Vísir - 05.06.1952, Blaðsíða 4

Vísir - 05.06.1952, Blaðsíða 4
V í S I E Fimmtudagurinn 5. júní 1952, DAGBLAÐ Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteixm Pálsson. 'Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Em um þjónustu við aEmenning. Hér í blaðinu var í gær vakin athygli á nokkrum atriðum, sem varðar þjónustu við almenning og úr mætti bæta með lítilsháttar skilningi á mannlegum þörfum og samskiftum. Þótt stiklað væri á stóru, er miklu fleiru af að taka og skal vikið lítillega að því sumu. Yfir sumarmánuðina er verzlunum lokað kl. 12 á hádegi á laugardögum og skrifstofum einnig. Af þessu leiðir að starfsmenn á skrifstofum verða að hverfa frá vinnu fyrir tilskilinn tíma, til þess eins að afla sér nauðsynja yfir helgar. Er alkunna að annríki er svo mikið í verzlunum á laug- ardögum, að þar getur tæpast verið um eðlilega verzlunar- þjónustu að ræða, enda verða húsmæður að kaupa fæði til helgarinnar á föstudögum, ef vel á að vera. Úr vandkvæðum þeim, sem af ofangreindri lokun sölu- búða leiða, mætti auðveldlega bæta með því að verzlanir væru opnar til kl. 1 e.h. Væri þess þá engin nauðsyn að skrif- stofumenn og aðrir hyrfu frá vinnu til þess að afla sér nauð- synja, en það segir sig sjálft að lítið verður úr afköstum manna á laugardögum, ef ekki er verið að vinnu, nema í eina eða tvær stundir. Verzlunarmenn gætu vafalaust fengið slíka tilhliðr- unarsemi launaða af hálfu atvinnurekenda, með því t.d. að þeir ynnu einni stundu skemur á laugardögum yfir vetrar- mánuðina, en væntanlega mynd það ekki baka almenningi verulegt óhagræði. Á hátíðum hefja strætisvagnar ferðir sínar um bæinn kl. 2 e.h., en allur akstur þeirra liggur niðri að morgninum. Hlýt- ur þetta að vera mjög bagalegt fyrir alla þá, sem í úthverfum búa, en þó ekki hvað sízt fyrir gamalmenni og börn, sem þurfa að komast leiðar sinnar. Venjulega leitast menn við að hafa ættingja og vini á heimilinu á hátíðum, en ekki verður sagt að þeir njóti til þess eðlilegrar fyrirgreiðslu, er samgöngum er svo háttað, sem ofan greinir. Þætti mörgum vafalaust súrt í broti, ef þjónusta væri innt af höndum á sama hátt við raf- stÖðvar, gasstöðvar, síma og aðrar stofnanir, sem almenna þýðingu hafa og snerti mjög daglegt líf og þarfir hvers ein- staklings. Við akstur strætisvagna mætti taka upp vaktaskifti, nákvæmlega á sama hátt og tíðkast í annarri þjónustu, enda myndi það vafalaust verða vel metið og launað að verðleikum af hálfu þeirra, sem reksturinn hafa með höndum. Útgjöld vegna slíkra rekstrarbreytinga, sem um er rætt hér að framan, þyrftu ekki að aukast að neinu ráði og jafnvel alls ekki, en atvinnurekendur og samtök launþega ættu að sýna ríkari skilning á þörfum almennings, en nú er gert, og leitast víð að gera daglegt líf manna bærilegra og án stór- truflana á hátíðum og tyllidögum. Launþegasamtökin mættu minnast þess að þjónusta þeirra er fyrst og fremst látin stall- bræðrum og systrum þeirra í té, og eftir því ættu þeir sér að hegða, er þeir semja við atvinnurekendur, en miða ekki ein- göngu við persónuleg sjónarmið. SrarsetuhtÞsnmgin og áró&nrinnz Leynivopn AB-flokk$in§, Veður öll válymS. Samfelld norðanátt hefur verið undanfarna 10 daga. Hef'ur kippt mjög úr öllum gróðri hér sunnanlands, en þó má ræða um hlýindi hér, ef miðað er við tíðarfarið vestanlands, norðan og austan. Fréttir herma áð allan þennan tíma hafi frost verið á hverri nóttu, þannig að gróður fölni á túnum og allur svipur landsins sé sem hann gerist á þorra. Á Siglufirði er snjór í sjó niður, og daglega snjóar í fjöll þar nyrðra. Víða um sveitir hafa lömb króknað af kulda, en sauðburður stendur nú yfir. Hefur tekizt að bjarga frá slíkum fjárfelli, með því að hýsa fé, þar sem því hefur orðið við komið, en víða hefur gengið mjög á heyjaforðann, þannig að bændur hafa ekkert aflögu er hagabeit bregst vegna