Vísir - 04.07.1952, Blaðsíða 5

Vísir - 04.07.1952, Blaðsíða 5
Föstudaginn 4. júlí 1952 V I S I R 3 Mesti kjarnakljúfur heims verður reistur í Evrópu. Fyrirhuguð samvinna Evrópuþjóða um atomkjarnarannsóknir. Viðfal við dr. Þorbförn Sigurgeirsson^ Hvert skal halda? Skemmtiferðir um næstu helgi. Fyrir skömmu lauk í Kaup- mannahöfn móti kjarnorkusér- fræðinga. — Voru þar mættir um 100 sérfræðingar frá 14 löndum og voru flestir þeirra frá 13 Evrópulöndum, en nokkrir frá Bandaríkjunum. Þorbjörn Sigurgeirsson magi- ster sat mótið í boði hins heimskunna kjarnorkusérfræð- ins dr. Niels Bohr. Tíðindamaður frá Vísi hefir fundið Þorbjörn að máli og fengið hjá honum eftirfarandi upplýsingar um mótið: Það var haldið í því skyni, að athuga skilyrðin fyrir sam- vinnu Evrópuþjóða um atóm- kjama rannsóknir. Eins og stendur eru allir hinir stóru kjarnakljúfar heims í Banda- ríkjunum. Evrópulöndin eru ekki komin eins langt tækni- lega og Bandaríkin, enda ekk- ert þeirra líkt því eins mikils megandi efnahagslega, og því mikil nauðsyn að athuga skil- yrðin til þess að koma upp sam- eiginlegri kjarnorkustöð. — Á mótinu var rætt um nýjustu rannsóknir á eðli atómkjarn- anna, tilraunir þar að lútandi og nýjar kenningar á því sviði. Einna mesta athygli vöktu til- raunir Powells prófessors í Bristol á Englandi og sam- verkamanna hans varðandi áð- ur óþekktar efnisagnir, svo- nefndar þungar mesónur. Agn- ir þessar myndast, þegar mjög hraðskreiðar kjarnaagnir rek- ast á kyrrstæða atómkjarna. Hefir það lengi verið ósk eðlis- fræðinganna að fá tæki, sem gætu gefið frá sér nægilega hraðskreiðar agnir til þess að mynda mesónur við árekstra á atómkjarna. Þetta tóks 1947, þegar hinn stóri kjarnakljúfur tók til starfa í Berkeley í Bandaríkjunum. Síðan hafa fleiri slík tæki verið byggð í Bandaríkjunum, en utan þeirra er ekki vitað um neitt tæki, sem framleitt gæti mesónur. Þetta þykir eðlisfræðingum Evrópu óviðunandi ástand og hófust því handa um samvinnu Evrópulandanna um að koma upp sameiginlegri rannsóknar- stöð sem áður var sagt, og er til samvinnunnar stofnað innan vébanda UNESCO og taka flest Evrópuríkin þátt í henni að Austur-Evrópu undanskilinni. Nokkur Vestur-Evrópulönd, þeirra á meðal ísland hafa ekki tekið ákvarðanir um þátttöku í þessari samvinnu. Að mótinu lonku var haldinn fundur fulltrúa þeirra landa, sem hugsa til að taka þátt í þessari samvinnu. Var á þess- um fundi ákveðið hversu haga skyldi undirbúningi sameigin- legra rannsókna fyrir Evrópu. Verða þessar fyrirhuguðu rannsóknir frjálsar — engin Ieynd á yfir þeim að hvíla — og öllum Evrópuþjóðum stend- ur til boða að taka þátt í þeim. Eðlisfræðingamótið var hald- ið í þeim tilgangi að komast að niðurstöðu um hvaða verkefni væri heppilegast að taka fyrir í fyrirhugaðri rannsóknarstöð og hvaða tæki skyldi byggja. Fulltrúar samvinnuríkjanna skipa svonefnt Kjarnorkuráð Evrópu (The European Coun- cil of Nuclear Research) og á tveggja dagá fundinum tók ráðið ákvarðanir um hversu haga skyldi undirbúningsat- hugunum varðandi fyrirhugað- ar rannsóknarstöðvar. Fjórir flokkar eðlisfræðinga vinna á vetri komanda að athugunun- um. Einn þeirra starfar í París undir stjórn L. Kowarski pró- fessors að almennri skipulagn- ingu stöðvarinnar, annar í Hollandi undir stjórn G. J. Bakkers prófessors, að því að undirbúa byggingu kjarna- kljúfs ,,synchron-cyclotrons“) svipuðum þeim, sem byggður var í Berkley, og á að geta gef- ið frá sér efnisagnir með 600 millj. elektron-volta orku, en það er nokkru meira en stærstu tæki, sem nú eru starfrækt í Ameríku gefa frá sér. Þriðji flokkurinn vinnur í Noregi undir stjórn O. Dahls prófess- ors að