Vísir - 18.06.1952, Blaðsíða 2

Vísir - 18.06.1952, Blaðsíða 2
c V 1 S I B Miðvikudaginn 18. júní 1952 borizt hjúkrunar' Garðarstræti 45. Sími 2847, FL.OKKI — EN EKKI borizt Maðuriim minn Jóhannes Morðfjöró ársmiðtir andaðist 17 |}.m. Ása Norðíiðrð, hjúkrunar' Hitt og þetta Fyrsti kommúnisti: Dæma- laust er veðrið gott í dag. Annar kommúnisti: (með «iund). Já, það er það svo sem ■— en ríka fólkið hefir það líka. „Sandy, mér geðjast ekki að Jví að þú akir svona í myrkr- inu,“ sagði konan, „þú ert alveg ofan í bílnum fyrir framan «kkur.“ „Uss — hvaða þvættingur, kona. Veiztu ekki að eg er bú- 3nn að slökkva á framljósunum. Eg er að spara rafmagnið.“ Um daginn fór eg í heimsókn til vinar míns, sem liggur í sjúkrahúsi. Þegar eg kom að nnddyrinu, sá eg bil koma á ■ofsahraða, beygja upp að .sjúkrahúsinu og snarstanza. Ungur maður, sýnilega mjög sestur, stökk út úr bílnum og liljóp í hendingskasti inn um dyrnar. Hjúkrunarkonan vatt sér að honum og spurði hvað gengi að. IMóður og másandi svaraði ungi maðurinn: „Konan mín er að oignast barn.“ „Ætlið þér þá ekki að koma með hana inn?“ spurði hjúkr- unarkonan. „O, sei sei nei. Barnið fæðist í fyrsta lagi eftir mánuð. Eg •var bara að athuga, hvað það læki mig langan tíma að kom- ast hingað, þegar þar að kem- ur.“ Það var fundur í félagi garð- cigenda. Fyrirlesarinn var að "tala um, live miklum framför- nm rósir tækju, ef gömul kúa- mykja væri borin á rósabeðin. Þegar fyrirlesarinn hafði lokið máli.sínu, stóð upp kona nokk- ur, sem í óða önn hafði gert at- Jiugasemdir á minnisblað, og spurði mjög alvarleg á svip: „Þér segið, að menn eigi að bera gamla kúamykju á rósa- beðin. Þér getið víst ekki sagt mér, hve gömul kýrin á að rvera?“ CíHU JíHHí tiat..; 18. júní 1927 var sagt frá 17. úní hátíðahöldunum í Reykja- 17. júní var hátíðlegur haldinn í gær, með líkum hætti eins og áður. Kl. IV2 komu menn saman við Austurvöll og gengu þaðan suður á íþróttavöll undir hljóð- íæraleik Lúðrasveitarinnar. Staðar var numið við leiði Jóns Sigurðssonar og þar hélt Dr. Guðm. Finnbogason skörulega ræðu. — Suður á velli setti A. V. Tulinius mótið með nokkr- um orðum, því að forseti ÍSÍ., Ben. G. Waage, var veikur. — Þá flutti Jóhannes Jósefsson glímukappi snjalla ræðu, sem mjög var rómuð af áheyrend- um. Laust eftir kl. 4 kom Magnús Guðmundsson hlaup- andi frá Þingvöllum og var fagnað forkunnar vel. Hann var 4 stundir, 10 min. og 2 sek, já leiðinni.... MiSvikudagur, 18. júní, — 170. dagur ársins. í Lögbirtingablaðinu 14. júní segir að heilbrigðis- málaráðuneytið hafi hinn 6. júní 1952 gefið út leyfisbréf handa Ólafi P. Stephensen til þess að mega stunda tannlækn- ingar hér á landi. — Einnig hefir heilbrigðismálaráðuneyt- ið hinn 6. júní 1952 gefið út leyfisbréf handa Grími M. Björnssyni til þess að mega stunda tannlækningar hér á landi. Allir stuðningsmenn og kjósendur síra Bjarna eru áminntir um að kjósa áður en þeir fara úr bænum. Fyrirfram- kosning er hafin. Fyrirgreiðslu annast kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, sími 7104. Opið frá kl. 10 að morgni til kl. 10 að kvöldi. Kvenréttindafélag íslands heldur fagnað á morgun (19. júní) og hefst hann í Tjarnar- café kl. 9 síðdegis. Til skemmt- unar verður meðal annars, að frú Guðmunda Elíasdóttir, söngkona, syngur lög eftir Jór- unni Viðar með undirleik höf- undar. Til trúnaðarmanna Sjálfstæðisflokksins úti á landi: Vinsamlegast sendið skrifstofunni strax upplýsing- ar um kjósendur, sem ekki verða heima á kjördegi. Freyr. Blaðinu hefir borizt júníhefti búnaðarritsins