Vísir - 21.06.1952, Síða 5
Laugardaginn 21. júní 1952
v I s i a
e
JBretar wnóttnmim aitur:
Áskilja sér rétt til bóta vegna
afskipta af brezkum skipum.
Ríkisstjórnin athugar svar þeirra.
Hinn 18. júní afhenti sendifulltrúi Breta utanríkisráðherra
orðsendingu varðandi reglugerðina um verndun fiskimiða um-
hverfis ísland. Utanríkisráðherra skýrði sendifulltrúanum enn
á ný frá sjónarmiðum íslenzku ríkisstjórnarinnar í þessum
málum, en ríkisstjórnin hefir orðsendinguna nú til athugunar.
Orðsendingin hljóðar svo:
,,Herra utanríkisráðherra:
Brezka ríkisstjórnin hefir
vandlega athugað orðsendingu
yðar, dags. 12. maí 1952, varð-
andi reglugerðina urn fiskveiði-
takmörk umhverfis fsland, sem
íslenzka ríkisstjórin birti hinn
19. marz og kom til fram-
kvæmda hinn 15. maí. Utan-
ríkisráðherra Bretlands hefir
nú falið mér að flytja yður eft-
irfarandi greinargerð um skoð-
anir brezku ríkisstjórnarinnar.
2. Brezka ríkisstjórnin telur,
að ekki verði um það efast að
viðræður þær, sem fram fóru í
London í janúar 1952 milli
Ólafs Thors ráðherra og fulltrúa
brezku ríkisstjórnarinnar, geti
ekki talizt samráð um efni
hinnar nýju íslenzku reglugerð-
ar. Við það tækifæri gaf Ólaf-
ur Thors ráðherra einungis í
skyn að íslenzka ríkisstjórnin
myndi gefa út nýjar reglur.
Hann gaf engar upplýsingar
um einstök atriði varðandi efni
hinnar fyrirhuguðu reglugerð-
ar og lét ekki uppi, að reglugerð
þessi yrði eins víðtæk eða að
hún myndi hafa í för með sér
jafnmikið tjón fyrir langvar-
andi fiskveiðahagsmuni Breta
og raun ber vitni. Ráðherrann
neitaði um samninga, enda þótt
brezka ríkisstjórnin gerði til-
lögu um það, í því skyni að
samkomulagi yrði náð um ad
hoc takmörk, þar sem tekið
yrði, eftir því sem unnt væri,
tillit til löglegra hagsmuna
beggja aðilja. Brezka ríkis-
stjórnin verður því að endur-
taka, að henni þykir leitt að ís-
lenzka ríkisstjórnin skuli á
eindæmi hafa gert svo mjög
auknar kröfur varðandi fisk-
veiðitakmörk sín, en hafnað
tillögu brezku ríkisstjórnar-
innar um að takmörk þessi bæri
að ákveða með samningi milli
landanna.
3. Brezka ríkisstjórnin getur
ekki fallizt á það sjónarmið
sem fram kemur í orðsendingu
yðar, að* grunnlínan milli
grunnlínustaðanna 39 og 40 í
hinni nýju reglugerð sé'í sam-
ræmi við alþjóðalög. Svo virð-
ist af orðsendingu yðar, að lagt
hafi verið fast að íslenzku rík-
isstjórninni að draga línuná
jafnvel enn utar, þ. e. frá Gálu-
víkurtanga (grunnlínustað 40)
eða e. t. v. jafnvel frá Hraun-
vör (grunnlínustað 41)
mikið undan í þessu efni að hún
hefir dregið línu frá Eldeyjar-
drangi (grunnlínustað 39) til
Gáluvíkurtanga (grunnlínustað
40) með þeim afleiðingum, að
enda þótt sú lína, sem dregin
var, sé að vísu ekki eins víta-
verð að alþjóðalögum og hin
línan hefði verið, þá brýtur hún
þó að áliti brezku ríkisstjórn-
arinnar í bág við meginreglur
þær, sem alþjóðadómstóllinn
hefir lýst fylgi sínu við og lýst
er efnislega í orðsendingu
minni dags. 2. maí. Brezka rík-
isstjórnin neitar því ekki, að
Eldeyjardrangur og Gáluvíkur-
tangi eru lögmætir grunnlínu-
staðir, en hún álítur að ekki
verði talið, að sú lína, sem dreg-
in er yfir Faxaflóa, sem ekki
fer um skaga, sem eru eins
greinilega afmarkaðir og Garð-
skagi og Malarrif, „fylgi megin-
stefnu strandarinnar“. Það er
skoðun brezku ríkisstjórnarinn-
ar, að skagar þessir hefðu átt
að vera grunnlínustaðir auk
grunnlínustaða þeirra, sem ís-
lenzka ríkisstjórnin valdi.
