Vísir - 15.07.1952, Page 7

Vísir - 15.07.1952, Page 7
Þriðjudaginn 15. júlí 1952. 7. Utan úr salnum heyrði hann hávaða í embættismönnun- um, hlátur og glasaglaum. Loks varð kyrrt í húsinu. Vladimir dró út kommóðuskúffurnar og fór að athuga skjöl föður síns. Þetta voru aðallega búreikningar og viðskiptabréf. Vladimir reif það í tætlur án þess að lesa það. Niðri á botni í einni skúff- unni fann hann böggul og utan á hann var skrifað: „Bréf konunnar minnar.“ Vladimir varð hrærður er hann fór að lesa bréfin. Flest þeirra höfðu verið skrifuð meðan faðir hans tók þátt í herferðinni gegn Tyrkjum og voru árituð til herstjórnarinnar. * ! í þessum bréfum lýsti móðir hans því hve einmana hún væri, hve mjög hún þráði hann, manninn sinn, og svo skrifaði hún fréttir af heimilinu. í nærri því hverju bréfi minntist hún eitt- hvað á litla drenginn þeirra, hann Vladimir. Vladimir las bréfin með tárin í augunum; hann hafði gleymt sinni eigin ógæfu og lifði upp jfölskyldugleði föður síns og móður. Klukkan á veggnum sló ellefu högg. Vladimir hrökk við, stakk bréfunum í vasann og stóð upp. Hann tók kertið sem logaði á borðinu. Embættismennirnir sváfu inni í salnum í heybing sem hafði verið settur á gólfið. Á borð- inu stóðu glös og tómar flöskur og mikil rommlykt var inni. Vladimir leit með fyrirlitningu á mennina sem sváfu, og fór út í ganginn. Útidyrnar voru læstar og lykillinn sást hvergi. Vladimir mundi að hann hafði séð hann liggja á borðinu í salnum og fór inn til þess að ná í hann. Þegar hann opnaði útidyrnar varð hann var við mann, sem hafði falið sig í skotinu. Vladimir lyfti kertinu og sá þarna smiðinn Arhip, sem stóð með öxi í hendinni. — Hvað ert þú að gera hérna? spurði Vladimir forviða. — Ei'uð það þér, Vladimir Andrésson? svaraði smiðurinn. — Guði sé lof að eg þekkti yður aftur! Vladimir starði á hann og varð enn meir forviða. — Hvers vegna hefir þú falið þig hérna? — Eg ætlaði .... eg kom til að líta eftir hvort allt væri í reglu, stamaði Arhip. ' — En hvers vegna ertu með öxina? — Öxina .... ? Ja, maður verður að ganga vopnaður þegar húsið er fullt af embættismönnum. — Þú ert drukkinn. .... Faruð heim og sofðu úr þér. — Er eg fullur? Góði Vladimir Andrésson, eg hefi ekki bragð- að dropa af brennivíni í allan dag! En eg þoli ekki að horfa upp á þessa embættismenn, sem ætla að taka okkur frá yður og láta Trojekurov eignast okkur.....Eg ætla að stúta þeim öllum...... Dubrovskij hnyklaði brúnirnar. — Það bætir ekkert fyrir okkur, sagði hann. — Það eru ekki þessir embættismenn, sem eiga sök á óláninu.....Kveiktu á skriðbyttunni og komdu með mér. Arhip tók kertið áf honúhi, fann ljóskerið og kveikti á því. Varðhundurinn fór að gelta og næturvörðuiinn kom fram úr myrkrinu. — Hver heldur vörð í nótt? spurði Dubrovskij. — Það erum við, húsbóndi! heyrðist skræk rödd svara. — Vasilisa og Lukerja. — Þið mégið fara heim, sagði Vládimir. — Við þurfum eng- an vörð í nótt, — Það er búið með alla vörzlu hér, taætti Arhip við. — Þökk fyrir, húsbóndi .... þá getum við farið heim sofa, sagði sveitakonan, og báðar hurfu út í myrkrið. Dubrovskij og Arhip gengu áfram. Tveir menn komu á móti þeim; Dubrovskij þekkti þar og Grisja þjón sinn. — Hvers vegna eruð þið ekki sofiiaðir? spurði hann. — Hver getur hugsað til að sofa þegar svóna hömiungar hafa komið yfh' mann? svaraði Anton. — Þei, þei .... hafið þið ekki hátt, sagði Dubrovskij. —; Hvar er Jegorovna? — Hún er í herberginu sínu, svaraði Grisja. — Farðu og vektu hana og vektu allt okkar fólk og láttu það koma út úr húsinu. En farðu hægt, svo að gestirnir okkar vakni ekki. Og þú, Anton, þú beitir hestunum fyrir vagninn. Grisja hvarf og kom bráðiega aftur með móður sína. Hitt vinnufólkið kom bráðlega út. — Eru nú allir komnir? spurði Dubrovskij. — Er nokkur eftir inni í húsinu? — Nei, ekki aðrir en þessir andskotans embættismenn. — Sækið hálm og hey! skipaði Dubrovskij. Piltarnir hlupu út í hlöðu og komu aftur með föng af heyi.. ■ Leggið það undir dyrapallinn.....Komið með eld. Arhip rétti honum ljóskerið. - Bíðum við, sagði Dubrovsldj. — Eg mun hafa læst útidyr- unum- Hlauptu og ljúktu þeim