Vísir - 21.06.1952, Side 7

Vísir - 21.06.1952, Side 7
Laugardaginn 21. júní 1952 V I S I B KATRIIM „Örugg, já. Þú veizt ekki hve oft eg hefi beðið fyrir þér, Kata — og öryggi þínu.“ Hann stóð nú þétt við hlið hennar, og aftur farmst henni hún verða þess vör, að glóð æskunnar væri ekki kulnuð í sál hans, — og húh kenndi aftur áhrif viðkvæmni og hlýju, eins Ög þeg- ar hún kom inn í herbergið. „Kata mín,“ sagði hann lágri röddu, „þú veizt ekki hve illa mér hefir liðið, er eg sá þig stefna út í ófærur og voða. Það lá við, að eg tárfelldi af tilhugsuninni um. hvað fyrir þig kynni að koma. Eg hefi játað þér ást mína — skilurðu ekki mikilvægi þess?“ „Mér virðist, að með gerðum þínurn hafir þú vitandi vits bakað mér sáran harm —“ „Nei, heldur veitt þér ást, umönnun, vemd. Hér mundi eg geta það, hér gætirðu verið örugg, í stað þess að þeysa um landið með brjálæðiskennd áform í huga. Nú hafa öll þín áform hrunið til grunna, og það gleður mig, því að það eflir von mína.“ „Von?“ „Að þú leyfir mér að elska þig, annast þig. Þú átt engan vin, nema mig. Ætlarðu að snúa baki við eina vininum, sem þú átt?“ „Eg átti vini, sem nú eru mér glataðir.“ „Ræðum ekki um Tuktone-fólkið. Eg er að tala um heimili þitt. Eftir það sem þar gerðist hefi eg haft auknar áhyggjur þín vegna. Faðir þinn og móðir bæði glötuð þér — hvor á sinn hátt.“ „Af hverju segirðu þetta allt?“ „Vegna þess, að eg elska þig, hefi samúð með þér, vil hjálpa þér. Hvað geturðu tekið þér fyrir hendur? Hefirðu nokkuð hug- leitt það?“ „Nei, en eg fer ekki með móður minni.“ „En — hvert þá? Komdu hingað — láttu þetta verða heimili þitt.“ Henni hafði skilist hvert krókurinn beygðist, en hafði reynt að bægja frá hugsunum um það. Fráleitt mundi hann kóróna skömm sína með slíkri uppástungu.......En nú hafði hann sagt það. Hann hafði gripið um hönd hennar, andlit hans var svo nálægt andliti hennar, að hún fann hlýjan andardrátt hans á vanga sér. Augu hans leiftruðu — ekki af ástríðu, heldur góð- vild, þar voru eldar sem hlýjuðu, en blossuðu ekki upp, en hitinn var tífalt meiri. Hún fann, að þeir myndu geta brætt hjarta hennar. Hún varð að gera eitthvað fljótt, sér til bjarg- ar. Hún kippti að sér hönd sini. „Mig furðar, að þú skulir dirfast að stinga upp á þessu. Get- urðu látið þér til hugar koma, að eg mundi —“ „Eg hefi sagt þér, að eg elska þig. Hví getur það þá móðgað þig að tala um ást?“ „Þú veizt vel, að eg mundi aldrei giftast þér!“ „Ekki nú — en innan tíðar. Einhven tíma muntu sjá, að eg hefi ekki gert þér neitt illt, heldur hið gagnstæða.“ „Eg mundi aldrei — og nú verð eg að fara. Eg held ekki kyrru fyrir hér til þess að láta móðga mig.“ Hún færði sig í áttina til dyranna, en hann gekk í veg fyrir hana. „Farðu ekki þannig frá mér, Kata. Hlustaðu á mig, þótt ekki sé nema andartak.“ „Leyfðu mér að fara,“ sagði hún þrálega. „Eg vil ekki hlusta á móðganir.“ „Notaðu ekki slíkt orð, þegar um bónorð er að ræða.