Vísir - 23.05.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 23.05.1952, Blaðsíða 4
a V 1 S I B Föstudaginn 23. maí 195Í wism DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Heimsókn danskra leikara. Fyrsti leikflokkur frá ,,dramatiskum“ leikhúsum á Norður- löndum er kominn hingað til lands, en hann er frá Kong- lega léikhúsinu í Kaupmannahöfn. Hefur Þjóðleikúsið notið )>ar margskonar fyrirgreiðslu og vinsældar, en auk þess sæmir vel, sökum náins menningarsambands Dana og íslendinga og sameiginlegrar sögu, að danskir leikendur hafi hér fyrstu er- lendu „dramatisku“ sýninguna í Þjóðleikhúsinu. Dönsk leiklist stendur á mjög háu stigi, og til skóla konunglega leikhússins i Kaupmannahöfn hefur fjöldi íslenzkra leikenda sótt menntun sína að verulegu leyti. Leikflokkurinn danski er skipaður úr- valsleikendum, sem íslenzkum leikhúsgestum er mikill' fengur að kynnast, en fyrsta sýning flokksins í Þjóðleikhúsinu verður annað kvöld. í hinum danska leikflokki, sem hér er staddur, er hvert rúm vel skipað, enda hefur Bröndsted, æðsti stjórnandi konunglega leikhússins, þar forystuna. Leikhús á Norðurlöndum hafa tekið upp þann lofsverða sið, að fá leikendur frá frændþjóðunum til þess að halda þar gestasýningar, enda má segja að í rauninni sé þetta einn þáttur norrænnar samvinnu og innbyrðis kynn-. ingar. í leiklistinni og með henni er ekki einvörðungu sýnt sumt það bezta, sem finnst í bókmenntum þjóðanna, heldur og tungu, siðir og alhliða menning hlutaðeigandi þjóðar, eins og' þetta er túlkað af nútímanum, þótt efni leikritanna kunni að heyra fortíðinni til. Fle’stir íslenzkir leikunnendur munu þekkja flesta þá, sem danska leikflokkinn skipa og leikferil þeirra í verzlun, er hann rak um skeið MINIXIJXGA H OHÐ : Theodór Árnason iiðluloikíii'i. Theodór Arnason fiðluleikari lézt 7. þ. m. á Patreksfirði og í dag fer útför hans fram frá Fossvogskirkju. Theodör var fæddur 10. des. 1889, Seyðfirð- ingur að ætt, en faðir hans, Árni Jóhannsson, var leng'i banka- starfsmaður hér í Reykjavík, og bæjarbúum kunnur. Eg, sem þessar línur rita, var lítið kunnugur starfsferli Theo- dórs á því sviði, sem honúm var hjartfólgnast, tónlistar- sviðinu. Aftur á móti kynntist eg all vel manninum Theodór Árnasyni og þá einkum rithöf- undinum. Fróður tónlistarmaður hér í Er. Theodór hafði að mestu lagt tónlistina á hilluna sneri hann sér að ritstörfunum. Skrif aði hann fjölda blaðagreina og stundaði svonefnda frjálsa „free lance“ blaðamennsku. Ferðaðist hann gjarnan um og skrifaði greinar fyrir dagblöðin. .Birtust margar greinar h'ans í Vísi og voru mikið lesnar af almenn- ingi. Bezt lét honum að skrifa um líf sjómanna og atvinnulífið vfirleitt. Tók hann sér oft ferð með fiskiskipum annaðhvort á rhiðin eða til markaðslandanna og sagði síðan frá í greinum þessum. Það fór ekki mikið fyrir bæ, sem var Theodór kunnugur Theodór Árnasyni j daglegu frá æsku, hefir tjáð mér, að hann hafi snemma verið mjög og ánægjulegri, en hann átti í hérvist sinni. Theodór var kvæntur Hans- ínu Þórðardóttur frá Hól. Þhu slitu samvistum fyrir allmörg- um árum, en Hansína lézt árið 1946. Þau eiguðust einn son, Árna. K. J. Qœfan tvlgir hrlngunum fré SIGURÞÖR, Hafnarstræti 4, Margar geröir fyrirliggjandi. efnilegur sem fiðluleikari og gefið góðar vonir um mikinn frama á þeirri braut. Lærði Theodór fyrst fiðluleik hjá Oskar Johsmnsson, eins og fleiri kunnir, eldri tónlistar- menn okkar. Lék hann hér í hljómsveitum, en fór síðar vest- ur um haf til Winnipeg og lék á ýmsum veitingastöðum þar vestra. Síðar fluttist hann aftur