Vísir - 29.05.1952, Page 7

Vísir - 29.05.1952, Page 7
Fimmtudaginn 29. maí 1952 V I S I B SheUa Kaye-Smith: 16 KATRIIM ^WWWWWWUSJ“WftJWWW^WWWUWWWWWWl^WWW*W"UWi heilla. En hann var gamall orðinn og var ræðan all-ruglingsleg á köflum, og hann fór nafnavillt. Vakti rugl hans hlátur nokkurn meðal hinna yngri, en lafði Elisabet sagði gremjulega við Kit Oxenbrigge, að furðulegt væri, að eiginmaður hennar hefði farið með hana í boð til þess að hlýða á þrugl þetta, en Luck gamli lét sig engu skipta þrugl manna og hélt áfram: „Megi því brúðhjónin lengi lifa og megi frjósemi þeirra verða sem akranna í Holly Crouch, megi þau vera laus við veik- indi og aðsókn, og megi þau lifa það að sjá fjöld banrabarna og að hin sanna trú verði aftur í heiðri höfð.“ Seinustu orðin heyrðu sem betur fór fæstir, því að skruðn- ingur var mikill, er menn stóðu upp til þess að drekka minni brúðhjónamia. „Lengi lifi brúðhjónin — langt líf og barnafjöld — frjósemi sem akranna í Holly Crouch — megi þau son eignast að níu mánuðum liðnum.“ Er menn höfðu setið nokkru lengur di'akk Nicholas Pecksall Harman til og óskaði honum til hamingju með húsið, og svo kom röðin að Alard, að mæla fyrir minni föður brúðarinnar, monsjör Róbert Douce. Til þessa, sagði hann, hefði velmegun manna byggzt á því, að erja jörðina, rækta hveiti, bygg og hafra, og þar sem humal- rækt væri aftur leyfð, myndu margir snúa sér að því. En fjái'- ræktin gæfi ekki eins góðan arð og fyrrum. Ullin væri ekki í háu verði. Nú væru menn farnir að halda á nýjar brautir. „Eg er að tala um járn,“ sagði hann, „og jái’n höfum við framleitt frá því Rómverjar réðust inn í landið, en járnvinnslan gerði aldrei neinn auðugan, fyrr en nýir menn og nýjar aðferðir komu til sögunnar. Það var ekki mikil þörf fyrir jám, þegar það var aðeins notað í plóga, en fallbyssukúlur væru ekki not- aðar æ ofan í æ, þeim væri skotið einu sinni, og meðan styrjöld geisar verður geipileg eftirspurn eftir járni, og svo eru hinar vaxandi kröfur um hlið og handrið, sem eg sleppi að ræða um, þótt vel megi á því hagnast, en ekki var hægt að framleiða slíkt, er menn höfðu ekki nema gamaldags smiðjubelgi og ófullkom- in handverkfæri. Nú notum við vatnsorku og vélar — og til þess er minn góði vinur, Robei’t Douce, faðir brúðarinnar, hing- að kominn. Hann á miklar stálbræðslur í Frakklandi sem hann rak af forsjá og dugnaði, þar til hann varð að flýja land fyrir trú sína. Og hann hefir yerið framkvæmdarstjóri um langt ára- bil í Robertsbridge, en er nú kominn til þess að setjast að hjá okkur. Hann mun gera okkur hér í Leasan auðug. Með hans aðstoð mun eg koma upp stálbi’æðslu í Conster, og sonur hans Robert verður framkvæmdarstjóri. Hér mun rísa upp járniðn- aður eins og í Wadhurst, Ashburnham og Roberts ridge. Hér er mikið af ágætu járni í jörðu og við höfum víðlenda skóga. Skiljið nú ekki orð mín þannig, að eg sé því mótfallinn að menn rækti jörðina og stundi búskap, en sá dagur mun koma, að allir hér verða vel efnum búnir, og ekki vegna búskapar, og margir merrn