“ „Það er móðgandi — frá þér. Þú veizt, að þú getm' ekki kvongast mér. Þú veizt, að þótt við vænmi gefin saman eftir hinni nýju helgisiðabók, yrðum við alltaf — presturinn og hóra hans.“ „Hvernig vogarðu þér að mæla svo?“ sagði hann. „Þetta er lygi. — Eg get kvongast eins og hver annar, og flestir menn í minni stöðu mundu haaf gert það fyrir mörgum árum — jafn- vel áður en hin nýja trú kom til sögunnar. En eg vildi það ekki, af því að eg elskaði þig — og beið. Geturðu ekki reynt að skilja hvað mér er í hug, Kata?“ „Nei, eg skil þig ekki.“ „En þú verðúr að reyna það. Eg má ekki til þess hugsa, að þú standir uppi ein og vinalaus, — ekki til þess hugsa, ó, barnið rnitt, eg hefði ekki játað þér ást mína nú, ef þetta hefði ekki gerst, á heimili þínu, og eg skil, að þú sért mér reið, þótt þú ættir að geta skilið, að eg gerði það vegna þess, að eg ann þér. .... Eg verð að bjarga þér og annast þig þrátt fyrir afstöðu þína nú.“ „Ef eg giftist þér,“ svaraði hún, „mundi eg glata því eina, sem er mér til huggunar, trú minni.“ „Ef þú átt við hina kaþólsku trú, glataðirðu henni fyrir löngu.“ „Nei, nei.“ „Kaþólsk trú er öllum eilíflega glötuð í þessu landi“. „Þú kenndir mér að byggja allt á þessari trú — elska hana.“ „Af því, að eg hélt, að hún mundi koma aftur, en eg ályktaði skakkt — páfatrúin verður aldrei endurkvödd til þessa lands. Eg veit það. Stuðningsmenn hennar og vinir hafa veitt henni banasárið. Það er annað til í lífinu sem betur fer, til þess að helga sér, en kaþólsk trú — við verðum að byggja á því, sem enn eimir eftir af trú í hugum vorum, og undir því er andleg velferð okkar og framtíð komin. Já, það er ýmislegt annað, sem lífið hefir upp á að bjóða, bækur, rósir — ást. Við getum verið hamingjusöm, í garði oltkar, yfir rósum okkar og bókum. Eg held, að þú hafir aldrei vitað hvað sönn hamingja er, en hana skaltu finna hér, ef þú aðeins villt leyfa mér það, hjartans, heið- bjarta stúlkan, sem eg ann — fyrir guðs skuld, sem vissulega hefir lagt marga vegi að dyrum síns ríkis, upprættu hina villtu drauma úr sál þinni, sem ekki geta ræst, og leyfðu mér að vernda þig og hugga. Páfatrúin er dauð, trúðu mér, en þú ert á lífi — og það er eg líka —“ „Hættu, hættu,“ sagði hún, er hún loks komst að til þess að stöðva orðaflaum hans, sem rann eins og flóð yfir varnarlausar lendur huga hennar. „Það er tilgangslaust fyrir þig að mæla svo — og gengur guðlasti næst hvernig þú hagar orðum þínum. Ef þú heldur, að þú getir fengið mig til þess að skipta um skoðun, ferðu villur vegar. Eg hefi orðið mikið að þola og miklu glatað upp á siðkastið, en mína ódauðlegu skál á eg enn og hana skaltu aldrei frá roér taka.“ „En hvernig heldurðu að fari fyrir þér í heimi mótmælenda — í ósamræmi við allt og alla — í byltingarhug —“ „Eg fer til bróður míns.“ „Til Simonar?" svaraði hann undrandi. „Vissulega, hann er — er væntanlegur til Englands. Eg fer til hans og hann mun vernda mig.