Vísir - 29.05.1952, Page 4

Vísir - 29.05.1952, Page 4
V l'S I E Fimmtudaginn 29. maí 1952 DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Fálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VtSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. v Félagsprentsmiðjan h.f. Arnðurinrt unt forsetahförið: 11 U SigurSur og „Sívali tuminn." 'IT'ararstjóri verkalýðsnefndar þeirrar, sem til Ráðstjórnar- *“ ríkjanna fór, gerðist fréttaritari Vísis þar eystra, er hann réðist til fararinnar og gaf um það skriflega yfirlýsingu til frekari tryggingar. Engar fréttir bárust hinsvegar frá honum að austan og ekki hefur fréttaþjónustu hans orðið vart til þessa, en hætt er við að nú taki að slá í fréttirnar og verði þær þvi lítils, eða einskis virði. Annaðhvort hefur póstþjónusta Ráð- stjórnarríkjanna því ekki sinnt hlutverki sínu, eða þá frétta- xitarinn sjálfur, sem að óreyndu verður að telja ólíklegra. Nokkrir molar hafa fallið af borðum sendinefndarinnar, sem almenningur verður að gera sér að góðu. Formaður Dagsbrúnar skýrði svo frá á fundi, sem haldinn var í fyrradag í því félagi, að í Ráðstjórnarríkjunum væri slík ást og virðing borin fyrir lífinu og fullkomnum mannréttindum, að þar væri enginn munur gerður á sterkum né veikum með- bróður. í þessu felzt vafalaust að Stalin marskálkur njóti sömu virðingar og ástar einstaklinganna og mennirnir í fangabúð- omum norður við Hvítahaf, en talið er að nokkrar milljónir manna ali nú aldur sinn í þrælkun, hraktir til vinnu með svip- um og sporðdrékum. En fangabúðirnar kváðu vera víðar en norður í íshafsauðnum Rússlands og Síberíu, og' þar er vinnu- krafturinn sagður ódýr, þótt miklu fái hann afkastað, án þess ao um nokkra tegund ákvæðisvinnu sé að ræða. Þeir kunna lagið á veikum meðbróður í Sovétríkjunum og vita hvað honum og' múgríkinu er þénanlegt. Þar lifa þeir svo sem ekki á vinnu meðbróður síns. Nei og sussu nei. Þar virðist hver og einn sjálfum sér nógur. Svo mátti heyra saumnál detta, meðan Sigurður talaði og þeir félagar, svo að ekki hafa þeir dregið andann djúpt, né haft í frammi hávaða í málhrotunum. Þetta hafa þeir lært i Sovétríkjunum, — að tala með þögninni af eintómi virðingu tvrir veikum meðbróður, sem ekki hefur átt þess kost að komast til Sovétríkjanna og standa við grafhýsi Lenins á hátíðadegi verkalýðs og öreiga allra landa, meðan friðarenglarnir sveim- nðu í skýjunum, hjúpaðir gráu járni, og eitthvað, sem minnti á iallbyssukjafta hrærðist á skriðbeltum eftir' götum stórborgar- innar Moskvu. Allt ljómaði þarna af ást og virðingu fyrir mann- lífinu, svo stórfenglega sem mynd af Stalin marskálki, eða augun í hundinum hans Hans, sem voru eins stór og „Sívali turninn", en að visu séð í utanferð. Vandamál skólafólks. TTm þessar mundir hverfur skólaæskan sem óðast frá nánfi, og tekur þá að leita sér sumaratvinnu, sem oftast hefur xeynzt nokkrum erfiðleikum bundið, en fer þó stöðugt versandi. Erlendis tíðkast það ekki að skólafólk stundi erfiðisvinnu yfir sumarmánuðina, enda sumarfrí styttra þar en hér. Bezti skóii margra námsmanna og gagnlegasta lífsuppeldið hefur þó verið kynning sú sem íslenzk skólaæska hefur hlotið við erfiðisvinnu af atvinnuháttum þjóðarinnar og því fólki, sem þar leggur fram krafta sína. Þær stundir gleymast ekki þeim, sem reynt hafa, en glæðir skilning góðra manna á þörfum og kröfum láglaunamanna. Verkalýðssamtökin hafa lagt ríkt kapp á, að semja svo við atvinnurekendur, að félagsbundnir verkamenn á hverjum stað, skyldu sitja fyrir atvinnu. Af þessu