaði öllum hafði verið rænt í sein- ustu húsrannsókn. Katrín snæddi með beztu lyst, enda var hún glorhungruð, og hafði einskis neytt frá því kvöldið áður, er hún stóð upp frá borðum í ólund, án þess að hafa fengið nægju sína. Hún var glöð yfir að vera í Fuggesbroke, þrátt fyrir beiskj- una í framkomu húsfreyjunnar. Henni geðjaðist að dætrunum, sem voru furðu glaðlyndar, og henni geðjaðist að hinum alvar- legu bræðrum þeirra, sem átu mat sinn þögulir og með mikilli i j. Dulrænaif frásagnir Indíánahjónin. við til að horfa framan i hana, ef eg gæti með augunum vottað henni mitt innilegasta þakk- læti fyrir það sem hún var að gera, sem var það, að með því að leggja hendurnar á ennið á mér tók hún í burtu allar þraut- ir. Mér fannst eg vera svo vel frískur og vel vakandi, að eg vildi helzt fara út og fara að vinna eitthvað, en þegar eg leit við var hún algerlega horfin og hefi eg aldrei orðið var við hana eða hann síðan. Vikuna næstu á eftir var eg þarna að vinna einsamall á daginn og lá á þessum sama stað á nóttunni og reyndi allt, sem mér datt í hug til að fá að sjá þessi Indíánahjón aftur, sem eg bar mjög mikinn hlýleika til, fyrir það er hún aðallega gerði fyrir mig þetta á minnsta kvöld, en aldrei hefi eg þeirra orðið var síðan. Reimleiki í Winnipeg. (Frásögn ungfrú Línu Gillies ■ 1925. Saga I. ár, bls. 267—270). í janúarmánuði 1911 réðst eg fyrir þjónustustúlku tll enskra hjóna, sem bjuggu í Fort Rouge í Winnieg, fast niður við Assini- boineána, vestur af Maryland- brúnni. Húsið, sem eg fluttist í var byggt úr rauðum tígul- steini, mikið og mjög fomt að útliti. Eg og eldastúlkan sváfum á þriðju hæð hússins, sin í hvoru herbergi en þriðja herbergið, sem þar var uppi, var knatt- borðssalur en ekkert notaður þegar' þetta gerðist. Lágu allar dyrnar að sama stigaganginum, sem var mjög þröngur. Fyrsta kvöldið, sem eg var þarna hafði eg ekkert að gera. Húsmóðirin sagði, að við mætt- um ráða því hvenær við færum út, ef aðeins önnur okkar yrði heima. Fór eg því upp í her- bergi mitt til að laga þar til, en eldastúlkan fór út. Svefnherbergi mitt var stórt, með þykkum dúk á gólfinu og gamaldags burstarglugga, sem náði alla leið niður að gólfi. Skammt frá glugganum var C (£. Surtcufké Ow IMa rdf.r Ric» Durrsutln.Int.—Tm Ríj. D ar«LOa. Distx. by Unlted Feature Syndlcate. Inc.- Sástu þenna dularfuila ókunuc mann, Abdulah?“ spurði Hassan. — „Nei, herra. Hann var hljóðlaus eins og dauðinn.“ Hassan skipaði nú fyrir og sagði Nelson að kalla á alla verðina, sem tóku þátt í gleðskapnum, þvi nú þótti hætta á ferðum. Nelson gekk þar til, sem menn sátu, og horfðu á stúlkur dansa. Hann skipaði vörðunum að vera þegar viðbúnum. „Takið byssur ykkar þegar í stað og leitið um allt þorpið, innan girð- ingar. Ef þið finnið ókunnan mann komið með hann.“

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.