Freyr. Meðal efnisins má nefna grein eftir Ingólf Davíðsson, er nefnist Gróðurkvillar, greinina Fram- tak—hamingja eftir Stefán Ja- sonarson, Skurðsprenging, Inn- dráttarútbúnaður í votheys- hlöðu eftir Gísla Kristjánsson, HfcMyáta hk 1643 Lárétt: 2 Bróður Kains, 6 hest, 8 keyri, 9 kauphailarforstjóri, 11 upphrópun, 12 þa-f til að lenda, 13 væskill, 14 titill, 15 sópur, 16 jarðmyndui 17 jóla- ósamstæðir. Lóðrétt: 1 Hvaltegund, 3 sár, 4 keyri, 5 mannsnam, 7 grun- ar, 10 samtenging, 11 amboð, 13 bungur, 15 drekk (bh.), 16 upphafsstafir. Lausn á krossgátu nr. 1642. Lárétt: 2 Karin, 6pg, 8 tó, .9 runa, 11 ku, 12 man, J4 nös, 14 óm, 15 rúst, 16 ko.rn, 17 stað- jfr, Lóðrétt: 1 Þormóðs, 3 eta, 4 ró, 5 nausta, 7 Guam, 10 NN. 11 kös, 13 Númi, 15 roð, 16 KA . Gasvinnsla úr mykju, og grein er nefnist Gróðurmold—jarð- vegur (endursagt úr „Göd- ningen“). Þá eru talin upp nöfn þeirra, er luku prófi frá Bændaskólanum á Hólum. Að lokum er húsmæðraþáttur og „Molar“. Sjálfstæöismenn og aðrir stuðningsmenn sr. Bjarna Jónssonar: Gefið skrif- stofunni upplýsingar um kjós- endur, sem ekki verða heima á kjördegi. Verkfræöi. 6. hefti tímarits Verkfræð- ingafélags íslands er komið út. Meðal efnis má nefna erindi flutt á N.I.M. 4, Helsingfors í júní 1951, eftir Gunnar Böðv- arsson. Grein er einnig eftir Einar H. Árnason, verkfræðing, um nýtingu hveravatns til húsahitunar.. Þá skirfar Gunn- ar Böðvarsson um súrefni í laugarvatni og tæringu pípu- kerfa. Faxi, Tímarit málfundafélagsins Faxi í Keflavík, maí—júní hefti, hefir borizt blaðinu. Meðal greina, er Vetrarvertíðin 1952, Frá skólunum, Gjafir og áheit til Grindavíkurkirkju, Er þjóðtunga vor í hættu? eftir Bjarna F. Halldórsson kenn- ara. Þá er þar grein um Kefla- víkurflugvöll og Keflavík, minningarorð um Árna Geir Þóroddsson, skýrsla um rekst- ur bæjarsjóðs og bæjarstofn- ana, bridgeþáttur o. fl. Tímarit iðnaðarmanna, 1. hefti 25. árg., er nýkomið út. Meðal greina má nefna:. Tímaritið og samtök iðnaðar- manna eftir E. J., Einar Þ. Helgason fimmtugur eftir J. B. G. Grein er þar um iðnsýning- una 1952. Á. Á. skrifar minn- ingargrein um Sigurð Halldórs- son. Grein er um nýjar bækur. E. J. ritar um réttindi iðnaðar- manna. Bílayfirbyggingar eru þar gerðar að umræðuefni. Skýrsla húsameistara ríkisins 1951 o. fl. Vinnan. 2. tbl. Vinnunnar, 10. árg., hefir borizt blaðinu. H. H. skrif- ar um kjaramál, Ráðstafanir gegn atvinnuleysi eru ræddar, þá er grein um prófráun frjálsr- ar verzlunar, vegamenn fyrr og nú, grein um atvinnuleysi á liðnum vetri, og þá er grein um dvalarheimili aldraðra sjó- manna. Jón Hjálmarsson ritar um verkalýðinn og yfirráð at- vinnutækjanna 0. fl. Hjúkrunarkvennablaðið, 2. tbl. 28. árg., hefir blaðinu. Meðal efnis má nefna kvæðið Vorsól eftir Ásrúnu, Sigrún Magnúsdóttir skrifar um heilsuvernd í Ameríku, sagt er frá samvinnu hjúkrunar- kvenna á Norðurlöndum, einn- ig er þar skýrsla kvennafélagsins, og loks greinin, úr erlendum um. Loftleiðir h.f. Hekla er í Bangkolc. Útvarpið í kvöld. Kl. 20.30 Útvarpssagan: „Æska“, eftir Joseph Conrad; II. (Helgi Hjöi'var). — 21.00 Dagskrá Kvenréttindafélags íslands. — Minningardagur kvenna, 19. júní: a) Sagt frá þingi Norrænna kvenréttinda- samtaka í Osló (frá Sigríður J. Magnússon og frú Sigríður Björnsdóttir). — b) Einsöngur: Elsa Sigfúss syngur. c) Upp- lestur: Frú Guðbjörg Vigfús- dóttir les kvæði. d) Einleikur á píanó: Frú Guðrún Þorsteins- dóttir leikur kafla úr sónötu í Es-dúr, óp. 31 nr. 3 eftir Beethoven (plötur). