Vísir - 29.05.1952, Qupperneq 5
Fimmtudaginn 29. maí 1952
VlSIB
Nauðungaruppboð
á touurununi*
Mik&íi hluti wBfjsköpunar-
íS&tuns í ulrurlrgwwm
fijtírki'öggt&m.
Eins og kunnugt er af fregn-
um í blöðunum hefir verið aug-
lýst nauðungaruppboð á sex
nýsköpunartogurum. Eru það
togarar bæjarútgerðanna á ísa-
firði, Seyðisfirði, Vestmanna-
eyjum og Siglufirði. Þó ekki
hafi enn verið auglýst uppboð á
fleiri togurum eru þó margir
fleiri komnir í þröng og mua
óhætt að fullyrða að f jórðungur
alls nýsköpunarflotans sé nú
komin í mjög alvarleg fjárþrot.
Eftir fjögra ára útgerð.
Sú staðreynd, sem hér blasir
við, er ömurlegri en orð fá lýst.
Við töldum okkur hafa stigið
mjög stórt og heillavænlegt
spor þegar við lögðum svo
hundruðum milljóna króna
skipti í hinn nýja togaraflota.
Þetta var líka myndarlegt og
glæsilegt átak. Hver nýsköpun-
artogarinn öðrum prýðilegri að
öllum útbúnaði sigldi í höfn og
fólkið fagnaði komu þessara
myndarlegu skipa.
En saga togaraútgerðarinnar,
seinustu fjögur árin, er því
miður ekki fagnaðarefni á borð
við þessa glæstu skipakomu.
f fjögur ár hefir togurunum
verið haldið þrotlaust úti, nema
þegar verkföll eða önnur óáran
hamlaði.
í fjögur ár hefir flotinn siglt
á einhver beztu fiskimið, sem
völ er á í heiminum. í fjögur
ár hafa markaðir haldist svo
hagstæðir að telja má að þeir
hafi venjulega verið góðir og
mjög oft með ágæturn.
Þó er útkoman sú eftir fjög-
Urra ára útgerð með nýjum og
prýðilegum skipum á uppgripa-
miðum við ágæt markaðsskil-
yrði, að ekki er nokkur mögu-
leiki til þess að skipin geti end-
urnýjað sig. Þessi útgerð getur
enga sjóði eignast til að við-
halda sjálfri sér og byggja sig
upp. Skuldir safnast á skuldir
ofan og seinast tekur fógetinn
við og auglýsir nauðungarupp-
boð.
Togararnir og
stofnláúadeildin.
Einhver kynni að halda að
'1*
hér væfi dregin upp of svört
mynd. en því miður er það ekki
svo. Mýndin er nákvæmlega
rétt og sízt of svört álitum.
Glöggt |iæmi um hag útgerðar-
innar, eins og honum er raun-
verulega komið, eru viðskipti
flotans við Stofnlánadeidl sjáv-
arútvegsins. Þessi stofnun veitti
flotanum ódýr lán og hagfelld,
þannig að ekki var völ á öðru
betra. Samt hafa útgerðirnar
gefist upp við greiðslu og orðið
að sæta því að skipin væru sett
undii' hamarinn.
Mundi nokkur maður, sem
eignast hefir þak yfir höfuðið
með tilstyrk lánsstofnunar sem
veitti hpnum langt og hagstætt
lán, gera sér leik að því að láta
lánið vei’ða í vanskilum, þannig
að húsiþ færi á uppboð? Mundi
ekki slíkur maður reyna til
hins ýtrasta að greiða vexti og
afborganir af þessu láni, til að
þui’fa ekki að lenda út á göt-
unni? Vissulega mundi slíkur
tnaður gera allt sem unnt væri
Getraunaspá vikunnar.
MINNINGARDRÐ -
Vigfús Guðmundsson fyrrum
Tbóndi í Engey er til moldar bor-
inn í dag. ,
Vigfús var fæddur og alinn
mpp á hinu nafnfræga Keldna-
heimili á Rangárvöllum, sonur
Guðmundar Brynjólfssonar
hónda þar og konu hans Þurtð-
ar Jónsdóttur. Hann nam bú-
fræði á unga aldri og gerðist
fyrst bóndi á Haga í Gnúpverja
hreppi árið 1896, en 13 órum
síðar flutist hann að Engey og
hjó þar um sjö ára skeið. Arið
1916 fluttist Vigfús til Reykja-
víkur og hefir dvalið héi síðan.
Enda þótt Vigfús væri bú-
höldur mikill, svo sem hann átti
ætt til, voru það þó fræði-
.mennska og ritstörf sem fyrst
og' frethst tóku hug hans allan.
