Vísir - 04.07.1952, Blaðsíða 7

Vísir - 04.07.1952, Blaðsíða 7
Föstudaginn 4. júlí 1952 V 1 S I B T SheiEa ÍCaye-Smith: .■WW^WWtWWUVWWWVWWWWW,WNIW,W-W.*W^ 42 KATRIIM WWWtfWVWtfWWWVWWWVWVWWWVWWUVWWWVWVWWl þar að kemur. Með okkur getur hún ekki farið lengra en til West Rooting.“ Katrín leit á Simon, en hann sagði ekkert, svo að hún lét og kyrrt liggja hvað við tæki, eftir að til West Rooting kæmi. Hestur hennar var sóttur og brátt lögðu þau af stað frá Halfnakade áleiðis til West Rooting. 50. Það var farið að húma, þegar þau komust af stað, og áform þeirra var að ríða alla nóttina, og kom til West Rooting undir morgun. — Þokuslæðing lagði frá sjónum inn yfir Chichester. Þegar Katrín leit um öxl var borgin að mestu hulin grábrúnni þoku, en dómkirkjuturninn gnæfði upp úr þokuhafinu. Hún var því fegin að komast burt, þótt hún væri þakklát fyrir, að allt hafði gengið vonum framar fyrir henni, en minningarnar um trúarafneitun Francis Edwards voru svo beizkar og sárar, að aldrei mundu gleymast henni — en það var eins og græði- smyrsl í opið sár, að hafa séð píslarvotta deyja. Og það sem ljúfast var tilhugsunar af öllu var það, að hún hafði fundið bróður sinn, og í hvert skipti, er hún leit til hans, þar sem hann reið við hlið hennar, hugsaði hún: Það voru forlögin — guðs vilji — að við skyldum hittast. Guð veri lofaður! Næstum á svipstundu varð koldimmt og svo komu stjörnurn- ar í ljós og hún gat eins greint hæðirnar gegn þokumistrið. Hún hafði lítið sofið nóttina áður og allt, sem gerðist um dag- inn hafði reynt á taugar hennar, en hún fann ekki til þreytu. Það var eins og öryggi myrkursins og svali næturinnar endur- gæddu hana andlegri og líkamlegri orku. Og það var gott að vera aftur á hreyfingu — sitja á hestbaki. Það færði henni hvíld sem ávallt — og henni fannst sem hún færðist æ nær marki — eins og dropi í eilífðarinnar mikla straum. Þreytt var hún ekki og hún fann ekki til beygs. Enginn hugsun um afturgöngur eða ræningja komst að, þar sem hún reið milli tveggja varðmanna sinna, tveggja sálna, sem áttu vald, er sigrast gat á hinu illa. Brátt reið Pétur dálítið á undan, og þau samhliða á eftir syst- kinin. Það var næstum eins dásamlegt og að vera ein með Símoni. Enn var margt, sem þau þurftu að ræða sín í milli, og nú var það einkum allt það, sem á daga hans hafði drifið, sem hana langaði til þess að heyra — allt, sem fyrir hann hafði kom- ið, frá því er hann fór að heiman frá Conster fyrir fimm árum. Hann sagði henni frá ensku háskóladeildinni í Rómaborg, sem varð griðastaður trúaðra flóttamanna og undirbúningsskóli prestaefna. Hann sagði henni frá fyrstu erfiðleikum sínum og námi, frá félögum sínum, sem margir höfðu þegar látið lífið fyrir trú sína — þeirra meðal James Edwards. Allir höfðu þeir svarið eið að því, að fórna lífinu fyrir trú sína, og það fór hroll- ur um Katrínu, er hún hugsaði til þeirra örlaga, sem yfir bróður hennar vofðu, 'þótt hann ýirtist áhyggjulaus með öllu. Þegar eftir að hann hafði tekið vígslu hafði hann farið frá Rómaborg með Pétri Smith, sem honum eitt sinn í viðræðunni varð á að kalla sínu