Vísir - 21.06.1952, Side 4
V I S I B
Laugardaginn 21. júní 1952
%
DAGBLAÐ
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur Ingólfsstræti 3.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fixnm línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Náðunarbeiðni brotamanna.
Er hæstaréttardómur féll í máli þeirra brotamanna, sem sekir
höfðu gerst um ofbeldisverk gagnvart Alþingi og löggæzlu-
mönnum 30. marz 1949, duldist engum, sem forsendur dómsins
og niðurstöðu lásu að um hana varð ekki deilt með nokkrum
rökum. Málsatvik voru rakin hlutlaust og stuðst við staðreyndir
einar og brotin heimfærð réttilega undir hegningarlagagreinar,
án alls ágreinings meðal dómenda. Málgögn kommúnista töldu
þó við eiga að hefja ósæmilegar árásir á Hæstarétt vegna dóms-
niðurstöðunnar, en slíkt framferði leiddi til þess að almenningur
taldi málstað brotamannanna frekar verri en betri, þótt hann
teldi hinsvegar að hér væri ekki um brotahneigð að ræða um-
fram það, sem leiðir af múgsefjun og tilfinningaólgu, sem skyn-
semin eins og hún var hjá hverjum og einum, gat ekki haft
hemil á. Með tilliti til eðlis brotsins töldu menn rétt að á
málstaðinn yrði litið með nokkurri mildi, og röskun á hag
þessara manna ekki gerð meiri en orðið var, og gat þá náðun ein
leyst þá undan úttekt refsingar.
Að frumkvæði nokkurra manna hefur verið hafizt handa
um undirskriftasöfnun meðal almennings, þar sem til þess er
mælst að ofangreindir brotamenn fái uppgjöf saka. Slík tilmæli
eru ekki rökstudd með því að dómsniðurstaða Hæstaréttar sé
ekki að öllu leyti rétt og lögum samkvæmt, heldur er af eðli-
legum ástæðum skírskotað til mildi og vorkunnsemi manna og
þess einnig að þjóðfélaginu stafar ekki beinn háski af slíkum
brotamönnum, meðan ríkisvaldið hefur fullt taumhald á öfga-
flokki þeirra. Þeir menn, sem dómana hlutu, verða harðar
leiknir en hinir, sem þátt tóku í óeirðunum við Alþingishúsið,
en sluppu við málshöfðun og refsingu sökum ófullnægjandi
gæzlu og örrar atburðarásar. Þegar vitað er að margir sekir
sleppa við refsingu, telur almenningur heldur ekki óeðlilegt
að ríkisvaldið sýni mildi gagnvai't hinum dæmdu brotamönn-
um og veiti þeim uppgjöf saka, hvort sem hún yrði skilyrt
eða ekki.
Margir góðir menn hafa orðið til þess að ljá málinu lið með
undirskrift sinni og meðal annarra biskup landsins og klerka-
stéttin að einhverju leyti. Viðhorf slíkra manna mótast ekki af
pólitískum línum, heldur mannúð eða vorkunnsemi einni
saman, og undirskrift þeirra ber á engan hátt að skoða sem
mótmæli gegn dómsniðurstöðu Hæstaréttar. Þjóðviljinn hefur
leitast lítillega við að túlka slíkar undirskriftir brotamönnum
í hag vegna verknaðar þeirra, og sem mótmæli gegn dómsniður-
stöðunni, en slíkt er fásinna, sem spillir fyrir málstað sakborn-
inganna, þannig að þeir verða hverjum manni hvimleiðari en
áður. Er slík túlkun því. Bjarnargreiði í þeirra garð. Almenn-
ingur og allir lögfræðingar landsins bera fyllsta traust til
Hæstaréttar og viðurkenna dómsniðurstöðu hans sem rétta,
þótt talið sé að auðsýna beri mildi, þar sem fáir sakborningar
hljóta í'efsidóm, en margir sekir og ef til vill sekari sleppa við
refsingu. Gagnvart ríkisstjórninni beinist slík undirskriftasöfn-
un ekki, heldur ber frekar að líta á þetta sem einskonar trausts-
yfirlýsingu, þar sem almenningur telur að hana skipi slíkir
mannúðarmenn að þeir telji ekki úr vegi að leggja náðunar-
beiðni fyrir forsetann, þrátt fyrir það hve brot sakborninganna
er alvarlegs eðlis og ríkisvaldinu háskasamlegt.
Prestastefnan.
\ rleg prestastefna stendur. yfir þessa dagana og er hagað með
venjulegum hætti. Þar eru kirkjunnar mál rædd, sem og
hagur prestastéttarinnar og aðstaða til áhrifa innan þjóðfélags-
ins. Þessi gagnmerka kennimannastétt hefur látið mikið gott af
sér leiða allt frá því er kristni var í lög tekin í landinu og
haldið upp íslenzkri þjóðmenningu að verulegu leyti. Er því
eðlilegt að almenninugur vilji fylgjast með því, sem fram fer á
prestastefnunni og telji ástæðu til að bæta hag og starfsskilyrði
stéttarinnar í heild.
