Vísir - 31.05.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 31.05.1952, Blaðsíða 4
V í S I R Laugardaginn 31. maí 1352 DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Háskólabókasafafð fær bókagjöf frá íslendingi í Kaliforniu. Gamlar bækur og bandrít ánafna^ar Háskolanum af Sigisrði Bárbarsyni. Hagsnoair Breta? Brezkir fisksalar og útvegsmenn gera sér tíðrætt um víkkun landhelginnar hér við strendur, og virðast hallast helzt að því, að brezka heimsveldið eigi nú að sýna vald sitt og mátt og þvinga íslenzku þjóðina til hlýðni. Slik ummæli má ekki taka of alvárlega, með því að Bretar hafa öðrum stórveldum frekar barist fyrir rétti smáþjóða í heiminum, og viljum við Islendingar ekki nema góð skipti við það stórveldi eiga, þótt við „stöndum á réttinum og lútum hátigninni“ eftir því sem við á. Hinir brezku fisksalar hafa enn ekki mótað brezk utan- ríkismál og verður málskraf þeirra vafalaust tekið með hæfi- legum fyrirvara á æðstu stöðum í heimalandi þeirra, þannig að vegna ummæla þeirra einna þurfum við engar áhyggjur að hafa. Brezkir fisksalar kunna vafalaust vel með tölur að fara, og virðist því ekki úr vegi, að minna þá lítillega á nokkrar stað- reyndir frá síðustu styrjöld, ef vera mætti að þeir gætu þangað rakið nokkuð af eigin velgengni. Á árunum 1940—1945 voru eftirtaldar sjávarafurðir fluttar til Bretlands og seldar þar á verði, sem Bretar ákváðu sjálfir, — en magnið er 'talið í smá- lestum: Saltfiskur: verkaður 1408, óverkaður 29.342. ísvarinn fiskur: 787.674, freðfiskur: 76.132, þorskalýsi. 9671, síldarolía: 141.253, síldar- og fiskimjöl: 97.696 og saltsíld: 5360. Skal tekið fram til skýringar að tölur þessar eru teknar úr skýrslum, sem láu fyrir fiskiþingi 1945 og áherzla lögð á að Bretar ákváðu sjálfir verðlag á öllu þessu magni, sem var viðunandi, en hækkaði þó stórlega eftir styrjaldarlokin, einkum að því er varðaði lýsi og síldarolíu. Líklegt er talið að Bretar muni hafa fengið héðan allt að 75% af öllu fiskmagni, sem til þeirra fluttiet styrjaldarárin, en full vissa er það þó ekki. Verulegur hluti af sjávarafurðum þessum voru fluttar til Bretlands á íslenzkum skipum, enda var flotinn nýttur til hins ítrasta í þágu brezku þjóðarinnar, engu síður en okkar sjálfra. Mun fiskmagn það, sem til Bretlands var flutt nema ca. 33 kg. á hvert mannsbarn í öllu Bretlandi, eða um 5.5 kg. á ári.til jafnaðar, miðað við fisk upp úr sjó. Samkvæmt skýrslu Fiski- félagsins kostuðu þessir flutningar miklar fórnir af hálfu ís- lenzku þjóðarinnar, en þessar eru helztar. Af styrjaldarástæðum fórust 231 sjómaður og svarar það til 0,2% af öllum landsmönn- um. Er slíkt tjón talið mikið, jafnvel hjá þeim þjóðum, sem virkan þátt tóku í styrjöldinhi. Skipatjón íslendinga af völdum styrj aldarinnar, nam 18,3% af skipastólnum í heild, eins og liann var við árslok 1939, en það skiptist þannig: 22% af tog- araflotanum, 26% (af flutningaskipaflotanum og 13,8% af fiski- skipaflotanum miðað við rúmlestatölu. Allar þessar tölur eru fram settar hinum reikningsglöggu brezku fisksölum og út- gerðarmönnum til athugunar, og vonandi kunna þeir állt slíkt vel að meta. íslenzkir botnvörpungar hafa verið smíðaðir í Bretlandi, sumpart en að mjög litlu leyti fyrir brezkt lánsfé. Ekki er annað vitað, en að brezkar skipasmíðastöðvar hafi sætt sig vel við slík skipti, og vegna smíðanna rann það fé aftur til Breta, sem við höfðum aflað með mannfórnum á styrjaldarárunum. Frá ís- lenzku sjónarmiði virðist þetta heilbrigð og eðlileg skipti milli vinaþjóða, og Bretar hafa vist litið eins á málið, þar til land- helgin var víkkuð upp í fjórar mílur. En athugandi er í þessu sambandi, að hér er miklu frekar um friðunarsvæði að ræða, en víkkaða landhelgi, með því að íslenzkir