rétta nafni — föður Edward Amyas — og tveimur öðrum prestum, sem nú voru í Hampshire. Þeir höfðu verið meira en mánuð á ferðalagi yfir Frakkland, sem Simon lýsti sem landi styrjalda og sorga. Hann kvaðst hafa fundið til þess hve harðlyndir og hryggir Frakkar væru, eftir samvistirnar við hina hjartagóðu og hressilegu ftali. Andi þess, sem ríkti meðal mótmælenda, gætti hvarvetna, — allsstaðar varð þess vart, að menn hugsuðu um velferð sálarinnar, hedlur um að efnast, græða Katrín sagði honum þá hversu komið væri í Englandi — hversu allt hefði breyzt við komu manna eins og Roberts Douce. Og hún bætti við, að kannske væri betra, að enska þjóðin auðgað- ist heldur en að útlendingar hirtu gróðann. Þá andvarpaði bróðir hennar og af systurnæmleik sínum skildi hún, að það voru ekki hans eigin hugsanir, sem knúðu fram andvarpið, heldur það, sem hún hafði sagt. „Fyrirgefðu mér,“ sagði hún, „en eg skil ekki hvers vegna velmegun þarf að verða þjóð til ills.“ „Menn, sem eru að baria komnir af hungri, leggja sér til munns hvað sem þeir geta í náð — jafnvel aur. Sviptar trú munu hungraðar sálir fyllast gróðaæði — hugirnir verða bundnir við iðnað og varning, og það verður sjö sinnum erfiðara en ella að beina þeim aftur á braut hinnar sönnu trúar.“ „Heldurðu, að hún eigi afturkvæmt?“ „Bráðum — einhvern tíma — eg veit það ekki — og vil ekki um það hugsa. Eg veit það eitt, að það verður ekki nema blóði sé úthellt — en ekki í styrjöld —“ „Við hvað áttu?“ „Að blóði píslarvotta verði úthellt — blóði mínu — og þínu.“ „Mínu!“ „Já, við verðum öll að úthella blóði okkar — ef ekki á aftöku- staðnum, þá hjartablóði með þjáningum vorum. Þú, systir mín, hefir þjáðst meira vegna trúar þinnar en eg.“ „Hundrað hefi eg —“ „Eg veit það — og á komandi dögum muntu þjást þótt með öðrum hætti verði.“ „Ó, Simon, eg vildi mega láta lífið með þér.“ „Ef það gæti verið þannig, að við ættum samleið inn í hina eilífu dýrð — ekki aðeins að standa hlið við hlið og horfa upp á slíkt sem það er varð hlutskipti Francis Edwards.“ En Katrín vildi ekki um hann ræða. „Eg veit,“ sagði Simon, „að guð mun ekki leggja á mig meira en eg get borið, en nú get eg ekki horfst í augu við þetta. Katrín, systir míri, framtíð þín liggur mér þungt á hjarta, og eg hefi áform í huga, sem munu verða til þess að mér verður styrkur að bænum þínum, í stað þess, að nærvera þín geri mig veikan fyrir.“ Henni skildist, að hann væri aftur að hreyfa því, að hún gengi í klaustur, og hugur hennar, sem svifið hafði hátt af tilhugsun- inni af píslarvættisdauða, lækkaði flugið, gangtekinn beyg. „Bróðir minn, viltu í raun og veru, að eg gangi í klaustur?“ „Hvers annars get eg óskað þér, systir mín, ef þú giftist ekki? Hvers gæti eg betra óskað þér en að þú verðir brúður Krists?“ „En eg finn enga köllun — mýr mundi ekki fella mig við slíkt líf.“ „Þú ert ekki lífsreynd, — og köllunin getur komið, þótt hugur þinn hneigist ekki í þessa átt.