Barnafræðslan hvíldi fyrr á öldum að verulegu leyti á
herðum prestanna, enda var þeim falið eftirlit með henni.
Byggt hefur verið upp í landinu nýtt fræðslukerfi, þar sem
prestunum hefur verið bolað frá afskiptum og áhrifum. Úr
þéssu þarf að bæta með samvinnu kennara og presta, en einkum
aétti unglingafræðsla að færast yfir á hendur prestanna sökum
menntunar þeirra, sem tekur kennaramenntun fram að flestu
leyti og skal þó ekki hallað á þá ágætu stétt, sem er verð
fullrar viðurkenningar fyrir störf sín. Samvinna þessara stétta
í fræðslumálum getur haft nlikla þjóðfélags þýðingu, en þó
: því aðeins að Llutur þeirra beggja verði gerður góður af iiálfu
.-i'ikisvaldsins.
Bygging félagsheimila hér
vekur athygli erlendis.
Stfjrhtir F'éSœtpsheÍMnilasj&ðs til
þeirra netnnr 4 Bniitþ hr&nez.
Nýlega hefir verið úthlutað
úr félagsheimilasjóði samtals
1091 þús. kr. til 22 félagsheim-
ila víðsvegar um landið.
Fé þetta, sem nú hefir verið
úthlutað til félagsheimilanna er
sá hluti skemmtanaskattsins
fyrir árið 1951, sem féll í hlut
íþróttanefndar ríkisins og
fræðslumálastjórnarinnar.
Heimili þau sem styrks nutu
að þessu sinni eru í Reyjavík,
Fljótshlíð, Hjaltastaðaþinghá,
' Eskifirði, Öræfum, Mosfells-
sveit, Patreksfirði, Vestur--
Landeyjum, Bolungavík,
Vopnafirði, Rauðasandshreppi,
Kirkjubæjarklaustri, Seyðis-
firði, Reykholtsdal, Lundar-
reykjadal, Nesjahreppi, Anda-
kílshreppi, Ásahreppi, Sand-
gerði, Vestmannaeyjum,
Breiðuvík og Gaulverjabæjar-
hreppi.
Stærstu byggingarnar og
jafnframt þær dýrustu eru í
Mosfellssveit, sem nú er þegar
fullgerð og kostar uppkomin
1347 þúsund krónur, og í Bol-
ungavík, er kostar til þessa
1256 þús. kr,, en hún er ekki
full gerð. Annars er verðmis-
munur félagsheimilanna mjög
mikill og þau ódýrustu kosta
ekki nema ca. 150 þús. kr.
Að því er íþróttafulltrúi rík-
isins, Þorsteinn Einarsson, tjáir
Vísi, ber það ánægjulegt vitni
um samhug og dugnað fólks-
ins, sem að félagsheimilunum
stendur hve ötullega það vinn-
ur að því að gera þau sem bezt
og vönduðust úr garði. Á mörg-
um stöðum fórnár fólkið ótrú-
lega miklu fyrir þetta áhuga-
mál sitt og vinnur mikið og ó-
trauðlega í þegnskaparvinnu.
Gildir þetta jafnt fyrir sveitir
sem sjávarþorp og t. d. í Bol-
ungavík eru sára fáir vinnu-
færir karlar búsettir sem ekki
hafa lagt fram meiri eða minni
Sjálfboðavinnu til félagsheim-
ilisins.
Mörg félagsheimilanna hafa
verið byggð á löngum tíma eða
allt upp í 4—6 ár. Fyrir bragð-
ið dreifist bæði vinnan á lengri
tíma og eins efniskostnaðurinn
og það veldur því jafnframt að
þeir sem að húsunum standa,
komast tiltölulega skuldalítið
út úr framkvæmdunum.
Á sl. vetri munu um 29 aðilar
hafa sótt til Fjárhagsráðs um
fjárfestiiigarleyfi til bygginga
félagsheimila. Hefir Fjárhags-
ráð veitt vilyrði á þessu ári til
10 félagsheimila að upphæð
40—400 þús. kr. til hvers þeirra.
Taldi íþróttafulltrúi þetta
virðingarverðan skilning hjá
Fjárhagsráði, enda væri hér
um eitt helzta ráðið að ræða til
að sporna gegn hinum mikla
flótta fólksins úr dreifbýlinu
til kaupstaðanna.
Frá því er Félagsheimilasjóð-
ur tók til starfa í ársbyrjun
1948 hefir verið veittur styrkur
i til samtals 43 félagsheimila, er
hafa sum verið byggð allt frá
árinu 1944 og til þessa tíma.