“ „Fávísa barn, hvernig getur hann vérndað þig? Líf hans verður í stöðugri hættu frá því hann stígur fæti á enska jörð.“ En hann gat ekki rænt hana hugrekkinu, sem tilhugsunin um bróður hennar hafði veitt henni. „Þá deyjum við saman. Eg vil heldur deyja með góðum klerki, sem er trúr sjálfum sér, en lifa með slæmum, sem hefir svikið það, sem honum ætti að vera heilagast.“ „Það er einhver bölvun, sem hvílir yfir ferli þínum, Katrín,“ sagði hann reiðilega, en þó var aðdáunarvottur í rödd hans. „Ef um bölvun er að ræða er það bölvun falsvina, en eg nýt þá í staðinn blessunar sannrar trúar.“ Hún vatt sér skyndilega fram hjá honum og á næsta andar- taki hafði hún opnað dyrnar. „Kata, vertu kyrr, farðu ekki.“ Hann reyndi að halda aftur af henni, en á næsta andartaki Dulrænar frásagnir „Karatlinu. snjallt, að hann hefði hrokkið við í hvert skipti Leið nokkur stund milli kallanna. Hann sagði engan lifandi mann hafa verið þar nærri. Eigi tók hann undir, enda er hann lifandi enn, er þetta er skráð. Kvaðst hann hyggja það boða feigð jafn- margra þar á heimili, en það mundi líða nokkuð á milli þess að þeir dæju. Hann kvaðst hafa verið að því kominn að svara þriðja kallinu. Sama veturinn dó þar Jón Andrésson, móðurbróðir Odd- nýjar húsfreyju. Næsta vetur var það Hallgrímur Eyjólfsson, Eyjólfssonar. Hann dó þar næst. Svo leið fyrir víst ár, þangað til að Halldóra, dóttir hjónanna Oddnýjar og Ólafs, dó einnig. Eftir að Eiríkur hafði sagt frá þessum köllum, heyrði hann þar oftar um vet- urinn þess konar hljóð, enda dóu þeir þar árið 1901—1902 Ólafur, húsbóndinn sjálfur, Þórðarson, og Ólafur húsmað- ur, frændi hans, Hinriksson, með litlu millibili. (Þjs. S. S.). OrgelspiKið. Sumarið 1886 var eg vika- drengur í Laxárd. hjá Sæmundí Einarssyni, Einarssonar, þess, er hraktist undan Skaftáreldi, Jónssonar á Geirlandi á Síðu austur. Sæmundur bjó á- kvæntur með heitmey sinni, Margréti Sveinbjarnardóttur frá Ási í Ytrihreppi, Jónssonar. Sæmundur var hvers manns hugljúfi, og mun mér aldrei úr minni líða hvað hann var mér góður. Hann var reglumaður, fáorður og óhlutdeilinn og hirt- inn mjög, hár og grannur. Hann lét mig sofa hjá sér og fann eg enga meiri ánægju en þá, ,er hann vafði mig örmum sínum sem væri eg barn hans. Hann bað og alla á heimilinu að vera mér sem bezta. Eg smalaði ám að kvöldi og leitaði kúa, er þurfti. Eg var aðeins á 8. ári og smár vexti. Varð eg þá oft þreyttur. c & fí’tii-mtýksi ó 1*4R7AN m— MZ Nú lagði Nkima litli af stað til baka og fly tti sér eins og hann mátti, en Tarzan snéri sér að ánni og bjó sig undir sundið. Hannvsvam hægt og róglega og hafði nánar gætur á klettabeltinu hinum meginn. Hvergi var hreyfingu að sjá. . Skammt frá árbakkanum, sem Tarzan nálgaðist, var mikill og þétt- ur vatnagróður og erfitt að varast hætturnar, sem leyndust. Þar lá krókudíll í leyni og fylgdist með ferðum Tarzans. Hann starði á hann án afláts gráðugum augum,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.