hingað heim og stofnsetti nótna aðalatriðum. Mun ekki að því vikið frekar að þessu sinni, en það eitt látið nægja að bjóða leikflokkinn allan velkominn tii íslands, og megi dvölin verða hér ánægjuleg, þótt veðrið væri lakara við hingað komuna, en æskilegt hefði verið og landtakan því leiðari en er landið tjaldar fegursta skrúði. Starfsemi Hringsins. í dag er skýrt frá því hér í blaðinu, að líkur eru til að hafizt verði handa á næsta ári um stækkun Landspítalans, en þess hefur verið full þörf, þótt ekki hafi orðið af framkvæmdum sökum fjárskorts. Ber öðru frekar að þakka það dugnaði kven- félagsins Hringsins við fjársöfnun til barnasjúkrahúss og fram- .lagi þess félags til stækkunarinnar, að unnt verður að ráðast í hana. Framlag Hringsins mun nema rösklega tveimur milljónum króna, en því fé hefur félagið safnað á tíu árum og er þar vel að verki verið. í þessu sambandi ber þess einnig að minnast að íslenzku kvenþjóðinni og' þá Hringnum fyrst og fremst, ber að þakka það að í upphafi var ráðist í byggingu Landspítalans, en það sýnir stórhug kvenþjóðarinnar að hrinda af stað slíkri 'bvggingu á þeim tíma, sem getuleysi var þröskuldur í veg'i allra framfara og framkvæmda. Ætti þá hlutar arftakanna að verða góður, er slíks stórhugar og kjarks gætir hjá mæðrunum. Kvenfélagið Hringurinn taldi verkefni sínu á engan hátt lokið, þótt Landspítalanum væi'i komið upp og hann fullnægði þá í svip brýnustu þörfinni. Félagið setti sér það markmið, að Tbyggja einnig barnaspítala, með því að ekki er talið henta að sjúkradeild fyrir börn sé að öllu undir sama þaki og aðrar sjúkradeildir, bæði vegna eðlis þeirra sjúkdóma, sem börn eru tíðast haldin af, en aðallega sökum ókyrrðar og óróa, sem fylgir tíðast hálffrískum börnum, sem þó þarfnast sjúkrahúss- vistar. Börn þarfnast einnig sérstakrar hjúkrunar og umönnunn- ar, sem er frábrugðin þörfum fullorðinna og er því eðlilegt að sérfrótt starfslið sinni þörfum þeirra, svo sem gerist á öllum slíkum sjúkradeildum erlendis. Tilfinnanlegur skortur. hefur verið á húsrúmi í sjúkrahúsum hér'í bænum, en svo sem kunnugt er leita hingað sjúklingar af landinu öllu, með því að hér er helzt að leita til sérfræðinga í hverri grein. Hefur lengi verið í ráði, að byggt yrði hér bæjar- sjúkrahús, og framkvæmdir við þá byggingu eru þegar hafnar og fjárfestingarleyfi fengið. Breytir það í engu þörfinni fyrir sjúkradeild barna við Landspítalann, sem kvenfélagið Hring- urinn hefur barizt fyrir, en þegar báðar byggingarnar hafa risið aí' grunni og verið teknar í notkun, má gera ráð fyrir að brýn- ustu þörfinni sé fullnægt, að minnsta kosti í bráð. Allt til þess hefur ástandið verið slíkt, að fársjúkir menn hafa orðið að bíða sjúkrahússpláss dögum og vikum saman, og getur hver maður gert sér í hugarlund, hverjar afleiðingar slíkt getur haft í för með sér. Orðið hefur að senda sjúklinga af spítölum miklu fyrr, en æsikiegt hefði verið, þótt það komi síður að sök, en hvort- tveggja er illt og því úrbóta þörf. Ber að þakka kvenfélaginu ^Hringnum framlög þess til iíknarmálanna fyrr og nú. Theodór bar þó ekki gæfu til að halda áfram í þeirri grein, em hann hafði hlotið sérmennt- un og var honum hugstæðust. Hann reit þó talsvert um tón- list og um skeið birtist eftir hann í vikublaðinu Fálkanum greinaflokkur um tónskáld og tónlistarfrömuði. og ýmsar bækur þýddi hann um efni. Theodór var fjölhæfur maður og átti einkar létt með að skrifa, og þýðingar hans eru liprar og lifandi. lífi. Hann var með afbrig'ðum hlédrægur maður, allt að því feiminn. Þannig kom hann mér fyrir sjónir að