Vísir - 30.08.1952, Síða 2

Vísir - 30.08.1952, Síða 2
VlSIR Hitt og þetta Hér er seinasta sjúkrahús- ^agan: Hansen heildsali var eitthvað lasinn, svo að hann fór -til hins þekkta skurðlæknis, sem áður fyrr var góður vinur hans, og lét hann rannsaka sig. „Þetta er nú bara smávegis,“ sagði skurðlæknirinn, „en við komumst samt ekki hjá því að gera uppskurð.“ „Uppskurð?“ sagði Hansen skelkaður. „Það er ekkert að óttast. Þú leggst bara á skurðarborðið. Síðan ertu svæfður. Þér sýnist eg verða minni og minni og minni, þangað til eg hverf al- veg. Skömmu síðar kemurðu til sjálfs þín aftur, þá sýnist þér eg vera lítill, svo smám saman stærri og stærri, og þá er upp- skurðinum lokið.“ Hansen heilds.ali varð nú miklu rólegri, og lagðist glaður í brágði á skurðarborðið. Hann var svæfður og smám saman varð skurðlæknirinn minni og minni, unz hann hvarf. Skömmu síðar fann Hansen, að hann var að vakna til lífsins aftur, og þarna stóð vera fyrir ofan hann — fyrst lítil, en svo stækkaði hún ört, þangað til Hansen heildsali hrópaði: „Guð almáttugur, þú ert með skegg. Tók uppskurðurinn svona langan tíma?“ Mjög alvöruþrungin rödd svaraði: „Eg er hræddur um, að eg sé ekki sá, sem þú heldur að eg sé, sonur minn...... Eg er Sankti Pétur.“ • Þyí er eins farið með úlfa og hunda, að þeir lát aí ljósi á- nægju með því að dingla róf- hunda, að þeir láta í ljós á- milli afturlappanna, þegar þeir eru hræddir. Qm Mmi úar.... Eftirfarandi fréttir frá Siglu- firði voru í Vísi 30. ágúst 1922: Frá Siglufirði. (Úr bréfi): Hér eru nú um það bil að koma á land 100 þús. tunnur af síld, telst að öllu ís- lenzk eign, en ekki er um það blöðum að fletta, að sumt af skipunum er leppað, og má það undarlegt heita, að nokkur ís- lendingur skuli geta fengið sig til þess að ljá nafn sitt til slíks athæfis. í landhelgi veiða útlendingar nú minna en áður, sem ein- göngu má þakka „Þór“ og ann- ari íslenzkri strandgæzlu. Er það álit manna, að dönsku her- skipin séu lítt í frammi höfð vegna þess að óþarft þyki, að íslendingar séu að sletta sér fram í starfsémi þessa. Ekki sézt hér lekandi dropi af Spánarvínum pg verða menn því að sætta sig við brennivín. og konja'k, sem kostar 20—30 kr. flaskan. Er svo sagt, að tvö erlend skip hafi í sumar verzl- að með sterka drykki hér utan við landhelgina og orðið vel ágengt. — Titan. Laugardaginn 30. ágúst 1952 BÆJAR f' réttir Laugardagur, 30. ágúst, — 243. dagur ársins. Helgidagslæknir að þessu sinni er Stefán Ólafs- son, Laugavegi 144, sími 81211. Bólusetning gegn barnaveiki. Pöntunum veitt móttaka þriðjudaginn 2. september n. k. kl. 10—12 f. h. í síma 2781. Seþtembersýningin hefst í Listamannaskálanum í kvöld kl. 9.30, og verða þar margar myndir til sýnis. Knattspyrnulið Vals, sem nú er statt í Færeyjum, hefir leikið tvo leiki, annan í Þórshöfn en hinn í Klakks- vík. Leikar fóru þannig, að Val- ur vann B-36 með 3:2 og í Klakksvík vann Valur með 1:0. Jazzhljómleikarnir verða endurteknir í Gamla Bíó mánudaginn 1. september kl. 11.15. Leikur þar enski saxó- fónleikarinn Ronnie Scott, og verður dagskrá með sama hætti og var á fyrstu hljómleikunum. Fleiri hljómleikar verða ekki haldnir. Deildarhjúkrunarkona. Skrifstofa ríkisspítalanna hefur auglýst eftir deildar- hjúkrunarkonu á hið nýja fá- vitahæli í Kópayogi. Upplýs- ingar fást hjá yfirhjúkrunar- konu Kópavogshælis og í skrif- stofu ríkisspítalanna. Umsókn- ir um stöðuna sendist fyrir 15. september til skrifstofu ríkis- spítalanna. Messur á morgun: Dómkirkjan: Messað kl. 11. Síra Jón