munu fá atvinnu, bræðslumenn, skógarhöggs- meim og aðrir, og þeir munu þurfa afurðir búanna og kaupa þær, og vegna alls þessa bið eg ykkur að standa upp og mæla fyrir minni monsjör Roberts Douce, föður brúðarinnar, og fyrir stálbræðslunni, sem hann ætlar að koma á fót í Conster." Það virtist vera margt, sem kom til sögunnar á þessum degi. Harman fjölskyldan hafði eignast nýtt hús, bruðhjónin nýtt heimili og héraðið nýjan iðnað — og gestimir, sem höfðu Brentford tapaði fyrsta leiknunt — gegn úrvali Reykjavíkurfélaga. Allgóðtir fpi hálfleikur, en þá voru öll mörkin sett. Fyrsti kappleikurinn, sem brezka atvinnuliðið frá Brent- ford þreytir hér fór fram í gær móti úrvali úr Reykjavíkurfé- lögunum og lauk með sigri úr- valsliðsins, 2:1. Veður var óhagstætt, snörp norðanátt, um 7 vindstig alia'.i leikinn og kalt, en knattspyrnu- unnendur létu það ekki á sig fá, því nær 4 þúsund manns mun hafa séð þenna fyrsta leik. Bretarnir léku undan vindi í fyrri hálfleik og hófu þegar í stað nokkur upphlaup, sem þó strönduðu öll á öruggri vörn Reykjavíkurliðsins, og þótt markið væri oft í nokkurri hættu mistókust öll skotin á það. Auk styrkrar varnar, sem mest mæddi á vegna þess hvé hvasst var, gerði framlína Reyk víkinga nokkur vel skipulögð upphlaup og þegar 7 mínútur voru af leik skoraði Reynir Þórð arson laglegt og lítt verjandi mark. Þetta fyrsta mark, sem var á- kaft fagnað af öllum áhorfend- um, mun hafa átt mikinn þátt 1 allri frammistöðu Reykvíkinga, og hvernig leikurinn fór. Nú hóf úrvalsliðið hverja sóknina af annarri, þótt á móti vindi væri að sækja, en þess í miiii lá knötturinn yfirleitt meir á valí arhelmingi þeirra. Munu leik- jmenn úr Reykjavíkurfélögun- um sjaldaR hafa sýnt jafn sam- stilltan leik og að þessu sinni. Þegar 20 mínútur voru af leik brauzt framlína Reykvík- inga enn í gegnum vörn Bret- anna og tókst Bjarna Guðna- syni að skora annað markið, er var þó ekki alveg óverjandi, en fastur, lágur bolti. Fagnaðar- læti áhorfenda voru geysileg, því nú þótti sýnt að Bretar myndu a. m. k. ekki vinna með neinum yfirburðum. Siðari hluta fyrri hálfleiks var um stöðuga sókn af hendi Breta að ræða, en bæði vegna öruggrar varnar, sem Karl Guð mundsson bar að miklu leyti uppi, og óskiljanlegrar óheppni Bretanna mistókust markskot- in flest. Þó fer svo, þegar að- eins 3 mín. eru eftir af hálfleik, að Goodwin tekst að skalla knöttinn í mark. Lauk fyrri hálfleik með sigri Reykjavíkur úrvalsins, 2:1 og voru landar vel að sigrinum komnir. Síðari hálfleikur var ekki eins fjörugur og sá fyrri og það var ekki fyrr en undir lokin, að Bretarnir fóru að vera hættu- legir, en allan hálfleikinn lá þó knötturinn á vallarhelmingi Reykvíkinga, þótt svo tækist til að ekkert mark var skorað. — Vörn Reykjavíkurliðsins stóð sig með afbrigðum vel, eins og í fyrri hálfleik, og þrátt fyrir góðan samleik virtist Bretana skorta snerpuna, sem til þurfti. Eftir öllum ástæðum mátti leikurinn teljast góður, en þvi verður þó ekki neitað að brezka liðið var nokkuð óheppið. Dóm- ari var