leiðir aftur að skólafólk mætir afgangi eða verður afskipt þegar vinna gefst, en at- vinnulaust öðrum frekar séu verkefni lítil eða stopul. Margur fátækur námsmaður hefur getað staðist námskostnaðinn, ein- göngu sökum góðrar sumaratvinnu, þótt oft hafi menn orðið að leggja hart að sér og svelta heilu hungri Við að klifa þrítugan hamarinn til námsloka. Nú í vetur lýstu stúdentar þessu svo í blöðum, að dýrtíðin hefði leitt til þess að sumir stúdentar yrðu að láta sér nægja eina máltíð á degi, með því að efnahagurinn leyfði ekki frekari útgjöld. Slíkt eru neyðarkjör, sem geta leitt til heilsutjóns, sem ekki verður bætt og margur ber sem kross alla æfi. Nauðsyn ber til að greitt verði fyrir námsfólki í atvinnuleit, eftir því sem f rekast er kostur. Þótt Stúdentaráð hafi slíkt starf með höndum, nær það til takmarkaðs hóps og er heldur ekki fullnægjandi að öðru leyti. Námsfólkið þarf að mæta skilningi atvinnxL- rekenda og verkamanna, þannig að. námsferiil þess. raskist ekki sölcum fjárskorts, eða að það þurfi að búi við sult og .seyrtt rneðan þeir stunda námið. Alþýðublaðið og flokkur þess hefir tekið upp þann áróður fyrir frambjóðanda sínum,. að .flokkarnir eigi ekki að „skipa fyrir“ um það hver eígi að vera í kjöri við forsetakosningar, heldur eigi þjóðin að gera það. Það virðist nú koma úr hörðustu átt þegar minnsti flokkurinn í landinu fer að státa af bví, að hans fram- bjóðandi sé valinn af bjóðinni til framboðsins. Og enn fjarstæðukendara er bað, er málgagn hans er að reyna að telja mönnum trú um, að framboð séra Bjarna Jóns- sonar sé aðeins síutt af innsta hring Sjálfstæðisflokks- ins, eða jafnvel aðeins af formönnum hessara flokka. Það er og næsta broslegt þegar Alþýðublaðið fimbulfambar um það af miklu yfirlæti, að það sé þjóðin, en ekki flokkarnir, sem eigi að bjóða fram forseta og flokkarnir eigi ekki að skipta sér af þessu „einkamáli“ þjóðarinnar. Þetta er að sjálfsögðu góðar röksemdir í augum AB-málgagnsins meðan þær beinast ekki gegn frambjóðanda Alþýðuflokksins. Þessi áróður er hafður í frammi í bví skyni, að telja Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum trú um að flokksstjórnir þeirra séu að „kúga“ þá til að kjása eins og þær vilja. Framboð séra Bjarna Jónssonar sé stutt af „fámennri klíku“ innan flokkanna, en framboð Ásgeirs Asgeirssonar sé stutt „af þjóðinni“. Slíkur áróður sem þessi er settur fram í því skyni eingöngu að sundra fylgi Sjálfstseðismanna við þann mann, sem flokkur þeirra hefir lýst eindregnum stuðningi sínum við. Flokkssam- tök Sjálfstæðismanna hér í bænum og víða um land hafa lýst yfir ákveðnu fylgi sínu við séra Bjarna Jónsson. Hér er því ekki um ákvörðun fárra manna að ræða, eins og Alþ.bl. viil vera láta, heldur er mikill hluti þjóðarinnar að láta hér álit sitt í ljós. Sjálfstæðismenn æt-tu ekki að láta blekkjast af þessum áróðri, heldur ganga einhuga og sameinaðir til kosningarinnar. Öll sundrung og deilur innan flokksins um forsetakjörið mundu veikja samtakamátt hans við næstu kosning'ar. Ef framboð nokkurs ínanns getur talist hafa stuðning þjóð- arinnar, þá er það framboð séra Bjarna Jónssonar. 3 u J\rÍ5tjaiicL *itein Sveðja. Nú syrgja þig allir, með söknuð i lund, er svífur þú héðan og hverfur um stund. Þín göfuga sál var með göfgandi mætti, sem geislaði frá sér og umhverfið bætti. Með þakklæti kveðja þig allir af ást, því aldrei í lífinu neinum þú brást. Þú elskaðir kvæði og áíít, sem var list og ástvini þína, er hafa þig' misst. Einar Markan. Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarlögmaOuT. Skrifstofutíml 10—12 og 1—5. Aðalstr. 8. Sím' 1043 og 80950. t Reykjavík eru 1046 verzlunarfyrirtæki. I árslok sl. árs voru 1046 verzlanir í Reykjavík. Af þeim voru 840 smásölu- verzlanir og 206 heildverzlanir og umboðsverzlanir. Voru '28 verzlanir íleiri í Reykjavík þá heldur en í lok næsta árs á undan, en 70 fleiri heldur en í árslok 1949. Smásöluverzlanirnar skiptast í síðustu árslok sem hér segir: Matvöruverzlanir 181, vefn- aðarvöruverzlanir 167, skófatn- aður 21, bækur og pappír 43, skartgripaverzlanir 56, járn- og byggingavörur 22, raftækja- og bifreiðavarahlutaverzlanir 33, verzlanir með ýmsan varning 165, fiskbúðir 59 og brauð- og mjólkurbúðir 93. VÍDISSÓDI í 50 — 127 - - 180 kg. tunnum. Verðið mjög hag- stætt. Verzlun 0. Eliingsen h.f. Hið óviðjafnanlega IMESCAFÉ komið aftur. (UUelOtdi *BERGMAL♦ Eitt nýmæli er nú á döfinni, sem áreiðanlega mun eiga mikl- um vinsældum að fagna er því verður hrundið í framkvæmd, en það er hin væntanlega sam- göngumiðstöð, sem sérleyfis- hafar á langleiðum hafa í hyggju að koma sér upp. Alls- herjarmiðstöð fyrir alla bila, er aka á sérleyfisleiðum, hefir lengi verið mikið nauðsynjmál og er það vonum síðar að hug- myndin kemst í framkv-æmd.. , Mjólkurstöðin gamla. Val samgöngumiðsöðvarinn- ar virðist einnig hafa tekizt vel, því að í ráði er, ef samningar takast, að fá gömlu mjólkur- stöðina og gera hana að þessari samgöngumiðstöð.'Þar eiga all- ir langferðabílar að mætast, þaðan verður lagt af stað til allra þeirra staða á landinu, ér bundnir eru sérleyfum og þang- að koma bílamir, er þeir koma í bæinh. Þegar gert hefir verið við húsið, sýnist það vel full- nægja kröfunum fýrst í stað, og í kringum það er nokkur lóð, þar sem margir langferða- bílaf geta staðið. Einn ákveðinn staður. — Það verður til stóraukinna þæginda fyrir allan almenning í bænum að geta snúið sér að einum ákveðnum stað, sem bíl- ar fara frá í allar áttir, svipað og er á brautarstöðvum erlend- is. Eins og kunnugt er koma hér á landi eingöngu bílar í stað járnbrautarlestanna í öðr- um löndum, og er því nærtækt að hafa svipaðan hátt á, sem vitað er að gefizt hefir vel. Það er aftur aukaatriði, að sérleyf- ishafar munu hafa í hyggju, að sjá um ferðir úr fjarlægum bæjarhlutum til þessarar al- mennu samgöngumiðstöðvar. Biðsalur og önnur þægindi. Nauðsynlegt er að í húsa- kynnum samgöngumiðstöðvar- innar verði ýmisleg þægindi fyrir ferðafólk, eins og tíðkast með öðrum menningarþjóðum. Til dæmis þyrfti þar að vera rúmgóður og vistlegur biðsalur. fyrir fólk, er væri að hinkra eftir að tíminn sé kominn til að leggja af stað eða bíllinn, er það ætlai- með, leggi úr hlaði Ennfremur ætti að vera þar fullkomin upplýsingaskrifstofa um allar ferðir, jafnvel auglýs- ingar um hentugar skemmti- ferðir eða hópferðir, er farnar væru við og.við. Nálægt flugvelli. Þessi staður, sem í fljótu bragði virðist mjög vel fallinn til þess að yera samgöngumið- stöð, verður það þó aðeins til bráðabirgða. í framtíðinni er ætlunin að samgöngumiðstöðin verði rekin í nágrenni og sam- bandi við flugvöll, og er það skiljanlegt. Eg spái því, að þetta sameiginlega átak sérleyfis- hafa muni eiga miklum og sí- Vaxandi vinsældum allra að fagna. Og eiga forgöngumenn- irnir þakkir skilið fyrir fram- kvæmdasemina. — kr. Gáta dagsins. Nr. 132: Tvo við kofa hýrist hann, hrundum gulls er tryggur; flestir múnu þekkja hánn með þolinmæði liggur. Svar við gátu nr. 131: f Hvað. j

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.