Auðuns. Hallgrímskirkja: Messað kl. 11. Síra Björn O. Björnsson frá Hálsi í Fnjóskodal. Hann er einn umsækjenda um Háteigs- prestakall. Elliheimilið: Messað kl. 10. Síra Magnús Runólfsson. UnAAqáta m. 1704 Lárétt: 1 regnbogi, 6 örlétt, 7 félag, 9 fjall, 10 menn berja hann oft, 12 ill yfirferðar, 14 á reikningum, 16 fornt viður- nefni, 17 óþétt, 19 veiðitækinu. Lóðrétt: 1 stór tala, 2 tveir eins, 3 i, höfuðborg, 4 eftir eld ;(þf.), 5 skemmtikraftar, 8 kyrrð, 11 korntegund, 13 lyf- seðill, 15 neitun, 18 skáld. Lárétt: 1 ValhöU, 6 alt, 7 LS, 9 ÆU, 10 súr, 12 lút, 14 ól, 16 Ra, 17 sef, 19 gramur. Lóðrétt: 1 Völsung, 2 la, 3 hlæ, 4 ötul, 5 loftar, 8 sú, 11 Rósa, 13 úr, 15 lem, 18 FÚ.. Laugarneskirkja: Messað kl. 2. (Ath. messutímann). Síra Sigurður Krstjánsson frá ísa- firði prédikar, en hann er einn umsækjenda um Langholts- prestakall. Hafnarfjarðarkirkja: Messa kl. 10. Síra Garðar Þorsteins- son. Kálfatjörn: Messað kl. 2. Síra Kristinn Stefánsson. Frá Esperantistafél. Auroro. Félag okkar gengst fyrir berjaferð í Gjábakkahraun við Þingvöll n. k. sunnudag, 31. ágúst, og verður lagt af stað kl. 10 árdegis frá Ferðaskrifstofu ríkisins. Fargjald báðar leiðir (tínslugjald innifalið)- verður 36 kr. Þátttaka tilkynnist í Bókabúð KRON, sími 5325, fyrir hádegi í dag. Með því að á þessu ári eru fimm ár liðin síðan hin glaesilega ferð til Bernar var farin, eru það tilmæli nokkurra Bernarfara, að helzt hver einasti þátttak- andi í förinni til Bernar verði með í ferð þessari og minnist í sameiningu hinna glöðu daga fyrir 5 árum. — Félagar fjöl- mennið. Gestir eru velkomnir. Takið nesti með. — Stjórnin. Málfundafélagið Óðinn hefur ákveðið að efna til berja- ferðar næstkomandi sunnudag. Lagt verður af stað frá Garða- stræti 5 kl. 9 f. h. stundvíslega. Farið verður að Nesjum í Grafningi. Frímerkjasalan í Lækjargötu 6 mun hafa til sölu smekkleg umslög með mynd af herra Sveini Björns- syni, fyrsta forseta íslands, en þau eru vel til þess fallin að senda vinum og vandamönnum erlendis með hinum nýju frí- merkjum, sem út verða gefin til minningar um hinn látna forseta hinn 1. n. m. Geta má þess, að ekki verða gefin út nema 100 þúsund „seríur“ af hinum nýju merkjum, sem verða því mjög verðmæt, er fram líða stundir. Hjúskapur. f dag verða gefin saman í hjónaband af síra Magnúsi Þorsteinssyni, ungfrú Ásdís ís- leifsdóttir, Árnasonar fulltrúa borgardómara, og Ragnar Al- freðsson, Þórðarsonar kaup- manns. Heimili þeirra verður á Ránargötu 13, Reykjavík. Gjöf íil Slysavarnafél. fslands. í dag var Slysavarnafélagi íslands afhentar 4000 kr. — gefnar af systrunum Árnýju Valgerði Einarsdóttur hús- reyju að Torfastöðum i Grafn- ingi og Sigríði Maríu Einars- dóttur, Miðhúsum, Miðnesi, til minningar um foreldra þeirra, Einar Steindórsson bónda að Litla-Hálsi í Grafningi, dáinn 9. nóv. 1909 og Sigríði Árna- dóttur ljósmóður konu hans, dáin 20. júlí 1930. Gjöfin er afhent á aldarafmælisdegi móð- ur þeirra hinn 28. ágúst 1952. | Ferðaskrifstofa rikisins hefir, eins og að undanförnu, I tryggt sér berjalönd í ná- i grenni bæjarins og hefjast fyrstu ferðirnar nú um helgina. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Hull 26. ágúst til Rvk. Dettifoss fór frá Álaborg 28. ágúst til Rvk. Goðafoss fór frá Kotka 27. ágúst til Rvk. Gullfoss fer frá Rvk. á hádegi í dag til Leith og K.hafnar. Lagarfoss er í New York. Reykjafoss er á Akureyri. Selfoss fór frá Rvk. í gærkvöldi til vestur- og norðurlandsins. Tröllafoss fer frá Rvk. í dag til New York. Ríkisskip: Hekla fór .frá Rvk. í gærkvöldi áleiðis til Glasgow. Esja er í Rvk. Herðubreið fór frá Rvk. í gærkvöldi austur um land til Raufarh. Skjald- breið er á leið frá Vestfjörð- um til Rvk. Þyrill er á Aust- fjörðum á suðurleið. Skaftfell- ingur fór frá Rvk. í gærkvöldi til Vestm.eyja. Skip S.