undirbúningi að bygg- ingu svokallaðs „Kosmotrons“ sem á að gefa frá sér efnis- agnir með 10—15 milljarða elektron-volta orku eða 20— 30 sinnum meiri orku en „syn- chron-lyclotron“ tækið, sem hægt er að nota til að fram- leiða léttar mesónur, en vonir standa til að Kosmotrontækið geti framleitt hinar þungu me- sónur, sem fundizt hafa í geim- geislunum seinustu tvö árin. Ef smíði þessa tækis tekst má telja víst, að það verði öfl- ugasti kjarnakljúfur veraldar. Fjórði hópurinn starfar í Kaup- mannahöfn undir stjórn Niels Bohrs prófessors og er ætlast til, að í þeim hópi verði einn sérfræðingur frá hverju þátt- tökuríkjanna. Hlutverk þessa flokks er að afla yfirlits um þróun atómkjarnarannsókn- anna, bæði að því er varðar kenningar og árangur tilrauna. Einnig er þessum flokki ætl- að að skipuleggja samvinnu stofnana, sem þegar starfa að atómkjarnarannsóknum í Ev- rópu, og koma á samstarfi eðl- | isfræðinga Evrópu um geim- geislarannsóknir. Ekki verður ákveðið fyrr en á næsta fundi Kjarnorkuráðs- ins í haust hvar stöðin verður reist. Enn sem komið er eru ekki fjárveitingar fyrir hendi til byggingar fyrrnefndra tækja, hedlur aðeins til undir- búningsathugana, og hvert þátttökuríkjanna um sig verð- ur svo að samþykkja fjárveit- ingar til framkvæmda. Mjög lauslegar áætlanir gera ráð fyrir, að bygging tækjanna taki sjö ár og að heildarkostn- aður verði 20—25 millj. dollara, en þessar áætlanir verða að sjálfsögðu endurskoðaðar þeg- ar álit fyrrnefndra flokka liggja fyrir. Frakkar fá að fara heim. Einkaskeyti frá A.P. — París í gær. Eitthvað að liði Frakka í Indokína fær að fara heim á þessu ári. Er það í fyrsta skipti, síðan styrjöldin brauzt út fyrir 6 ár- um, að nokkuð lið að ráði verð- ur sent heim. Letourneau skýrði frá þessu í fyrradag, én hann er ráðherra sá, sem fer með mál er varða Indókína. Kvað hann þetta kleift vegna þess, að langt væri komið þjálfun Vietnam-her- sveita, sem taka eiga við af frönsku hersveitúnum, er heim verða fluttar. . Gin- og klaufaveiki enn á meginlandinu. Gin- og klaufaveiki er enn að skjóta upp kollinum á meg- inlandinu, í Þýzkalandi, Hoi- landi, Danmörku og víðar. í Noregi og Svíþjóð hefir veikinnar ekki orðið vart síðan sl. vetur. — Til Finnlands — og írlands, sem fyrr hefir verið getið — hefir veikin ekki bor- izt. — í Kanada gaus veikin upp vestur í Saskatchewan í vetur, og tókst með röggsam- legum aðgerðum að hindra út- breiðslu hennar. Ferðir héðan úr Reykjavík á vegum ferðafélaga, einstaklinga og ferðaskrifstofa verða á næst- unni þær sem hér segir: Ferðafélag íslands. Ferðafélag íslands hefir á á- ætlun sinni ferð austur í Þjórs- árdal um næstu helgi. Lagt verður á stað á laugardag og komið aftur á sunnudagskvöld. Allir markverðustu og falleg- ustu staðir í dalnum verða skoðaðir. Þá efnir Ferðafélagið til 6 daga óbyggðaferðar sem hefst á laugardaginn. Ferð þessi er til Hagavatns og norður um Kjöl. Gengið verður á Langjökul, Jarlhettur, Bláfell, Kerlingar- fjöll og í fleiri fjöll eftir því sem veður og aðrar aðstæður leyfa. Farfuglar. Farfuglar efna til gönguferð- ar á Hrafnabjörg. Verður gist á Þingvöllum aðfaranótt sunnu- dagsins. Ferðaskrifstofan efnir til ýmissa ferða um næstu helgi. Efnt verður til ferðar um Fljótshlíð og Eyja- fjöll að Skógafossi, og lagt af stað á laugardag kl. 14, og gist að Múlakoti. Á sunnudag verð- ur ekið allt að Skógafossi. Kom- NORÐANKUL á íslenzku sumri fagnaði mér, þegar eg steig út úr flugvélinni á Kefla- víkurflugvelli í fyrramorgun. Eg segi „fagnaði", því að enda þótt dásamlegt sé að ferðast og að ýmsu leyti hollt og nytsam- legt, er það þó svo, að það bezta við öll ferðalög er