minnsta kosti. Kannske hefir hlédrægnin éinnig stafað af þeirri uppgjafar tilfinningu er grípur menn, or þeir telja að líf þeirra hafi far- ið öðruvísi en þeir hefðu kosið. Þótt Theodór væri þannig lítt úm það gefið að safna að sér þýjum kunningjum, gat hann verið kátur og skemmtilegur ineðal þeirra, sem hann vildi Omgangast. Hann var gæddur sikemmtilegri en þó græzku- lausri kímni, sem hann þó beitti sparlega nema helzt við skál meðal góðra kunningja. Hann var bæði greindur vel og fróð- ur um margvísleg efni. Á ég margar góðar minningar um samverustundir okkar. Theodór var sjúklingur sein- ustu árin og fluttist vestur til sama Patreksfjarðar til vinafólks þar, og þar lézt hann. Æviskeiðinu hérna megin er lokið og nú er hann farinn til þeirra heima, iþar sem bíða hans betri dagar Til leigu í næsta mánuði gott lager pláss 75 fermetrar. Upph'rs- ingar i sima 1928 eftir kl. 5. Karlmanna- strigaskórnir með þykku gúmmísólun- um, nýkomnir. Skóverzl. Framnesveg 2. Sími 3962. Pappírspokagerðin h.f. Vitastig 3. Allsfc. pappírspokar MARGT Á SAMA STAÐ LAUGAVEG 10 - SIMl 3367 ♦BERGMAL♦ Það má teljast mikill íþrótta- viðburður, að hingað til lands er væntanlegur brezkur knatt- spyrnuflokkur, sem mun vera sterkari en nokkur annar, sem hingað hefir áður komið. Knatt- spyrnulið þetta er brezkt at- vinnulið, kennt við Brentford, sem er í annari deild brezkra atvinnuliða. Brezk knattspyrna. Eins og kunnugt er má segja, að knattspyrna sé þjóðaríþrótt Breta og er óvíða annars stað- ar fylgst með henni af jafn miklum áhuga og í Bretlandi. Mörgum þykir líka brezka knattspyrnan glæsilegri en knattspyrna með öðrum þjóð- um. En Bretarnir leggja meira upp úr einstaklingnum en til dæmis knattspyrnulið megin- landsþjóðanna, þar sem allt veltur á heildinni og keðju- leiknum. Dýrir menn. Brezku knattspyrnuliðsmenn- irnir, sem hingað koma, eru 15 að tölu, og eru á meðal þeirra nokkrir mjög frregh’ knaft^ spyrnumenn, sem hafa farið kaupum og sölum milli knatt- spyrnufélaga og sumir á geipi háu verði. Einn liðsmanna í Bentford-liðinu cr til dæmis í 20 þús. punda ilokkinum, ef svo mætti til orða taka. Það hefir nefnilega vorið boðið í hann 20 þús. sterlingspund til þess að fá hann keyptan yfir til annars liðs. Venjulega munu það vera liðin, sem semja sín á milli um kaupverðið, en ekki mennirnir sjálfir. Háar tryggingar. Það vitnaðist í viðtali við forráðamenn íslenzku knatt- spyrnufélaganna Frams og Víkings, sem standa að boði þessa brezka liðs hingað, að samanlagðar tryggingar á öllu liðinu væru um 10 milljónir. Það er mikill peningur. Þar er talin trygging liðsins með flug- vél milli landa og auk þess aukati-ygging hvers einstaks leikmanns á leikvelli, en hún er 10 þús. pund. Það myndi því dýi’t fyrir eitthvert vátrygg- ingarfélagið, ef brezkur leik- tnaðtíi’ slasaðist á knattspyrnu- vellinum hér, fótbrotnaði eða því um líkt. Vonandi kemur ekkert slíkt fyrir. Ein stjarna með? Með knattspyrnuliðinu er væntanlegur Tom Lowton, sem er mjög þekktur knattspyrnu- maður í Bretlandi, og kannske einhver sá kunnasti nú sem stendur. Þó er ekki alveg af- ráðið hvort hann getur komið af heimilisástæðum. En hvað um það. Allir liðsmennirnir eru þekktir í sínum flokki og munu knattspyrnuunnendur hér fagna því, að svo skuli hafa tekizt til, að þessu liði var boð- ið hingað til leiks, og að það sá sér fært að koma. — kr. Gáta dagsins. Nr. 128. Sá eg á suðúrvegi svartan göltinn vaga, hærra ber hann hné en maga. Svar við gátu nr. 127: Bók í tréspjöldum, sem vantaði í.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.