Í.S.: Hvassafell er á Akureyri. Arnarfell fór frá Rvk. 23. þ. m., áleiðis til ítal- íu. Jökulfell er í New York. Útvarpið. (Sunnudag). Kl. 8.30—9.00 Morgunútvarp. — 11.00 Messa í Fossvogs- kirkju. (Síra Helgi Sveinsson prestur í Hveragerði). — 14.00 Messa í Laugarneskirkju. (Síra Sigurður Kristjánsson prestur á ísafirði). — 15.15 Miðdegis- tónleikar (plötur). — 18.30 Barnatími. (Guðrún og Ingi- björg Stephensen). — 19.30 Tónleikar (plötur). — 20.20 Tónleikar (plötur). — 20.45 Erindi: Sturla Þórðarson sagna- ritari. (Gunnar Benediktsson rithöfundur). — 21.10 Einleik- ur á píanó: Próf. Hans Grisch j frá Leipzig leikur verk eftir Beethoven: a) Sónata í Es-dúr, óp. 31, nr. 3. b)Rondó, óp. 51, nr. 2.— 21.45 Upplestur: Kvæði eftir Þorstein Erlingsscn. (Sig- urður Skúlason magister). — ; 22.05 Danslög (plötur) til kl. 23.30. Útvarpið í kvöld: 20.30 Tónleikar (plötur). — 20.45 Upplestrar og tónleikar: a) Anna Guðmundsdóttir leik- kona les smásögu. b) Inga Huld Hákonardóttir les kvæði. c) Einar Pálsson leikari les smá- sögu eftir Gísla Ástþórsson: „Þegar Rúfus Valdimar Jóns- son stjórnmálamaður byrjaði að segja sannleikan.“ d) Tón- leikar (plötur). — 22.00 Frétt- ir og veðurfregnir. — 22.10 Danslög (plötur). — 24.00 Dagskrárlok. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína Þórey Hjörleifs- dóttir, Sólvallagötu 4 og Hein- rich Karlsson, Ásvallagötu 2r< Bankastjórastaðan við Utvegsbankann. Reykjavík 28. ágúst 1952. Vegna frásagnar í Morgun- baðinu i dag um kjör hins nýja bankastjóra óskar stjórn Starfs mannaféags Útvegsbankans að þér birtið í baði yðar eftirfar- andi bréf, er sent var fultrúa- ráði bankans þann 29. júl, s.l.: „Með því, að nú mun liggja fyrlr að skipa nýjan banka- stjóra við Útvegsbanka íslands h.f., vill stjórn Starfsmannafé- lags Útvegsbankans leyfa sér að benda fulltrúráði bankans á, sem því þó að sjálfsögðu er fullkunnugt um, að meðal starfsmanna bankans eru við- urkenndir og hæfir í banka- stjórastöðu menn, sem starfað hafa þar í mörg ár og margir alllengi áður í íslandsbanka. Eru það eindregin tilmæli starfsmannafélagsins að full- trúaráðið taki tillit til þessa við skipun hins nýja bankastjóra og vísast í því sambandi til vil- yrða er fulltrúaráðið hefur áð- ur gefið stjórn sambands ísl. bankamanna. Er því ekki a§ leyna, að það myndi valda sár- um vonbrigðum hjá starfsmönn. um bankans ef svo yrði ekki gert. Virðingarfyllst Stjórn Starfsmannafélags Útvegsbankans.“ Má af þessu sjá ,að það hef- ur ekki við rök að styðjast er blaðið heldur fram, að fulltrúa- ráði bankans hafi ekki borizt tillögur um nema einn mann í bankastjórastöðu þá, sem nú hefur verið veitt herra Jóhanni Hafstein. Samhljóða bréf hefur verið sent öllum dagblöðunúm í Reykjavík til birtingar. Með þökk fyrir birtinguna, Starfsmannafél. Útvegsbankans Adolf Björnsson, Guðm. Einarsson, Sig. Guttormsson. StmatútiH GARÐIJR Garðastræti 2. — Sími 7299. MARGT Á SAMA STAÐ LAUGAVEG 10 - StMI 3367 Bíaupið spiiin í Spartvöruhúsinu Skóiavörðustág 25. Pappírspokagerðin h.f. Vitastíg 3. Allslc. pappírspokar ■Utför systrn* minnar, CbuMíuu Ágúséu Júiasdóátur, fer íram frá Fossvogskirkju fmðjudaginn 2. septcmber kl. 3 eítir hádegi Magnús Jónsson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.