upp, Arhip, svo að þeir geti komizt út. Arhip hljóp upp þrepin. Dyrnar voru ekki læstar. En Arhip sneri lyklinum og tautaði: — Til hvers ættu þeir að komast út? Svo hljóp hann aftur til Dubrovskijs, Vladimir tók lcertið úr ljóskerinu og bar það að hálminum .... hár logi blossaði upp, svo að bjart varð um allt hlaðið. — Æ, Drottinn minn, kveinaði Jegorovna. — Hvað ertu að gera, blessunin min, Vladimir Andrésson? — Þegi þú, sagði Dubrovskij. — Nú fer eg mína leið...... Eg vona að þið verðið hamingjusöm hjá nýja húsbóndanum. — Góði herra, faðir okkar! Við förum með þér! Við viljum heldur deyja með þér en lifa undir nýja húsbóndanum! hróp- aði fólkið. — Þið getið hitt mig í Kistinevkaskóginum, sagði Dubrovskij. Anton kom nú með vagninn. Vladimir og Grisja settust í hann og svo var ekið á sprettinum úr hlaði. Það var allt í einu farið að hvessa. Logarnir léku nú um allt húsið. Það brast og brakaði og snarkaði í öllu, rúðurnar sprungu með hvelli og gegnum hávaðann heyrðist óp og vein: — Hjálp .. . .! Við erum að brenna! — Já, þið skuluð fá að bíða lengi eftir hjálpinni, sagði Arhip smiður og glotti. — Góði Arhip .... þú mátt til að bjarga þeim, sagði Jego- rovna. — Guð mun launa þér fyrir þáð. — Eg ætti ekki annað eftir, svaraði smiðurinn. Þau sáu að embættismennirnir voru að reyna að ná glugga- römmunum úr umgerðunum. En það var of seint. Nú hrundi þakið á húsinu og ópin þögnuðu. Nú var kviknað í hinum húsunum líka og eldblossana bar við himinn. — Það logar vel, sagði Arhip. — Nú getur nýi húsbóndinn sjálfsagt séð logana að heiman frá sér. Þá tók hann eftir ketti, sem hljóp fram og aftur um hlöðu- þakið og mjálmaði. Það var líkast og hann væri að biðja um hjálp. Nokkrir stráklingar stóðu og horfðu hlæjandi á köttinn kveljast. — Að hverju hlæið þið, prakkarar? sagði smiðurinn reiður. — Sjáið þið ekki að þarna er ein af skepnum skaparans að farast. .... Það er ekkert hlægilegt. Hann hljóp eftir stiga, setti hann upp við hlöðuvegginn og flýtti sér upp. Kötturinn sá að þarna var bjargvætturinn og Svipus' SSeygs. Tvær Guðrúnar voru dætur Páis í Éskey og systur Jöns £ Skógargerði í Féllum. Ðætur Guðrúnar yngri voru Katrín og Sígríður. Katrín var gáfuð ltona og fróð. Sönur Guðrúnar eldri lrét Bergur Kristjánsson. Hann iagði hug á frændkonu sína, Katrínu, ögattu þau sam- an son, sem Jón hét. Þau Berg- ur og Katrín lentu austur í Fellasveit. Voru þær systur báðar, Katrín og Sigríður, að Birnufelli, er Jón fæddist. Var þá von á Bergi neðan úr Seyð- isfirði. /Hann hafði og lagt snemma upp með fleirum. Um kvöldið heyrði Sigríður barið að dyrum að Birnufelli, hljóp fram og opnaði. Sýnist henni þá Bergur standa úti fyrir, en sá þegar, að svo var eigí, og hrökk hrædd inn. Þar var þá og enginn annar maður. — Bergur hafði orðið bráðkvadd- ur á heiðinni. (Sjs. S.S.). Bló5regn. Þess er getið í sögu Gunnars Hámundarsonar á Hlíðarenda (fyrra hluta Njálu), að blóð féll á atgeir hans. Spurði Kol- skeggur hverju það sætti. — Gunnar svaraði, að í útlöndum kölluðu menn slíkt „benrögn“ og þætti vera fyrir stórfundum. Hér er það meíið feigðarboð og eins þegar blóðinu rigndi á þá Bróður víking (Brjánsþáttur). Enn á dögum getur það kom- ið fyrir, að blóð falli úr lofti og er það þá álitið feigðarfurða, en eins oft haldið, að það komi frá þeim dánu. í desember 1907 kom blöðregn niður á borð hjá trésmiði í húsi, er verið var að byggja. En að morgni var kom- ið til smiðsins og hann beðinn að smíða þar utan um kohu, sem var nýdáin þar í sveitinni. — Blóðdropi féll einnig niður úr lofti fyrir framan rúm á loft- herbergi í Stakkahlíð í Loð- mundarfirði eigi miklu síðar, snemnia sumars, er menn gátu engan veginn skilið, hvernig á stóð. Var athugull piltur í rúm- inu. Blóðdropinn sást þar síðan 1180 „Ég ætlaði annars að láta fleygja þér fyrir Ma-Amu, en nú skaltu deyja helmingi verri dauða“, sagði Toom. lítið með þessu jámi“, mælti hann og brosti djöfullega. að aðal-atriðinu.“ En um leið var Tarzan ekki athafnalaus. „í dögun á morgun, skal það, sem eftir verður af þér, fengið Ma-Amu, hinum mikla guði Vaa.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.