4. Brezka ríkisstjórnin getur
heldur ekki fallizt á þá skoð-
un, sem fram er sett í orðsend-
ingu yðar, herra utanríkisráð-
herra, að sú regla, sem lengi
hefir verið viðurkennd, að engu
ríki er heimilt að framfylgja
innar verið þáttur almenns
þjóðaréttar síðan á nítjándu
öld og það er alveg ljóst, að
engu ríki er skylt að samþykkja
kröfur, aðrar en þær sem
byggjast á lögmætri hefð, sem
önnur ríki kunna að gera um
ytri takmörk. í orðsendingu,
sem ríkisstjómir Hollands og
Belgíu hafa nýlega sent ís-
lenzku rikisstjórninni hefir það
sjónarmið verið staðfest, að efni
alþjóðalaga á þessu sviði sé svo
sem hér segir. Brezka ríkis-
stjórnin sér, að íslenzka ríkis-
stjórnin hefir ekki getað vitnað
í neina heimild í hinum nýja
dómi alþjóðadómsins né neina
aðra heimild til stuðnings þeirri
skoðun sinni, að henni sé heim-
ilt að færa út landhelgi sína ein-
hliða. Svo sem bent var á f orð-
sendingu minni dags. 2. maí, er
það einnig skoðun ríkisstjórnar
Svíþjóðar og Danmerkur, að
slík einhliða víkkun land-
helginnar sé ólögleg afskipti af
úthafi, þar sem þegnum allra
landa er heimilt að veiða og
sigla án hindrunar af hálfu
annarra ríkja.
5. Brezka ríkisstjórnin verð-
ur því að lýsa yfir þvi, að henni
þykir það mjög miður að ís-
lenzka ríkisstjórnin skuli ekki
vilja gera ráðstafanir til þess
að breyta hinni nýju reglugerð,
þannig að hún verði í sam-
ræmi við reglur þjóðaréttarins.
Enda þótLbrezka ríkisstjórnin
lýsti ánægju sinni yfir því, að
íslenzká ríkisstjórnin ætli ein-
ungis að nota hin nýju takmörk
í samb. við fiskveiðar og sjái,
kröfu um stærri landhelgi en. að þær. takmarkanir, sem nú
þriggja mílna, nema það eigi
rétt á rýmra svæði vegna hefð-
ar, eigi ekki frekari stoð í
þjóðarétti en tíu mílna reglan
varðandi flóa. Að vísu var það
skoðun alþjóðadómsins í hin-
um nýafstöðnu málaferlum
milli Bretlands og Noregs, að
enda þótt tíu mílna reglunni
hafi verið fylgt af ýmsum ríkj-
um í samningum þeirra hafi
regla þessi „ekki öðlast gildi
almennrar þjóðréttarreglu“.
Hins vegar hafa meginreglur
þriggja mílna víðáttu landhelg-
eru í gildi, gera ekki upp á
milli fiskiskipa hinna ýmsu
þjóða, telur hún nauðsynlegt
eftir atvikum að gera fyrir-
vara um að hún áskilur sér rétt
til skaðabóta frá íslenzku rík-
isstjórninni að því er snertir
hverskonar afskipti af brezkum
fiskiskipum á svæðum, sem
brezka ríkisstjórnin telur vera
á úthafinu.
Eg leyfi mér, herra utanrík-
isráðherra, að votta yður á ný
sérstaka virðingu mína.
(sign) P. Lake“.
JF/öl hreyttnsta íþróttahátíðin.
Austurbær og Vesturbær keppa
í kuattspyrnu á mánudagskvöld.
Konur úr sömu bæjarhlutum keppa í handknattleik.