Þorlákur Þórðarson og dæmdi hann eftir atvikum vel, en lítið mæddi á honum. vegna prúðmannlegs leiks af beggja hálfu. Rætt um sameigin- lega sjúkrahjálp. Fulltrúar íslands á trygg- ingarmálaráðstefnu Norður- Iandanna, sem haldin var í Kaupmannahöfn, eru nýlega komnir heim. FuUtrúarnir voru Haraldur Guðmundsson forstjóri Trygg- ingarstofnuar ríkisins og Gunn- ar Möller framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Á ráðstefnunni, sem fúútrúar frá Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku sátu auk íslenzku full- trúanna, var rætt um samning þessara ríkja um flutning milii sjúkrasamlaga og um bráða- birgðahjálp til manna, sem aveljast um stundarsakir í ein- hverju þessara landa og veikj- ast þar. Á ráðstefnunni náðist fullt samkomulag og verður frumvarpið sent ríkisstjórnum landanna með tilmælum um að gera með sér fjórhliða milli- ríkjasamninga í samræmi við það. Dulrænar frásagnir Hárið. Amma mín Ingibjörg Stef-- ánsdóttir í Stakkahlíð 1 Loð- mundarfirði, sagði mér eftir- farandi: Móðir mín, Þorbjörg Þórðar- dóttir frá Kjarna í Eyjafirði, sagði mér eftirfarandi sögu: Þegar móðir mín, Björg Hall- dórsdóttir frá Sauðanesi í Eyjafirði var ung stúlka, dreymdi hana draum þann sem hér fer á eftir: „Eg þóttist sjá afarstórt og fagurt hús og gekk eg inn í það. Þegar inn kom, varð fyrir mér salur einn stór og fagur. Og þóttist eg vita að ekki væru fleiri vistarverur í húsinu. Var þar bæði hátt til lofts og vítt til veggja, og þótti mér salur þessi svo skrautbúinn, að eg hafði aldrei gert mér annað eins í hugarlund. Staðnæmdist eg þá á miðju gólfi og virti prýði salarins fyrir mér, og undraðist hana mjög. En í sama bili varð eg þess vör að hár mitt tók að vaxa og bylgjaðist niður um. mig alla í gullnum lokkum, og náði það brátt gólfinu. En ekki nóg með það, það óx með miklum hraða út um allt gólf, þangað til það hafði fyllt salinn, upp um alla veggi og allt um- hverfis mig. Og þótti mér það síðast að það myndi fylla upp allan salinn, en að eg kæmist ekki út úr húsinu fyrir því. En þá vaknaði eg.“ Draumur ömmu minnar varð ráðinn þannig, að hún myndi verða mjög kynsæl og hefir það rætzt, því hún er formóðir hinnar svokölluðu Kjarnaættar, sem er stór ætt. — (Eftir sögn Evu Hjálmarsd., frá Stakka- hlíð). Fundur stóð í neðri málstofu brezka þingsins til kl. 5% í morgun og lauk umræðum um hinar einstöku greinar fjár- lagafrumvarpsins. Qœfan fylgir hringunum frá * SIGURÞÖR, Hafnarstræti 4« Uargar gertHr fyrirligQjandi. í. & &urrwfkA* TARZAN im „Hver ert þú og hvernig komst þú inn í þorpið mitt?“ spurði Hassan Tarzan. „Eg er Tarzan,“ svaraði apa- maðurinn rólegur. „Tarzan apamaður!" fnæsti Hassan út úr sér. „Hinn voldugi konungur skóganna! Jæja hvað er þér á hönd- um?“ „Eg krefst þess að dóttir McNabbs kaupmanns verði látin laus tafarlaust og allt fólk hennar," svaraði Tarzan hvasst. „Hinn niikli Tarzan, bróðir áp- anna,“ sagði Hassan hlæjandi. „Einn og vopnlaus ætlar hann að skipa fyr- ir verkum."

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.