Styrkurinn sem þessi heimili
hafa notið nemur orðið allt að
4 milljónum króna. Eru það
fræðslumálastjóri ásamt í-
þróttanefnd ríkisins, sem ann-
ast úthlutun ýr sjóðnum, undir
yfirstjórn Menntamálaráðu-
neytisins.
íþróttafulltrúi slcýrði Vísi frá
því að á hinum Norðurlöndun-
um væri mikill áhugi fyrir þvi
að koma upp félagsheimilunum.
En þar er sá hængur á löggjöf-
inni um þessi mál að fjárstyrk-
ur til heimilanna er háður
dutlungum fjárveitingarvalds-
ins frá ári til árs og engin föst
tekjulind að grípa til eins og
hjá okkur. Hefir hið íslenzka
fyrirkomulag í þessum efnum
vakið mikla athygli og margar
fyrirspurnir borizt út af því.
-------♦ ....
^VVVWWtfVVnWtfWWWWWft^^lVWWWWWVFWUWWWWWWWtfWftWtfWWW
ll$
Stuðninpmenn séra ijarna Jónssonar^
við forsetakjörið, sem vilja vinna á kjördegi, eru beðnir að láta skrá sig
sem fyrst á kosningaskrifstofunni í húsi Verzlunarmannafélags Reykja- ^
víkur, Vonarstræti 4, II. hæð. Símar 6784 og 80004. í
vvv*uvvvv%ABruvvrvvvvvnuvr-rtfVví
♦BERGMAL
Nauthólsvíkin.
í dag verður sjóbaðstaðurinn
í Nauthólsvík, sem réttilega
mætti nefna baðströnd Reykja-
víkur, opnaður á ný, en tíðar-
farið undanfarna daga bendir
til þess að loksins muni sumarið
komið, og vænta megi meiri
hlýinda á komandi dögum, en
þeim, sem liðnir eru af alman-
akssumrinu. Það hefir ekki -ver-
ið tímabært fyrr í sumar vegna
kuldanna aðopna þenna vinsæla
baðstað, en þangað sækja Reyk-
víkingar óspart á góðviðrisdög-
um og nota sjóinn og sólskin-
ið. Þótt baðstaðurinn hafi ekki
formlega tekði til starfa fyrr, er
þó ekki svo að skilja, að engir
hafi komið þar í vor og fengið
sér sjóböð.
Æ meiri aðsókn.
í gær og fyrradag var þar
fólk á ferð, meira að segja
kvenfólk, svo ekki mátti lengur
draga það að opna staðinn al-
menningi. í gær var líka mikið
sólskin og hlýtt um miðbik
dagsins og mjög heppilegt til
sjóbaða, Samkvæmt upplýsing-
um frá borgarlækni hefir að-
sóknin að Nauthólsvíkinni auk-
ist ár frá ári, enda talsvert ver-
ið gert til þess hin síðari ár til
að hæna fólk að þessum ágæta
baðstað. Margt er þó enn ógert,
mætti segja, en allt þokast þó
í rétta átt.
Notið sjóinn og sólskinið.
Haldist gott veður um helg-
ina má því gera ráð fyrir að
margir noti sér sjóinn og sól-
skinið, en tæplega er til betri
eða heilnæmari skemmtun en
sjóböð á góðum sólardegi. Áður
en baðstaðurinn var opnaður
hefir verið hreinsað vel til alls
staðar í kring, sjórinn og fjar-
an, og allt umhverfið. Flekar
hafa verið málaðir o. s. frv.
Það, sem fólki hefir lengi þótt
vanta við baðstaðinn í Skerja-
firði, er góður veitingastaður,
helzt nokkurskonar útiveitinga-
staður, þar sem fólk gæti fengið
sér hressingu á baðfötunum.
Óhentugar ferðir.
Þá komum við að því atrið-
inu, sem erfiðast hefir verið
viðfangs fyrir gesti sjóbaðstað-
arins við Nauthólsvík, en það
eru ferðirnar þangað. Það vill
svo til þótt aðsókn að baðstaðn-
um sé góð, þegar vel viðrar,
koma þangað fáir á úrkomu-
dögum eða köldum dögum. Hef-
ir því ekki verið tiltökumál að
halda þangað uppi föstum ferð-
um alla daga. Strætisvagnar
Reykjavíkur mun ekki í bili
a. m. k. treysta sér til að láta
vagna gangað þangað á góð-
viðrisdögum vegna vegnaskorts.
Allt er því enn á reiki með fast-
ar ferðir í Nauthólsvíkina, en
væntanlega rætist úc þessu
bráðlega, en því yrði fagnað af
reykvísri æsku. — kr. ■
Gáta dagsins.
Nr. 170.
Skinpílurnar skutu tvær,
skrítið þótti mér að sjá,
í trépíluna eina, ær
ætlaði eg hún mundi þá.
Svar við gátu nr. 169:
Meis.