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 „Leynifundur í Bagdad“, saga eftir Agöthu Christie. (Hersteinn Pálsson ritstjóri) XVIII. — 22.30 Undir ljúfum lögum: Carl Billich o. fl. flytja dægurlög til kl. 23. Mr. Edwin C. Bolt flytur erindi í Guðspekifélags- húsinu í kvöld kl. 8,30. Heitir það „Menn, englar og tívar“. Þá flýtur Mr. Bolt annað erindi annað kvöld á sama stað og tíma. Það nefnist „Leyndar- dómur lífs og dauða“. M.s. Katla kom 17. þ. m. til Finnlands. — Alþingisgarðurinn. Eins og undanfarin sumur verður Alþingishúsgarðurinn opinn fyrir almenning frá kl. 12—19 alla daga í sumar. Garðurinn var opnaður 17. júní. Það var upprunalega fyrir tilstilli Fegrunarfélagsins sem garðurinn var opnaður almenn- ingi. Bæjarbúar hafa gengið vel um garðinn undanfarin sumur og verður svo einnig vonandi í sumar. Veðrið. Lægðarsvæði milli íslands og Noregs, háþrýstisvæði fyrir Suðvestan land og annað yfir N.-Grænlandi, en grunn lægð á Grænlandshafi. Veðurhorfur fyrir Suðvestur- land, Faxaflóa og miðin: V-gola eða kaldi, skýjað. Veðrið kl. 9 í morgun: Reykjavík V 3, +9, Sandur V 1, +9, Stykkishólmur logn, —j—8, Hvallátur logn, Galtarviti NA 1, Hornbjargsviti A 1, —f-6, Kjörvogur N 1, -|-7, Blönduós logn, +6, Hraun á Skaga NV 2, +7, Siglunes NNV 3, +4, Akureyri NV 4, +7, Þingvellir N 3, -f-10, Reykjanesviti NV 3, —f-10, Keflavíkurvöllur V 4, -|-9. GÚMMwn ígólf" dúhwjr og mottur, nýkomið. — Sighvatur Einarsson & Co. iðreisn Al- ýðuflokksins. Almenningur er nú að gera sér Ijóst að framboð Ásg. Ásg. á vegum Alþýðuflokksins er stórpólitískt, þótt reýnt hafi verið á allan hátt að leyna þv£ meðal annars með því að flagga með nöfnum manna úr öðrumt flokkum, sem létu blekkjast í byrjun. tóku þá ákvörðun fyrir löngu að tefla fram til forsetakosning- anna einum aðalforustumannS sínum og hefir bessi ráðagerS verið vandlega undirbúin, þótt hún færi fram með mikilli Ieynd. Ein aðal sigurvonin var að vinna kjósendur hinna flokk- anna innan frá, með því að fá nokkra flokksmenn þeirra til að gerast talsmenn AB-fram- bjóðandans. * Þetta heppnaðist vel í byrj- un. Flugumennirnir unnu vel undir flokkslegu yfirskyni og höfðu áhrif á ýmsa flokksmenn. sína. En þegar svo sýnt var a& þessi sjöttu-herdeildar-aðferð mundi ekki reynast nægilega haldgóð til að draga hina flokk- ana með húð og hári yfir í her- búðir Alþýðuflokksins, komit þessir liðsmenn fram í dags- Ijósið, ekki undir merki síns eig- in flokks, heldur sem málaliðar Alþýðuflokksins, vopnaðir slag- orðum hans. # Ástæðan til þess að Alþýðu- fl. og málgagn hans leggja svo mikið á sig, sem raun ber vitni, til þess að fá sinn mann kosinn, er sú, að flokkurinn er að verða pólitískt áhrifalaus í landinu, en sigur hans í forsetakjörinu mundi reisa flokkinn stórkost- lega við í almenningsálitinu. Þetta er því örþrifatilraun AB- [liðsins til að stöðva flóttann úr herbúðunum, sem nú ógnar flokknum með upplausn. En við reisnin er vonlaus. V AB-framboðið er því stór- pólitískt og því er beinlínis ætl- að af forustumönnum Alþýðu- 'flokksins að hafa miklar póli- tískar afleiðingar ef Ásg. Ásg„. nær kosningu, sem að vísu er nú ekkert útlit fyrir. Enginn Sjálfstæðismaður ættii því að blekkja sjálfan sig eða aðra með því að halda fram, að> forsetakjörið, eins og AB-flokk- urinn hagar sér, sé ekki póli- tískt. Þetta eru átök milli flokk- anna um það hvort Alþýðuflokk. urinn á að geta gert sér forseta- kjörið að pólitískri lyftistöng.. í slíkum átökum sameinasfc Sjálfstæðismenn undir merki síns eigin flokks. MEÐ SÍNUMJ MÓTI.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.