vorkuldanna. Veðurstofan telur að ekki séu horfur á skyndibreytingu á veðurfari, þannig að búast má við norðanátt enn um skeið. Af þessu kuldakasti leiðir að svo mjög dregur úr öllum eðlilegum vorgróðri, að algjörlega er óvíst um grassprettu á sumrinu og þeim mun síður verður nokkru spáð um nýtingu heyja, einkum ef sterk sunnanátt fylgir í kjölfarið með stöðugri rigningu, svo sem dæmi eru til hér syðra. Erfitt árferði að undanförnu ætti að minna menn á, að enn býr þjóðin á nyrzta hjara heims, þar sem veður öll eru válynd, en búskapurinn verður að miða við það, sem verst gerist í árferði, en ekki blíðviðrin ein. Að þessu sinni mátti lítið út af bera víða um land að ekki yrði horfelli. Hlýindákaíli og. vorgróður björguðu búskapnum við í svip, en langvarandi-kuldakast gæti reynzt „aðvörun rétt'fyrir slys“, þannig að í fraxntíðinni verði örugglegar á vetur sett, en nú tíðkast viða um landið. Þeir sem fylgja Alþfl. og AB- málgagninu að málum í for- setakjörinu hafa borið sig hraustlega undanfarið og talið að sinn frambjóðandi ætti vísa kosningu með yfirgnæfandi meirihluta. Síðustu daga er mjög greinilega farið að draga af þeim og „loftvogin“ tekin að falla. Efasemdir eru farnar að gera vart við sig um leið og víman fer að renna af þeim og þeir fara að sjá málið í réttu ljósi. Það er sjalcten mjög heilla- drjúgt að „kapra“ kjósendurna í byrjun með því að koma þeim að óvörum, áður en þeir hafa áttað sig. Þegar þeir svo hafa fengið tíma til að hugsa málið, verður oft allt annað uppi á teningnum en var í byrj - un. Þetta er einmitt það sem hefir gerzt hér í sambandi við framboð Alþ.fl. Menn voru á ýmsan hátt ruglaðir í ríminu. En nú er útsogið að hefjast. Slagorð AB-liðsins um „ópóli- tíska kosningu“, um „handjárn flokkanna“ eða að „þjóðin hef- ir valið manninn“, eru hætt að bíta á kjósendurna. Þeir eru farnir að sjá í gegnum vefinn. „Hrifningin“ er farin að dvína, eins.og búast mátti við. En þegar svo er komið eru leynivopnin tekin í notkun og með beim eru nú vopnaðir flokksmenn og málaliðar AB. Eitt bessara leynivopna sem nú er óspart notað, er það, að séra Bjarni Jónsson sé orðinn of gamall til að gegna forsetaem- bættinu. Til þess að gegna svo virðulegu embætti þurfi mikið yngri mann, sem helzt sé ekki mikið eldri en 57 ára. Ef talið er í árum skal það viðurkennt, að séra Bjarni er talsvert eldri en Ásgeir og ekki yngri en Gísli. En sé farið eftir því hver þeirra sé léttastur á fæti éða hver þeirra sé yngstur líkamlega og andlega, þá stenzt séra Bjarni þar allan samjöfn- uð. Merkur maður sagði fyrir nokkrum dögum að B. J. væri mikið yngri andlega og líkam- lega en báðir hinir frambjóð- endurnir. Ef það er nú svo, að séra Bjarni standi hinum fram- bjóðendunum hvergi að baki í þessu efni, þá hlýtur lífsreynsla hans að vera því dýrmætari, sem hann hefir fleiri ár að baki. Og' einmitt í forsetaembættinu er slík reynsla dýrmætara vega^ nesti en nokkuð annað. Annars sýnir reynslan ann- ars staðar að áraf jöldinn er eng- inn mælikvarði á menn til að gegna mikilsvarðandi embætt- um. Hin'denburg var kominn yf ir áttrætt þegar hann varð for- seti. Churchill er ekkert ung- lamb lengur en gegnir þó nú einhverju vandamesta og erfið- asta embætti í heiminum sem .forsætisráðherra hennar há- tignar drottningar Bretaveld- j-is. Þannig mætti Iengi telja. — Hæfni manna til slíkra starfa byggist á því að þeir haldi full- um kröftum andlega og líkam- Iega. Þetta er gert að umtalsefni hér til að sýna hvaða aðferðum er beitt af AB-liðinu. Allt er notað sem líklegt er að geti ruglað menn og gert þá tvístíg- andi í málinu. Alls konar slúð- ursögum er dreift um bæinn sem enginn fótur er fyrir. Sér- staklega er nú reynt að lokka Sjálfstæðismenn til fylgis við frambjóðanda AB-flokksins, vegna þess, að kratarnir vita, að allar sigurvonir þeirra eru bundnar við Reykjavík. Sjalfsíæðismenn geta