Eins og getið var hér í blað-
inu fyrir nokkrum dögum, mun
tiltí.S.Í. gangast fyrir íþróttamóti,
Geirfugladrangs (grunnlínu-
stað 51) og þaðan beint í Geir-
fuglasker (grunnlínustað 35).
Brezka ríkisstjórnin sér, að ís-
lenzka ríkisstjórnin taldi ekki
öruggt að slík lína væri í sam-
í sambandi við fertugsafmæli
sambandsins. Hefst mótið í dag
á íþróttavellinum.
Mótið hefst með því, að
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
kl. 3,30. Strax á eftir ganga
ræmi við alþjóðalög, og fyrir íþróttamennirnir inn á völlinn,
og Lúðrasveitin leikur. Kl. 4,15
verður svo hátíðin sett. Mun
formaður framkvæmdanefnd-
ar, Jón Magnússon flytja setn-
ingarræðuna, Gunnar Thor-
oddsen borgarstjóri flytur á-
sitt leyti álítur brezka ríkis-
stjórnin öruggt að þær hefðu
ekki verið það. Brezku ríkis-
•stjórinni þykir miður, að ís-
•lenzka ríkisstjómin skuli hafa
talið nauðsynlegt að láta það
varp og Ben. G. Waage flytm-
stútta ræðu. Kl. 4.30 verða
fluttir þjóðdansar. Kl. 5 hefst
frjálsíþróttakeppni milli
Reykvíkinga og utanbæjar-
manna. Verður keppt í eftir-
töldum greinum: 400 m. hlaupi,
stangarstökki, kringlukasti,
1500 m. hlaupi, sleggjukasti,
langstökki, 5 km. hlaupi og
4X100 m. boðhlaupi. Kl. 6,10
verða sýndar skylmingar í 20
mínútur. Þenna dag verða líka
sýnd listflug og fallhlífarstökk.
Á morgun mnn mótið halda
áfram kl. 2. Þá mun háð bad-
Slæmar horfur með
grassprettu og veiði
Þingvallasveit.
I Þingvallasveit eru slæmar
horfur með grassprettu í sum-
ar, því tún eru allmjög kalin
og er það bæði um að ræða eldri
°g yngri köl.
Meðal annars kól þar tals-
vert í sléttur, og er ekki ann-
að sjáanlegt, en að grassprett-
an verði með allra minnsta
móti í sumar ef þessu heldur
áfram hvað veðráttuna snertir.
Veiði í Þingvallavatni hefir
verið treg í vor, enda er það
venjan í norðanátt og kulda-
tíð, því þá gengur fiskurinn
ekki á grunnið.
Almenningur er nú að byrja
að sækja til Þingvalla á frí-
dögum sínum og um helgar.
Var mikil umferð um Þing-
vallaveginn og margt fólk á
Þingvöllum á sunnudaginn
var.
Ekki hefir verið legið neitt
á grenjum þar í sveit í vor,
enda er byggðin fjárlaus í ár
og engin áherzla hefir verið
lögð á að ráða niðurlögum tæfu
enn sem komið er í vor.
Verkefni Kanada-
manna verða
rædd.
Einkaskeyti frá A.P. —
Lester Pearson utanríkisráð-
herra Kanada skýrði frá því í
gær, að Bandaríkjastjórn hefði
svarað orðsendingu Kanada-
stjórnar varðandi verkefni
lcanadiskra hermanna í Kóreu.
Kvað hann því lofað í svar-
inu, að umræður skyldu fram
fara, áður en kanadiskum
hermönnum væru falin sérstök
hlutverk. Taldi ráðherrann
svarið viðunandi, en bætti því
við, að svo gæti staðið á, að
slíkar viðræður gætu ekki átt
sér stað fyrirfram.
Orðsending Kanadastjórnar
var send vegna óánægju, sem
fram kom í Kanada út af því,
að kanadiskir hermenn voru
sendir til fangagæzlu á Koje-ey.
mintonkeppni milli Reykvík-
inga og liðs frá Stykkishólmi,
og er gert ráð fyrir mjög spenn-
andi keppni í þeirri grein. Um
kvöldið kl. 8 hefst íslands-
glíman, og glímir þar úrval í
um tvo stundarfjórðunga. Kl.