botnvörpungar og togbátar mega ekki veiða innan landhelginnar, frekar en út- lend skip, og njóta þar engra forréttinda. Friðaðar uppeldis- stöðvar nytjafisks ættu að koma brezka fiskiflotanum engu síður að notum, en íslendingum sjálfum, enda skarka brezkir togarar enn hér við land á flestum beztu togmiðum, að innfjörðum og flóum undanskildum. íslenzku þjóðinni er lífsnauðsyn að forða fiskistofninum frá ördeyðu, en sjáanlega stefndi ört í þá átt. Meðaltalsafli línubáta hafði minnkað á fáum árum úr 12 tonnum í 5 tonn í róðri og ætti það eitt og út af fyrir sig að gefa nokkra vísbendingu um að hverju stefndi. Með friðun landhelginnar er íslenzka þjóðin að berjast fyrir lífi sínu og tilveru, en einnig að vinna í þágu annarra þjóða, sem togveiðar stunda hér við land. Virðast brezk stjómvöld hafa gengið óþarflega langt í þjónustu við hags- muni. brezkra útvegsmanna og fisksala, er borin eru fram mót- mæli við íslenzk stjórnvöld hvað eftir annað vegna' friðunarfnn- ar, sem beinlínis artti að auka en ekki Týra brezk .áflaföng hér við land i framtíðinni. Þegar Gullfoss kom hingað seinast var með honum bóka- kassi með afgömlum íslenzk- um bókum og handritum, 125 bindi alls, er Sigurður Bárðar- son í Oakland í Kaliforniu hafði ánafnað Iláskólasafninu. Sigurður Bárðarson lézt árið 1940 (fæddur 1851), en sonur has Leo Breiðfjörð Bárðarson, sem er fæddur vestra og búsett- ur þar hafði séð um sendinguna samkvæmt vilja föður síns. — Gísli J. Johnsen, stórkaupmað- ur, kom með bókakassa þenna og voru blaðamenn viðstaddir er hann afhenti hann dr. Birni Sigfússyni Háskólabókaverði og Kristjáni Eldjárn Þjóðminja- verði. Flestar bækurnar, sem þarna um ræðir, munu hafa flutzt vestur um haf með ættingjum sr. Helga Sigurðssonar, sem var annar stofnandi Fornminja- safnsins og gaf fyrstu munina t.il þess. Sigurður mun vera frá Flesjustöðum í Kolbeinsstaða- hreppi á Mýrum, en það or næsti bær við Jörfa, sem faðir sr. Helga bjó, og mun það skýr- ingin á því að bækurnar haía komist í eigu Sigurðar Bárðar- sonar. Gísli Johnsen hitti Leo Bárð- arson arkitekt, fyrst fyrir tveim árum, er hann var á ferð vest.ra og færði Leo þá í tal við hav.n að koma bókunum hingað til lands. En í það skiptið varð ekk ert úr því, en þegar Gísli íór svo aftur vestur um haf í janúar s.l. hafði hann tal af Leo og bauðst til þess að taka bækurn- ar með sér. Varð síðan úr að bókakassinn fylgdi Gísla í löngu ferðalagi gegnum Panamaskurð til Noregs, Hollands og Belgiu og hingað heim. Sagðist Gísii aldrei hafa skilið kasann við sig á ferðalaginu. Dr. Björn skýrði nokkuð frá því hverjar bækur væri þarna á ferðinni. Sagði hann að þar væri nokkur kver, sem Háskóla bókasafnið ætti ekki, ýmis hand rit skrifuð af merkum mönnum. Annars á eftir að rannsaka inni- hald bókakassans, en bókaskrá hafði Leo Bárðarson gert og sent Háskólarektor. Sagði dr. Björn að þetta væri góð gjöf og þakkarverð. Timburhiís skemmist af eldi á Akureyri. I fýrrad. kom upp eldur í timb- urhúsi á Akureyri og skemmdist það talsvert í brunanum og mun aðalhæð hússins vera óhæf til íbúðar. Húsið stendur við Aðalstræti 23 og er eign bæjarins. Um 30 manns mun hafa búið í húsinu, fjórar fjölskyldur og nokkrir einstaklingar. í kjallara er eng- in íbúð, en þar varð eldsins fyrst vart. Urðu miklar skemmdir á gólfi undir aðal- íbúðinni, en húsmunum tókst áð mestu bjarga og þó skemmd- ist eitthvað af vatni og reyk. Um eldsupptök var ókunnugt í! r morgun. Gin- og klaufaveiki enn að skfóta upp kollinum. Einkaskeyti frá AP. Enn er gin- og klaufaveiki að skjóta upp kollinum í Bret- landi. Gaus veikin upp á bú- garði í Wiltshire í gær. Ástralíustjórn hefir bannað innflutning á nautgripum frá Bretlandi og Ermarsundseyjum vegna gin- og