Varð Vig'fús á þessu sviði mik-
ilvirkur og vandvirkur og iiggja
eftii' hami þrjú allstór preittttð
’ rit úr byggðdsögú 'landsins. —
í>éssi rit. eru Sagh Oddastaðar,
Saga Eyrarbakka I—II og Keld-
ur á Rangárvöllum. Auk þessa
hefir hann skrifað um lands-
mál og sagnfræði í fjölmörg rit
og blöð og loks liggja morg
sagnfræðirit eða drög að þeim
í handritum. Báru öll fræði- og
ritstörf hans vitni sannleiks-
ástar og vandvirkni og lagði
hann sig mjög í líma til þess að
fá sem öruggastar heimildir fyr-
ir því er hann skráði.
Vigfús var heill maður, skap-
festumaður, drenglundaður og
velviljaður og var virtur og vel
metinn af öllum er til hans
þekktu.
Vigfús var fæddur 22. októ-
ber 1869. Hann var kvæntur
Sigríði Halldórsdóttur frá Háa-
múla í Fljótshlíð. Lifir hún
mann sinn ásamt börnum þeirra
þremur, Hálldóri, cand. þhil.,
frú Krístínu, konu Guðmtmdar
FiHpþussonar málara og Ingi*
björgu.
og ekkert nema neyðin ein gæti
komið honum til þess að lenda
í vanskilum og stofna sjálfum
sér og eign sinni í hættur og
vandræði. Hið sama gildir um
togaraútgei’ðina. Það er ekki
annað en óbjargandi kröggur,
sem valda því að skipin hafa
lent í vanskilum við Stofnlána-
deildina og þar með undir
hamrinum.
Þeim, sem utan við standa,
mun þykja fróðlegt að vita
hvernig standi á óförum tog-
araútgerðarinnar, enda mun
fæstir hafa gert sér grein fyr-
ir því. Hér mun ef til vill síðar
verða gerð nokkur grein fyrir
því atriði en í fáum orðum má
segja að ástæðan sé sú, að alltof
háar kröfur séu gerðat til þess-
arar útgerðar bæði af hálfu
einstaklinga og þess opinbera.
Menn hafa staðið í þeirri mein-
ingu, að togaraútgerð væri eins
og stórvaxinn jálkur, sem óhætt
væri að hengja á marga og
þunga bagga. En þess hefir ekki
verið gætt að baggarnir geta
auðveldlega orðið bæði of þung-
ir og of margir.
Sú var tíðin' að togaraútgerðin
var mjög tortryggð og ofsótt.
Sá ófriður á hendur útgerðinni
stóð um fjölda ára. Þá var reynt
að fá almenning til að trúa því
að útgerð vaéri þrotlaus gull-
náma en vandræði hennar áttu
þá að stafa af því að útgerðar-
menn „drægju fé út úr rekstr-
inum“, eins og það var orðað og
létu bankana um að • greiða
töpin.
Síðan komu bæjarútgerðirn-
ar til sögunnar. Þá varð öllum
ljóst hið sanna í málinu. Þá
fengu þessir sömu menn, sem
mest liöfðu ofsótt og tortryggt
útgerðina, tækifæri til þess að
gera út sjálfir fyrir opnum
tjöldum en niðurstaðan af þeirri
starfsemi er nú öllum ljós.
Gjaldfrestur —
gálgafrcstur.
Ef til vill fer það svo að þeim
togurum, sem nú hafa verið
auglýstir, verður bjargað frá
uppboði, með því að veita nýjan
gjaldfrest. Það er gott svo langt
sem það nær en slíkt nær
skammt. Gjaldfrestir eru oft
aðeins gáigafrestir. Það sem
hér þarf að gera er að komast
til botns í því hverjar eru or-
sakirnar að vandræðunum og
hvernig er unnt að ráða bót á
þeim. Og slíkt þolir enga bið.
Það er tilgangslaust að reyna
að velta togaraútgerðinni áfram
með g'jaldfrestúm eða skulda-
skilum frá ári til árs. Ef sjálf-
ur grundvöllurinn undir rekstr-
inum er rang't byggður, dugar
slíkt ekki hót.
Að þessu sinni eru óvenju-
lega margir innlendir leikir
með á getraunalistanum.
Akranes:Brentford 2
Agizkunin hér verður án.um-
hugsunar 2.
F. H.:Haukar, Hafnarf.
Týr:Þór, Vestm.eyj.
Hörður: Vestri, ísafj.
K. A.:Þór, Akureyri
Viking:Skeid.
Sigur heimaliðsins er
astur.
2
1(X)
1
1(X)
1
líkleg-
Kvik:Strömmen. 1
Kvik hefir að undanförnu
gengið allvel, en Strömmen
hefir tapað tveim síðustu leikj-
um sínum. Heimasigur er lík-
legastur.