8,45 heldur' frjálsíþróttakeppn-
in milli Reykvíkinga og utan-
bæjarmanna áfram, og verður
þá keppt í kúluvarpi, hástökki,
100 m. hlaupi, 800 m. hlaupi,
þrístökki, spjótkasti, 3000 m.
hindrunarhlaupi og 4X400 m.
boðhlaupi. Kl. 10 um kvöldið
verður háð hnefaleikakeppni,
og stendur hún í 25—30 mín.
Eigast þar við menn úr Ármanni
og K.R.
Á mánudaginn lýkur svo
mótinu. Kl. 8,15 e.h. keppa
Austur- og Vesturbær í hand-
knattleik kvenna. Kl. 8,45 verð-
ur reiptog og eigast þar við
Hafnarfjörður, Keflavik og
lögreglan í Reykjavik. Kl. 9.05
Aðalfundur
Bl. leikfélaga.
Laugardaginn 7. júní var
haldinn aðalfundur í Bandalagi
íslenzkra leikfélaga. Formaður-
bandalagsins Ævar R. Kvaranu
setti fundinn og skýrði frá.
störfum stjórnarinnar frá síð-
asta aðalfundi.
Framkv.stjóri, Sveinbjöm.
Jónsson gaf yfirlit yfir störf
bandalagsins á liðnu starfsári,.
og las upp reikninga. 50 stór
leikrit voru sýnd á vegum.
bandalagsins á vetrinum.
Bandalagið lét fjölrita mörg:
leikrit til afnota fyrir félögirx
og á bandalagið nú um 25 leik-
rit. Bandalagið hefir gengizfr.
fyrir útvegun leikáhalda s. s.
farða, og í ráði er að afla f jölda.
hárkolla. Á starfsárinu annað-
ist bandalagið prentun leik-
skráa og útvegun leiðbeinenda.
til félaganna.
Á fundinum var samþykkt;
tillaga frá stjórninni þess efnia
að menntamálaráðuneytið veitk
samninganenfd rithöfundafé-
laganna rétt til að semja um.
flutningsrétt á leikritum viðf
bandalagið. Einnig samþykktk
fundurinn áskorun til Alþingia
um að hækka styrk til banda-
lagsins, einkum í því augna-
miði að ráða fastan leiðbein-
anda. I stjórn voru endurkosn-
ir: Formaður Ævar R. Kvaran,.
ritari Lárus Sigurbjörnsson og'
meðstjórnandi Sigurður Gísla—
son*. Varaformaður var kosimx
Herbert Jónsson, Hveragerði.
--------------*-----
1818 greiða skatta til
ríkisins é Eyjum.
Frá fréttaritara Vísis.
Vestm. eyjum í gær.
Lögð hefir verið fram skatta—
skráin hér og voru skattar ti£
ríkisins samtals þvínær 1.8»
millj. króna.
Skattskyldir einstaklingar og:
félög eru nú 1818, en skatt-
leysingjar eru taldir 122. Hæstu
gjaldendur af einstaklingum
eru: Gísli Þorsteinsson, verk-
stjóri, kr. 43.209.00 Þorsteinn
Sigurðsson, útgerðarm. kr,
40.915,00, Ástþór Matthíasson.
forstjóri kr. 36.592,00, Helgil
Benediktsson kr. 20.878,00 og
Sighvatur Bjarnason, útgm., kr.
16.972,00.
Þessi félög greiða hæstu.
skatta: ísfélag Vestmannaeyja
kr. 37.980.00, Vestmannaeyja-
bíó kr. 24.692,00 og Lifrarsam-
lag Vestm.eyja kr. 24.190,00.
Útsvarsskráin liggur ekki.
frammi enn, en búist við henni.
á næstunni. — Jakob.
verður háður knattspyrnukapp—
leikur milli Austur- og Vestur--
bæinga, og í hálfleik fara franx.
úrslit í reiptogi. Eins og menn.
sjá af því er framan er ritað er
þetta fjölbreyttasta og lengsta.
íþróttamót, er hér hefur verið'
haldið.
KA(JPHÖLLIN 1
er miðstöð verðbréfaviðskipt- 1
anna. — Siml 1710. j