Vísir - 11.09.1952, Blaðsíða 1

Vísir - 11.09.1952, Blaðsíða 1
’ w 42. érg. Fimmtudaginn 11. september 1952 205. tbl^ V.b. GulEfoss fékfc 4000 kr. sekt. I gær féll dómur í máli for- Jnannsins á v.b. GuIIfossi, sem tekinn var í landhelgi 20. f. m. VarðskipiS Ægir tók V.b. Gullfoss í landhelgi úti af Eyr- arbakka og fór með bátinn þangað. Snorri Árnason, settur sýslumaður Árnesinga, kvað xipp dóminn að Selfossi í gær, og var. Sveinn Árnason, for- maður á Gullfossi, dæmdur í 4G00 króna sekt, en afli og veið- arfæri gerð upptæk. Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem dómur í landhelgismáli er upp kveðinn að Selfossi. Tito vill samvinnu við Grikki og Tyrki. Balgrad (AP.). — Tito flutti jræði í gær og kvaðst hlynntur að Jugoslavar, Grikkir og Tyrk- ir ræddu Iandvarnamál sín í milli. Hann kvað drengskaparsam- komulag fullnægjandi um þessi mál — þeir myndu haldnir ekk- ert síður en skriflegir samn- ángar. Varailr Tyricja a góðu lagi. Ankara (AP). — Ridgway 'hefur nú lokið skoðun sinni á víggirðingum Tyrkja á tyrk- nesk-rússnesku Iandamærun- um. Kvaðst Ridgway allar varn- ir Tyrkja í góðu lagi, herinn væri vel þjálfaður og ekki léki neinn vafi á því, að baráttu- kjarkur hans væri í bezta lagi. Gariyrkjuspln§ í máHuiinum. Að öllu forfallalausu verður opnuð garðyrkjusýning í hin- um myndarlegu húsakynnum lí.R. við Kaplaskjólsveg síðast á þessum mánuði. Vísir hefur frétt, að sýningin, sem Garðyrkjufélag íslands stendur að, verði opnuð föstu- daginn 26. þ. m. — Undirbún- ingur í íþróttamannvirkjum K. R. er þegar hafinn og miðar vel áfram. Sýningin verður í hinu mikla íþróttahúsi K.R., sem er um 520 fermetrar að gólffleti, en auk þess verða veitingar fram bornar í félagsheimilinu. Verður vandað tíl sýningar- innar og sjálfsagt margt um manninn, þegar hún verður opnuð, en Vísir mun greina nánar frá tilhögun allri síðar. Suður-Kóreumenn hrinda árástsm kommÉeista. Kommúnistar í Kóreu hafa gert nýjar árangurslausar skothríðir á hæð þá, sem Bandaríkjamenn nefna „Capitol Suður-Kóreumenn tóku hæð þessa fyrir nokkrum dögum. iofunnar áburðar- okið í haust, Celle. (A.P.). — Ryðgaður Imífur stakkst nýlega, í leik, í hjarta 14 árá drengs hér í horg. Hjartað var hætt áð slá, þeg- ar komið var með drenginn í sjúkrahús, en læknar nudduðu það, losuðu hnífinn, og saum- uðu saman skurðinn eftir hann, svo að drengurinn er á góðum batavegi. 12 farast — 108 sEasast í Tékksíóvakíu. Vín. (A.P.). — 12 manns fórust fyrir skemmstu í járn- brautarslysi í Tékkóslóvakíu. Fór hraðlestin milli Prag og Ostrava — við landamæri Pól- lands — af sporinu og meidd- ust 108 manns. Er þetta þriðja mikla járnbrautarslysið 1 Tékkóslóvakíu á hálfu þriðja ári. Flotaæfingaruar mikb byrja á morgun. Hinnar miklu flota- og flug- hersæfingar N.A.ríkjanna hefj- ast annað kvöld milli Skandin- avíu og Skotlands og allt norð- ur til íslands og Grænlands. 80.000 menn, sem hafa 160 hérskip frá 8 þjóðum til um- ráða, og hundruð flugvéla, taka þátt í æfingunum. Tilgangurinn með þeim er þjálfun í samstarfi til verndar siglingaleiðunum. Stærsta verksmiðjubyggingin, er nú senn fullgerð, en hún mun vera um 2000 ferm. að grunnfleti. Grindavíkurbátar verða ynr geysiiegu netatjom. Iláhyrningur spillir netunum. Fimm Grindavíkurbátar urðu fyrir geysilegu netatjóni í fyrsradag vegna þess að há- hyrningsvaða fór í gegnum net- in hjá þeim, sem lögð voru í Grindavíkur s j ó. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefur aflað sér frá Grindavík, mun háhyrningur- inn hafa eyðilagt allt upp í 40 net hjá bát, en bátarnir eru með 40—60 net. Netin eru nú talin 1000 króna virði hvert svo sjá má að tjón þetta er geysilegt. Mun þetta vera almesta tjónið, er útgerðarmenn í Grindavík hafa orðið fyrir á vertíðinni, en háhyrningur hefur rifið net hjá einstaka bát áður, þótt aldrei hafi kveðið svo rammt að eyðileggingunni. Grindavíkurbátar hafa lagt net sín í Grindavíkursjó, eða beint suður af Grindavík. Voru tveir bátar á sjó í nótt, en aðr- ir bátar gátu ékki farið, nokkr- ir vegna þess að þeir áttu ekki varatrossur, og verið er að bæta þær sem eyðilögðust. Afl- inn í nótt var rýr og hefur ver- ið það undanfarið. Saltfiskaflinn um sl. mánaðamót nam 43.5 þús. smálestum. m®sri en i fyrra a ea nokkru uiEnna Samkvæmt skýrslu frá Fiski- féíagi íslands um saltfiskfram- leiðsluna frá áramótum til 31. ágúst er togarafiskurinn næst- um 14 þús. léstum meiri en á sama tíma í íyrra. Eru það Grænlandsveiðarn- ar, sem valda þessum mikla mun. í tölum þeim, sem á eftir fara, er miðað við fullstaðinn saltfisk. sama tama, en 1950. 31. ágúst sl. var bátafiskur- inn 21.088 smálestir, en togara- fiskurinn 22.421, samtals 43.509 smálestir. Á sama tíma 1951: Bátafisk- ur 17.725, togarafiskur 8.441, samtals 26.166 smálestir, Á sama tíma í hitt éð fyrra: Bátafiskur 29.884, togarafiskur 16.774, samtals 46.658 smá- lestir. Kirkjuþök seld í Englandi. Einkaskeyti frá AP. — London í gær. Fjárhag margra gamalia kirkna er nú svo komið, að farið er að selja blýþökin af þeim, til þess að greiða skuldir þeirra. Eftirspurniii eftir blýi hefur farið mjög í vöxt undanfarið, og verð hækkað til muna, svo að goít verð fæst nú fyrir þökin. — Annars hafa þjófar lagt sig mjög fram um að stela blý- þynnum af kirkjuþökum, en nú á að koma í veg fyrir, að andvirði renni í vasa óverð- ugra. Akranesbátar öfluðu ágæt- lega í nótt og var Ólafur Magn- ússon t. d. með 150 tunnur af síld. Allgóður afli var hjá öðrum bátum og voru 5 með 100 tn. eða þar um, nokkrir með 50— 70 tunnur og áðrir með minna. Byrjað ai sefja ¥éfar niiur í ■ u. Nýr vegur, vatnsvesía og háspennulína lögð að Gufunesi á næstunni. Framkvæmdum við byggingu áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi miðar áfram með flughraða, ef svo má að orði komast, Qg eru sum húsin þeg- ar fullsteypt, en áætlað að öðrum verði lokið í huast. Fyrir helgina brá tíðinda- maður Vísis sér upp að Gufu- nesi til þess að litast þar um og sjá hvernig framkvæmdun- um liði þar efra. Um 130 manns voru þá að vinna við bygging- arnar og hafa unnið að þeim í allt sumar, en framkvæmdir hófust um sumarmál. Jóhannes Bjarnason verk- fræðingur sýndi blaðamannin- um byggingarnar og skýrði honum frá gangi verksins: í sumar hefur verið unnið að byggingu 4 verksmiðjuhúsa* Það stærsta er um 2000 ferm. og er það nær fullgert, en vonir til að lokið verði byggingu þeirra allra í haust, þannig að þau verði fullsteypt og gerð fokheld. Þá er búið að full- steypa verkstæðishús, sem þeg- ar hefur verið tekið í notkun, en þessa dagana er verið að byrja á byggingu skrifstofu- húss og á að ljúka því einnig í I haust. Væntanlega verður hægt að setja fyrstu vélarnar niður £ októbermánuði n. k. Nokkrar smærri vélar eru þegar komn- ar til landsins, en aðrar eru á leiðinni og m. a. er von á allstórri vélasendingu til lands- ins í þessum mánuði. Stálverkfallið tefur. Hafði flestum vélanna verið lofað í . vetur, en vegna stál- verkfallsins í Bandaríkjunum hefur afgreiðslu á sumum. þeirra seinkað eitthvað. Þær vélar, sem fyrst hefur verið lofað, eru vélarnar í vetnishús- ið, sem er stærsta verksmiðju- byggingin. Fyrir næstu áramót er einnig von á stærstu vélum áburðarverksmiðjunnar, þ. á m. sex- stórum loftþjöppum í ammóníakverksmiðjuna. Þær vélar, sem helzt hefur seinkað vegna stálverkfallsins í Banda- ríkjunum, eru vélasamstæður í saltpéturssýruverksmiðjuna, því að þær eru að mestu leytii úr ryðfríu stáli. Framh. á 4. síðu®

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.