“ „Eg veit, eg veit, — en--------“ „Systir mín, eg mun ekkert aðhafast gegn vilja þínum, en eins og eðlilegt er vil eg, þar sem þú ert einstæðingur, gera framtíð þína sem öruggasta. Það er eigi nema eðlilegt, að eg hafi áhyggjur þín vegna — og kannske hefir það áhrif á skilnings- hæfileika minn. Látum þetta því liggja milli hluta á bili. Eg fer ekki fram á annað en að þú ræðir þetta við lafði Beynton og hlýðir á það, sem hún hefir að segja. Hún á dóttur í enska klaustrinu í Bruges.“ „Jæja, eg skal ræða við hana.“ Hryggð náði sterkari tökum á huga hennar. 51. Það var dirnmt mjög á láglendinu og þau gátu víða ekki farið nema fetið, og sennilega hefðu þau villst, ef Pétur Smith hefði ekki verið þalkunnugur, en hann hafði þegar farið margsinnis milli Chichester og West Rooting. Mistur var nú svo mikið, að engar stjörnur sáust á himni. Áhrif myrkursins og mistursins voru þyngjandi. Ekkert hljóð barst að eyra, nema fótatak hest- anna og kliðurinn af máli þeirra, er þau ræddust við í hálfum hljóðum. Loks rofaði dálítið til í austri, er þau nálguðust þorpið Bury, sem þau riðu um, en þar voru allir í fastasvefni. Leið WIWVIWWWtfWWWMW Dulrænai „Siom þú.“ Jóns. Þær sögðu Ingibjörgu Wi- um, dóttur síra Snorra að Desj- armýri. Hún sagði Þórunni Wium dóttur sinni og Arn- björgu Stefánsdóttur frá Stakkahlíð og þær sögðu mér. Ætti sögn þessi að vera ábyggi- leg þar sem jafn merkar konur hafa með hana farið. (Þjs. S. S.). Högg og slög. Þegar Ivar Jónsson bjó að Vaði í Skriðdal seint á 19. öld heyrði allt heimafólk þungan gangdyn þar úti og marraði í frosnum snjónum. Var þá kaf- aldshríð og frostgrimmd mikil. Gat mönnum eigi dottið annað í hug en að þangað hefði hrak- ist einhver maður í hríðinni. ívar, sem var hraustmenni mesta, fór út og leitaði af sér allan grun. En þennan sama dag hafði Þorsteinn Ormsson (Eiríkssonar) vinnumann aðÁsi í Fellum hrakið með allar ær prestsins ofan af Ásseli, yfir svonefnt Ásklif utan til, austur yfir Lagarfljót og allt austur í Sellönd, milli Vallaness og Sauðhaga, sem er næstur bær Vaði. Hitti hann beitarhús frá Sauðhaga. Vissi hann vera stutta leið þaðan að Vaði, til ívars vinar síns. Sagði hann svo frá síðar, að bæði hefði hann óskað sér heim að Vaði og líka dreymt, að hann væri kominn þangað, þegar hann sofnaði, og um það bil heyrðist þruskið þar heima. Guðrún Bjarnadóttir, Sveins- sonar' frá Hafrafelli, kona Sig- fúsar bónda að Staffelli í Fell- um, sagði svo frá: „Það var á Krossmessudag snemma, að eg gat þess, ací einhver mundi koma þá um daginn, sem þyrfti að láta bæta skóinn sinn. — Menn spurðu af hverju eg drægi það og svar- aði eg því svo: „Eg gat ekki sofið og þá heyrðist mér sem þungum leð- urskó væri kastað þama á gólf- ið úr stólnum á móti rúminu mínu.“ c.e.&mufkA, — TARZAN — >m „Þetta er Ma-Amu,“ mælti Kroog, og benti á andstyggilegan krókódíl, sem lá þarna í sólskininu við árbakk- ítnn. ,Hann er forn guð, og þegar há- tíðahöldin byrja, mun Toom konung- ur fórna hvíta fanganum Walto-Pay, e. t. v. Tarzan líka.“ Kroog hélt áfram: „Allir fangarn- ir, sem fórnað verður, eru geymdir í helli undir höllinni. Þar verða þeir þar til hátíðahöldin fara fram, en aðrir fangar eru látnir vinna í grjótnámum."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.