klaufaveikihætí- unhar. Edem gréðurset- ur tré b Ber9ín« Einkaskeyti frá AP. London í gær. Eden, utanríkisráðherra Bret- Iands, flutti ræðu í Berlín í gær og ræddi m. a. framtíð borgar- innar. Bar hann fram þá ósk, að hún mætti aftur verða höfuð- borg sameinaðs Þýzkalands. Markmið Vesturveldanna hefði. verið og væri sameinað, frjálst lýðræðislegt Þýzkaland. Sem tákn vináttu Breta í garð Þjóðverja og brezk-þýzkr- ar samvinnu gróðursetti Eden trjáplöntu, sem Elisabet drottn. ing hafði gefið, í garð brezka sendiráðsins, og hjá henni þýzka trjáplöntu. Breiðdaisheiði ófær. Á Þingeyri er frost á hverri nóttu en óveðurshrotunni, sem kom í byrjun vikunnar hefur slotað. Breiðdalsheiði milli ísa- fjarðar og Öundunarfjarðar er algerl. ófær og mótar naumast fyrir veginum hinsvegar var lokið við að moka heiðina milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar í gærkvöldi. Lítið var farið að setja niður: í garða áður en kuldahretið kom en fólk er nú sem óðast. að undirbúa það. ♦BERGMAL Bergmáli hefir borizt bréf frá einum óánægðum væntan- legum húseiganda, sem um nokkra hríð hefir lifað í þeirri sælu trú að honum ætti að auðnast að koma upp þaki yfir höfuð sér og fjölskyldunnar. Leiðist honum hve seint gangi að fá bæjaryfir- völd til þess að láta af hendi teikningar svo hægt verði að hefja bygginguna. En bezt er að láta hann skýra sjálfan frá: Fagnaðarefni. „Það fögnuðu margir því ný- mæli bæjarstjórnar Reykja- vílcur, er hún kom á framfæri í fyrra, að gefa mönnum kost á að byggja sjálfir sín eigin íbúðarhús. Fyrir þetta á bæjar- stjórnin vissulega þakkir skildar. Fékk úthlutun að leyfi í sambyggingu. Eg var einn þeirra manna sem hugsaði gott til glóðarinn- ar og sótti um lóð. Lánið var mér hliðholt, eg fékk tilkynn- ingu um það að eg kæmist í hóp þeirra, sem mættu hefja húsbyggingu í smáíbúðahverf- inu í vor — að vísu í sambygg- ingu og að eg skjddi búa mig undir þetta eftir föngum. Er öllu viðbúinn. Eg lét ekki á mér standa, út- vegaði mér efni og gerði aðrar þær ráðstafanir sem nauðsyn- legar mátti telja. Lóðarréttindi mín hljóðuðu upp á 15. maí, enda þótt þau vcru miðuð við 1. maí hjá ýmsum öðrum í sömu byggingu. Hugðist eg mundi taka þá sí'ax til starfa nema því aðeins að klaki í jörðu hamlaði framkvæmdum. Seint gengur með teikninguna. Teikningum að sambygging- unni hafði okkur félögum verið lofað fyrir lítið gjald, en þegar til þeirra átti að taka voru þær ekki tilbúnar. Og nú höfum við rölt um skrifstofur bæjarins dag eftir dag og viku eftir viku, meir að segja heimsótt borgar- stjórann sjálfan til þess að betla eftir teikningunum og spyrjast fyrir um þær. Við höf- um fengið ákaflega prúðmann- leg og huggunarrík svör — það vantar ekki — en teikningar höfum við engar fengið. Nú líður hver frí- dagur af öðrum. , Hver frídagurinn hefir liðið af öðrum óg bjdrtar kvöld- stundir án þess að við hÖfum getað hafst nokkuð að, bara set- ið, horft í gaupnir okkar og brotið heilann um væntaníegt ágæti þeirrar teikningar, sem við höfum svo lengi beðið eft—, ir. Væntanlega rætist úr. Þannig lýkur bréfi hins vænt- anlega íbúðareiganda og vonar Bergmál af heilum hug að bráð- um rætist úr með teikningarnar, en það er auðvitað leitt sleifar- lag, að láta menn bíða lengi eftir þeim, ef þær á annað borð eru fyrir hendi. Tæplega verð- ur því trúað að lóðum og bygg- ingarleyfum sé lengi úthlutað, án þess að gert sé ráð fyrir teikningum til þess að byggja eftir. Það virðist að minnsta kosti það atriðið, sem sízt ætti að þurfa að láta standa á. — kr. Gáta dagsins. Gáta nr. 134. Sá eg áðan systur tvær, sérhver að því hyggur, á því standa þær oftast nær, sem einn og sérhver tyggur. Svar við gátu nr. 133. Lús. '

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.