Lyn:Sparta. 1
Lyn hefir gengið vel að und-
anförnu. Liðið gerði m. a. jafn-
tefli við Fredriksstad á upp-
stigningardag, en Fredriksstad
langefsta liðið í B-deild norsku
keppninnar. Sparta hefir tap-
að tveim síðustu leikjum sín-
um. Heimasigur er því líkleg-
astur.
Sarpsborg: Fredriksstad 2(X)
Enda þótt þessi lið séu í 1.
(Fredriksstad) og 2. sæti
norsku B-deildarinnar virðist
munur þeirra svo mikill (Fred-
riksstad 23 st., Sarpsb. 13 st.)
að ráðlegast sé að reikna með
sigri Fredriksstad í upphafsröð-
inni, en hafa þá X me® sem
varamöguleika.
Degerfors:Norrköping X (12)
Degerfors hefir gengið mjög
vel að undanförnu en Nörr-
köping er í efsta sæti í keppn-
inni. Búast má við tvísýnum,
leik og er ráðlegt að þrítryggja.
X (1 2).
Elfsborg : Djurgárden T
Elfsborg hefir áð uridanförnu
gengið vel en Djurgárden illa.
Þar sem E. leikur á heimavelli
er heimasigur líkiegastur, þ. e.
1.
Gais : 0rebro 1 (2)'
Leikurinn er mjög tvísýnn,
en aðalágizkun hér verður 1 en
2 til vara, þ. e. (2).
Skjólabúar.
Það er drjúgur spölur inn
í Miðbæ, en til að koma
smáauglýsingu í Visi,
þarf ekki að fara
lengra en í
Neshwkð9
Ncsvegi 39.
Sparið fé með þvi að
setja smáauglýsingu í
Vísi.
Herrasokkar
( Nylon & ull)
Drengjasportsokkar
í fjölcla litum nýkomnir.
GEYSIR H.F.
Fatadeildin.
IWWYW
KVÚkÐjtankat.
Hvítur
Súpu Asparagus
12,40 stór dós.
m m mm
HEIMSÓKN GÓÐRA GESTA
setja svip á Reykjavík þessa
dagana. Með Gullfossi kom
Tore Segelcke, leikkona, sem
dáð er um öll Norðurlönd og
raunar víðar, því að komu
hennar til Ameríku er beðið
með óþreyju. Tore Segelcke
annast leikstjórn á „Brúðu-
heimilinu" eftir Ibsen, sem tal-
ið er eitt af hans allra mestu
verkum. Sjálf leikur hún aðal-
persónuna Nóru, en þá ímynd-
uðu veru hefir hún áður klætt
holdi og blóði á þann hátt, að
fæstum mun g'leymast, sem séð
hafa.
♦ Simon Edvardsen hefir
þegar dvalið hér alllanga
hríð við æfingar á Leðurblök-
unni, og nú eru bæði Elsa Sig-
fúss og Einar Kristjánsson
komin heim, til þess að syngja
í þessari kunnu óperettu. Elsa
og Einar eru verulega framar-
lega í flokki menningarsendi-
herranna okkar, og megum við
alltaf vel við una, þegar þau
kynna okkur á erlendum vett-
vangi, en gott er að fá þau heim
um hríð, og skyldi þeim sízt
síður fagnað en erlendum lista-
mönnum.
♦ Leikarar konunglega leik-
hússins hafa flutt með
'sér hressandi blse inn í islenzkt
leiksvið. Er bæði íslenzkum
leikurum og áhorfendum mik-
ill fengur að því að fá heim-
sókn svo ágætra leikara og þeir
eru. Leikritið sem þeir sýna, er
að vísu léttmeti, en það er
skemmtilegt léttmeti, og svo
vel með það farið, að varla
verður á betra kosið.
♦ Heimsóknir eins og þessar
eru okkur Íslendingum
mikils virði. Við fáum beina
leið inn á leiksvið Þjóðleik-
hússins meistara danskrar leik- -
listar, sem er amma norrænnar
leiklistar, og þarna birtist því
eitt hið bezta, sem til er í
danskri þjóðarsál á skemmti-
legan og fágaðan hátt.
♦ En gildi heimsóknarinnar
er ekki búið með ánægju
líðandi leikhússtundar. Minn-
ingar geymast í hugum áhorf-
enda, og við höfum eignast
nýja kunningja við Eyrarsund,
sem minnast munu daganna á
Fróni með ánægju og bera okk-
ur góða sögu þegar heim kem-
ur. Leikhússtjórinn Bröndsted
sagði í gærmorgun, að ferðin.
hefði verið dásamleg og ó-
gleymanleg og á skilnaðar-
stundu óskaði hans þess eiris
að geta komið sem íyrst aftur.
Vonandi verður heimsókn leik-
araima til þess að treysta
menningartengsl þessara smá-
þjóða —' báðum' t'ú gagris -o‘g
gleði. j.