alger- lega ráðið kosningunni hér í bænum. Því fastar sem þeir standa saman nú, því sterkari verða þeir í næstu kosningum. Allir sem nú styðja AB-flokk- inn eru að grafa undan samtök- um Sjálfstæðisflokksins í bæn- um og draga úr mætti hans tiE að halda á loft merki einstakl- ingsframtaks og athafnafrelsis. í norðanveðrinu, sem hófst fyrra þriðjudag og stendur enn, hafa orðið allmiklir fjárskaðar. Á allmörgum bæjum fennti fullorðið fé á Norður- og Norð- austurlandi, og eru dæmi þess, að hross fennti frammi í Skaga- fjarðardölum. Lambadauði mun allvíða vera mikill, en nokkur tími mun líða, þar til öll kurl eru þar til grafar komin. Dæmi eru þess í Skagafjarðar- og Eyjafjarðar- dölum, að 10—20 ær fennti á nokkrum bæjum. Skortur á heyi handa kúm. er orðinn tilfinnanlegur í kaup- túnum yfirleitt og hafa Búnað- arfélaginu borizt beiðnir frá. ýmsum upp á síðkastið um hey- útvegun. Hefir búnaðarmálastjóri út- vegað mönnum á annað þúsund1. hestburði síðari hluta vetrar og í vor. Seinustu daga hefir slík- um beiðnum fjölgað. Munu menn hafa dregið að biðja um aðstoð í von um, að norðan- veðrið stæði skamma hríð, en- lízt nú ekki á blikuna, þar sem. ekkert breytist til batnaðar. Er- það að sjálfsögðu erfiðleikum bundið, að veita mönnum að— stoð í þessu efni, þar sem svo< seint er um hana beðið. Pappírspokagerðia h.f. Vitastig 3. AllsJc. pappirspokar BEKGMAL Eins og skýrt var frá í Berg- máli í gær verður í dag haldið áfram að ræða tillöguna um kappróðurinn á Tjörninni á Sjómannadaginn og fer hér á eftir framhald af bréfi sjó- mannadagsráðs: „í Bergmáli 30. f. m. er illkvitninsleg áróð- ursgrein gegn því að leyfi þetta fáist (þ. e. leyfi til að fá að láta róðurinn fara fram á Tjörninni), bæði frá ritstjóra Bergmáls, og bréf til dálksins frá svonefndum „Tjarnarbúa“. Konurnar ekki hræddar. í ummælum sínum ségir rit- stjórinn að svo muni hafa verið til ætlazt, að kappróður þessi (kvennanna) fari fram á Tjöm- inni vegna þess að þar sé grunnt vatn og því engin hætta á meiri háttar slysum. Hann meinar víst að konumar séu hræddar! En þai- skýtur hann frarn hjá marki, því undanfarið hafa konur frá áðurgreindum félög- um. æft róður á höfninni, og í viðbót vlð dýpið, þar variþunga- stormux sum kvöldin. og vár engin óttamerki á þeim að sjá, en þær réru vel og sldpulega.: „Tjarnarbúa“ svarað. Hvað „Tjarnarbúa" viðvíkur má segja honúm það, að. það hefir aldrei þ.ótt góðs' viti, er tjarnarbúar hafa ■ skotið upp kollinum og sýnt sig, hvort sem þeir hafa verið mynd manns eða annars skapnaðar. Og hvort sem hann vill nota hníflana eða hófana til að koma í veg fyrir þenna hlut hátíðahalda Sjó- mannadagsins, skal honum sagt í fullri alvöru að meira mun tekið tillit og meira metið álit þekktra náttúrufræðinga og velvilja þeirra í garð sjó- mannastéttarinnar, en ill- kvittnislegra aðdróttana og hótana í garð sjómannadags- ráðs, og annarra er með þessi mál fara. Tilgangur og starfsemi Sjómannadagsins. „Tjarnarbúa“ skal einnig sagt það, ef hann ekki pegar veit það, að bæði bæjarbúar og fólk út um landsbyggðina þekk- ir tilgáng og starfsemi Sjó- mánnádagsins, og hefir það á allan hátt sýnt deginum vel- vilja og stuðning. Hvað því við- víkur að sjómannadagsráð liggi'. undir gagnrýni almennings skal honum því til svarað, að hingað til er það aðeins rit- stjóri vikublaðs hér í bænum, sem án árangurs hefir reynt að narta í sómannadagsráð, svo þdtt „Tjarnárbúi“ vilji koma honum til hjálpar við þann róður, mun „kuggur“ þeirra verða það rangskreiður, að úr þeim róðri verði áðeins lítilL hringur, sem líkist ákveðnum. tölustaf. Laun kríunnar. Um hótanir hans í garð bæj- arfulltrúanna hefi eg ekkert að segja, en þeir munu svara Framh. a 6. síðu. Gáta dagsins. Nr. 137. Hvað stendur en gengur ekki? Hefir líf en engan anda? Svar .við gátu nr. 136: Skeggið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.