heimkoman. Reykjanesið var samt við sig, hraun og sandur, urðir, holt og börð. Það gljáði á rigningar- pollana á flugbrautinni, og þegar flugvélin rann yfir þá við lendinguna, stóðu gusurnar í allar áttir. En litirnir í fjöll- unum voru hinir sömu, blám- inn dularfyllri, tærari og feg- urri en nokkurs staðar annars staðar. Esjan hafði hvorki færzt úr stað, né skipt um lit síðan eg fór. Hún var þarna enn á sínum stað, og mér fannst nú sem fyrr, að hún vekti yfir bæ Ingólfs og börnum hans. Það var gaman að vera kominn heim. ♦ En sleppum slíkum hug- leiðingum, og víkjum okkur snöggvast suður á íþróttavöll. Af gömlum vana álpaðist eg þangað til þess að horfa á Reykjavíkurúrvalið leika við Rínlendinga. Enn sem fyrr leyndi það sér ekki, að hér voru á ferðinni útlendingar, sem voru að kenna íslendingum knattspyrnu. Er ekki nema gott eitt um það að segja, og frammistaða okkar manna var hvorki betri né verri en efni stóðu til. En nokkur hluti á- horfenda gat ekki á sér setið, heldur þurfti að sanna, að skríl- mennskan er síður en svo dauð í hópi þeirra, sem sækja íþróttávöllinn. ið heim á sunnudagskvöld. Þá efnir skrifstofan til Þórs- merkurferðar. Verður lagt af stað á laugardag kl. 13.30 og ekið á mörkina. Sunnudegi og fyrri hluta mánudags varið tilí að skoða mörkina. Komið heim.. á mánudagskvöld, en fólki gef- inn kostur á að dveljast milli ferða í 8 daga._ Á sunnudag verður efnt til. ferðar í Þjórsárdal, og verður farið kl. 9 um morguninn og ekið inn að Stöng, og Gjáin og Hjálparfoss skoðuð. Komið heim um kvöldið. Einnig efnir Ferðaskrifstofan.. til handfæraveiða nú um helg- ina eins og gert hefir verið und- anfarið, og sömuleiðis hinnar vinsælu hringferðar um Þing- velli og Sog, Hveragerði og; Krýsuvík. Orlof efnir til tveggja ferða urn helgina. Er önnur 2ja daga ferð' í Landmannalaugar og lagt af kl. 14 á morgun frá skrifstof- unni. Hin er 4ra daga för um- hverfis Snæfellsjökul, þar sero. komið verður á alla helztu. staði, auk þess sem gengið- verður á jökulinn. BEZT AÐ AUGLYSAIVISI ♦ íslendingar hafa fengið’ orð fyrir að vera það, sem. kallað er gott „publikum“, þ. e. a. s„ þeir þykja frekar sann- gjarnir i dómum sínum og mati. á frammistöðu íþróttamanna, hvort heldur landinn á í hlut eða útlendir gestir. Er þetta.. mjög ánægjulegt. Þetta gildir þó einkum um þá, sem sækja frjálsíþróttamót. En því miður eru enn til leifar af þessum fá- ránlega anda, sem svo mjög bar hér fyrr á árum, sem lýsir séir helzt í einhverri óskýranlegri löngun í að „drepa dómarann.16 ♦ Eftir leikinn í fyrrakvöld þusti múgur manns að Hauki Óskarssyni, sem dæmdi leikinn, hellti yfir hann rudda- legum ókvæðisorðum og veitt- ist að honum með hrindingum.. og fólskulegum pústrum. Þessu fólki „líkaði ekki“ dómar hans. Hér skal því skotið inu í, að mér fannst Haukur dæma leik- inn af prýði og sanngirni. —•- Einstaka maður hafði við orð, að drepa bæri dómarann, hvort sem það ber að taka alvarlega eða ekki. Rétt er að taka fram, að þeir, sem slíka fólsku sýna, eru tiltölulega fáir, en ekki þarf marga gikki í hverri veiðistöð, eins og alkunna er. Mér er kunnugt um, að yfirstjóm. knattspyrnumálanna er kunn- ugt um þessa menn, og hefir bollalagt, hvort ekki væri rétt. að útiloka þá frá knattspyrnu- kappleikjum á vellinum. Sýnist slíkt sjálfsagt, því að svo getur* farið, að engir sæmilegir menu. fáist til þess að taka að sér dómarastörf hér, vegna yfir-i gangs og skrílmennsku. Þetta er 1 jótur og hættulegur ökumáti — en því miður of algengur. Minnist þess að það er bannað að aka.fram úr öðrum farartækjum við gatnamót. S.V.F.Í. KVÚLÐjtankar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.